Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Page 27
DV Helgarblað
LAUCARDAGUR4. FEBRÚAR 2006 27
J[ ex ár er ekki langur tími í lífi
I manneskju. Dæmin sanna
hins vegar að það þarf ekki
nema eitt augnablik til að um-
bylta allri tilveru og lífi manna.
Þannig var það kannski ekki hjá Ingu
Lind Karlsdóttur en svo mikið er víst
að á aðeins nokkrum árum hefur líf
hennar og tilvera umsnúist. Frá því
að vera ung, einstæð móðir í námi er
hún nú orðin þekktur þáttastjórn-
andi í sjónvarpi, þremur bömum rík-
ari, góðum eiginmanni og fallegu
heimili á Arnamesi.
Sú staðreynd hefur hins vegar ekki
stöðvað Ingu Iind í sækja fram í fjöl-
miðlaheiminum. Allan tímann hefur
hún tengst fjölmiðlum á einhvem
hátt en nú síðast tók hún að sér að
stjóma íslandi í dag með góðum hópi
reyndra fjölmiðlamanna.
Hún samsinnir að ekki hafi hana
rennt í gmn hvað h'f hennar ætti eftir
að breytast daginn sem hún lét af
störfum hjá DV á sínum tíma og hóf
nám að nýju í Háskóla íslands fyrir
rúmum sex árum. „Já, ég er lánsöm
og afar ánægð með lífið. Litlu molarn-
ir mínir em sannkallaðir gimsteinar,"
segir hún og dökk augu hennar ljóma
þegar hún minnist á bömin sín.
Ótrúlegur kraftur og gleði á
stöðinni
Vinnan er henni ekki síður mikil-
væg og henni þóttí það vega þungt
þegar henni bauðst að taka að sér
þáttinn að ein hennar besta vinkona,
Svanhildur Hólm var með í áhöfninni.
„Mér líkar ofsalega vel að vinna
með Svanhildi, við höfum svipaða
sýn á starfið og við vinnum vel sam-
an," segir hún og játar að hún njótí
þess að vinna við fjölmiðla og bætir
við á NFS sé skemmtilegasta fólk í
heimi þar sem krafturinn og hug-
myndaauðgin sé mikil. „Það em al-
gjör forréttindi að fá að vinna með
slíku hæfileikafólki sem er saman-
komið á stöðinni," segir hún og bætir
við að það sé ótrúlega gaman að fást
við eitthvað nýtt eins og þau séu að
gera. Vel gangi og stöðinni hafi verið
tekið af áhuga. Hún efist ekki eina
mínútu urh að konseptíð gangi upp.
„Eftir nokkur ár eiga bömin mín eftir
að spyrja: Mamma hefur í alvömnni
ekki alltaf verið fréttastöð á íslandi?,
blaði Garðbæinga fyrir ófáum ámm
var ung, falleg stúlka með dökk augu
og svart hár, spurð hvað hún ætlaði
að verða þegar hún yrði stór. Hún
svaraði óhikað að hún ætlaði að verða
fræg íjölmiðlakona. Það var Inga Lind
sem þar svaraði.
Alin upp eins og einbirni
Það hefur komið á daginn enda
segja þeir hinir sömu að það hafi
snemma fylgt henni snerpa og kraftur
og hún stefnt að því að láta að sér
kveða. „Já, það er líklega rétt," játar
hún þegar hún er spurð út í æskuárin.
Ég er mikil félagsvera og sótti í að vera
þar sem hlutimir gerðust. Ég var í
handbolta í Stjömunni, tók þátt í fé-
lagslífinu í skólanum af krafti og hafði
nóg að gera," segir hún hlæjandi og
bætir við að Vel hafi verið að henni
búið á heimili foreldranna, þeirra
Hrafnhildar Konráðsdóttur starfs-
manni Dagsbrúnar og Karli Valgeiri
Jónssyni kennara.
„Ég var nánast alin upp eins og
einbimi því það er ellefu ára aldurs-
munur á miÚi okkar systkinanna. Öll
léku þau við mig og stóri bróðir var
sannkallaður stóri bróðir sem allt
vildi fyrir mig gera," segir hún og
hugsar með hlýju til fjölskyldu sinnar.
Hún neitar því hins vegar að hún hafi
verið sérstaklega dekmð. Foreldrar
hennar hafi þvert á móti lagt upp úr
að hún væri sjálfstæð og tæki ákvarð-
anir á eigin forsendum.
Dugleg að vinna með skóla
Það sýndi sig snemma að það
þurfti ekki að reka Ingu Lind áfram. í
gmnnskóla var hún farin að vinna
með skóla en vinir hennar frá þeim
árum segja hana hafa endalausa
orku. Hún var ekki há í loftinu þegar
hún sóttí um vinnu í sælgætísgerð-
inni Mónu þegar mest var þar að gera
fyrir páska og þar var hún í nokkur
vor. Eftir skóla á daginn fékk hún
vinnu í Fjarðarkaupum og nældi sér í
aukapening.
Hún hugsar sig aðeins um þegar
hún er spurð hvers vegna hún hafi lagt
svo mikið upp úr því að vinna. „Eg
þurfti ekki að vinna frekar en aðrir
skólafélagar mínir, líklega hef ég bara
haft gaman af því og fundið hversu
mikið sjálfstæði fylgdi því að eiga svo-
Er ógurlega lítil tískudrós
Hún segist alls ekki missa sig I
fatakaupum og veltir tískunni
mátulega mikiðfyrirsér.
útskýrir hún, sannfærð um að stöðin
sé á réttri leið.
Inga Lind bendir á að NFS eigi
með tímanum eftir að ávinna sér fast-
an sess í íslensku íjölmilaumhverfi.
Allt taki þetta tíma en byrjunin lofi
góðu. Það sé bæði krefjandi og
skemmtilegt að taka þátt í mótun
nýrrar sjónvarpsstöðvar og geti á
stundum verið erfitt. Þess utan em
þáttastjómendur innanhúss í hörku
samkeppni sín á milli um efni en svo
þarf ísland í dag að keppa við fréttir
Ríkissjónvarpsins um áhorf. Allt þetta
gerir það að verkum að menn leggja
sig alla fram og fyrir vikið verða gæð-
in meiri," segir hún ákveðin.
Líklega hefur Inga Lind stefnt á
það ljóst og leynt að verða þekkt sjón-
varpsstjarna. Þeir sem vom samhliða
henni í skóla minnast þess að í bæjar-
lítinn pening," segir hún hugsi.
„Já, ég hljóp meira að segja, mér lá
svo á að komast í vinnuna eftir skóla
en vinkonur mínar vom almennt ekki
að vinna með skóla fyrr en í mennta-
skóla, segir Inga Lind.
Hún veltir andartak fyrir sér
spuringu um hvort það hafi skipt
hana svona miklu máli að eiga pen-
inga á þessum árum. „Eða hvort ég
hafi sett þetta allt í spamað?" spyr hún
hlæjandi á móti. „Nei, þessir peningar
em ekki til núna svo mikið er víst."
í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ
fékk Inga Lind fjölmiðlabakteríuna
fyrir alvöm. „Skólinn var og er mjög
öflugur á því sviði. Þar er mjög
skemmtileg og virk fjölmiðlabraut
sem varð til þess að ég fékk áhuga á
því að vinna á einhvern hátt við fjöl-
miðla. Reyndar var skólinn mjög
skemmtilegur og mér leið vel þar. Ég
á ekkert nema góðar minnirigar ffá
þessum ámm enda ótrúlega stutt síð-
an,“ bætir hún við.
Gafst upp og tók mig í viðtal
Á síðasta ári í ijölbraut var Inga
Lind ekki alveg viss um hvað hún vildi
læra en fjölmiðlabakterían hafði ekki
yfirgefið hana. Hún lagði því leið sína
í Þverholtíð og talaði við Jónas Har-
aldsson þáverandi fréttastjóra sem
ekki tók henni illa. Hann lofaði engu,
sagði henni að sækja um en síðar yrði
haft samband við hana.
„Ég var í vinnu á sölutuminum
Svarta svaninum við Rauðarárstíg
með skólanum. Þangað komu blaða-
menn DV mikið og Jónas kom oft við
að versla. Ég lét hann auðvitað ekkert
vera og í hvert sinn sem ég afgreiddi
hann spurði ég hvort þeir ætluðu ekki
að fara að ráða blaðamenn," riijar hún
upp og brosir af sjálfri sér frá þessum
tíma. „Það endaði með að hann gafst
upp á mér og bauð mér í viðtal og í
fr amhaldi af því í inntökupróf."
Inga Lind segist seint gleyma þeim
degi. Hún hafi verið ógurlega tauga-
spennt en lauk prófinu. Nokkru síðar
var hún ráðin ásamt þremur öðrum.
„Reynir Traustason tók á mótí mér en
það virtust allir hafa gleymt því að
von væri á mér og ekkert borð var fyr-
ir mig. Mér var því plantað hjá strák-
unum í íþróttunum og dagaði þar
uppi," segir hún og bætir við að hún
hafi kunnað prýðilega við sig þar, ein
kvenna. „Þeir voru ósköp góðir við
mig, strákarnir," segir hún og á greini-
lega góðar minningar frá þessum
árum áDV.
Frábær tími á Fókus
„Jæja tefjum ekki tímann með
svona hugleiðingum," segir hún, býð-
ur meira kaffi og sest niður við eldhús-
borðið. Dagblaðið, já. Þar kunni ég
mjög vel við mig og lærði þar heil
ósköp," rifjar hún upp og heldur
áfram: „Á meðan ég var á DV eignað-
ist ég Hralrihildi elstu dóttur mína
með kærastanum mínum. Ég var ótta-
legur klaufi að fara með böm og hafði
lítið umgengist þau," segir hún bros-
andi, og bendir á að það hafi heldur
en ekki breyst. „Já, nú geri ég ekld
annað en hugsa um böm héma
heima. En þegar ég áttí Hrafrihildi bjó
ég hjá mömmu og pabba og það
bjargaði mér. Hún hefur síðan verið
mikið ömmu- og afabam en mamma
var svo tillitssöm við mig að hún tók
aldrei af mér ráðin við bamauppeldið.
Heldur leiðbeindi hún mér af mikilli
hæversku af eigin visku," segir hún og
er foreldrum sínum ævinlega þakklát
fyrir aðstoðina á þessum ámm.
Strákarnir út að reykja
Eftir um það bil þrjú ár á DV var
ákveðið að gefa út Fókus með blaðinu
á föstudögum. Óhætt er að segja að
Fókus hafi verið tímamótablað enda
mæltíst það mjög vel fyrir. Gunnar
Smári Egilsson var aðal hugmynda-
smiðurinn en með sér í vinnu á Fókus
fékk hann til að byija með Ingu Lind
og einn til. „Það var ofsalega skemmti-
legur tími og ég hafði mjög gaman af
að taka þátt í að móta nýtt blað. Það
var mikið að gera og það gaf enginn
eftír. Ég var eina konan og ég man
hvað það vafðist fyrir mér að reykja
ekki. Strákamir fóru út að reykja og
þar spmttu upp aðalhugmyndimar.
Ég var eins og kjáni, þegar þeir komu
aftur inn með fullan kollinn," segir
hún og tekur fram að hún hafi eigi að
síður ekki ffeistast til að byija að
reykja með þeim. „Litlu seinna bættist
Mikael Torfason við og dr. Gunni sá
um tónlistarumfjöllunina," segir hún
og skýtur inn í að aðeins síðar hafi hún
verið svo lánsöm að vera einnig með
þegar Skjár 1 fór í loftíð.
Inga Lind var þá hætt á DV og
komin í nám í hagnýtri íslensku við
Háskóla íslands. „Mér fannst að ég
þyrftí að læra eitthvað og var lengi vel
ekki viss um hvað ég vildi læra. ís-
lenskan varð ofan á og með náminu
sá ég um þáttínn: „Út að borða með
íslendingum." Ég hef ekki mikla löng-
un til að sjá þá þættí núna," segir hún
og skellihlær. „En það var góð reynsla
sem ég öðlaðist á Skjánum og bjó að
þegar ég fór á Stöð 2."
Þar byrjaði hún að sjá um kvöld-
fréttir, skrifa þær og ffytja. Þær vom
lagðar niður og þá færði ég mig yfir á
morgnana," segir hún og neitar að
það hafi verið erfitt með það yngsta
nokkurra mánaða. „Ég var ekki ein í
því að hugsa um bömin," bendir hún
og segist vera vel gift.
„Ég var í vinnu á sölu-
turninum Svarta svan-
inum við Rauðarárstíg
með skólanum. Þang-
að komu blaðamenn
DV mikið og Jónas kom
oft við að versla. Ég lét
hann auðvitað ekkert
vera og í hvert sinn
sem ég afgreiddi hann
spurði ég hvort þeir
ætluðu ekki að fara að
ráða blaðamenn,"
Fann sálufélaga á Dagblaðinu
Eiginmaður Ingu Lindar er Árni
Hauksson sem nú rekur sitt eigin
fjárfestingarfélag. Honum kynntist
hún á Dagblaðinu en þar var hann
aðstoðarframkvæmdastjóri. Hún
segir að í byrjun hafi aðeins verið
vinátta á milli þeirra.
„Ég hefði ekki trúað því þá að
hann ætti eftir að verða maðurinn
minn en við töluðum heilmikið sam-
an og okkur kom vel saman. Ég hafði
hins vegar ekki hug á að fara með
honum út; mér fannst það óhugsandi
að ég færi að binda trúss mitt við
mann sem var tíu ámm eldri en ég.
Fannst það óhóflegur aldursmunur,"
bendir hún á og bætír við að hlutímir
geti verið fljótír að breytast. Hann
gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir en
ég hef að öllum líkindum ekki verið
tilbúin þegar hann bauð mér út fyrst.
Síðan leið ömgglega heilt ár þar til ég
sá eitthvað annað en vin í honum.
Ekki spyrja mig hvað, en þannig varð
það," segir hún, hallar sér fram og set-
ur hönd undir kinn feimnislega og
bætír við að liklega hafi hún fundið
sinn sálufélaga. „Mér finnst ótrúlegt
núna að hugsa til einhvers aldurs-
munar; lít á hann sem jafningja og
það kemur ekki upp í huga minn
hvort ég er yngri eða hann eldri." seg-
ir hún glettin.
Samband þeirra þróaðist fljótt og
áður en Inga Lind gat snúið sér við
var hún gift og fyrsta barn þeirra
fætt. „Ég sé ekki eftir þeirri kúvend-
ingu. Okkur líður mjög vel saman og
eftir á að hyggja var það mjög gott
að kynnast Árna vel áður en sam-
bandið varð alvarlegt. Ég held að
það sé öllu samböndum hollt," seg-
ir hún með blik í augum.
Vinnur með góðu fólki
Á fyrstu tveimur ámm þeirra var
nóg að gera hjá Áma. Hann hætti hjá
DV, færði sig yfir í Húsasmiðjuna og
áður en menn vissu af var hann,
ásamt vini sínum, Hallbirni Karlssyni,
búinn að kaupa meirihlutann í Húsa-
smiðjunni, gamalgrónu fyrirtæki með
sterk viðskiptasambönd. Nú er hann
búinn að selja fyrirtæki sitt og vinnur
hjá sjálfum sér. Þau eiga saman Hauk
sem er á fjórða ári og Matthildi sem
verður sex ára á þessu ári. Fyrir áttí
Inga Lind, Hrafnhildi Össurardóttur
sem er að verða níu ára og Ámi á Am-
hildi önnu sem á að fermast í vor.
„Við keyptum okkur hús í Garða-
bæ og þar vomm við fyrstu árin þar til
við fluttum í þetta hús," segir hún og
lítur í kringum sig í eldhúsinu. Húsið
átti Matthías Bjarnason, fyrrverandi
alþingismaður, og hafði búið þar nær
frá upphafi. Þau hjón hafa endurnýj-
að húsið að hluta en eiga nokkuð eft-
ir en. „Þetta er alveg yndislegt hús og
mjög þægilegt í alla staði. Því hefur
verið haldið vel við og það er vel um
gengið," bendir hún á og segir að hús-
ið henti vel til framtíðar. Til að halda
heimilinu í horfinu fá þau aðstoð við
þrifin enda em þau hjón bæði önnum
kafin við vinnu allan daginn.
Það kostar að vinna úti
Inga Lind segist ekki kvalin af sam-
viskubití. Því ætti hún líka að hafa það
fremur en margar formæður okkar
sem vom með einhverja hjálp? „Líttu
á, þær unnu fæstar úti og þær sem
ekki vom vel efnaðar hjálpuðu hver
annarri á meðan þær sem meira
höfðu af veraldlegum gæðum gerðu
lítíð annað en segja vinnukonum
hvað þær ættu að gera næst," segir
Inga Lind með áherslu og bendir á að
ekki aðeins á efnaðri heimilum hafi
gjarnan verið aukafólk sem vann
verkin til jafris á við aðra.
„Hafa menn gleymt því að hjá fjöl-
skyldum sínum bjuggu gjarnan
ömmur og ffænkur eða konur með
önnur tengsl? Þessar konur sátu ekki
með prjónana allan daginn. Þær
hjálpuðu til með bömin," segir hún
og með áherslu. „Ég er ekki að segja
að á öllum heimilum hafi verið þessi
hjálp .en hún var fyrir hendi mjög
víða. Við gleymum því stundum."
Hún segist hafa kosið að vinna
áfram og borgi fyrir þá hjálp sem hún
þarfriist. „Það er nauðsynlegt að gera
sér grein fyrir því að það kostar að
vinna útí. Það er full vinna að hugsa
um heimili og börn og ef báðir for-
eldrar vinna utan heimilis, verður
einhver annar að koma þar að, það
segir sig sjálft," bendir hún á og segist
aldrei hafa áttað sig á að umræðan
um þessi mál skuh ekki einmitt snú-
ast um það..„Það er enginn forstjóri í
tveimur fyrirtækjum og ef konur vilja
ná jafn langt og karlmenn í atvinnuh'f-
inu verða þær að slaka á klónni. Ef við
konur með ung börn viljum vinna útí
verðum við að slaka á klónni. Okkur
er alltof gjarnt á að vilja bæði halda og
sleppa. Konur vilja áfram ráða öllu
heima þó að þær hafi engan tí'ma tíl
þess. Forstjórastöðuna á heimilinu
getum við ekki haldið dauðahaldi í
þegar við erum allan daginn útí á
vinnumarkaðnum. Það er engin
skömm að því að fá annan í þá stöðu
ef við getum ekki sinnt henni sjálfar,"
segir Inga Lind ákveðin.
Ég veit þáð en allt er
þetta einskis virði í
samanburði við að
eiga þessa gullmola;
hraust börn sem veita
mér ólýsanlega ánægju
Ekki mikil tískudrós
Inga Lind hefur allt sem má eina
konu prýða, hún er falleg, ánægð með
sinn mann og böm, efnahagslega
sjálfstæð, er kona á framabraut og
það sem marga dreymir; landsþekkt
sjónvarpskona. Hún hlær að þessari
fullyrðingu en neyðist eigi að síður til
að viðurkenna að kannski sé þetta
meira eða minna rétt. „Já, er ég ekki
lánsöm," segir hún og snýr lófunum
upp til áherslu. „Ég þarf ekki að kvarta
enda geri ég það ekki. Ég hef getað
fengist við það sem mig langar og hef
ánægju af vinnunni. Eg veit það en
allt er þetta einskis virði í samanburði
við að eiga þessa gullmola; hraust
börn sem veita mér ólýsanlega
ánægju og ég er alltaf jafri hugfangin
af þegar í horfi á þau," segir Inga Lind
og brosir fallega.
Margir em þeirrar skoðunar að
Ingu Lind takist einstaklega vel að
vera hún sjálf og laus við alla tílgerð í
sjónvarpssal. „Gaman að heyra það
en ég les líka um mig gagnrýni og sög-
ur um að ég sé þetta eða hitt. Stund-
um em athugasemdir um útlitíð en
ég er ógurlega lítil tískudrós. Hef
aldrei mikið velt fyrir mér fötum og
hef ekki verið neitt fatasjúk. Kann eig-
inlega ekki að kaupa mér föt," segir
hún, hallar undir flatt og bætir við að
hún hafi að 'mestu vanist þannig
gagnrýni. „Stundum dett ég niður og
segi við Árna að líklega sé þetta allt
rétt. Ég sé alveg glötuð og ekki góð í
neinu. Hann er ofsalega duglegur við
að hvetja mig áfram og stappa í mig
stálinu á slíkum stundum. Hann hef-
ur reyndar alltaf stutt við bakið á mér
og haft trú á að ég væri að gera rétta
hluti. Mér hefur þótt vænt um það og
það er ekki svo lítils virði að fá þannig
hvatningu," segir hún og bætir við að
hún sé lífsglöð og bjartsýn að eðlis-
fari. „Ég myndi ekki kjósa mér annað
hlutskiptí í lífinu," segir hún bljúg á
svipinn. „Fleiri böm, já. Veistu að ég
held að ég getí vel hugsað mér það. Ég
er nú ekki nema rétt þrítug og lífið er
rétt að byrja. En kannski það verði
bara bamaböm," segir hún og gletm-
in speglast í dökkum augunum.
bergljot<s>dv.is