Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Side 43
T3V Helgarblað
LAUGARDACUR 4. FEBRÚAR 2006 43
„Berglind stóð með
mér í gegnum þetta
allt sem var örugg-
lega ekkert auðvelt."
reglulega reyna á þolmörkin." Dæmi
um það sé þegar hann hafi ákveðið að
skipta um á vetrardekkin á bílnum
sínum. Verkið hafi tekið tvo tíma en
hann hafi lokið því.
„Ég var ánægður með að hafa
klárað þetta en samt aðallega þreytt-
ur," segir hann brosandi.
Innhverf hugsun eftir slys
í dag hefur Bergur sætt sig við sitt
hiutskipti og hefur það alls ekki svo
slæmt. Hann mun klára viðskipta-
fræði í Háskólanum á Akureyri í
haust, býr í ágætishúsnæði, er giftur
og nýbúinn að eignast tvíbura.
„Að mínu mati festast sumir í sjálf-
um sér eftir svona slys og eru algjör-
lega uppteknir af sér og sínum vanda-
málum. Fólk verður hins vegar að
hleypa einhverju öðru að líka," segir
hann en bætir við að fyrst eftir svona
áfail sé eðlilegt að hugsunin verði svo-
lítið innhverf enda hafi fótunum, í
orðsins fyllstu merkingu, hreinlega
verið kippt undan.
„Það fer auðvitað eftir persónu-
leika hvers og eins en maður verður
að sætta sig við gefinn hlut og halda
áfram með lífið. Ég veit að ég stend
ekki í sömu sporum og aðrir en hef
samt mín markmið sem ég stefni að
og veit að ég hef fullt erindi inn í póli-
tíkina og kem þangað með allt aðra
vinkla á hlutina."
Barneignir með hjálp tækn-
innar
Eiginkona Bergs, Berglind
Gylfadóttir, stóð eins og klettur við
hlið hans þegar hann gekk í gegn-
um þessa erfiðu lífsreynslu. í dag
eru þau gift og eiga saman yndis-
lega tvíbura, strák og stelpu sem
eru ekki nema rétt um eins mán-
aðar gömul.
„Berglind stóð með mér í gegn-
um þetta allt sem var örugglega
ekkert auðvelt," segir hann og lítur
upp og bætir svo við: „Sérstakiega
ekki þegar maður fór í þennan
sjálfsgír. En þá var gott að geta
bakkað út úr honum."
Hann segir læknana hafa sann-
fært sig um að þrátt fyrir fötlunina
myndi hann geta eignast börn í
framtíðinni og mikil gleði þegar
tvíburarnir voru á leiðinni.
„Við þurftum á aðstoð að halda,
það er ekkert leyndarmál,“ segir
hann og bætir við að tæknin sem sé
til staðar sé ótrúleg og hafi reynst
þeim vel. Berglind hafi orðið ófrísk
eftir að þau hafi reynt í rúmt ár frá
því að þau byrjuðu að huga að
þessu þangað til meðferð lauk.
„Læknirinn spurði okkur ein-
faldlega hvað við vildum mörg
börn í fyrstu skoðuninni," segir
hann hlæjandi en bætir við að þau
hjónin hafi lítið sofið eftir að tví-
burarnir komu í heiminn.
„Þetta eru mikil viðbrigði, þú
getur ekkert sofið á þínu græna og
haft það gott. Þetta er tvöföld
vinna en ótrúlega skemmtileg og
gefandi og ég sé ekki eftir neinu.
Maður fær kannski 5-6 tíma á
nóttunni en leggur sig svo aðeins
yfir daginn svo ég er ekkert að
kvarta. Þetta er samt mikil vinna
og þá sérstaklega fyrir frúna en
það breytir því ekki að mig langar
í fieiri. Það er ótrúlegt að fylgjast
með þeim og sjá þau dafna frá
degi til dags,“ segir hann stoltur.
Hann segir þau hjónin þó ætla að
njóta tímans með tvíburunum
áður en þau fari út í frekari barna-
hugleiðingar.
Suðurvesturhornið ræður
öllu
En aftur að pólitíkinni. Bergur
segist ánægður með starf Sjálf-
stæðisflokksins hingað til en að
alltaf sé hægt að gera betur.
„Ég hlakka til prófkjörsins og
vona að við náum góðum árangri
svo fólk sjái að við ætlum okkur að
vinna fyrir heildina. Sveitarfélagið
hefur verið rekið með hagnaði sem
er afar mikilvægt því þau sveitarfé-
lög sem rekin eru með halla eru
einfaldlega sett í gjörgæslu og
þurfa að glíma við. fólksfækkun og
aðra hörmulega hluti," segir hann.
Spurður um sameiningu segist
hann fullviss um að Akureyri hafi
átt að sameinast við nágranna-
sveitarfélögin. „Það er ekkert vit í
að reka þetta hvort með sinni yfir-
stjórninni og framkvæma hiuti fyr-
ir svo stjarnfræðilegar upphæðir að
maður skilur ekki hvernig hægt er
að hafa efni á þessu. Við verðum að
vera ákveðið mótvægi við Reykja-
vík og þá þýðir ekkert annað en að
við séum hátt í 30 þúsund. Þá fyrst
getum við farið að berja í borðið og
•krefjast þess að eitthvað almenni-
legt sé gert fyrir okkur því suðvest-
urhornið ræður öllu eins og staðan
er í dag.“
Bergur segist hafa orðið hryggur
þegar sameiningin hafi verið felld
og segir líklegustu skýringuna þá
að fólk hafi verið hrætt. Það viti
hvað það hafi en viti hins vegar
ekki hvað það hefði fengið.
„Fólk hefur það gott og vill ekki
missa það sem það hefur en ég
held að við séum ekki að gera okk-
ur grein fyrir hverju við gætum náð
fram ef við myndum standa saman.
Það gera sér líklega margir ekki
heldur grein fyrir að þótt við séum
sameinuð sé einfalt að halda áfram
með lókal stemmningu með þorra-
„Við þurftum á að-
stoð að halda, það er
ekkert leyndarmál."
blótum og öðru slíku," segir hann
hugsi.
Álverið á Húsavík
Sama hvernig fer í prófkjörinu
ætlar Bergur að búa áfram á Akur-
eyri. Hann prufaði tímabundið að
búa á höfuðborgarsvæðinu og seg-
ir það alls ekki eiga við hann.
„Hér vil ég vera og vinna í því að
gera bæinn enn betri. Ég held að
það sé afar æskilegt að okkur takist
að rífa upp miðbæinn og vil þá
helst samkeppni um svæði Akur-
eyrarvallar en mikilvægast finnst
mér að fá þar vísi að fjölskyldu-
garði og að svo sé hægt að skoða
hvort eitthvert pláss sé eftir fyrir
verslanir," segir Bergur.
Varðandi væntanlegt álver telur
hann besta lausnina að það verði
staðsett á Húsavík. Eyjafjörðurinn
sé fallegur og ekki til þess gerður að
bera slíkt mannvirki. „Hingað
koma skemmtiferðaskip inn fjörð-
inn og þá er ekki fallegt til þess að
hugsa að við blasi álver með allri
þeirri mengun sem því fylgir auk
þess sem ég tel að hér sé of mikið
staðviðri til þess að þetta gangi
upp. Mengunin myndi einfaldlega
setjast út á hafið, allavega eins og
veðrið er í dag. Það þarf ákveðinn
næðing til að feykja þessu í burtu."
Missum krakkana suður eftir
nám
Þegar talið berst að Reykjavíkur-
flugvelli hitnar Bergi í hamsi. Hann
segir af og frá að völlurinn geti ver-
ið færður til Keflavíkur.
„Suðurnesjamenn geta ekki
hugsað sér að hafa ekki sólarhings-
vakt á skurðstofunni hjá sér og eru
ekki tilbúnir að flytja sína sjúklinga
á bráðamóttökuna í Fossvoginum
en finnst samt allt í lagi að láta okk-
ur fijúga til Keflavíkur og aka síðan
Reykjanesbrautina. Það einfaldlega
gengur ekki upp. Það hlýtur að vera
hægt að finna einhvern annan stað
en Vatnsmýrina en Keflavík kemyí
hins vegar ekki til greina."
Varðandi atvinnumálin á Akur-
eyri segir Bergur ekki nógu vel
staðið að þeim málum. Það sé hins
vegar takmarkað hvað bæjarfélagið
geti gert. Landsmálapólitíkusar
verði að leggja sitt af mörkum.
„Hingað hafa verið færð störf
sem krefjast lítillar eða engrar
menntunar líkt og símasvörun
ríkisstofnana. Það er hins vegar
bara grín þvf við þurfum á ein-
hverju bitastæðu að halda. Menn
geta hins vegar ekki hugsað sér aíi
sleppa takinu af Matvælastofnun
því það er elcki hugsað út fyrir
þeirra svæði. Staðreyndin er að
hér er atvinnuleysi of mikið þótt
Kaupfélagið hafi verið að gera
ágætishluti. Eins mætti standa
betur að háskólanum því við þurf-
um nánast að toga allt út með
töngum og missum svo krakkana
suður eftir að námi lýkur," segir
Bergur og það er greinilegt að
þessi mál skipta hann miklu máli.
Fjölskyldunni þakklátur
Sjálfur vonast Bergur til að fá
starf í banka-, viðskipta- eða trygg-
ingageiranum eftir útskrift í vor.
Stuttu eftir slysið bauðst honum
starf hjá Verði sem hann þáði mtSF
þökkum og hefur því reynslu í
tryggingageiranum.
„Ég var mjög þakklátur fyrir það
tækifæri og vona bara hið besta.
Málið er samt að þótt margt hafi
verið til bóta í aðgengi fatlaðra er
enn þá erfitt að komast að á hinum
ýmsu vinnustöðum en það þýðir
ekkert að vera svartsýnn," segir
Bergur og vill að lokum nýta tæki-
færið og þakka sínum nánustu fyrir
hjálpina fyrr og síðar.
„Fjölskyldan aðstoðaði mig á
allan mögulegan og ómögulegan
hátt bæði þá og nú og ég get hrein-
lega seint endurgoldið það."
indiana@dv.is