Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDACUR 4. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Rafvirkjar finna fornleifar Rafvirkjar í bæ í grennd Napólí á Ítalíu áttu óvenju- legan vinnudag í gær. Þeir rákust á fornminjar, leifar af húsi sem byggt var á tím- um Rómarveldis. Nákvæm greining á fundinum á enn eftir að fara fram. Heppinn Frakki Franski skógarvörðurinn Francois Ottavi slapp með skrekkinn er gríðarstórt bjarg hrundi úr fjalli í suð- urhluta Frakklands. Þótti það tíðindum sæta að hann slasaðist ekkert þótt bíllinn hans sé gjörsamlega ónýt- ur. Kúrdar á kafi Borgin Arbil, sem er í kúrdíska hluta íraks, var á kafi í gær eftir miklar rign- ingar að undanförnu. Sam- göngur gengu erfiðlega og talið er að vel á annan tug manna hafi farist. Maóistar í Nepal Maóistar hafa gengið berserksgang í Nepal. í gær efndu þeir til mótmæla í borginni Patan. Talið er að þeir hafi myrt frambjóð- anda sem bauð sig fram í fyrirhuguðum héraðskosn- ingum 8. febrúar. Einnig eru mennirnir grunaðir um að hafa sprengt upp heimili tveggja annarra frambjóð- enda. 1 Kínverska ríkisstjórnin sigtar út vefsíöur á Netinu sem koma henni illa. Bandarísk netfyrirtæki eins og Google hafa hannað kínverskar útgáfur af leitarvélum sínum. Það hefur ekki farið vel í marga á Vesturlöndum. Kínverskir bloggarar hafa aftur á móti lýst ástandinu eins og það er. Nóg að gera. Kinverjar skoða Netið á net- kaffihúsi i Zhengzhou. Kina er næststærsti netmarkaður heims. Hann jókst um 18 pró- sent i fyrra og fór í 7 7 7 milljónir notenda. WmmmSBBBBKBmmKm Sú ákvörðun ráðamanna netfyrirtækisins Google, sem sér um eina skilvirkustu leitarvélina á Netinu, að samþykja skilmála ríkisstjómar Kína um ritskoðun hefur mætt harðri andstöðu í hinum vestræna heimi. í Kína er allt efni á Netinu ritskoðað sem hentar ríkisstjórn landsins illa. Margir á Vesturlöndum hafa velt því fyrir sér hvemig það sé að lifa við slíka ritskoðun. Nokkrir bloggarar í Kína og nágrenni tjáðu sig um málið á vef fréttadeildar breska ríkisútvarpsins. „Ég er alltaf tilbúin að valda stór- um bandarískum fyrirtækjum vandræðum. Yahoo, Google og Microsoft hjálpuðu til við að byggja hinn „mikla eldvegg" sem er stærsta vopnið til þess að ritskoða Netið," segir Yan Sham-Shackelton bloggari í Hong Kong. Ritskoðuð á afmælinu Yan er ein af kínversku bloggunum sem lýsa ástandinu á Netinu í Kína eins og það er. Hún segir ritskoðunina vera óþolandi. „Bloggið mitt hefur ekki farið varhluta af ritskoöuninni. Á þrítug- asta afmælisdegi mínum sagðist ég eiga mér eina ósk: Lýðræðislegt Kfna. Ég fór svo í ferðlag í tilefni Bloggið ritskoðað. Yan Sham- Shackeiton ientiiþviað bioggsiða hennar var lögð niður eftir að hún óskaði sér þess á afmæiisdaginn smn að stjórnarhættir íKína yrðu lýðræðisleqir. dagsins, ákvað að fara úl Kína og gista á hóteli í ríkáseigu. Þar skoðaði ég bloggið mitt. Svo þegar ég kom aftur heim til Hong Kong brá mér þegar ég sá að blogginu mínu hafði verið lokað. Meira að segja hafði síð- unni sem hýsti bloggið mitt verið lokað." Hún segir að Netið sé vopn sem beri að nota til að berjast gegn slæmum stjómarháttum. „Netið er vopn sem hægt er að nota til þess að ijúfa þögnina í Kína. Ríkið á alla fjöl- miðla. Netið er möguieiki til þess að opna bakdymar að málfrelsinu." Ekkert minnst á Torg hins himneska friðar Roland Soong, bloggari f Hong Kong, gerði könnun á kínversku leit- arvélinni Baidu. „Ef maður leitar að einhverju sem hefúr verið bannað þá slekkur leitan'élin á sér. Til dæm- is ef maður slær upp dagsetning- unni 4. júm' 1989, þegar íjöldamorð- in á Torgi hins hinmeska friðar áttu sér stað, þá kemur ekkert upp og það sem verra er; maður getur ekk- erí leitað með vélinni aftur í hálf- tíma.“ Hann telur þess vegna að leitar- vél Google muni koma að góðum notum þótt hún sé undr eftirliti kfn- versku ríkisstjómarinnai'. „Google leitarvélin geftir manni meiri , möguleika. Það er betra að hafa hana en • á ekkert. Google j % er ekld jf s slæmt, / %■ " / * y; ' Ý Ekki alslaemt ástand. Kevin Wen bloggari segir ástandið iKina ekki - vera alslæmtþó svo að hann vildi helst losna við ritskoðunina. Ferja með sökk í Rauðahafið og líkin flutu í kring Harmieikur Lik sáust á floti í kringum ferjuna eftirslysið. Ferja ferst með 1400 innanborðs Ferja, sem var á leiðinni frá Sádi- Arabíu til Egyptalands, sökk í gær- morgun. Talið er að um 1400 manns hafi verið um borð. Björgunarað- gerðir hófust strax. Tala látinna er á reiki en ljóst er að um mikinn harm- leik er að ræða því menn sem flugu í þyrlum yfir svæðið sáu lík á floti í kringum ferjuna. Epypska fréttastof- an MENA sagði frá því að ferjan hefði farist um 92 kílómetra frá strönd Egpyptafands. Flestir farþegarnir vom að koma úr árlegri pílagrímsferð til Mekka. Óvfst er hvort áhöfhin kallaði á hjálp því ekkert neyðarkall heyrðist frá ferjunni. Ekki er vitað hvernig slysið átti sér stað, hvort ferjunni hafi hvolft eða hún bara hreinlega sokkið. „Það gæti tekið þó nokkurn tíma að komast að því hvað gerðist í raun," sagði Andrea Odone, yfirmaður fyrir- tækisins el-Salam Martime sem rek- ur ferjuna, stuttu eftir slysið. Sam- gönguráð- herra Egyptalands, Mohamed Lutfi Manso- ur, sagði að sérfræðingar frá iier lands- ins yrðu kall- aðir út og látnir kánhá'tfiS skipsflakið. Ferjan bar heitið A1 Salam 89 og var 6600 tonn. Á heimasíðu fyrirtæk- isins segir að ferjantaki 1400 manns. Skip ffá sairtá fyrirtæki sökk einnig í Rauðahafið í október sl. Skip- ið rakst á farþegarfley frá Kýpur. Þá var nánast öllum farþegum bjargað. þega og var 661 tonn að þyngd. d »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.