Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Side 6
6 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
SyntáHöfn
Ókeypis er í sund í dag í
sundlauginnni á Höfn í
Homafirði sem verður
opnuð eftir að hafa
verið lokuð um
skeið vegna við-
gerða. „Verkið tók
lengri tíma en
upphaflega var
gert ráð fyrir og
spilaði þar ýmis-
legt inn í eins og
vill verða við endumýjun
gamaila mannvirkja," segir á
homafjordur.is. Þar kemur
ff am að frítt sé í laugina í
dag bæði í tilefni af því að
nýr dúkur sé kominn í laug-
ina og vegna þess að dráttur
hafi orðið á opnun iaugar-
innar. Homfirðingar hyggja
svo á gerð nýrrar sundlaugar
og em að velja henni stað.
Hnífsdælingar
sjálfir með
þorra
í kvöld verður
haldið þorrablót
Hnífsdælinga í 58.
sinn og gestimir
koma sjálfir með
mat og drykk. Á
vefsíðu bb.is kemur fram að
samkvæmt Gyðu Jónsdóttur
séu um 150 manns búnir að
skrá sig á þorrablótið og
koma allir með matinn sinn í
trogum eins og tíðkaðist að
bera fram mat til foma. Allir
Hnífsdælingar hljóta að fjöl-
menna á þessa skemmtun
því heimatilbúin skemmtiat-
riði verða fólki til skemmtun-
ar. Að skemmtiatriðum lokn-
um verður slegið upp dansi-
balli með bandi sem kallar
sig Hjónabandið.
Strákamir okkar
vonbrigði?
Aðalsteinn Eyjólfsson,
þjálfarí meistaraflokks kvenna
hjá Stjörnunni.
„Miðaö við meiðsli og áföll
sem liðið lenti í er varla hægt
að tala um vonbrigði að ná 7.
til 8. sæti. Þó er spurning hvort
það hefði mátt bregðast öðru-
vísi við í siðasta leiknum. Önn-
ur úrslit féllu okkur i hag; Dan-
ir lögðu Rússa, því var mjög
sárt að tapa fyrir Norðmönn-
um. Ég held þó að leikmenn-
irnirséu hvað sárastir. En
svona er bara boltinn."
Hann segir / Hún segir
„Mér finnst árangurinn, þegar
upp er staðið, vera viðunandi.
Strákarnir stóðu sig frábær-
lega í flestum leikjunum. En
þeir eru orðnirþað góöir, meö
það marga heimsklassaleik-
menn, að maður býst við
miklu frá þ'eim. Ég held að
þreytan og meiðslin hafi sagt
til sin. Á næsta stórmóti ætti
þjóðin og leikmennirnir sjálfir
að hafa trú á því að þeir geti
náð langt."
Harpa Melsted,
landsliðskona og fyrirliði
Hauka.
Deilan um húsgagnaverslunina Mi Casa heldur áfram. Húsgagnahöndlarinn og
predikarinn Árni Björn Guðjónsson ætlar sér að kæra trúaða trúbadorinn, Guð-
laug Laufdal, fyrir meiðyrði. Guðlaugur sakar Árna um að hafa rænt húsgögnum
úr sínu eigin þrotabúi upp á margar milljónir. Einnig segir Guðlaugur að Árni
hafi reynt að selja sér stolnu húsgögnin. Áður fyrr predikuðu þeir saman á Ómega.
DV greindi frá því í byrjun síðasta árs að Árni Björn Guðjónsson,
fyrrverandi eigandi húsgagnaverslunarinnar Mi Casa, sakaði
trúaða trúbadorinn, Guðlaug Laufdal, um að hafa stolið frá sér
lager og nafni húsgagnaverslunarinnar. Árni hefur kært Guðlaug
fyrir fjársvik og vanefndir á samningi en Guðlaugur segist hafa
ætlað að hjálpa Árna. Deilan heldur áfram á nýju ári með vænt-
anlegri nýrri kæru.
„Hann gerði það," segir Guðlaug-
ur Laufdal þegar hann er spurður
um orð sín í bréfi sem hann sendi til
lögfræðings Árna Björns Guðjóns-
sonar. í bréfinu segir Guðlaugur að
Árni Björn hafi stolið sínu eigin
þrotabúi.
í meiðyrðamái
Þessi ummæli Guðlaugs um
glæpi og þjófnað fara fyrir brjóstið á
Árna Birni og hann ætlar í mál. í
bréfinu, sem Guðlaugur skrifar und-
ir, stendur meðal annars:. „Árni
ákærir mig fyrir þjófnað á húsgagna-
verslun sinni og á vörum sem ég ekki
stal heldur rændi Árni Björn Guð-
jónsson sjáifur sitt gigið þrotabú."
Árni Björn er ekki sáttur við þessi
ummæli og hann ætlar í annað mál.
„Ég hef ekki framið neina glæpi.
Ég ætla í meiðyrðamál og ætla ekk-
ert að stoppa í þessu máli. Ég læt
hann ekki komast upp með þetta.
Síðan er hann á Ómega að predika
guösorð, þetta er svívirðilegt," segir
Árni Björn.
Guð fyrirgefur
Guðlaugur Laufdal gefur lítið fyr-
ir ásakanir Árna Björns, segir þetta
leiðinlegt mál en fyrirgefur honum
þó: „Ég fyrirgef honum allt. Guð fyr-
irgefur honum líka."
„Árni Björn bað mig að ég yrði
skrifaður fyrir rekstrinum á þessari
húsgagnaverslun vegna þess að
hann var gjaldþrota og sömuleiðis
fyrirtækið hans. Ég ædaði aldrei að
fara í þennan rekstur, ég ætlaði bara
að hjálpa honum og veita honum
húsaskjól. Síðan var ég ekki fyrr bú-
inn að skrifa undir þetta blað en
hann byrjar að hóta mér," segir
Guðlaugur.
Neitaði að borga
„Ég lét þetta allt í hendurnar á
honum," segir Árni Björn Guðjóns-
son sem eitt sinn átti húsgagnaversl-
unina Mi Casa.
„Ég var hættur með verslunina
áður en Guðlaugur Laufdal kom til
sögunnar. Hann kom síðan og
bauðst til þess að hjálpa mér. Hann
sagðist eiga nóg af peningum og
endalaust lánstraust. Hann ætlaði
að setja upp búðina og kaupa 300
fermetra húsnæði. Ég átti að vinna
hjá honum en ég sagði að ég myndi
aðstoða hann við þetta. Hann bauð
mér að vera á prósentum og svona,"
segir Árni Björn og bætir því við að
hann hafi látið Guðlaug fá lykla að
lagernum.
„Svo fór ég að sjá að það var ekk-
ert að marka hann. Konan hans
sagði mér að hann myndi aldrei gera
þetta. Þá fór ég að rukka hann fyrir
nafnið og vinnuna mína, þá neitaði
hann að borga," segir Árni Björn.
Stórveikur maður
Guðlaugur telur ekki allt með
felldu hjá Árna Birni. Hann segir
Árna Björn hafa mætt hjá skipta-
stjóra og lýst því yfir þar að það væru
engar vörur í þrotabúinu þrátt fyrir
að það væri fullt af húsgögnum.
„Þannig rændi hann sitt eigið
þrotabú. Hann var með þessar vörur
út um allan bæ og kom þeím undan
víða. Nú eru vörur farnar að skjóta
upp kollinum fyrir margar milljónir
út um allan bæ, þetta er svo skraut-
legt," segir Guðlaugur og bætir við
að menn sem hegða sér svona hljóti
að vera stórveikir.
Trúaði trúbadorinn Guðlaugur Laufdal
segirÁrna Björn hafa misnotað sig.
Misnotaður
Guðlaugur telur sig hafa farið
illa út úr þessu máli og að mannorð
hans hafi beðið hnekki, hann segist
ekki hafa getað svarað fyrir sig og
ekki talið það æskilegt vegna starfs
síns.
„Ég get ekki verið þjónn guðs og
síðan farið og höggvið mann og
annan. Það er augljóst að ég var
bara misnotaður en svona getur
bara lífið verið, þetta er ekki fyrsti
maðurinn sem platar mig. Mér
fannst þar sem ég er í kristilegu
starfi að ég væri verri maður ef ég
færi að ákæra mann opinberlega
sem væri veikur á geði, mér fannst
það ekki sæma manni í minni
stöðu. Svona getur nú lífið verið,"
segir Guðlaugur.
atli@dv.is
Engin þörf á myndavélum á heimavist Menntaskólans á Egilsstöðum
Skólameistari ME hótar að loka heimavist
„Þetta er fáránlegt," segir Helgi
Ómar Bragason, skólameistari
Menntaskólans á Egilsstöðum, í
samtali við DV um úrskurð Persónu-
vemdar þar sem skólastjórn ME er
bannað að hafa eftirlitsmyndavélar
á göngum heimavistar skólans.
„Ég tel þetta vera íþyngjandi
stjómvaldsákvörðun af hálfu Per-
sónuverndar. Það er annað hvort
eitthvað bogið við Persónuvernd
eða lögin sem fólkið þar fer eftir,"
sagði Helgi Ómar sem veit þó ekki
hvort stjórn skólans muni hlíta úr-
skurðinum.
Helgi Ómar sagðist jafnvel búast
við því að heimavistinni yrði lokað
vegna þessa úrskurðar enda væri
nær ómögulegt fyrir stjórn skólans
að hafa eftirlit með nemendum sem
margir eru ekki enn lögráða án
myndavélanna.
Bergdís Ýr Guðmundsdóttir, for-
maður nemendafélags skólans, það afar íþyngjandi fyrir nemendur
sagði í samtali við DV í gær að hún að vita af þessum vélum í gangi allan
fagnaði þessum úrskurði enda væri sólarhringinn.
Helgi Ómar Bragason
Skólameistari ME hótar að
loka heimavist skólans
fyrst hann fær ekki að
hafa eftirlitsmyndavélar
Menntaskólinn á Egilsstöðum
Skólastjórn verður að fjartægja mynda
vélar afheimavistinni fyrir lok sumars