Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 10
70 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006
Fréttir DV
Hjörtur er einlægur hug-
sjónamaður með sterka rétt-
lætiskennd.
Hann er þrjóskur og
gengur stundum ofhart
fram í réttlætiskennd sinni.
„Hann erþessi mikli eldhugi
með mjög sterka réttlætis-
kennd. Svo er
rosalega mikil
einlægni í hon-
um. Hann er
mjög fylginn sér
en neikvæða
hliðin á því er
þrjóska sem er
þá kannski hans helstigalli."
Ása Björk Ólafsdóttir, frlklrkjuprestur.
„Hann er staðfastur á sinni
skoðun og með ríka réttlætis-
kennd. Hann
vílar ekki fyrir
sér að gagn-
rýna menn og
málefni. Stund-
um gengur
hann ofhart
fram I gagnrýni sinni en það
fylgir því að vera sannfærður I
hugsjónum sínum."
Sigurður Hólm Gunnarsson, ritstjóri.
„Hann er afskaplega þægilegur
og drífandi. Mjög framsækinn
og mikill hugs-
uður. Hann lifg-
ar upp á trúar-
umræðuna því
hann erprestur
sem getur feng-
ið fólk í kirkju.
Það er mjög
gaman að rökræða við hann
um veraldleg sem andleg mál-
efni. Ég þekki hann bara af
góðu og get því ekki nefnt
neina galla."
Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt.
Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson er fæddur
18. aprll 1958. Hann er frlkirkjuprestur I
Reykjavík þar sem sóknarbörnum fjölgar
ört. Hjörtur hefur ekki legiö á skoðunum
sínum I trúmálum og veriö ötull talsmað-
ur aöskilnaöar rlkis og kirkju.
Orloftefur
stjórnsýslu
Úrskurðarnefnd um
upplýsingamál hefur sent
Kópavogsbæ ítrekun vegna
kæru DV á hendur bænum.
DV vildi fá afrit af gögnum
sem lögð voru fyrir bygg-
ingamefnd Kópavogsbæjar
en því synjaði Geir Marels-
son, skriftstofustjóri fram-
kvæmda- og upplýsinga-
sviðs bæjarins. Upplýsinga-
nefndin gaf bænum frest til
23. desember til að skýra
synjun sína. Að sögn Geirs
Marelssonar er ástæða taf-
anna sú að hann hafi verið
í oriofi og mál því beðið.
Segist Geir munu mæta til
starfa í næstu viku og þá
óska eftir lengri fresti frá
upplýsinganefndinni.
Öryggi vagnstjóra Strætó verður tekið til gagngerrar endurskoðunar eftir alvarlegt
banaslys sem varð á Sæbraut fyrripartinn í gær. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, segir of snemmt að tjá sig um tildrög slyssins. Ásgeir og annað
starfsfólk sendi í gær aðstandendum hins látna samúðarkveðjur.
Aðkoman hræðileg Nota þurfti
klippur til að ná til vagnstjórans.
Hann var látinn þegar lögregla
kom á vettvang.
4n SirH ,1
i ---—-'ts -1 ,|HH\ {MrðHfTT ■ B- '■líii n JS ~-• ■ 18 ítKtl j ‘Kl S ■ imM
’i-ípí iiMnrrr"‘T,ítínri tii Wkðrk m L*r- VTnrffTTT *T Pf t '
„Það eru allir slegnir hér hjá fyrirtækinu, það er ekki hægt að
segja annað,“ segir Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó
en vagnstjóri hjá fyrirtækinu lést í hræðilegu umferðarslysi á Sæ-
braut fyrripartinn í gær.
Maðurinn sem lést var á sextugs-
aldri og lætur eftir sig eiginkonu og
uppkominn börn.
ökumaðurinn var einn í bílnum
þar sem hann hafði lokið áætíunar-
akstri og var að ferja strætisvagninn
að athafnasvæði Strætó við Kirkju-
sand. Rétt fyrir ofan Húsasmiðjunna
skall vagninn á vömflutningabifreið
með fyrrgreindum afleiðingum.
Mikill snjór og hálka var á Sæbraut-
inni þegar slysið varð. Nota þurfti
klippur til að ná hinum látna út úr
strætisvagninum.
Árekstur leiddi til ákæru
Þetta er í annað skipti á skömm-
um tíma sem alvarlegt umferðarslys
skekur Strætó. í ágúst missti Björn
Hafsteinsson báðar fætur sínar við
hné þegar vömflutningabifreið ók á
vagn hans.
„Þetta er í annað
skipti á skömmum
tíma sem alvariegt
umferðarslys
skekur Strætó."
Lögreglustjórinn í Reykjavík
ákærði ökumann vöruflutn-
ingabifreiðinnar, Helga Aðal-
steinssonar, vegna málsins því
bifreið hans var á þeim tíma ótryggð
auk þess sem talið er að Helgi hafi
ekið yfir á rauð ljósi. Helgi
neitar sök í málinu en
það verður til lykta
leitt í Héraðs-
dómi Reykjavík-
ur innan
skamms.
Öryggi starfsmanna skoðað
Asgeir Eiríksson framkvæmda-
stjóri segir að öryggi starfsmanna
verði skoðað í kjölfar slyssins. Ásgeir
segir að of snemmt sé að öðm leiti
að tjá sig um málið og tildrög slyss-
ins. Bflbelti hafi verið í vagninum en
hann viti ekki hvort þau hafi
verið notuð af vagnstjór-
anum.
í yfirlýsingu frá
i stjórn og starfsfólki
Strætó segir að hugur
allra hjá fyrirtækinu sé
hjá fjölskyldu hins
látna og er aðstand-
endum hans vottuð
sorgar- og samúðar-
kveðjur.
^ andri@dv.is
Ásgeir Eiríksson
Framkvæmdastjóri
Strætó segir menn
siegna vegna slyssins.
Björn Hafsteinsson Vagnstjórinn missti
fætur sína viö hné eftir hræðilegt slys I ágúst.
Mál Tinds Jónssonar komið til Ríkissaksóknara
Meintur sveðjuárásarmaður í haldi fram í mars
Tindur Jónsson, Garðbæingur á
tvítugsaldri, var í gær úrskurðaður í
áframhaldandi gæsluvarðhald
vegna hrottalegrar líkamsárásar í
einbýlishúsi við Bæjargil í Garðabæ,
2. október á síðasta ári.
Héraðsdómur Reykjaness úr-
skurðaði að Tindur skyldi sæta
áframhaldandi gæsiuvarðhaldi til
10. mars. Fyrri úrskurður Hæstarétt-
ar rann út í gær.
Lögmaður Tinds segir að
ákvörðun verði tekin á mánudag
hvort að úrskurðurinn verður kærð-
ur til Hæstaréttar.
Árásin í Baéjargili var hrottaleg.
Hún var gerð í samkvæmi í heima-
húsi. Talið er að Tindur og tveir fé-
lagar hans hafi átt beina aðild að
tveimur árásum umrædda nótt.
Annars vegar þegar sautján . ára
drengur var hogginn með sveðju
þannig að hann hlaut þrjá skurðá-
verka á höfði og höfuðkúpubrotn-
aði. Hins vegar þegar ráðist var á fé-
laga fórnarlambs sveðjuárásarinnar
þegar hann reyndi að stöðva átökin.
Sönnunargögn í málinu eru um-
talsverð en Tindur hefur þó neitað
að hafa beitt sveðju.
Fjögur vitni hafa þó greint frá því
í skýrslutökum hjá lögreglu að Tind-
ur hafl verið aðili að árásinni og að
hann hafi verið með sveðju á lofti.
Blóðblettir á fötum Tinds, ljós-
myndir fýrir og eftir árásina og um-
rædd sveðja eru meðal sönnunar-
gagna
Rannsókn málsins er lokið og er
það í höndum Ríkissaksóknara að
gefa út ákæru. Ekki liggur ljóst fyrir
hvenær ákæra verður gefin út. Að
líkindum verður ákært fyrir tilraun
til manndráps.
gudmundur@dv.is
„ElNjJ 06
BRJAUEÐINGUR
IjllEÐ 8UEÐJUNA
ALOFTI"
Ftrsjnm SUIíwliní aM
BRJALÆBINGUR
P SVEBJU^
tíALOFII
Sveðja Tindur er
talinn hafa beitt
sveðju á fórnarlamb
með þeim afleiðing-
um að það höfuð-
kúpubrotnaði.
sr
Tindur Jónsson Gert að
sæta áframhaldandi gæslu-
varðhaldi til 10. mars vegna
gruns um hrottalega líkams-