Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Page 4
4 MANUDACUR 6. MARS 2006 Fréttir DV Bandarískur Kvikmyndagerðarmaöurinn Tómas Gíslason fær hin virtu dönsku verðlaun DR Film- land í ár en þau verða afhent 9. mars í Kaupmannahöfn í tengslum við Natfilm-hátíð- ina í borginni. Tómas hefur meðal annars unnið með LarsVonTrier í öllum hans helstu myndum á síðasta áratug en er einkum þekktur fyrir gerð heimildarmynda. Nói Síríus Gengið hefur verið frá kaupum Nóa Síríusar á enska fyrirtækinu Elizabeth Shaw sem er þekkt enskt sælgætisfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í framleiðslu og sölu á súkkulaðivörum af ýmsu tagi, að því er kemur fram á vef Viðskiptablaðs- ins. Elizabeth Shaw er með svipaða ársveltu og Nói Sír- íus eða sem svarar til um 1.400 milljónum króna. Þekktustu merki fyrirtækis- ins eru Mint Crisps, sem eru innpakkaðar súkkulað- iskífur með myntubragði og Famous Names, sem eru líkjörsfylltir konfektmolar. Bjartsýni ríkir í Garði Þriggja ára áætlun bæj- arstjórnar Garðs frá 2007 tii 2009, gerir ráð fyrir 4% fjölgun íbúa til ársins 2009 en íjölgun íbúa hefur verið á svipuðum nót- um undanfarin ár. Nýtt skirfstofuhúsnæði auk verslunar- og þjónustuhús- næðis verður tekið f notkun í bænum snemma á tíma- bilinu. Þá ætlar bæjar- stjórnin að byggja við grunnskólann, bæta að- stöðu aldraðra, stækka íþróttamiðstöðina og að mikið verði að gera við gatnagerð og undirbúning lóða. Áætlun bæjarstjórnar- innar gerir ráð fyrir mikilli bjartsýni og framfarir og uppbygging verði áfram í Garði. Allirvaða í seðlum Fjárhags- staða ís- lenskra heim- ila hefur aldrei verið betri sam- kvæmt Greiningu íslandsbanka. Eignir þeirra í húsnæði og lífeyris- sjóðum námu samanlagt um 3.110 milljörðum króna og höfðu þá aukist á fimm árum um 1.659 milljarða eða um 114%. Er þá ekki talin með eign heimilanna í verðbréfum en þær eignir eru einnig umtalsverðar og hafa vaxið hratt á þessu tímabili. Síðan má bæta við eign í bifreiðum og öðrum tækjum en landinn hefur verið duglegur að fjárfesta í slíku á undanförnum árum. íslenski kvikmyndagerðarmaðurinn Tómas Gíslason fær hin virtu dönsku verðlaun DR Filmland í ár og er að vonum glaður yfir þessum heiðri. „Ég er alveg í skýjunum yfir því að fá þessi verðlaun og er efst í huga þakklæti til alls þess samstarfsfólks sem unnið hefur með mér í gegnum árin,“ segir Tómas í samtali við DV. DR Filmland-verðlaunin skera sig úr öðrum kvikmynda- verðlaunum að því leyti að þau eru ekki veitt fyrir eitt einstakt verk heldur er tekið mið af ferli þess sem þau hlýtur. Það er danska ríkisútvarpið sem veitir verðlaunin og verða þau af- hent Tómasi þann 9. mars í tengsl- um við kvikmyndahátíðina Natfilm- festival í Kaupmannahöfn. Tómas segir að nú hafi hann hlotið öll helstu kvikmyndaverðlaun sem hægt er að hljóta í Danmörku fyrir utan ein. „Ég hef enn ekki unnið Bodil á ferlinum," segir hann. Vann meðVon Trier Tómas Gíslason vann meðal annars með Lars von Trier við allar af helstu myndum leikstjórans á síð- asta áratug eins og Europa, Riget og Breaking the Waves. í umsögn dóm- nefndar Filmland-verðlaunanna um þetta samstarf þeirra tveggja segir meðal annars að þar sem von Trier hafði sögurnar hafði Tómas framtíð- arsýnina og sá möguleikana í nýrri frásagnartækni með upptökuvélum og klippingu. Tómas hafi einnig í eigin myndum leikið sér með ný form og frásagnartækni. Vinterberg vann í fyrra Á síðustu árum hefur Tómas getið sér gott orð fyrir heimildarmyndir sínar. Hann hefur nýlega lokið gerð tveggja langra heimildarmynda og hefur önnur þeirra, Overcoming, hlotið verðlaun á heimildarmynda- hátíð í Ástralíu. Mynd þessi fjallar um hjólreiðafélagið CSC sem hinn gam- alkunni hjólreiðakappi Bjame Riis DR Filmland-verðlaun- in skera sig úr öðrum kvikmyndaverðlaun- um að því leyti að þau eru ekki veitt fyrir eitt einstakt verk heldur er tekið mið afferli þess semþau hlýtur. veitir forstöðu en Riis er eini Daninn sem unnið hefur Tour de France- keppnina. Sjálfur segir Tómas að hann hafi ýmis verkefni í bígerð. „Svo er ég alltaf að vinna við auglýsinga- gerð svona til að hafa til hm'fs og skeiðar dagsdaglega," segir hann. í áliti Filmland um Tómas segir meðal annars að hann elski kvikmyndir, forðist allar málamiðlanir og hafi náð að skapa öðru- vísi og nánari stemm- t ingu í heimildarmynd- \ um sínum en áður hafi þekkst. Sem fyrr segir eru DR Filmland-verðlaunin með þeim virtustu í Dan- mörku. Thomas Vinter- berg hlaut þau í fyrra og Christoffer Boe árið þar áður. fri@dv.is\ . — *- ■ - - * Tómas Gíslason „Svo er ég alltaf að vinna við aug- lýsingagerð svona tilað hafa til hnífs og skeiðar dagsdaglega." Lars von Trier Tómas Gfslason vann meðal annars með Lars von Trier við allarafhelstu myndum leikstjórans á síðasta áratug eins og Buropa, Riget og Breaking the Waves. Mótorhjólabeibí í heilbriqðismálin Rosalega er Svarthöfði feginn að Siv Friðleifs, sú huggulega mótor- hjólagella, skuli komin aftur í ráðu- neyti á vegum Framsóknar. Það var verulegur sjónarsviptir þegar henni var bolað úr sæti af strákaklíkunni í Framsókn og lengi var Svarthöfði vansvefta yfir slöku gengi kvenna á listum Frammara. Reyndar verður Svarthöfði að við- urkenna að soldið var Siv spæld yfir yfirtöku strákaklfkunnar hans Hall- dórs enda ekki nema von. Þessar stelpur í Framsókn hafa ekki fengið þá sjansa sem þær eiga skilið. Allt er þetta vegna þess að Svarthöfði er \U\ Svarthöfði svolítið veikur fyrir Framsókn. Hann hefur miklar áhyggjur af því hvað hann á að gera í bæjarstjórnarkosn- ingum í Reykjavík verandi úr Hlíðun- um og nú um stundir staddur í Sund- unum. Það er bévítis bflaumferðin sem fer með Svarthöfða. Hann er að reyna að komast stöku sinnum í búð- ir að læknisráði en verður þá að leggja sig í stóran háska á leið yfir umferðaræðar. Svo var Önnu Kristins hent af listum Frammara og hvað getur þá meir femínískur framsókn- Hvernig hefur þú það? þessari stundu er herdeild afrafvirkjaþjónustu heimsbyggðarinnar að gera við raf- agnið hjá mér," segir Jón Kr. Ólafsson söngvari á Bildudal.„Annars hef ég það slaklegt erað fara I nudd til stelpnanna hjá Gigtarfélaginu og verð i Reykjavik i mánuð. Þetta skrokkinn er eins og með bílana, það þarfað fara með þá í eftirlit öðru hvoru og ekki alltafhægt að kaupa varahluti efekki er komið timanlega til að gera við þá sem bila. “ armaður gert? Bitið í koddann sinn um miðnæturbil? En öll él styttir um síðir og hver birtist þá í kófinu önnur en Siv á Harley Davidson, leðurklædd milli hjálms og stígvela af stærri gerðinni. Hún rennir í draumum Svarthöfða að dyrum heilbrigðis og félags, stormar inn með þjósti og karmar og kontorar skjálfa þegar þessi valkyrja lætur til sín taka. Heilbrigðismálin tekin föstum tökum. Jón í kaupfé- laginu kominn í félagsmálin. Draumar Svarthöfða hafa ræst. Svarthöfði Tómas Gíslason fær DR-verðlaunin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.