Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 14.JANÚAR2006 Helgarblað DV Brenndi sig inni Áttræður maður í Downey í Kaliforníu kveikti í sér eftir að hafa borið eld að húsi nágranna sinna í hefndarskyni vegna bfla- stæðaerjna. Lögreglan var kvödd á staðinn eftir að maðurinn hafði borið eld að dyrakarmi nágranna. Þegar hún mætti á staðinn stóð gamli maðurinn á miðri götu með skammbyssu í hvorri hönd og aðra ermina á náttserknum log- andi. Þegar hann sá lögregluna rauk hann inn í húsið. Mínútu síðar heyrðist sprenging og húsið stóð skömmu síðar í ljósum log- um. „Hann hataði alla, mér datt bara ekki í hug að mundi ganga svona sagði ná- granninn. Myrti syni sína Tvfburabræðumir John og James Demeniuk fundust skotnir á heimili sínu í Flórída. Móðir þeirra, Leslie, fannst liggjandi áfengisdauð í rúmi sínu. Hún hefur verið ákærð fyrir að myrða þá. Að sögn lögreglu segir hún að hana minni að hún hafi skotið annan þeirra í ennið og hinn tvisvar í eyrað. Hún var nýskilin við bamsföður sinn og sam- kvæmt réttarskjölum hafði hún skipt um geðlyf tveimur dögum áður en harmleikurinn átti sér stað og munu verjendur hennar halda því fram að blanda af Pax- illc ncr Rmirhnn-vislrfi hafi nllirS Kyrkti barnaníð- ingsprest Lífstíðarfanginn Joseph Druce læsti prestinn John Geoghan inni í klefa, barði hann til óbóta og kyrkti hann síðan. Presturinn var að afplána tíu ára fangelsisdóm fyrir kynferðislega misnotkun á ungum dreng. Druce heldur fram sakleysi sökum geðveiki. Fangaverðir í Souza-Baranow- sky-fangelsinú segja að Druce hafi stært sig af því að hafa drep- ið níðinginn og talað um að hann hafi með því bjargað fjölda barna. Erfitt hefur reynst að velja í kviðdóm fyrir réttarhöldin þar sem fáir treysta sér í að vera hlutlausir í máli gegn manni sem drap barnaníðing. Sarah Johnson var alin upp í rólegu úthverfi. Kunnugir sögðu að foreldrar hennar hefðu ávallt reynt að gera allt til að gleðja dóttur sína en það breytti því el^ að 16 ára gömul reiddist hún þeim heiftarlega. „Eg verö í sjónvarpinu" Sakamál Hljóðlátt úthverfið Bellevue í Idaho hefur verið griðastaður margra. Fjöldi kvikmyndastjama á þar annað heimili, stað sem lengi vel var talinn órafjarri sviðsljósinu og glæpum. í byrjun september árið 2003 hafði ekki verið framið morð á þessum slóðum í 25 ár. Síst af öllu renndi fólk í gmn um að ógæfan myndi dynja yfir á heimili Johnson-fjölskyldunnar. Hjónin Alan og Diane Johnson vom vel- metin í þessu litla samfélagi, þau vom vel stöndug fjárhagslega og lýstu nágrannar þeirra þeim sem miklu rólyndisfólki. Af fyrra sam- bandi átti Diane 22 ára gamlan son sem starfaði að fyrirtæki stjúpföður síns en saman áttu þau ung- lingstúlkuna Sömh sem var nýléga orðin 16 ára. „Þau eru dáin" Allt breytist aðfaranótt 2. sept- embers 2003. Lögreglan fékk símtal frá konu sem tilkynnti að hún hefði heyrt byssuskot og óp ffá húsi Johnson-fjölskyldunnar. „Ertu viss um að skothvellirnir hafi komið innan úr húsi þeirra?" spurði lög- Dóttirin Sarah Johnson varskapheitur unglingur. Heimilið Fjölskylduna virtistekki van- haga um neitt. reglan. „Já, og ung dóttir þeirra flúði hingað og sagði okkur að ein- hver hafi komið og skotið foreldra sína,“ sagði nágrannakonan ang- istarfifll. A bak við heyrði lögreglan unga stúlku hljóða í ofboði á hjálp og foreldra sína. Sarah var fengin til að lýsa því sem gerst hafði. Hún sagðist hafa séð konu í garðinum fyrr um dag- inn. Henni hafi verið mikið niðri fýrir og hafði hún meðal annars haft í líflátshótunum við foreldra hennar. Vesalings stúlkan sagðist ekkert hafa vitað hver þessi kona var og enn síður hvað hún átti sök- ótt við foreldra sína. „Hvers vegna gerði hún þetta?" æpti hún upp- námi. Við nánari eftirgrenslan Hjónin höfðu verið skotin í hnakkann með öflugum rifli. Greinilegt var að Alan hafði reynt að koma konu sinni til hjálpar. Sarah sagðist hafa komist undan á flótta. Fljótíega fundu rannsóknar- lögregluþjónar blóðuga bleika kápu og hanska í grennd við heim- ilið. Inni í hönskunum fundust fingraför Söruh. Við nánari eftirgrennslan komust lögregluþjónarnir einnig Foreldrarnir Þóttu mikiö rólyndisfólk sem vildu gera allt fyrir dóttur slna. að því að Sarah hafði átt í miklum deilum við foreldra sína. Ástæðan var sú að hún hafði verið í tygjum við Bruno Santos en hann var 19 ára gamall af spænskum ættum. Hjónin höfðu meðal annars hótað Söruh því að þau myndu láta kæra hann fyrir nauðgun ef hún héldi áfram að hitta hann. Sarah var ákærð fyrir að hafa myrt foreldra sína. Gerðu allt fyrir hana Hún var 18 ára þegar réttað var í máli hennar. Ein af ástæðunum fyrir morðunum var talin vera græðgi en vitað var að Sarah hafði lagt hart að föður sínum um að erfa hana að öllum eigum fjölskyldunn- ar þar sem hún taldi hálfbróður sinn eins lögmætan erfingja og hana. Hún virtist hafa lítinn áhuga á réttarhöldunum en þeim mun meiri á þeirri staðreynd að þeim var sjónvarpað. Sérstaklega hafði hún ánægju af viðurnefninu sem spænskumælandi hópar gáfu henni það er „La Matadora" eða morðkvendið. Móður sinni lýsti hún sem „algerri tík" og grobbaði sig að því að hún hefði ekki átt í miklum erfiðleikum með að kýla hana niður. Henni virtist þó hafa lflcað ágætlega við föður sinn. Þeir sem þekktu til fjölskyldunnar sögðu þó að foreldrarnir hefðu gert nær hvað sem er til að gleðja einka- dóttur sína. Hvernig leit ég út? Allt málið virtist vera eins og einn allsherjar sirkus í augum Söruh. Aldrei sýndi hún nein merki iðrunar eða söknuðar. „Verður réttarhöldunum sjónvarpað, er ég í sjónvarpinu, hvernig leit ég út í sjónvarpinu?" voru þær spurningar sem henni virtust helst liggja á hjarta. Hún fékk 10 ára dóm án möguleika á reynslulausn og afplánar dóm á neðstu hæð fang- elsisins þar sem hún sagði að þá sem myrða foreldra sína ætti aldrei að setja á efri hæðir. Þeir ættu mikla hættu á að falla til jarðar í óðagoti. í sjónvarpinu Dauði foreldranna virtist ekki vekja áhuga Söruh. Hún nautþess hins vegar að vera í sjónvarpinu. Shirin Gul er talin einn af afkastamestu kvenfj öldamorðingj um sögunnar Afgönsk húsmóðir og fjöldamorðingi Afganska húsmóðirin Shirin Gul er nú talin ein af áhugaverð- ustu kvenfjöldamorðingjum sögunnar. Gul er 39 ára gömul og hefur hún játað að hafa myrt 27 karlmenn á ferli sínum, hið minnsta. í kjallara hýbýla hennar fundust 4 lík og í bak- garðinum voru 18 til viðbótar auk þess sem sex menn til við- bótar hafa fundist í nágrenni við heimiii hennar. Á meðal þeirra voru jarðneskar leyfar fyrsta eig- inmanns hennar. Flest líkin eru talin vera frá því árið 2001 þegar talíbanastjórnin þurfti að víkja. Flest fórnarlömb hennar voru leigubflstjórar en ástmaður hennar Rahmatullah og 18 ára sonur sáu svo um að koma bfl- unum í verð. Lítið var hægt að rannsaka hvörf þessara manna vegna ástandsins í landinu á þeim tíma sem þeir hurfu. Fyrsti eiginmaður hennar er talinn hafa verið upphafsmaður þessa en hann fékk að bragða á sínu eigin meðali þegar Shirin kynnt- ist Rahmatullah sem hún segir hafa verið ástina í lífi sínu. Hún, elskhuginn og sonurinn hafa öll verið dæmd til dauða. Húsmóðir og morðin Shirin Gul hefur játað ai hafa myrt 27 karlmenn, hið minnsta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.