Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Page 54
54 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006
Menning DV
■ Sám m jé* hi^y*
L
'V
*
Ósk Vilhjálms-
dóttir að störf-
um í Köln.
ÓskáAkureyri
Ósk Vilhjálmsdóttir opnar
sýningu á morgun í Café Kar-
ólínu í Kaupvangsstræti 23 á Ak-
ureyri. Sýningu sína kallar hún
SCHEIBLAND, en hún var gerð
fyrir íslandskynningu í Köln í
Þýskalandi í nóvember á liðnu
—hausti.
Ósk Vilhjálmsdóttir stundaði
nám í Reykjavík og Berlín. Hún
hefur tekið þátt í fjölda samsýn-
inga og haldið einkasýningar
hérlendis og erlendis.
Á Café Karólínu gefst fólki
tækifæri til að kaupa T-boli sem
hún hannaði af þessu tilefni.
Tíuárílitum
ogvatni
Akvarell ísland hóf starfsemi
»sína með samsýningu í ágúst 1996.
SamsýningAkvarell-hópsins, sem
var opnuð í Hafnarborg í gær, er
fjórða sýning hópsins á þeim stað
og hin fimmta á ferli hans.
Á þessum áratug hefur fjöldi
þátttakenda í samsýningum hóps-
ins verið breytilegur. Á fyrstu sýn-
ingu voru þau níu en nú eru þau
tólf: Björg Þor-
steinsdóttir,
ÁstaÁmadóttir,
Eiríkur Smith,
Gunnlaugur
Stefán Gíslason,
•*ílelga
Magnús-
dóttir, Jón
Reykdal,
Katrín
Katrín Ágústsdóttir og
Björg Þorsteinsdóttir
hengja upp í Hafnarborg.
Helga Agústsdóttir, Kristín Þorkels-
dóttir, Toríi Jónsson, Þórður Hall,
Alda Ármanna Sveinsdóttir og Þór-
unn Guðmundsdóttir.
j Markmið hópsins Akvarell ís-
land er að koma upp samsýning-
um þar sem sýnd eru vatnslitaverk
þeirra. Félagsmenn beita þeirri
tækni að vinna með gegnsæjum
vatnslitum á sémnninn vatnslita-
pappír. Litir og vatn spila saman á
pappímum. Litirnir geta verið ým-
ist dökkir eða þunnir og pappírinn
skinið í gegnum litina.
Listamennirnir nálgast þennan
miðil hver með sínum hætti. Þessi
tækni er lamn á íslandi í verkum
Ásgríms Jónssonar. Síðan hafa
margir íslenskir listamenn notað
hana á fjölbreyttan hátt með
annarri listsköpun sinni en all-
margir hafa helgað vamslitatækni
með akvarell-litum mestan hluta
itistsköpunar sinnar.
Umsjori. Pálí Baldvin Baidvinsson pbbédv.is
Pétur hættir á Listasafninu
Pétur H. Ármannsson arkitekt
hefúr nýverið látíð af störfum sem
deildarstjóri byggingarlistardeild-
ar Listasafhs Reykjavíkur. Hann
verður áfram ráðgjafi safrisins um
milefrú er tengjast söfnum og
varðveislu á teikningum og heim-
ildum um sögu íslenskrar bygg-
ingarlistar sem hann hefur byggt
upp á iiðnum þrettán árum. Pétur
ætlar sér að vinna að rannsóknum
á sínu sviði. Umsjón með teíkn-
inga- og módelsafni byggingarlist-
ardeildar er í höndum safnadeild-
ar Listasafrís Reykjavíkur.
j Pétur Ármannsson
Á sunnudagskvöld verður eftirvænting í loftinu í Gamla bíói, rétt eins og þegar
Öskubuska Disneys var frumsýnd þar fyrir ævalöngu. Þá verður frumflutningur á
óperu Rossinis um stelpu sem vinnur í eldhúsinu. Sesselja Kristjánsdóttir og Garðar
Thor Cortes fara með hlutverk elskendanna óvæntu í útgáfu Rossinis og Ferrettis.
I Kórinn í Öskubusku Tómir
I karlar ráða heiminum: Hvers
I má sín stelpukind nema kóngs-
| sonur komi og frelsi hana?
Strakrap stelpira aal
önnur frumsýning hjá íslensku
ópemnni verður á sunnudagskvöld-
ið: Þá verður óperan Öskubusku (La
Cenerentola) eftir Rossini frumflutt
á íslensku sviði. Hún hefur löngum
verið talin ein vinsælasta ópera
Rossinis þótt höfundamir hafi mót-
að ævintýrið sem allir þekkja sínum
höndum eftir kröfum tíðarandans.
Listrænir stjómendur fara lflca sín-
um höndum um söguna í Gamla
bíói og flytja hana til þriðja áratugar
síðustu aldar.
Flýtismíð
Rossini og Jacopo Ferretti, texta-
höfundur óperunnar, em sagðir
hafa samið öskubusku í flýti
nokkmm dögum fyrir jól árið 1816
en verkið var svo fmmsýnt í Teatro
Valle-leikhúsinu í Róm fimm vikum
síðar, eða 25. janúar 1817. Ýmsu
þurft að breyta, bæði vegna ritskoð-
unar og reglna sem settar höfðu ver-
ið af stjómvöldum á Ítalíu á þeim
tíma þegar verkið var samið. Töfra-
brögð og galdrar áttu ekki upp á
pallborðið í strangkaþólsku landi og
skynsemishyggja hafði útrýmt
fásinnu: Ekki var talið skynsamlegt
að álfkona töfraði fram ný föt handa
öskubusku og breyttí graskeri í hest-
vagn og músum í hesta. Það var því
menntaður karlmaður, heimspek-
ingurinn Alidoro, sem kom ösku-
busku á ballið.
Aðkomumenn
Listrænir stjómendur sviðsetn-
ingar óperunnar em fengnir utan út
heimi: Leikstjóri er Paul Suter frá
Sviss og leikmynda- og búninga-
hönnuður er Season Chin frá Hong
Kong. Ljósahönnuður er úr bænum
og gamalkunnugur í sviðsetningum
Ópemnnar, Jóhann Bjami Pálma-
son. Hljómsveitarstjóri er Kurt
Kopecky sem hefur starfað við húsið
Sesselja Kristjánsdóttir söng-
kona Hin kunnuglega táknmynd
sviðsetningarinnar vísarísenn til
draumsins og þriðja áratugarins,
þess tlma sem óperan er sett í.
um nokkurt skeið
sem tónlistarstjóri.
Einsöngvarar í sýn-
ingunni em Sesselja Kristjánsdóttir,
mezzósópran sem syngur hlutverk
öskubusku, Garðar Thor Cortes
tenór syngur hlutverk prinsins Don
Ramiro og Bergþór Pálsson baritón
syngur hlutverk þjönsins Dandini. í
hiutverki stjúpföðurins,vDon Magni-
fico, er Davíð Ólafssonhassi og með
hlutverk stjúpsystranna fara Hlín
Pétursdóttir sópran sem Clorinda og
Anna Margrét Óskarsdóttír mezzó-
sópran sem Tisbe. Einar Th. Guð-
mundsson baritón syngur hlutverk
Alidoros, lærimeistara prinsins.
Söpuþráður með slaufum
I ópemnni breyttri er vondur
stjúpfaðir, Don Magnifico - herra
stórkostlegur, og dætur hans tvær,
Clorinda og Tisbe, sem gera Ösku-
busku lífið leitt. Eins og í mörgum
óperum gegna dulargervi mikilvægu
hlutverki: Prinsinn Ramiro og
þjónninn Dandini hafa skipti á hlut-
verkum. Stjúpsystumar Clorinda og
Tisbe em því uppteknar af því að
koma sér í mjúkinn hjá þjóninum,
sem er dulbúinn sem prinsinn, á
meðan öskubuska og hinn raun-
verulegi prins, dulbúinn sem þjónn,
fella hugi saman.
Á dansleiknum í höllinni lætur
öskubuska prinsinn fá annan af
tveimur hönskum sínum og segir
honum að leita sig uppi og ef hann
elski sig enn, þá verði hún hans.
Blendingur
öskubuska er stfllega blanda
tveggja greina ópemnnar á þeim
tíma sem Rossini var í blóma.
Hann skrifaði hátt í fjörutíu verk
fyrir svið og flest þeirra sem hafa
staðist tímans tönn em „opera
buffa" - hin gamansama ópera. Þar
er almúginn í aðalhlutverki, rétt
eins og í försum og brúðuleikjum
sem áttu upptök sín í grárri forn-
eskju og vom lýðnum til skemmt-
unar á torgum og mörkuðum.
í gamanóperum þessa tíma var
„bel canto“ ríkjandi söng-
stfll. Sungu þar búffó- og
kóloratúrsöngvarar með
léttleikandi raddir og
hraðmæltan stfl og freyð-
andi í talköflum. Þar vom
fyrirferðarmikil stór sam-
söngsatriði; mest að vöxt-
um í lok þátta. Tónlistin
varð stöðugt hraðari og
„stretta" brast á, allt á suðu-
punkti; sömu orðin eru
- : ' endurtekin látlaust í sundl-
_ . andi spuna.
Öðruvísi ópera
Þeir félagar kunnu sitt fag í
þaula. öskubuska leikur milli
tveggja skauta því alltaf má eiga
von á því að parið nái ekki saman,
upp komist um mann í dulargervi
og sagan endi illa.
Það verður þrautin að sjá lista-
menn Ópemnnar takast á við þetta
form; Sönglega er Sesselja hér að
takast á við hlutverk sem fáar söng-
konur hafa fyllilega ráðið við og
Garðar er hér í sínu ídeala hlutverki
sem hinn glæstí elskhugi í dular-
gervi. Fmmsýningin verður því
spennandi, og þau níu sýningar-
kvöld sem áætluð eru eftir það,
hverjum þeim sem leggur leið sína
í Ingólfsstrætið.