Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006
Fréttir DV
Stefanía Sigurðardóttir telur að einn kennari Borgarhólsskóla á Húsavík hafi tekið
svo illa í son hennar í kennslustund að stórsér á honum. Halldór Valdimarsson
skólastjóri segir hins vegar að eftir því sem hann komist næst hafi afskipti kennar-
ans verið eðlileg í ljósi þess sem fram fór á milli þeirra.
„Mér liggur á að undirbúa framboð mitt í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi bæjar-
stjórnarkosningar, “ segir Elías Jónatansson, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur.„Síðan
fermiég dótturmína ívorog hlakka mikið tilþess."
Sveitarstjóri
í smíðanám
Jóhann Guðni Reynis-
son, sveitarstjóri Þingeyj-
arsveitar, hyggst venda
sínu kvæði í kross á kom-
andi vori og láta af störf-
um. Hann hefur ákveðið,
að eigin frumkvæði, að
hefja nám í húsasmíði við
Verkmenntaskólann á Ak-
ureyri og ætlar að fara að
vinna sem smíðalærlingur
hjá Kristjáni Snæbjörns-
syni og fyrirtæki hans
Norðurpól ehf., bygginga-
verktaka á Laugum, á kom-
andi sumri og misserum.
Hann og fjölskylda hans
mun samt búa áfram á
Laugum í Þingeyjarsveit.
Kom heim úr mróttalíma
meö úverke eflir kennerenn
Stórhættulegir bílstjórar í Kópavogi
Ók á 110 kílómetra hraða fram hjá leikskólum
Stefanía Sigurðardóttir, móðir sjö ára drengs í Borgarhólsskóla á
Húsavík, telur að íþróttakennari skólans hafi beitt son hennar of-
beldi í tíma. Hann sé ofvirkur og hún viti að það geti farið mikið
fyrir honum, en það gangi þó út yfir allt að veita honum áverka og
hún er ekki sátt við framkomu íþróttakennarans. Skólastjórinn er
ekki sammála og segir að við fyrstu athugun bendi ekkert til að
íþróttakennarinn hafi gengið of langt; þvert á móti hafi hann að-
eins brugðist við í samræmi við aðstæður enda sé það á hans
ábyrgð að börnin veiti hvorki sjálfum sér né öðrum skaða.
„Drengurinn kom heim í gær, all-
ur marinn og blár eftir að íþrótta-
kennarinn hafði tekið illa á honum,"
segir Stefanía Sigurðardóttir, móðir
drengsins sem er aðeins sjö ára.
Kom heim marinn og blár
Stefanía segist alveg vita að það
fari taisvert fyrir drengnum hennar,
enda sé hann greindur með ofvirkni
og athyglisbrest, en fullmikið finnist
henni að íþróttakennarinn í skólan-
um skuli leggja hendur á hann
þannig að á honum sjái.
„Drengurinn mætti í leikfimi og
hafði gleymt íþróttabúningnum
heima. Iþróttakennarinn sagði hon-
um þá að sitja kyrrum og fylgjast
með. Sonur minn átti eitthvað erfitt
með það og þá tók hann svona í
hann," segir Stefanía sem hefur ver-
ið að berjast fyrir því að drengurinn
verði settur á lyf svo honum líði bet-
ur, en án árangurs. „Hér á Húsavík
er enginn almennilegur læknir sem
getur tekið á málum drengsins og
séð til þess að hann fari á almenni-
leg lyf,“ segir móðirin en fjölskyldan
hefur aðeins búið á Húsavík í
skamman tíma.
Stefanía segir að eigi að síður fái
hún stuðning Félagsþjónustunnar í
bænum með drenginn.
íþróttakennarinn gerði aðeins
það sem skyldan bauð honum
Halldór Valdimarsson, skóla-
stjóri Borgarhólsskóla á Húsavík þar
sem sonur Stefaníu er við nám,
kannaðist við þetta atvik á milli
drengsins og íþróttakennarans,
Unnars Þórs Garðarssonar.
„Eftir því sem ég kemst næst við
athugun málsins, er ekkert sem
„Sonur minn átti eitt-
hvað erfitt með að
vera kyrr og þá tók
hann svo illa í hann
að það sér á honum."
bendir til að íþróttakennarinn hafi
gert annað en það sem skyldan bauð
honum og eðlilegt getur talist við
aðstæður eins og þarna sköpuðust.
Ég hef reyndar ekki farið yfir öll gögn
málsins ennþá en sýnist að það sé
nokkuð á hreinu hvað þeim fór á
milli, drengnum og kennaranum,"
segir Halldór og bendir á að stund-
um komi upp aðstæður í kennslu-
stundum sem kalli á óvanaleg við-
brögð kennara.
Á ábyrgð kennara að börnin
valdi ekki skaða
Halldór segir að skólinn beri
ábyrgð á nemendum og það sé
skylda kennara að koma í veg fyrir
að börn verði sjálfum sér eða öðrum
að skaða.
„Samskipti íþróttakennarans og
drengsins voru ekki óeðlileg í ljósi
þess sem þarna átti sér stað, án þess
að ég geti upplýst nákvæmlega hvað
þarna gerðist," segir Halldór og
reiknar með að málið verði að fullu
upplýst fyrir helgi. Barnverndaryfir-
völd vinni með þeim að málinu í
samráði við alla sem að því komi.
„í mínum huga er ekki um neina
frétt að ræða í þessu máli og engum
til góðs að vekja athygli á því," segir
Halldór Valdimarsson, skólastjóri á
Húsavík.
„Þetta ökulag stingur í stúf við
þau hræðilegu slys sem hafa verið
að undanförnu og núna síðast 19
ára stúlkan sem lét lífið í hraðakstri
á Sæbrautinni," segir lögreglumað-
ur 1 Kópavogi um ökulag 18 ára
drengs sem ók á 110 kílómetra
hraða á klukkustund þar sem leyfi-
legur hraði er 50 kílómetrar á
klukkustund. Lögreglumaðurinn
segir að við götuna sem þessi ofsa-
akstur átti sér stað séu tveir leik-
skólar, Grænatún og Álfatún, og
einn grunnskóli. Segir lögreglan að
þessi brot séu mjög alvarleg og
stórhættulegt að keyra svona hratt
um hverfi þar sem fjöldi barna fer
um á hverjum degi. Segir lögreglu-
maðurinn í Kópavogi að ökumaður
bifreiðarinnar sem var stoppaður
muni líklega verða sviptur ökurétt-
indum'.
Einnig var 27 ára kona stoppuð
fyrir að aka á 127 kílómetra hraða á
ldukkustund á Reykjanesbraut til
móts við Fífuhvammsveg þar sem
leyfilegur hraði er 70 kílómetrar á
klukkustund. Segir lögreglan í
Kópavogi að fólk átti sig oft ekki á
því að hámarkshraði miðist við
bestu skilyrði og þessi
hraðakstur beri einungis
vott um að ábyrgðar-
kennd ökumanna sé oft
ekki mikil.
Börn eru á ferðinni í Kópavogi sem ann-
ars staðar Bílstjóraríhraðakstri geta verið
storhættulegir og börnin í hverfinu íhættu.
Þolinmæðin
á þrotum
Slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamenn fjölmenntu
fýrir utan hús Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga um
hálftólfleytið í gærmorgun.
Tilgangurinn var að mót-
mæla seinagangi í viðræð-
um um kjör þeirra við
Launanefnd sveitarfélaga
þegar nefndin kom til
fundar í húsinu. Atkvæða-
greiðsla um verkfallsboðun
hófst í gær og lýkur henni á
föstudag. Verði hún sam-
þykkt skellur á verkfall
Landssambands slökkvi-
liðs- og sjúkraflutninga-
manna, fyrst 1 tvo daga 20.
og 21. mars semjist ekki
fyrir þann tíma, og síðan
ótímabundið viku seinna.
4V
Fresta
æfingum
Erfið staða í samninga-
viðræðum Launanefndar
og Landssambands-
slökkviliðs-og sjúkraflutn-
ingamanna veldur því að
Brunavarnir Suðurnesja
þurfa að fresta skipulögð-
um æfingum að því er fram
kemur á vef Víkurfrétta.
Eins og flestum er kunn-
ugt náðust ekki samningar
milli viðsemjenda og málið
því komið til sáttasemjara.
Að sögn Sigmundar Ey-
þórssonar slökkviliðsstjóra
hefur þetta nú þegar raskað
skipulagðri starfsemi
Brunavarna Suðurnesja.
Halldór Valdimarsson,
skólastjóri á Húsavík
Hann teiur að samskipti
íþróttakennarans og drengs
ins hafi verið eðlileg miðað
við aðstæður og kennarinn
hafi brugðist rétt við.
Áverkar sem dreng-
urinn kom með heim
Stefanfa Sigurðardóttir
móðirhans segir að
marið sé ekki komið
fram og allt eigi þetta
eftir að dökkna.
Hvað liggur á?