Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Page 26
26 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 Helgarblað DV Díana drenllini Hákon vin- sælastur Samkvæmt könnun er Hákon krónprins vinsælasti meðlimur norsku konungsfjölskyldunnar. Eiginkona hans og systir eru hins vegar óvinsælastar. Um 52% Norðmanna sögðu Hákon vinna vinnuna sína með sóma. Næstur í röðinni kom Haraldur konungur en 46,5% lands- manna eru sátt við störf Sonju drottn- ingar.28,6%eru ánægð með störf Mette-Marit krón- prinsessu en aðeins 10,1% með Mörtu Louise prinsessu. Fjölgun í starfsliði Há- konar og Mette-Marit Hákon krónprins og Mette-Marit krónprinsessa fjölguðu í starfsliði sínu í byrjun ársinsi Blaðamaðurinn Vibeke Hollekim hefur verið ráðin sem ráðgjafi hjónanna og hefur þegar hafið störf. Krónprinsinn og prinsessan hafa reynt að tryggja sér trausta samstarfsmenn sem þau hafa þekkt í árabil og sam- kvæmt heimildum hafa þau lengi reynt að fá Hollekim til sin. Blaðamaðurinn er sjálf ánægð með nýja starfið sem felur í sér ræðugerðir og samskipti við fjöl- miðla. Nýbúinn Silvía drottning Silvía Svíádrottning hefur ekkert á móti því að vera kölluð innflytjandi. Hin 62 ára gamla drottning sem fæddist í Þýskalandi kynntist sænska konunginum á Ólympíuleikunum í Munchen1972 og varð drottning landsins árið 1976. [ nýju viðtali voru innflytjendur gerðir að umfjöllunar- efni og drottningin sagði ekkert að því að kalla hana innflytjanda. „Börn- in mín eru hins vegar Svíar. Þau fæddust hér," sagði drottningin. Beatrix með lungnabólgu Beatrix drottning Hollands hefur legið inni á sjúkrahúsi sfðustu dag- ana. Drottn- ingin, sem er 67 ára, gekkst undir hnéað- gerð í byrjun ársins en er nú komin með lungna- bólgu. Drottningin, eins og aðrir veikir með- limir konungsfjölskyldunnar, hefur dvalið á Bronovo-sjúkrahúsinu í Haag til að jafna sig eftir aðgerðina og mun dvelja þar næstu daga á meðan hún jafnar sig eftir veikindin. I viðtali sagðist hún vonast eftir að verða fljót að jafna sig svo hún gæti heimsótt Argentínu (lok mars. Albert slær glanstímariti við Franska glanstímaritið Paris Match varð að borga Alberti prinsi af Mónakó háar upphæðir fýrir að hafa birt í óleyfi myndir og fréttir af óskil- getnum syni hans á forsíðu blaðsins. Albert viðurkenndi í júlí á síðasta ári að hann væri faðir hins tveggja og hálfs árs Alexandre Coste eftir stutt samband við flugfreyjuna Nicole Coste. Albert kærði blaðið án þess að halda fram að fréttin væri röng. Kate Middleton hélt óvænta veislu til heiðurs kærastanum sínum, Vilhjálmi Breta- prins, en prinsinn hóf herþjálfun sína í vikunni. Prinsinn mætti í skólann ásamt föður sínum og hafði straujárn meðferðis en reglur skólans krefjast þess að bún- ingar nemenda séu óaðfinnanlegir. Vilhjálmur varð að heilsa yngri bróður sínum með virðingu þar sem Harry prins er kominn lengra í skólanum. VÉjálmur prins byrjar herpjálfunina Vilhjálmur Bretaprins hóf þjálfun sína í Sandhurst-herskólanum í vik- unni. Prinsinn, sem er annar í röðinni eftir bresku krúninni, var einn af 270 nýliðum sem hófu hið 44. vikna námskeið í skólanum en Harry yngri bróðir hans er kominn á annað ár. VUhjálmur, sem er 23 ára, mætti með Karli föður sínum er þeir hittu yfirmenn skólans. Eins og reglur segja til um hafði prinsinn með sér straujám en héðan í ífá verður hann sjálfur að sjá til þess að búningur hans sé óaðfinnanlegur. Vilhjálmur faðmaði föður sinn við aðskilnaðinn en hann má ekki yfir- gefa skólann næstu fimm vikurnar sem þýðir að hann mun missa af 24. ára afmæli Kate Middleton, kæmstu sinnar. Við komuna í skólann varð prinsinn að heilsa yngri bróður sínum með virðingu þar sem Harry er kominn lengra í skólanum. Kate héit kveðjupartí Kate hélt kveðjuveislu til heiðurs 'kærastanum um síðustu helgi þar sem hún bauð öllum bestu vinum hans. Harry og kærastan hans, Chelsy Davy, vom á meðal gesta. Ekkert var til sparað og dmkku gest- irnir kampavfn ffam eftir aliri nóttu. Vimi segja að Kate hafi yfirgefið partíið á undan kærasta sínum en að þau hafi átt saman rómantíska stund í veislunni. Næstu fimm vikumar munu þau einungis geta haft sam- band símleiðis. Fyrsti opinberi kossinn Samband Kate og Viihjálms var innsiglað í síðusm viku þegar parið kysstist innilega opinberlega í fyrsta skiptið. Blöðin The Sun og Daily Mail birtu bæði myndir af kossinum sem ffam fór í skíðabrekku í Sviss. Parið hefur afdrei sést kyssast fyrr en þau hafa verið saman í fjögur ár. Þau kynntist í St. Andrews-háskólanum í Skotlandi og leigðu þar saman íbúð ásamt fleiri vin- um. Vilhjálmur prins er afar vinsæll í heimalandi sínu. Margir virðast skíra dréngi sína eftir prinsinum en Wilham er orðið eitt algeng- asta drengjanafh landsins. Nafnið Kate hefur einnig verið mjög vinsælt upp á síðkastið. Kate Middleton Kærasta prinsins hefur veriö i þjálfun svo hún geti hegðað sér á kon- unglega visu. Vilhjálmur prins Vilhjálmur prms er afar vinsæll í heimalandi sínu. Margir virðast sklra drengi slna eftir prinsinum en William er oröiö eitt algengasta drengjanafn landsins. Nafniö Kate hefur einnig veriö vinsælt upp á síökastið. Ljósmóöir Elísabetar drottningar hefur varðveitt rúmlega 50 ára bréf sem hún fékk frá drottningunni Sendibréf sem skrifuð vom af Elísabetu drott- ingu árið 1950 verða boðin upp í mánuðinum. í bréfunum, sem drottningin skrifaði ljósmóður sinni, má lesa um fyrstu árin í lífi Karls krónprins. Drottningin núverandi var aðeins 24 ára þegar hún ritaði bréfin en innihald þeirra þykir afar fallegt. í einu bréfanna skrifar Elísbet: „Okkur líður öllum mjög vel og ég er strax orðin heilsu- betri. Loftið hér er svo gott og ég fæ að hvíla mig að vild. Karl verður feitari með hverjum deginum enda með góða matarlyst og hann þarf að hreyfa sig mikið. Hann hefur gaman af því að fara í lestir og mun meira en Anna sem var hrædd í lestun- um til að byrja með.“ í öðm bréfinu sem drottningin skrifaði stuttu eftir fráfall föður síns þakkar hún Ijósmóðurinni Eiísabet drottning Drottningin hefurþótt heldur köld i viömóti slnu til barna sinna og þá sérl lagi til Karls en bréfin sýna ogsannaaö hún hefurekki veriö ööruvisien aörarmæöur og er afar stolt aföllum börnunum sínum. sýnda samúð. Ljósmóðurin var viðstödd fæðingu allra fjögurra barna Elísabetar og geymdi bréfin þar til núna. Drottningin hefur þótt heldur köld í viðmóti sínu til barna sinna og þá sér í lagi til Karls en bréfin sýna og sanna að hún hefur ekki verið öðmvísi en aðrar mæður og er afar stolt af öllum börnunum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.