Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 Fréttir JJV Drukkinn á 119 Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði ökumann seint í fyrrakvöld á 119 kílómetra hraða við Hvassahraun, en þar er 90 kílómetra há- markshraði. hegar lögregl- an talaði við ökumanninn reyndist hann vera töluvert við skál. Áfengismagn mannsins var kannað og reyndist hann vera með 0,9 prómill í blóðinu, langt yfir mörkum. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið úr honum. ökumaðurinn á yfir höfði sér sekt og tíma- bundna ökuleyfissviptingu að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Enginn strætó við göngin Bæjarráð Akraness segir það ekki á sínu valdi að sjá til þess að strætisvagninn sem gengur milli Akraness og Reykjavíkur stoppi á bflaplaninu við Hvalfjarð- argöngin. Það var Ása Hólmarsdóttir sem vildi að bæjaryfirvöld settu upp stoppistöð við göngin. „Bæjarráð þakkar fyrir- spurnina en þar sem samn- ingur um strætisvagnaferð- ir á milli Akraness og Reykjavíkur er eingöngu á milli Akraneskaupstaðar og Strætó bs. og nágranna- sveitarfélög Akraness eru ekki aðilar að samkomulag- inu getur bæjarráð ekki orðið við erindinu," segir bæjarráðið. Þrjú innbrot Þrjú innbrot voru til- kynnt í umdæmi Lögregl- unnar í Hafnarfirði, Garða- bæ og Álftanesi í vikunni. Á þriðjudag var brotist inn í íbúðarhús á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og á fimmtu- dag var farið inn í íbúðar- hús í Hvammahverfi. Þá leikur grunur á að brjótast hafi átt inn í hús í Garðabæ á fimmtudagsmorgun, en viðvörunarkerfi fór í gang og hefur sennilega fælt þjófana, þar sem ekki var farið inn í húsið. Þessi mál eru öll í rannsókn hjá lög- reglu að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Gísli Guðmundsson, bóndi og athafnamaður, var sýknaður í Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir brot á vopnalögum. Héraðsdómur taldi ekki vera hægt að sanna að skriðdrekalíki í hans eigu væri hættulegt. Vopnalögin eru mjög vel skilgreind og hvorki skriðdrekar né skriðdrekalíki falla undir þau. Einungis vopnin sem þeir kunna að vera búnir falla undir vopnalögin og þvi var Gisli sýknaður. Skriðdrekalíki Gisli Guð- mundsson varsýknaðurfyrir að flytja inn skriödrekallki. Gísli Guðmundsson, bóndi á Suðurlandi og athafnamaður, hef- ur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot á vopna- lögum. Gísli var ákærður fyrir eign á skriðdreka sem hann fékk frá Bandaríkjunum. Taldi ákæruvaldið að þarna væri um stór- hættulegt stríðstól að ræða en gat ekki sannað sekt vegna þess að vopnalögin eru ítarlega skilgreind í lögum. Taldi héraðsdóm- ur að lögin næðu ekki yfir skriðdreka eða skriðdrekalíki. „Ég efaðist aldrei um að þetta mál félli með sýknu," segir Gísli Guðmundsson, bóndi og athafna- maður, um úrskurð Héraðsdóms. Þegar blaðamaður náði í Gísla var hann staddur á hersýningu í Moskvu þar sem hin ýmsu stríðstæki voru til sýnis og þar á meðal rússneskir skriðdrekar. Gísli segist ánægður með úrskurðinn og furðar sig um leið á þessum málatil- búningi. „Ég er nú ekki að fara að finna mér fleiri skriðdreka hérna í Moskvu." Ekki gerður upptækur „Ég hlakka bara til að koma heim og fara með hann heim á jörðina mína," segir Gísli en skriðdreki hans var ekki gerður upptækur og fær Gísli að aka frjálst um á honum Héraðsdómur Gísla finnst undarlegt að réttarkerfiö sé að eltast við sig. inn tók undir þetta álit Gísla því ekki var hægt að sýna fram á að hlaupið væri skaðlegt. Ekki að kaupa annan dreka „Ég er nú ekki að fara að finna mér fleiri skriðdreka hérna í Moskvu," segir Gísli og hlær að þeirri tilviljun að blaðamaður hafi náð honum á hersýningu. Gísli er í fríi í Moskvu og hefur mjög gaman af hersöfnum og fleiru því tengdu. Hann segir að skriðdrekarnir á safninu hafi verið afar flottir og sagði þá svo sannarlega Farinn til Rússlands Þegar DV náði [ Glsla í gær var hann staddur á hersýningu I Moskvu. pi« heima á jörð sinni. Gísli sagði áður í viðtali við DV að skriðdrekinn væri skaðlaus með öllu og hlaup sem er framan á honum væri algjörlega meinlaust. Dómur- ekki vera nein skriðdrekalfld. Ákæra byggð á sandi „Þessi ákæra var byggð á sandi og er úrskurðurinn í samræmi við það," segir Einar Þór Sverrisson, lögfræð- ingur Gísla Guðmundssonar. Einar segir að þetta sé meinlaust tæki með einhverjum saklausum rörum. Hann segir að þetta væri svipað og einhver myndi setja rör framan á þyrlu og hann yrði svo ákærður fyrir að vera á vopnuðu far- artæki. valur@dv.is Þóra Ásgeirsdóttir, formaður Hestamannafélagsins Gusts, hætti á fimmtudag Seldi sitt eigið hesthús og keypti jörð í Borgarfirði Félagsmenn í Hestmannafélag- inu Gusti eru margir hverjir afar ósáttir við Þóru Ásgeirsdóttur, frá- farandi formann félagsins, en hún hætti störfum á félagsfundi á fimmtudagskvöld og gekk í kjölfarið út af fundinum. Þóra sagði í samtali við DV í gær að hún hefði ekki hætt sem formað- ur vegna málefnalegs ágreinings en heimildir DV herma að félags- mönnum hafi ekki þótt Þóra ganga Hvað liggur á? nógu rösklega fram í þeirri viðleitni að bjarga félaginu frá því að þurrkast út. Hópur verktaka undir fpgystu at- hafnamannsins Engilberfs Runólfs- sonar hefur verið iðinn við að kaupa upp hesthús á svæðinu og hafa fé- lagsmenn biðlað bæði til bæjaryfir- vaida í Kópavogi og stjórnar félags- ins að grípa til aðgerða til að stöðva uppkaup hesthúsanna. Samkvæmt heimildum DV hefur fjölskylda Þóru selt sitt hús á svæð- inu fyrir fimmtíu milljónir króna, fé- „Það liggur á að koma íbúðinni Istand/'segir Úlfar Linnet, verkfræðingur og grínisti.„Ég er nýbúinn að fá íbúöina þannig að ég vinn svolítið í henni. Svo liggur á að lifa bara fjölskyldu- lífinu hérna heima. Ég er siðan með uppistand á næsta fimmtudag á Gauki á Stöng. Það er fyrir Krabbamejnssjúk börn og hvet ég alla til þess að mæta og leggja góðu málefni lið." lagsmönnum til lítillar ánægju sem telja hana hafa svikið sig. Þóra og fjölskylda hennar hafa í staðinn keypt jörð í Borgarfirði. Bjarnleifur Bjarnleifsson, sem tók við formennsku af Þóru, sagði í sam- tali við DV í gær að hann vildi ekkert tjá sig um fortíðina. „Félagsfundur- inn samþykkti að kjósa þriggja manna nefnd til að fara í viðræður við Kópavogsbæ um hvort það sé hægt að fá annað land fyrir félagið og síðan verða næstu skref að koma í ljós í framhaldinu," sagði Bjarnleifur. Athafnamennirnir hafa nú þegar keypt upp 37% hesthúsanna á svæðinu. Þóra Ásgeirsdóttir Hætt sem formaður Gusts og seldi hest- hús sitt fyrir 50 millj- ónir. DV-mynd Guð- mundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.