Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 19
DV Sport LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 19 Pétur Marteinsson er atvinnumaður í knattspyrnu með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. Hann er reyndar samningslaus eins og stendur en mun væntanlega skrifa undir nýjan þriggja ára samning fljótlega á árinu. Hann telur þó líklegt að hann muni leika með liðinu í aðeins eitt ár til viðbótar og koma þá heim. I Pétur í gifsinu Pétur Marteinsson daginn eftir landsleikinn gegn Ung- verjum íjúní Hann ökklabrotnaöi og hlaut einnig meiðsli á hné. Gegn Beckham David Beckham, landsliösfyrirliöi Englendinga, reynir hvað hann getur að komast fram hjá Pétri I leik liöanna sumarið 2004. Iifga upp a Pétur Marteinsson er enn að jafna sig af meiðslunum sem hann hlaut í leik með íslenska landsliðinu síðastliðið vor og vonast til að vera kominn aftur á fulla ferð í febrúar. Hann ræðir við DV Sport um meiðslin, ferilinn, landsliðið, viðskilnaðinn við sitt gamla félag Fram og framtíð sína sem knattspymumaður. „Ég er kannski ekki búinn að ná mér fullkomlega en mér líður af- skaplega vel,“ sagði Pétur. Hann meiddist illa í landsleik fslands og Ungverjalands og var tekinn af velli strax á 25. mínútu eftir að hann lenti í harkalegu samstuði við einn Ung- verjann. Hann brotnaði ekki aðeins á "kkla heldur meiddist hann einnig á hné sem átti eftir að reynast helsti dragbíturinn á bata hans. „Menn héldu í fyrstu að ég myndi fyrst og fremst verða lengi að jafna mig á fótbrotinu en það greri alveg ótrúlega fljótt," sagði Pétur. „Ég var í einhvers konar ofurmeðferð þar sem ég var ekki í gifsi í nema tvær vikur í stað átta. Ég var byrjaður að hlaupa í sundlaug mjög snemma og náði mér fljótt af brotinu. En þó að hnémeiðslin hafí ekki þótt merkileg í upphafi þá tekur það mun lengri tíma að jaftta mig á þeim.“ Gengur enn vel Pétur fór í aðgerð á hné í nóvem- ber síðastliðnum þar sem meðal annars var fjarlægt brjósk sem hafði losnað. Eftir aðgerðina fékk Pétur að vita að hann mætti byrja að hlaupa á ný nú í janúar. „Ég er rétt svo byrjað- ur að hlaupa og allt gengur enn vel. En ég hef æfingar með Hammarby nú á mánudaginn og þá fyrst reynir á mig og þá kemur það betur í ljós hvemig meiðslin hafa jafnað sig. En ef ekkert óvænt kemur upp á á ég ef til viil möguleika á því að spila með Hammarby í Royai League-deildinni í febrúar." Fyrir hnéaðgerðina var Pétur þegar byrjaður að spila fótbolta á nýjan leik á æfingum og var því um nokkuð áfall að ræða þegar í ljós kom að hann þyrfti að gangast und- ir aðgerðina. En forráðamenn Hammarby hafa tröllatrú á að Pétur nái bata og hafa boðið hortum nýjan samning til þriggja ára. Pétur er í raun samningslaus eins og stendur en býst við að skrifa undir nýjan samning fljótiega á nýju ári. Eittár í viðbót í Svíþjóð „Ég ér að velta þessu öllu fyrir mér eins og er. Ég býst við að verða í Svíþjóð í eitt ár til viðbótar og svo gæti verið sá möguleiki fyrir hendi að koma heirn," sagði Pétur en sarriningur hans er með þeim ákvæðum að hægt er að endurskoða hann að loknu hverju tímabili. „Þetta kemur betur í ljós þegar líður á tímabilið og ég sé hvernig meiðslin hafa farið með mig. Það er svo ómögulegt að segja hvað tekur við, hvort ég komi til með að spila eitt- hvað hér heima eða jafnvel hætta al- farið. Það fer eftir áhuga og heilsu þegar þar að kemur." Pétur segir að hann og hans fjöl- skylda séu alsæl með lífið í Svíþjóð enda hafi honum alltaf gengið vel þegar hann spilar með Hammarby. „Það er gaman að þeir hafi boðið ellismelli eins og mér svona langan samning," sagði Pétur í léttum dúr. Þegar talið berst að landsliðsmálum er hins vegar fátt um svör, hvort hann hafi hug á að spila með því á nýjan leik. „Ég er fýrst og fremst að einbeita mér að því að ná mér af meiðslunum og koma mér aftur í gott form. Ef mér gengur vel og h'ður ágætíega gæti það vel verið í mynd- inni. En þetta er eitthvað sem ég er ekki að hugsa um núna, það er þar að auki kominn nýr landsliðsþjálfari með sínar áherslur." Leiðinlegur viðskilnaður Pétur er uppalinn Framari og lék með liðinu alla sína tíð hér á landi ef frá eru talin tvö ár með Leiftri á Ólafsfirði sem á þeim tíma lék í gömlu 2. deildinni. „Fram er minn klúbbur en það var leiðinlegt hvern- ig samskiptum mínum lauk við fé- lagið á sínum tíma," segir Pétur sem hélt í atvinnumennskuna að loknu íslandsmótínu árið 1995. „Pabbi minn (Marteinn Geirsson) var að þjálfa Fram á þessum tíma og var rekinn frá félaginú á meðan ég var að spila með liðinu. Þetta er þó ekk- ert sem ég er að hugsa um í dag, langt í frá." Gamli félagi Péturs hjá Fram, Helgi Sigurðsson, sneri fyrir skömmu heim úr atvinnumennsk- unni og hóf æfingar með liði Fram sem féll úr efstu deild í haust, rétt eins og árið 1995. Pétur og Helgi léku einnig saman með Stabæk í Noregi og Pétur útilokar ekki að þeir „Það er svo ómögulegt að segja hvað tekur við, hvortég komi til með að spila eitthvað hérheima eða jafnvel hætta alfarið leiki saman á nýjan leik. „Það getur vel verið að við hittumst aftur í Fram. Ég hef gaman af því þegar „gömlu" atvinnumennimir koma heim og spila í deildinni. Það gerir hana tvímælalaust áhugaverðari fyr- ir vikið." eirikurst@dv.is DV-mynd Stefán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.