Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Page 25
DV Lífsstíll FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 25 / ... ■' ■ . ■' ■BHwi HHM Þekkingarleit og skilningur / (▼*r i Unnur Bírna Vilhjálmsdóttir ungfrú heimur. Lífstala Unnar er 7. Llfstala er reiknuð út frá fæðing- ardegi. Hún tekur til eiginleika sem eiga öðru fremur að móta lifviðkomandi. Eiginleikarsem tengjast sjöunni eru: Sundurgreining, skilningur, þekkingar- leit, fróðleiksfýsn og hugleiðsla - hættir til að vera fjarlæg þegar hún er ekki í jafnvægi. Árstala Unnar fyrir árið 2006 er 2 Árstala er reiknuð út frá fæðingardegi og þvi ári sem við erum stödd á. Hún á að gefa visbendingar um þau tækifæri og hindranir sem árið færir okkur. Rikjandi þættir I tvistinum eru: Þróun, samvinna og þolinmæði. Hún fyllist af orku og metnaði árið framundan. Nýjar fréttireru væntanlegar og ný tækifæri bíða hennar handan hornsins. Scjörnuspó Nýrspennandi kafli biður hans innan tíðar Þorsteinn J. Vilhjálmsson er 42 ára í dag 2. mars „Á þessum tímapunkti gengur maðurinn inn í hið óþekkta af frjálsum vilja (nýtt starf eða verkefni) sem sýnir hverja stund lífs mannsins sem áhugavert ævintýri þar sem hann leikur aðalhlutverkið af alúð. Óvissa framtíðar er jákvæð því hið þekkta sýnir aðeins fortíð mannsins." Elsa Björnsdóttir, táknmálsþula Sjónvarpsins, eyddi of mörgum árum í að reyna að sannfæra sjálfa sig um það sem allir aðrir voru að segja henni að væri rétt. Hún reyndi að snúa sér að einhverju öðru en leiklistinni sem á hug hennar og hjarta og það eingöngu af því að hún er heyrnarlaus. Elsa fer nú með aðalhlutverkið í leik- ritinu Viðtalið sem frumsýnt er í Hafnarfjarðarleikhúsinu laugardaginn næstkom- andi á vegum Döff-leikhússins sem er leikhús heyrnarlausra. „Engum datt i hug að þetta værí möguleiki afþví það var ekkert á íslandi til staðar tíl að minn draumur gæti mögulega ræst, allir sögðu: „Já, en þú getur þetta ekki því þú ert heyrnarlaus reyndi ég að fá áhuga á öðru og loka þetta rugl niðri í skúffu og reyna að snúa mér að einhverju öðru. Málið var bara ekki svona einfalt, ég gat ekki losað mig við þessa löngun mína til að vinna í leikhúsi, allt annað var bara næstbest. Ótrúlegt hvað viðhorf annarra getur haft mikil áhrif á mann sjálfan, af því það þekkti enginn Döff-leikhús datt engum í hug að þetta væri mögu- leiki af því það var ekkert á íslandi til staðar til að minn draumur gæti mögulega ræst, allir sögðu: „]á, en þú getur þetta ekki því þú ert heyrnarlaus, viltu ekki verða kenn- ari eða bara eitthvað annað?“ út- skýrir Elsa og bætir við: „Ég eyddi of mörgum árum í að reyna að sann- færa sjálfa mig um það sem allir aðrir voru að segja að væri rétt og reyna að snúa mér að einhverju öðru. Ég á fjögur yndisleg börn og eina stjúpdóttur. Stóra fjölskyldu og mjög gott starf sem táknmáls- fréttaþula hjá RÚV og hef unnið sem táknmáískennari með hléum í fjórtán ár, það mega alveg vera fleiri klukkustundir í sólarhringnum, svo upptekin er ég,“ segir hún og hlær. „Eg er ofboðslega heppin og af- skaplega þakklát fyrir allt sem ég hef í dag þó svo að enginn hafi haft trú á því að þetta væri raunhæft fyr- ir mig hérna áður fyrr. Stundum þarf maður einfaldlega að fylgja hjartanu og vera samkvæmur sjáif- um sér þótt það kosti fórnir og bar- áttu. En þetta er vel þess virði." Skóli fyrir heyrnalausa á Norðurlöndunum „Ég er ekki menntaður leikari, en ég hef aflað mér reynslu með nám- skeiðum og vinnu í atvinnuieikhús- um bæði hér heima og úti í Banda- ríkjunum. Stóri plúsinn er hins veg- ar sá að það er verið að stofna leik- listarskóla fyrir heyrnarlausa á Norðurlöndunum sem verður stað- settur í Danmörku og fá fjórir ein- stakiingar frá hverju landi inn í skól- ann. Tuttugu nemendur allt í allt í senn,“ útskýrir Elsa en hún sjálf er á leiðinni þangað í haust. „Ég fór á ráðstefnu skólans í október í fyrra og átti þátt í að móta hann. Skólinn verður að hluta til fjarnám þannig að samstarf þarf við listaskólann f hverju landi fyrir sig til að nemend- ur læri líka leiklistarsögu síns heimalands. Þessi skóli hefst von- andi næsta ár, haustið 2007. Við erum með fulltrúa að vinna í þessu og sá fulltrúi er enginn annar en Pét- ur Einarsson, fyrrverandi skólastjóri og stofnandi Leiklistarskólans hér heima á íslandi. Ég er því bjartsýn á að mér takist að útskrifast sem lærð- ur leikari vorið 2009,“ segir hún og ljómar á töfrandi hátt við frásögnina enda um það bil að verða leikkona. elly@dv.is .Æfingarnar hafa staðið frá því í janúar og hafa gengið mjög vel,“ segir Elsa glöð yfir að líða fer að frumsýningu Viðtalsins eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur og Mar- gréti Pétursdóttur í leikstjórn þeirr- ar síðarnefndu. Elsa heldur frá- sögninni áfram: „Við vinnum þetta í samstarfi við Hafnarfjarðarleik- húsið og frumsýningin er 4. mars næstkomandi." Talið berst að leik- húsi sem þessu og Elsa er full áhuga: „Döff-leikhús má kannski þýða sem leikhús heyrnarlausra," segir Elsa og bætir við til útskýring- ar að „döff" er heyrnarlaus á tákn- máli. „Þá er ekki endilega átt við að allir leikararnir séu heyrnarlausir en eitt af skilyrðunum er þó að a.m.k einn leikari í sýningunni sé heyrnarlaus. Annað skilyrði fýrir því að geta kallað sýningu Döff- leikhús er að hún sé aðgengileg heyrnarlausum áhorfendum til jafns við heyrandi áhorfendur. í gegnum tíðina hafa leikhúsin alltaf eitthvað gert af því að láta túlka sýningar yfir á táknmál, en flóknar, mannmargar sýningar eru ekki góðar til túlkunar svo yfirleitt verða einfaldar, fámennar sýningar fyrir valinu. Þessar túlkuðu sýningar flokkast hins vegar ekki undir Döff- leikhús þar sem enginn heyrnar- laus er í sýningunni. Segja má að fyrsta Döff-leikhússýningin hafi verið „Guð gaf mér eyra" (Children of a Lesser God) sem sett var upp í gamla Iðnó af Leikfélagi Reykjavík- ur fyrir mörgum árum." Þú qetur þetta ekki því þú ert heyrnarlaus „Að vinna við leikhúsið gefur mér svo ótrúlega mikið, þetta er það sem ég hef alltaf viljað gera við mitt líf. Ég ólst upp við það að eiga mér draum og að allt í umhverfinu hvatti mig til að bæla minn draum niður. Allir voru á þeirri skoðun að ég ætti nú að leggja eitthvað annað fyrir mig en leiklistina. Og mikið -Döff-leikhús er kannski ekki svo frá- brugð'ðle'khúsi heyrandi (þ.e. leikhúsi fyrir heyrandi i tU x 7 icmnusi ryrir neyrandi t°Jend“\Þ°ð miðar að Þvíað 9efa áhorfendum tækifæri á að upplifa ólíkar tilfinningar og spegla siálf- an sig og/eða þjóðfélagið iþví verki sem verið er að syna. Su staðreynd að Döff-leikhús speglar veruleika og mennmgu heyrnarlausra á þann hátt sem leikhús svnbntl °ld,rei 9ert gerirÞað sérstakt °9 nauð- synlegt fyrir islensku menningar- og listaflóruna " leihlislina í í sminki áður en rennsl ið hefst Elsa sjálfleikur aðalhlutverkið ásamt Soff- íu sem leikur móðurina. ----------------- Mnsberm (20. jan.-l 8. febr.) Einmanaleiki birtist hér en þar er á ferðinni mannleg kennd. Við finn- um til ástar, losta, græðgi, afbrýðisemi, leiða og hamingju og við finnum stund- um til einmanaleika. Þú átt í einhverjum vandræðum með líðan þína sem þú bælirjafnvel og viðurkennirekki. F\skm\r (19. febr.-20.mars) Stríð geisar innra með þér en þú birtist róleg/ur á ytra borðinu. Þú reyn- ir að stjórna hér með því að halda aftur af tilfinningum þínum og ráðskast jafnvel meðfólkið sem þú unnirsvo innilega. Hrúturinn (2l.mars-19.april) Hér kemur fram að þú virðist fuil/ur af umhyggjusemi en sniðgengur í rauninni manneskjuna sem styrkir hjarta þitt og eflir orkustöðvar þínar. Settu þér tímamörk og taktu á málum líðandi stundar. 0 Nautið (20. aprll-20. mai) I undirmeðvitund þinni elur þú af þér sjálfvirkt viðbragðamynstur til að forðast vissa hluti og verða viðbrögð- in þá jafnvel að vana hjá þér. ©1\l\bmm\r (2lmaí-21.júnD Hrein sköpun og frelsi bíður þ(n þegar þú hefur endanlega ákveðið innra með þér að upplifa af frjálsum vilja töfra ástarinnar. Opnaðu hjarta þitt fyrir alla muni og finndu hvað það er Ijúft. Krabbinn (22.júni-22.júii) __ Það er ekki auðvelt fýrir þig að fyrirgefa en þú ættir að lifa í þeirri vit- neskju að það sem þú framkvæmir um þessar mundir hefur áhrif á heildarmynd- ina og ekki síður líðan þína og þeirra sem þú elskar og virðir til frambúðar. Ljonið (23.júíí-22. ágúst) Þú ættir af einhverjum ástæð- um að draga andann djúpt og fylla lung- un af alefli og anda síðan frá þér með áhrifaríkum árangri sem felst í því að hreinsa huga þinn og tilfinningagáttir. Meyjan (21 agúst-22. sept.) Þú trúir á frelsi fólks til að skoða og velja það sem því hentar hverju sinni. Þú hneykslast ekki og leyfir náunganum að móta eigin skoðanir sem er góður kostur í fari þínu. Þú gefur fólki að sama skapi mikið svigrúm og ætlast til þess sama af því þegar sam- skipti eru annars vegar (góður kostur). 0 Vogin (23. sept.-23. okt.) Þú ert minnt/ur á að vilja- ásetningur þinn leggur grunn að svokölluðu átakalausu flæði sem eflir hjartastöðvar þínar á mjög öflugan máta. Þú stjórnar alfarið. © Sporðdrekinn (2ioia.-21.n0v) Þú ert heillaður/heilluð hérna og verður ástfangin/n hratt. Þú getur um þessar mundir átt erfitt með að greina á milli langvarandi ástar og stundarhrifningar. Skynjun þín og til- finningar eru fyllri og opnari á þessum tímapunkti í lífi þínu. 0 Bogmaðurinne/.n*.-/).^ Þú birtist hér upþstökk/ur og mættir huga betur að jafnvægi þínu. Steingeitin <22.des.-19.jan.) 0 Hér tengist þú félaga til að deila með af allsnægtabrunninum og gengur hreint til verks þegar draumar þínir eru annars vegar. Frelsiskennd ein kennir hjarta þitt hér í byrjun mars. Þú ert hins vegartrú/r tilfinningum þínum og sýnir staðfestu í verki. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.