Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Síða 12
72 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 Fréttir DV Símakeppni Forsvarsmenn Og Vodafone komu til fsaíjaröar á mánudag og áttu meðal annars fund með Haildóri Haildórssyni, bæjar- stjóra fsafjarðarbæjar, þar sem þeir kynntu starfsemi fyrirtækisins, að því er ffam kemur á vef bb.is. Síminn tilkynnti fyrir nokkru lokun starfsemi 118 á ísafirði ffá og með 1. janúar og misstu fimm starfsmenn í hlutastörfum atvinnu sína við það. ísafjarðarbær ákvað í kjölfarið að endurskoða viðskipti sín við Símann og var sérstakur starfshópur skipaður til verksins sem skoðar nú hvort færa eigi viðskipti til Og Vodafone. Minnhluti sagðurdylgja „Dylgjum um að „dráttur út- boðs kunni að hafa kostað fé" er vísað á bug, sem órökstuddum vangaveltum," segir meirihluti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjóm Álftaness, um bókun minni- hluta Álftaneshreyfingarinn- ar sem gagnrýndi undirbún- ing vegna stækkunar íþrótta- miðstöðvarinnar. „Dráttur útboðs kann að hafa kostað sveitarfélagið miklar fjár- hæðir. Verkið var boðið út í tímapressu og reyndist lægsta tilboð vera um það bil 15 milljónum yfir viðmiðun- arboði ráðgjafaverkfræð- inga.“ „Það er náttúrulega helst að frétta að loðnan fannst nú í vikunni," segirÞor- steinn Steinsson sveitarstjóri á Vopnafirði.„Við vorum nú ekkert orðnir ofóþreyjufullir því hún gerir venjuiega vart við sig í kringum þorrablótin. Þorrablótið verðurhjá honum Dúdda i féiagsheimitinu Mikla- garði föstudaginn næsta." Landsíminn Eyþór Guðjónsson leikur eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinnni Hostel sem er að- sóknarmesta kvikmynd síðustu helgar í Bandaríkjunum. íslandsvinurinn Eli Roth leikstýrði myndinni og Quentin Tarantino framleiddi. Tekjur af miðasölu á Hostel fyrstu helgina voru sexfalt hærri en kostnaður við framleiðslu myndarinnar. Eyþór Guðjónsson Leikur í hinni óhugnan■ legu kvikmynd Hostel. ■r-.W1:- „Ég reyndi allt sem ég gat til þess að fá prósentur af sölu myndar- innar," segir Eyþór Guðjónsson athaftiamaður og einn aðalleikari stórmyndarinnar Hostel sem EIi Roth leikstýrir og Quentin Tar- antino framleiðir. Eyþór er orðinn einn farsælasti leikari íslands- sögunnar eftir að kvikmyndin Hostel varð aðsóknarmesta mynd Bandaríkjanna um síðustu helgi. Hostel skaut þar með kvikmynd- um eins Namia, King Kong og fleiri stórmyndum ref fyrir rass. „Það er súrreah'skt að heyra þetta, náttúrulega," segir Eyþór Guðjóns- son, aðalleikari í myndinni Hostel sem í augnablikinu er sú vinsælasta í Bandaríkjunum. Það er íslandsvinurinn Eli Roth sem leikstýrir Hostel og Quentin Tar- antino sem framleiðir. Eyþór segist ekki hafa búist við þessum feiknavin- sældum myndarinnar; og hvað þá að hann yrði heimsfrægur í kjölfarið. Eyþór er ekki lærður leikari og hefur aldrei áður tekið að sér hlut- verk í kvikmynd en steig þó á svið í leikriti þegar hann var tólf ára. Hann segist gleðjast yfir því að myndin sé að fá góða dóma og einnig leikur hans. Ekki fyrir peninginn „Þetta eru bestu mánaðarlaun sem ég hef nokkum tíma fengið,“ seg- ir Eyþór sem ekki vill gefa upp hvað hann fékk fyrir leik sinn í kvikmynd- inni; laun hans séu trúnaðarmál. Hostel kostaði 3,2 milljarða króna í framleiðslu en halaði inn 20 milljarða fyrstu sýningarhelgina, eða sexfaldan kostnaðinn. Laun leikara em mjög misjöfri í kvikmyndaheiminum og hver leikari semur um sín kjör án þess að einhvers konar viðmið séu notuð en yfirleitt em þær upphæðir ekki lágar. „Ég gerði þetta ekki fyrir pening- inn heldur íýrir ævintýrið að prófa þetta," segir Eyþór og bætir við að fjöldi leikara hafi viljað leika í mynd- inni og hefðu þeir sennilega verið til- búnir að gera það ókeypis. Vill leika með Cameron Diaz „Ég myndi leika aftur í kvikmynd ef Cameron Diaz myndi hringja og biðja mig um að leika með sér í róm- antískri gamanmynd með mörgum ástaratriðum," segir Eyþór um mögu- leikann á áframhaldandi leiksigmm í Hollywood. Eyþór bætir við að það sé gríðar- lega erfitt fyrir útlending að ná ár- angri í kvikmyndum í Bandaríkjun- um. Fyrir séu tugþúsundir leikara „Ég myndi leika aftur í kvikmynd ef Cameron Diaz myndi hringja og biðja mig um að leika með sér í rómantískri gamanmynd með mörgum ástaratrið- um." sem vilja komast að í draumaborg- inni. Grín sem gekk of langt „Ég ætla að einbeita mér að teikni- myndafyrirtækinu mínu en við emm að gera Grettissögu núna,“ segir Ey- þór aðspurður um framtíðina. Hann á og rekur teiknimyndafyrirtækið Blue Turtle sem vinnur nú að því að gefa út teiknimynd í fullri lengd um Grettissögu. Hann segir að kvik- myndareynsla hans nýtist honum mjög vel í teiknimyndageiranum og að hann sé mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu ævin- týri. „En í fáum orðum sagt, þá var þetta grín sem gekk of langt," segir Eyþór hlæjandi. valur@dv.is STYRKIR ÚR HÚSVERNDARSJÓÐI REYKJAVÍKUR Aðalmeöferð lokið í máli Kjartans Haukssonar Styttist í dóm yfir góðgerðarræðara Húsverndarsjóður Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki til viðgerða og endurgerðar á byggingum í Reykjavík, sem hafa sérstakt varðveislugildi af sögulegum og byggingarsögulegum ástæðum. Bent skal á að endurgerðir á ytra byrði húsa til upprunalegs stíls og viðhald húshluta sem taldir eru hafa mikið gildi til varðveislu vegna heildarsvips svæða s.s. klæðningar, steyptar þakrennur og garðveggir njóta forgangs. Eftirtaldar upplýsingar skulu koma fram á þar til gerðum umsóknareyðublöðum: 1 .Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum. 2. Tímaáætlun. 3. Kostnaðaráætlun um fyrirhugaðar framkvæmdir. 4. Nýjar Ijósmyndir af húsi og eldri, ef til eru. Umsóknir skulu berast til skipulagsfulltrúa á Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, fyrir 7. febrúar 2006. Eyðublöð liggja frammi á Árbæjarsafni, Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur, Borgartúni 3 og á heimasíðu Skipulags- og byggingarsviðs, skipbygg.is. Aðalmeðferð lauk í Héraðsdómi Reykjaness í máli Ríkislögregiustjóra gegn Kjartani Jakobi Haukssyni í gær. Kjartani er gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um virð- isaukaskatt þegar hann var fram- kvæmdastjóri og stjórnarmaður Sjó- verks á árunum 2000 til 2002. Upp- hæðin sem Kjartan er sakaður um að hafa ekki greitt er um tíu milljón- ir króna. Hluti þeirrar upphæðar hefur síðar verið greiddur. Kjartan gat sér gott orð í sumar þegar hann réri í kringum landið á árabátnum Frelsi til að hvetja hreyfi- hamlaða til að láta draum sinn um að ferðast rætast. Hann safnaði um leið peningum í hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar sem var þurrausinn í byrjun sumars. í hringróðri sínum safnaði Kjart- an rúmlega 3,5 milljónum í sjóðinn. Dæmt verður í fjársvikamálinu inn- an skamms. Kjartan Hauksson Ríkislögreglustjórisakar hann um fjársvik. andri@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.