Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006
Helgarblaö DV
SAMANBURÐUR
'SjJöf'/tu/nefVt/tifi/iu
Þeir sem þekkja til stjörnuspeki vita og skilja að af-
staða fólks til tunglsins sem tilheyrir stjörnu
krabbans er vægast sagt mjög sterk. Hér eru á ferð-
inni tveir krabbar og það sem tunglið gerir í þeirra
tilfelli er að það eflir kærleikann milli þeirra.
Steinunn Ó. Þorsteinsdóttir Stefán Karl Stefansson
Fædd: 02.07.69 Fæddur: 10.07.75
Krabbi (22. juní-22. júli) Krabbi (22. júni-22. júli)
- huglæg
- innsæi
- tilfinningaheit
- draumlynd
- kvenlegt dulmagn
- ástriðufull
- mikið skopskyn
- dramatískur
- aðiaðandi
- fastheldinn
- staðfastur
- bjartsýnn
Helgin
Agnar Jón Egilsson frumsýndi leikritið Glæpur gegn diskóinu í Borgar-
leikhúsinu síðstliðinn fimmtudag ásamt fyrrverandi bekkjarfélögum sín-
um úr Leiklistarskóla íslands. „Ég leikstýri þeim Ólafi Darra, Guðmundi
Inga og Friðriki Friðriks."
Laugardagur
„Sofa út. Borða góðan mat. Fara í sund,“ segir Agnar Jón og bætir við
kíminn á svip: „Vona það verði haglél, það finnst mér skemmtilegast í
sundi. Veit ekki hvort ég nenni að fara yfir reikningana, en bæði reikning-
amir og jólaskrautið bíða þess að einhver sinni þeim."
Sunnudagur
„Undirbúa vikuna í Austurbæ. Fara með sjálfan mig og pakka til afa
Trausta sem átti afmæli á dögunum. Vonast til að komast á Mind Camp í
Hafnarfjarðarleikhúsinu en það er eitthvað sem ég bind miklar vonir við.
í heildina vona ég að ég nái mér niður eftir frumsýninguna þessa helg-
ina,“ segir þessi kraftmikli maður og heldur áfram: „Hef ekki tíma til að
fresta því:“
„Það er oft vont veður hér á landi
og fáir áhorfendur en mikilvægt er
að huga að þessu jákvæða sem er
nálægðin við fjölskylduna," svarar
Jón Arnar þegar við biðjum hann að
bera saman frjálsíþróttamótin á ís-
landi og erlendis. „Allir þekkjast og
það ríkir góður andi á milli íþrótta-
manna en fjarvera frá fjölskyldunni
er erfið þegar ég keppi erlendis," út-
skýrir hann og heldur áfram: „Mikil
ferðalög einkenna íþróttina og svo
er oftast gott veður og hiti úti. Ég
kynnist fleiri íþróttamönnum frá
ýmsum löndum og þar eru einnig
betri mót," segir Jón Arnar og það er
áberandi í fari hans að hann einblín-
ir á það jákvæða eins og sönnum
íþróttamanni sæmir. Hann bætir
svo við: „Þá brýst þjóðarstoltið
fram."
Ráð gegn álagi og stressi?
„Það sem ég gerði til þess að
standast álag og stress var að hugsa
um eitthvað jákvætt sem veitti mér
hugarró. Oftast nær hugsaði ég um
Huldu og strákana. Það er ekki þess
virði í daglegu amstri að gera líkam-
anum það að hann bregðist við á
þann hátt að viðkomandi verði las-
inn, hrynji líkamlega og andlega,
bara út af lífsgæðakapphlaupi eða
kröfum þjóðfélagsins um að við-
komandi verði að eignast eitthvað,"
segir Jón Arnar reynslunni ríkari og
segir eftir nokkra stund: „Konan mín
hefur staðið á bak við mig 110% og
ég eigna henni allan minn árangur
sem ég hef náð."
Konan bak við manninn
Hulda hlustar af alúð en hún er
áberandi heillandi og hlý og tekur til
máls: „Það þurfa allir að vera tilbún-
ir þegar um afreksíþróttir er að
ræða. Það sem þarf til að hlutirnir
gangi upp er tími, skipulag, jákvætt
viðhorf, heilbrigður lífsstíll og fyrst
og fremst að standa saman sem fjöl-
skyida. Ég hef reynt að fylgja Jóni
Arnari eftir eins og ég get og þegar
hann á frí er hann með mér og strák-
unum. Svo held ég að allir þeir sem
standa framarlega í einhverju þurfi
að hafa einhvern sér við hlið til að
kippa þeim niður á jörðina við og
við."
Hættur í sportinu?
„Ég er nú ekki alveg hættur þó
svo að ég hafi dregið töluvert í land.
En ég ætla að láta tugþrautina eiga
sig núna. Hún er bara of tímafrek
ÍSpáðíHuldu og Jón Arnar
Meyja - fædd 3, september 1972, Ljón - fæddur 28. júlí 1969
og tíu ár á topp tíu í heiminum er al-
veg ágætt," svarar hann hógvær.
Ég get, ég skal, ég vil
„Maður nær litlum sem engum
árangri í íþróttum eða hverju sem
er, ef hugur og hönd fylgjast ekki að.
Til þess að ná árangri verður maður
að vera samkvæmur sjálfum sér.
Setja sér markmið, skammtíma og
langtíma. Halda einbeitingu og fók-
us, ætla sér eitthvað og segja við
sjálfan sig að maður geti þetta. Allar
skammtímalausnir ber að varast.
Allt sem gerist snöggt er líkamanum
ekki eðlislægt. Góðir hlutir gerast
hægt og endast betur. Allir ættu að
leggja áherslu á hreyfingu sem er
lífsnauðsynleg, mataræði og góða
skapið. En allt verður þetta að vera
innan skynsemismarka," segir Jón
Arnar og Hulda er auðsjáanlega
sammála bónda sínum. Við þökkum
þeim gestrisnina og óskum þeim
hjónakornum og drengjunum þeirra
velfarnaðar þegar Jón Arnar bætir
við að hinn gullni meðalvegur sé
vissulega vanfundinn og heldur
áfram glaðlega: „En maður finnur
hann."
elly<g>dv.is
Hulda
Þessi kona elskar aföllu hjarta og það er
fallegt að sjá það i fari hennar. Hún er
vandlát og er ein afþeim sem velja ávallt
afkostgæfni og kerfisbundið þótt hún láti
stundum alla aðgát lönd og leið og kasti
sérútí spennandi ævintýri sem er þó svo
ólikt henni og þaö líkarJóni Arnari vel þvi
hann veit að henni ersannariega
treystandi. Hún er góður skipuleggjandi
og metur nánast allt rétt og leyfirhvorki
vonleysi né tilgangasleysi að ráða ríkjum
en einmitt þess vegna er hún stór partur af
velgengni mannsins sem hún elskar.
Jón
Maðurinn ruglar aldrei saman veruleika
og ímyndun. Svo er viljastyrkur hans væg-
ast sagt mjög langtyfir meöallagi. Hann
er góður vinur og bjartsýnn með eindæm-
um. Ekki má gleyma að minnast á þessa
takmarkalausu þrá sem hann býryfir til
að sigra og ætti þvi ekki að hætta keppni
þvi hann hefur ekki lokið við kaflann sem
hann byrjaði á.Stundum þegarsálin stíg-
ur stór skrefá þróunarbraut sinni koma
stundir óöryggis og hann veit það eflaust.
Efhann einbeitir sér algjörlega að þvl að
skynja allt innra meðsér og ekki slðurl
umhverfinu með uppbyggjandi hætti og
fyrirlítur ekki efasemdir sínar heldur leyfir
efanum bara aldrei að fyrirfinnast, þá ræt-
ast draumar hans á faglega sviðinu.
Agnar Jón „Mikið að
gera.Ætli ég klóni mig
bara ekki tímabundið."
Það kemur ekki á óvart að Jón Arnar Magnússon afreksmaður og
kona hans Hulda Ingibjörg Skúladóttir séu sterk eining því þau
eru meðvituð um að gott og heilbrigt fjölskyldulíf er stór hluti af
velgengni á hvaða sviði sem er. Það ríkir jafnvægi milli þeirra
hjóna sem eru meðvituð um hvað er eftirsóknarvert í lífinu.
:
Tunglií bIIíp sst
þBÍPPB 8 SBÚ3H BIBtBl
Sameinuð birtast þau nærandi, verndandi, ástrík, þolinmóð og
aðlaðandi á sama tíma og þeim tekst að láta áhyggjur heimsins ekki
hafa áhrif á tilfinningar þeirra.
Hér er á ferðinni ástríðufullt samband, laust við eigingirni, af-
brýðisemi eða orkuútlát. Yndisleg sameining vægast sagt.