Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 17
DV Sport MÁNUDAGUR 6.MARS 2006 17 Thierry Henry, Arsenal Það hefur oft verið sagt að ef Theirry Henry spilar vel þá spilar Arsenal vel og það voru orð að sönnu þegar franski fyrirliði Arsenal stýrði sfnum mönnum til 4-0 sigurs á Fulham um helgina. Arsenal hafði aðeins unnið þrjá útileiki fyrir leikinn og Henry sjálfur aðeins skorað 3 af 15 mörkum sínum utan Highbury þegar hann gekk inn á Craven Cottage á laugar- daginn. Það var mikil breyting á þeirri töl- fræði og Henry var aðalmaðurinn á bak við stærsta útísigur Arsenal á tímabilinu. Auk þess að skora tvö lag- leg mörg þá spilaði Henry félaga sfna margoft í dauðafæri og báðir stjórar liðanna kepptust við að hrósa kapp- anum sem ertil alls Ifklegur fyrir leik- inn gegn Real Madrid í Meistaradeild- inni f vikunni. Chris Coleman, stjóri Fulham, talaði um að frammistaða Frakkans í leiknum hafi verið sú besta sem hann hafði séð. Arsene Wenger sagði að Henry væri að eflast mikið í fyrirliðahlutverkinu. „Hann er að þroskast mikið sem fyrir- liði og er orðinn mjög meðvitaður um vandamál liðsins. Hann talar meira og þá sérstaklega við varnarmenn liðs- ins. Það tekur sinn tíma og komast inn í þetta hlutverk og hann er búinn að ná góðum tökum á því núna," sagði Wenger en Henry minnkaði for- skot Rude Van Nistelrooy f tvö mörk f baráttunni um markakóngstitil ensku úrvalsdeildarinnar. Henry fékk heið- ursskiptingu í lok leiks og fékk þá mikið lófatak frá bæði stuðnings- mönnum Arsenal sem og þeim sem studdu heímamenn í Fulham enda gátu þeir ekki annað en hyllt þennan frábæra leikmann sem hafði hvað eft- ir annað farið illa með varnarmenn Fulham f leiknum. ararieildarsætið Robben með rautt spjald Didier Drogba kom Chelsea yfir í 1-0 gegn West Bromwich á 51. mín- útu með laglegu einstaklingsframtaki en Chelsea spilaði síðustu 28 mínút- ur leiksins manni færri eftir að Arjen Robben var rekinn út af fyrir gróft brot. „Dómarinn sagði að þetta hafi verið tveggja fóta tækling en hann kom aldrei við manninn," sagði John Terry, fyrirliði Chelsea um brotið en þetta var í annað skiptið á þessu ári sem Robben er rekinn útaf. Joe Cole kom inn á sem varamaður og kom liðinu í 2-0 áður en Nwanlcwo Kanu minnaði muninn. Newcastle blómstrar undir Roeder Newcastle vann sinn fjórða sigur í fimm leikjum þegar liðið vann 3-1 sigur á Boltonog hefur nú ekld tapað í síðustu sex leikjum sínum. Nolberto Solano heldur áfram að skora og að þessu sinni kom hann liðinu í 1-0 með marki beint úr aukaspymu og framheijamir Alan Shearer og Shola Ameobi komu Newcastle í 3-0 áður en Kevin Davies minnkaði muninn. „Þetta er búin að vera frábær sprettur og það er engin ástæða fyrir því að hann þurfi að enda. Ég tel að enginn af okkar sigrum hafi verið Harðar móttökur Heiðari Helgusyni tókst ekki að skora I fjórða leiknum í röð enda fékk hann harðarmóttökurfrá varnarmönnum Arsenai. Nordic Photos/Getty heppnissigur," sagði Roeder eftir leikinn. ooj@dv.is Leicester dty vann 3-2 sigur á Hull þökk sé íslendingnum í liðinu: Tvö stórkostte mörklrá Jóa Jóhannes Karl Guðjóns son var maður helgarinnar í ensku b-deildinni um helgina en hann skoraði tvö frábær mörk fyrir Leicester í 3-2 sigri á Hull þar meðal sigurmarkið sex mfnútum fyrir leikslok. Jóhannes Karl, sem var besti maður íslenslca landsliðsins gegn Trínidad og Tóbaco í síðustu viku, hefur samið viö hollenska félagið Alkmaar frá og meö næsta sumri. Hann hefur nú skorað 9 mörk fyrir Leicester í vetur og er markahæsti leikmaður liðs- ins á tímabilinu. Ég skoraði einu sinni af löngu færi í leik með íslenska landsliðinu en það mark var beint úr aukaspymu. Þegar ég fékk boltann hafði ég tíma svo ég gat Utið upp og séð að markvöröurinn var framarlega. Ég lét því bara vaða, hitti boltann fuUkomlega og ég held að markvörðurinn haf! aldrei átt möguleika. Um leið og ég hafði snert boltann vissi ég aö hann færi í markið," sagði Jóhannes Karl í viðtali við heimasíðu Leicester. Markið skoraði hann frá miðlínu vallarins. Jóhannes Karl fékk þá boltann á eigin vaUarhelmingi, lék aö miðjunni og sendi hann þaðan með hnitmiðuðu skoti yfir markvörðinn, sem stóö framarlega í vítateig sínum. Boltinn sveif óverjandi f markiö undir þverslána og í enskum fjölmiðlum var markinu líkt við frægt mark sem David Beckham skoraði fyrir Manchester United gegn Wimbledon á sínum tíma. Markið þótti líka mun glæsUegra en það sem Liverpool-maðurinn Xabi Alonso skoraði í bikarsigri á Luton. Sigurmarkið heföi líka verið mark leiksins í flestum leikjum en féU þó í skuggan að því fyrra. Jóhannes Karl skoraði þá með viðstööulausu hörkuskoti af 25 metra færi eft- ir fýrirgjöf frá hægri. „Þessi sigur sýndi karakterinn í Uðinu og viö komumst á blað þökk sé frábæru mark frá Jóa. Jói reynir aUtaf reglu- lega að skjóta af svona löngu færi og það hjálpar vissulega Leicester City aö halda sæti sínu í deUdinni. Seinna mark- iö hans var einnig glæsUegt en feUur samt í skuggann af því fyrra. Það vita allir að Joey mtm spUa með öðru Uði á næsta tímabUi en það hefur enginn efast neitt um að hann leggi sig ekki fram af öUum krafti í leikjum með okkur," sagöi Rob KeUy, stjóri Leicester eftir leikinn. Stjóri Hidl, Peter Taylor, talaði einnig um mörk Jóhannesar. „Þetta var frábært mark en mark vörðurixm minn átti ekki að vera svona framarlega," sagði Taylor. Ástraiinn Mark Viduka tryggði Middlesbrough sigur á Birmingham með frábæru marki sem hjálpaði Middles- brough að slfta sig aðeins frá faiibaráttunni. Viduka kom inn Ibyrjun- arliðið aftur og skoraði sitt fyrsta mark I þrjá mánuði en markið var einstaklega laglegt einstaklingsframtak þar sem hann lék meðal annars illa á Alex Bruce, son stjórans Steve Bruce. Hollendingurinn gæti verið á leiðinni í langt bann eftir að hafa fengiðsitt annað rauða spjald á tveimur mánuðum. Þegar sóknarmaður er far- inn að láta reka sig útaf ítrekaö þá er eitthvað mikið að. Robben var að þessu sinni rekinn útaffyrir tveggja fóta tæklingu á Jonathan Greening leikmann West Bromwich. Theirry Henry, Arsenal • • Robbie Keane, Tottenham Nolberto Solano, Newcastle Fredrick Ljungberg, • • Mikel Arteta, Everton Jean-Alain Boumson, Newcastle John Terry, Chelsea Lionel Scalonl, West . • Jamie Carragher, Liverpool Thomas Myhre, Charlton BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á iager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir \XMjnLMX?jtmJmJL XMJtm ARMÚLA 42 - SlMI 553 4236 AELLUR G. Tómasson eht • Súóarwgi 6 • simi: 577 6400 • www.hvellur.com / einum grænum • hvellur@hvellur.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.