Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 Fréttir DV Ðýrt í leikskóla Hæstu gjöld fyrir átta tíma vistun með fæði á leikskóla eru í Isafjarðarbæ, ef borið er saman við fimmtán fjölmennustu sveitarfélög landsins að því er fram kemur á bb.is. í Isa- fjaröarbæ er almennt gjald 33.050 kr. og fyrir forgangs- hópa (einstæða foreldra og námsmenn) 24.213 kr. Lægsta almenna gjaldið fyrir sams konar þjónustu er á Akureyri þar sem al- mennt gjald er 22.325, og fyrir forgangshópa er lægsta verð í Reykjavík eða 13.050 kr. Árekstrahrina Það sem helst hefur sett svip sinn á þessa viku í um- dæmi lögreglunnar á Álfta- nesi, í Garðabæ og Hafnar- firði, er mikill fjöldi um- ferðaróhappa að því er fram kemur á vef Víkur- frétta. Frá því á mánudags- morgun og til hádegis í gær höfðu tuttugu og eitt um- ferðaróhapp verið tilkynnt til lögreglunnar. í tveimur þeirra var um slys að ræða. Ökumaður vörubifreiðar var fluttur á slysadeild, er tvær vörubifreiðar lentu í árekstri á Krýsuvíkurvegi á miðvikudag. Kjör öryrkja? ÚlfarFinsen nemi og þátttak- andi í Ástarfleyinu. „Mér fínnst aö þaö mætti gera betur í málefnum öryrkja. Ég er kannski ekki vel að mér í málum öryrkja en það er eng- inn vafí aö það er illa komið fram við þá. Það eralltafeitt- hvað sem má bæta." Hann segir / Hún segir „Mér fínnst kjör öryrkja alveg hrikaleg, ég hreinlega skamm- ast min fyrir framgöngu stjórnvalda. Þetta er fólk sem hefur lagt mikið á sig fyrir samfélagið og við ættum að bera meiri virðingu fyrirþeim." Helena Stefánsdóttir eigandi Hljómalindar. Gísli Marteinn Baldursson hefur ekki setið með hendur í skauti heldur undirbúið spurningaþáttinn „Tíminn líður hratt“ sem sýndur verður á undan forkeppni RÚV í Eurovision-söngvakeppninni. Halli 1 Botnleðju er dómari en Heiða úr Unun spyrill. Gísli lofar þrælskemmtilegri þáttaröð. Halli og Heiða Dómari [ og spyrill en bæði hafa þau tekið þátt ÍEurovision þó úr óliklegri átt komi. ...og svo Dr. Gunna. „Já, til stendur að hann muni stíga sérstakan Eurovision-dans sem án efa mun vekja mikla athygli." Frægir í Euro-p Gísla Mar!oi „Tíminn líður hratt er nafnið á þættinum. Fyrstu orðin sem við sögðum í Eurovision. „Þá veistu svarið“ var einnig möguleiki," segir Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarps- og stjórnmála- maður. Gísli Marteinn er maðurinn á bak við nýja þáttaröð sem sýnd verður í Ríkissjónvarpinu í tengslum við forkeppni Eurovision-söngvakeppnarinnar - þar sem valið verður framlag fslands til keppninnar. Eins og mönnum er í fersku minni sigraði fulltrúi Grikklands í Kiev á síðasta ári þar sem íslendingar áttu fremur slakan dag. Verður því keppnin haldin á Grikklandi í sumar. En áður þarf að velja fulltrúa. Bak við tjöldin að þessu sinni Um er að ræða spurningakeppni þar sem ýmsir takast á og sýna fram á þekkingu sína á þessu merka fyrir- bæri sem Eurovision er. Fram kom, í tengslum við prófkjörsbaráttu Gísla Marteins, að hann væri á launum hjá RÚV samhliða. Og nú er árang- urinn kominn í ljós. Gísli Marteinn bregður sér nú í hlutverk framleið- andans. Hann verður að þessu sinni bak við tökuvélarnar, er hugmynda- fræðingurinn á bak við konseptið og semur spumingamar. „Þetta verða stuttir þættir og þeir líða hratt. Þrælskemmtilegir þættir sem koma á undan forkeppninni sjálfri. Eiga að vera til þess fallnir að lengja kvöldið, gera það frábært og byggja upp stemningu." Dr. Gunni stígur Eurovision-dans Alls er um að ræða fimm þætti. Fjórir undanúrslita-1 þættir og svo einn úr- slitaþáttur þar sem stigahæstu liðin keppa. Að sögn Gísla > Marteins mun koma fram fullt af fólki sem ekki var almennt vitað að væri fróðleiksbrunnar um Eurovision. Gísli lofar að það muni koma á daginn að þeir viti furðu margt á þessu sértæka sviði. „Þarna keppa Eurovision-hetjur á borð við Siggu Beinteins, Helgu Möller, Kristján Gfslason, Sigrúnu Evu Ármannsdóttur auk manna sem ekki eru þekktir fyrir Eurovision- áhuga sinn.“ Gísli Marteinn er þarna að tala um þá Baggalútsmenn, Trabant- liða, Sigurjón Kjartansson, sem nú loks kemst að í þætti hjá Gísla Mart- eini, og svo Dr. Gunna. „Já, til stendur að hann muni stíga sérstakan Eurovision- dans sem án efa mun , vekja mikla athygli." anna. „Já, Heiða í Unun og Halli úr Botnleðju. Þau virka mjög vel saman. Formlega er hann dómari en hún spyrill en þetta er svona sam- vinna. Og í einum hluta þáttarins er keppendum til halds og trausts stigavörður. Ef liðin geta ekki svarað geta þau nýtt sér þann möguleika: Reynir. reynir. Hann reynir að hjálpa þeim í átt að réttu svari, svona líkt og var í Kontrapunkti.“ Gísli Marteinn segir ekkert frum- legt við sjálft keppnisfyrirkomulagið sem ber dám af Kontrapunkti, Popppunkti og Gettu betur. Þrír menn í liði, hraða- og bjölluspurn- ingar. „Þá verða menn að sýna fram á að þeir hafi skilning á dansatriðum og öðru slíku.“ jakob@dv.is Halli og Heiða spyrja og dæma ^ -Q Val Gísla Marteins á spyrli og dómara er frum- - legt og snjallt í senn. Heiða ' og Halli sjá um þá hlið mál- >(9V C** - « Eurovision-unnendur / þætti Gisla, Halla og Heiðu ■ koma fram gamatreyndar I Eurovision-kempur I bland við I óliklegri Eurovision-spekinga. Gisli Marteinn Gisli bak við tjöldin: Semur spurningarnar og hannarþáttinn sem hann segir ekki frumlegan að formi til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.