Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUOAGUR 6. MARS 2006 Fyrst og fremst X>V Útgáfufélag: 365 - prentmifllar Rltstjórar Björgvln Guömundsson Páll Baldvin Baldvinsson Fréttastjórl: Úskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýslngan aug!ysingar@dv.is. Setnlng og umbrot: 365 - prentmlðlar. Prentvlnnsla: (safoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafraenu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Úll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. mmm Karen Kjartansdóttir heima og aö heiman HvairekL Sagnlr segja frá því aö það hafi þótt mikiö happ hér áöur fyrr aö hvall ræki á land. Skyndilega haföi allslaust þurrabúðarfólk fjölda tonna af kjöti og lýsi. Hvalreki var happa- drættisvinningur fortlðarinnar. Þetta happ þótti þó hálfvar- hugavert eins og flest annaö sem vekur óvænta gleöi. Var- hugavert þótti aö fá illhveli upp á strendur slnar. Kjötiö af því leiöa kvikindi gat satt svanga maga en geröi meira illt en gott. Enn vekja hvalrekar mikla athygli. Samkvæmt heimspressunni viröist belg- (ska þjóðin ekki vita hvaö er upp og hvaö niður vegna þess að þar hefur hval rekiö á land. Reyndar viröist enginn viss um hvers vegna fréttirnar þykja tlöindi, ekki á dýriö eftir aö seöja neinn. Fjöldi fólks leggur þó íeiö slna til aö berja hvalinn augum. jr verið aö loka á þriöja tug McDon- alds-veitinga- staöa I Bret- landi. Astæöan er sú aö mikiö hefur dreg- ið úr vin- sældum staö- anna aö undan- förnu. Fólk hefur lengi satt hungur sitt á McDonalds, þaö er þó ekki vitaö til þess aö sú fæöa hafi gert neinum gott og vilja margir kenna þessum skyndibitastööum um vaxandi offitu vestrænna þjóöa. Má kannski llta svo á aö þessir hamborgarar séu lllhveli okkar daga. 4ú hetur Árni Magnússon yfirgefiö félagsmála- ráöuneytiö og snúiö sér aö fjárfesting- um íslands- banka. Siv Friöleifs- dóttir kann þessum fréttum vlst vel enda tekur hún viö heilbrigöisráöuneytinu við skiptin. Þó hún hafi reynst sannkallaö illhvell á meöan hún gegndi hlutverki umhverf- isráöherra getur ekki annað verið en hún standi sig meö miklum sóma (heilbrigöisráöu- neytinu. Aö minnsta kosti ef mlðaö rt viö störf Jóns Krist- jánssonar, forvera hennar. Leiðari l 'ólk sem vinnur baksvids vid leiksýiiingar i Pjóðleikhusiiw þarfvið- imancii starfsaðstœður - svipaðar að gœdinn og öryggi og sla ifstofu blcekiu rcíðuneyta mennta- ogfjcinncíla lelja eðlilegar - fyrir sig. Páll Baldvin Baldvinsson Að viðhalda húsum og breyta hugmyndum Rflcisstofhun á borð við Þjóðleikhús þarf byggingar undir starfsemi sfna sem halda vatni og vindum. Það er ekki nóg að tryggja fjármagn til starfsemi tíu mánuði á ári samkvæmt hefðum rfldsrekstr- ar tnn miðja síðustu öld. Tilgangurinn er að standa að leiksýningum af öllu tagi fyrir almenning, bæði í Reykjavflc og víðar um land. Leikhúsgestir og aðrir verða að geta geng- ið að helstu byggingu stofnunarinnar án þess að yfir þá hrynji veggpússning frá þriðja áratug síðustu aldar. Fólk sem vinnur baksviðs við leiksýningar þarf viðunandi starfsaðstæður - svipaðar að gæðum og ör- yggi og skrifstofublækur ráðuneyta mennta- og fjármála telja eðlilegar - fyrir sig. Vanræksla ráðuneyta í viðhaldi opinberra bygginga er ekkert annað en hneyksli. Ara- tugum saman hafa ráðuneyti og embætti á þeirra vegum svikist um eðlilegt og nauð- synlegt viðhald á byggingum rfldsins. Með opin augu hafa ráðamenn látið sig litlu skipta að þau hús á borð við Þjóðminjasafn og Þjóðleikhús dröbbuðust niður. Þegar húsin eru að hruni komin og orðin ónothæf rjúka menn til með óheyrilegum kostnaði og breytingaáráttu sem reynist í mörgum tilvikum vanhugsuð. Gallinn er sá að skattgreiðendur og kjós- endur eru býsna vamarlausir fyrir van- rækslu á borð við þessa. Stjómmálaflokkar em ekki mikið að flflca hugmyndum sínum um forgangsverkefni í stórum viðhaldsverk- efiium. Þeir em glaðari að reisa skýjaborgir um ný hús en að halda við gömlum og fínna þeim hlutverk: sjá ástand Landakotsspítal- ans er hörmung. Héraðsskólinn gamli á Laugarvatni stendur tómur og jafnvel stjómmálamenn í Suðurlandskjördæmi hafa engar hugmyndir hvemig á að nota hann. Svo dæmi séu nefnd. Nýr þjóðleikhússtjóri hefur lagt ríka áherslu á að byggingarmál Þjóðleikhússins verði leyst. Sú opna löggjöf semsett var um rekstur þess í ráðherratíð Bjöms Bjamason- ar er stefiiulaus um framtíðarhlutverk þessa fyrirbæris í menningarlífinu. Vilji menn huga að endurbótum á gamla húsinu og tryggja framtíð fþróttahússins gamla, jain- vel byggja við Þjóðleikhúsið, verður fýrst að svara spuminguiini: hvemig Þjóðleiidiús viljum við reka og - hvar? opinberar byggingar sem pnrfa viðhald strax I Gamli Kleppsspítalinn Þar I md alltgapa og glna enda fyr- lirsdlsjúka langlegusjúklinga. Landspftalinn Hundgamalt hús - kannski betra aö rifa það. Hallgrímskirkja Eralltaftil vandræða. Eins og selur I lag- inu og rdndýr. Auglýsingamenn íæra sig upp MIKLfl ATHYGLI VAKTI FYRIR ALLT0F MÖRGUM ÁRUM þegar Sævari Karli fatakaupmanni með meiru datt í hug að fá hinn fjallmyndarlega og traustvekjandi vin sinn Pál Magnús- son til að vera módel. Fara í jakkaföt og hafa eftir frasann sem varð með hið samaá hvers manns vörum: „Ég hef einfaldan smekk. Og vel aðeins það besta..." En frekari fyrirsætu- störf áttu ekki fyrir Páli að liggja. N0KKUR STYR VARÐ VEGNA MÁLSINS. Mönnum þótti ekki rétt að frétta- maður sem átti allt sitt undir því að teljast hlutlaus væri jafnframt í aug- lýsingum. Hvemig átti til dæmis Páll að flytja frétt af því að jakkaföt á ís- landi væru ódýrust í Evrópu - kæmi sú undarlega staða upp - þannig að það teldist trúverðugt? Páll var manna fyrstur til að átta sig á þessu og bað SSevar vin sinn um að taka þessa auglýsingu úr umferð. Tók það jafnframt skýrt fram að hann hefði ekki fengið greitt fyrir módel- störf sín heldur hefði hann verið að gera félaga sínum greiða. Sævar var vitaskuld búinn að fá sitthvað fyrir sinn snúð - miklu meira en hægt var að búast við. Og menn fengu ekki að sjá Pál aftur í þessu hlutverki. Fyrst og fremst ÞESSI GRANDVARA HUGMYND um störf dagskrárgerðar-, frétta- og blaðamanna er farin að sjúskast í seinni tíð. Menn sem framleiða dag- skrárefni annað hvort þekkja ekki siðareglur Blaðamannafélagsins, sem þeir láta þó mikið með ef sá er gállinn á þjóðfélagsumræðunni, eða gefa skít fýrir það sem þar stendur að menn gæti þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hef- ur augljóst upplýsinga- og fræðslu- gildi, og auglýsingum í myndum og/eða máli. Auglýsingadeild RÚV færir sig stöðugt upp á skaftið. Þannig hefur færst mjög í aukana í sjónvarpi allra landsmanna að vera með kostunarborða innbyggða í þætti RÚV. Til dæmis mátti sjá borða ffá kostunaraðilum á áhorf- endabekkjum í Gettu betur. Og aug- lýsingadeildin, undir forystu Þor- Þannig hefur færst mjög í aukana í sjón- varpi allra lands- manna að vera með kostunarborða inn- byggða í þætti RÚV. steins Þorsteinssonar, hagar sér líkt og hún eigi fyrirtækið og keppi á frjálsum markaði. Til dæmis með hótunum um að sjónvarp allra landsmanna ætli ekki að auglýsa þarna og þarna af því að þeim líkar ekki hvernig „samkeppnisaðilarnir" haga auglýsingum sínum. SKJÁLFTI ER INNAN RÚV. í ýmsum deildum þar sem mann hafa hagað sér sem makráðir og ósnertanlegir smákóngar. Því nú er horft til þess hvernig maðurinn sem knésetti Eurovison-keppendur í umkvörtun- um sínum, maðurinn sem hefur ein- faldan smekk en vill þó ekki segja það í auglýsingu, mun taka á innri málum Páll Magnús- son Hefur ein- faldan smekk og veluraðeins | það besta. stofnunarinnar - til dæmis því hvemig auglýsingadeildin hagar sér. jakob@dv.is Nýr sjónvarpspostuli fæddur „Fjölmiðlarnir eru alltaf - með miklum æsingi - að flytja fréttir af hlutum sem okkur stafar ekki sér- lega mikil ógn af,“ sagði Egill Helgason í pistli sínum á NFS og birti síðan á Vísi. „Á því nærast þeir náttúrlega, þannig fá þeir fólkið til að horfa... Við drekkum í okkur hræðsluna í blöðunum og sjónvarpinu. Það eru líka rfffí' eilíflega að birtast nýjar og nýjar hættur - sem reyndar hverfa oft jafnóðum og þær verpa til eðá reynast jafnvel ekki sérlega hættuiegar." Athygli vaktí lýsing á Agli í mynd með pistíinum: Á hlið var hann í skærri birtu, eins og guö- legur spámaður talaði. Þjóðin hef- ur lengi átt vísan spámann þar sem Egill er þótt rödd hans færi lengstaf lágt þar tíl hann komst í sjónvarp - sem hann telur.. ntí i* hinn versta miðil og óheilsu- samlegan þjóðinni. Hann ætti ý að fá sérkassa ogpredika það- Grim ekki sá sem leitað var eftir „Gallinn við Grim var sá að hann var of tengdur persónu Hall- gríms sjálfs og skorti víðtækari skírskotun," skrifar Guðmundur Magnússon fyrrverandi fulltrúi rit- stjóra á Fréttablaðinu. Hann hefur tekið til óspilltra mál anna, eftir að hann fauk af Fréttablaðinu, og bloggar nú sem mest hann má. uOmunduf^' er þarna að greina frá þeim raunum sem hann, ogfélag- ar hans á Fréttablaðinu, lentu í þegar þeir voru að leita eftir skopteiknara sem væri gríðarlega fyndinn en samt ekki einhver sem væri ofstuðandi. Ogmá spyrja hvað, eða öllu heldur hvern, Grim átti að hafa stuðað mest? Guðmundur Magnús- son Fann ekki skopteikn- ara sem var við hæfi Fréttablaðsins I Grim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.