Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 24
I 24 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 Lífsstíll DV Hér er á ferðinni uppskrift af gómsætum rétti fyrir fjóra í byrjun vikunnar: 4tortillur 1 krukka Sadá L'Antipasto Peperonata (paprika) 150 gr. Galbani Mozzarella-ostur, niðursneiddur 100 gr. cheddar-ostur, rifinn 20 grænar ólífur MEÐLÆTI: Tabasco-sósa. AÐFERÐ: Forhitið ofninn (220°C. Setjið cheddar-ost ofan á hverja tortillu, sfðan Sadá-paprikur ofan á. Setj- ið að lokum mozzarella-ost og ólifur ofan á. Bakið f ofni f ca. 10 til 15 mfn., eða þartil osturinn byrjar að bráðna. Berið fram með Tabasco-sósunni. TIL TILBRE YTINGAR: Prófið mismunandi álegg. Ég mæli með Sadá Peperonata, feta- osti og rifnum kúrbft eða Sadá Peperonata, sveppum og parma- skinku. Með ósk um góðan dag, Ingvar. Heil og sæl er nýr íslenskur matreiðsluþáttur á Skjá einum í umsjá Þorbjargar Hafsteinsdóttur og Oscars Umahro Cadogan þar sem þau leggja aðaláherslu á að kenna fólki að lifa eftir 10 grunnreglum í mataræði. Lífsstíll átti sérstaklega fræð- andi og gott spjall við Þorbjörgu um ástina sem ríkir milli þeirra, mataræði og síðast en ekki síst hvernig best væri að heQa nýja viku eftir „sukkhelgi“. /------------------- „Ég hef fætt og alið mín þrjú böm þar og á þar góða fjölskyldu. Bæði íslenska og danska. Ég vinn þar, kenni næringarfræði og nær- ingarráðgjöf," segir Þorbjörg Haf- steindóttir sem að eigin sögn stundar spinning, horfir út á hafið og notar mikinn tíma með yngstu dóttir sinni sem býr til skiptis hjá henni og föður sínum. „Ég skrifast á við stóm dætur mínar. Ein er í Kaupmannahöfn og hin er f ferð um heiminn," segir hún áður en tal okkar berst að þættinum Heil og sæl sem sýndur er á þriðju- dagskvöldum á Skjá einum og hefur nú þegar vakið viðbrögð áhorfenda. „Þar leggjum við áherslu á að kenna fólki að breyta um mataræði og hætta öllu bulli," svarar hún kok- hraust og heldur áfram: „Við Um- ahro höfum verið með námskeiðið 10 grunnreglur síðasta árið sem hafa verið mjög vinsæl. Það er góð byrjun að breyttum lífsstíl. Róm var ekki byggð á einu degi," útskýrir hún og brosir fallega og bætir við: „Það vom reglurnar heldur ekki." Sameinuð og ástfangin „Við tengjumst fýrst og fremst sterkum tilfinningaböndum," svar- ar Þorbjörg óhrædd við umræðu- efnið þegar spurt er um samband hennar og Umahro en það er áber- andi að þau em öflug heild í Heil og sæl-þáttunum á Skjá einum. „Emm búin að vera par í bráðum fjögur ár þannig að við erum enn í „honey moon"-fasanum. Og svo emm við kollegar og mjög góðir vinir. Annars mundi þetta nána samstarf ekki ganga upp. Við emm gott „team" því að við höfum hvort okkar kosti og reynslu sem sameinast í mjög góðri heild, eftir minni meiningu. Ég meina, ég er sú sem hefúr mestu reynsluna í að ráðleggja fólki í einstaklingsráð- gjöf, hef gert það í 15 ár bæði hér og f Danmörku. Ég hef reynslu af „al- vörufólki" sem er ómetanleg reynsla og viskubmnnurinn er stór í réynslusögum þess og hvernig mataræðið virkar í praksís. Ég læri mikið af þeim. Umahro er hugsuðurinn. Hann býr mest í heilanum á sjálfum sér og þar gerast hinir ótrúlegustu hlutir. Hann er mjög duglegur og það er varla sú rannsókn sem hann ekki þekkir," segir hún ánægð með elskuna sína og er áberandi orku- mikil og töfrandi. Góðráð eftir„sukkhelgi" „Ég held að ég mundi bytja á því að ráðleggja fólki að minnka sukkið um helgar svo að öll vikan fari ekki í að ná sér á strik lfkamlega, andlega og orkulega," svarar Þorbjörg að- spurð hvemig lesendur Lífsstíls geti hafið nýja viku og þá jafnvel eftir „sukkhelgi" í mataræði og sælgæt- isáti. Hún heldur einlæg áfram að svara: „En auðvitað bjóða helgar upp á að gera öðmvísi og þar á meðal að borða annað en við gerum hvers- dagslega. En það er ekki þar með sagt að það þurfi endilega að vera hamborgarar, pitsur, fleiri lítrar af gosi og fullar sælgætisskálar sem gerir þennan mismun," segir Þor- björg og heldur áfram: „Þvert á móti hafa flestir þörf á að hlaða rafhlöðumar eftir oft erf- iða og langa vinnuviku, þar sem kannski ekki alltaf hefur verið tími til að laga góðan og hollan og upp- byggjandi mat fyrir líkama og sál. Helgarnar em kjörið tækifæri til að nota betra hráefiú og gefa sér góðan eða allavega meiri og betri tíma í eldhúsinu, kannski þarf hjóna- bandið á því að halda að málin séu rædd á meðan verið er að matreiða r/VÍð tengjumst fyrst og fremst tilfinninga- böndum." T. NJOTTU LIFSINS með HéILBRIÍjÐUM LIFSSTIL Gaman að bjóða vinum í súpu GULRÓTARSÚPA MEÐ ENGIFER OG KÓKÓS „Fólkldagerað uppgvöta hversu ótrúlega góður matur súpur eru. Innihald þeirra og aðferðir hafa breyst svo mikið, “ segir Helga Mogensen og bætir við:„ Viðnotum ekkert hveiti, engan sykurog engin aukaefni." „Þessi guirótarsúpa er matarmikil," útskýrir Helga og hripar niður uppskriftina fyrir Ufsstll.„Það eræöislega gaman að búa til matarmikla súpu og bjóða vinum I mat og þá er gott að bera einnig fram til dæmis heimabakað speltbrauð og hummus." 5-6 stk. meðalstórar gulrætur 1/2 dl. engifer (rifinn) 1 stk. laukur '3 msk.sltrónusafi 1/2 dl. hvftvln 1/2 knippi ferskur kóriander 1 dós kókosmjólk 2 msk.gerlausgrænmetiskrafur 1/2-11. vatn (grænmetissoð) saltog nýmalaður svartur pipar Einfalt og hollt „Þetta er einfalt," segir hún og útskýriraf einlægni: „Gulræturnar og laukurinn er saxað smátt. Grænmetið er léttsteikt, þar til þaö er orðið meyrt I stórum potti. Þá er vatninu og grænmetiskraftinum (græn- metissoð) bætt útl og látið sjóða I ca. 15. mlnútur. Þá ætti grænmetið að vera oröið það meyrt I gegn að sprullari eða töfrasproti ætti að ráða við að fullmauka súpuna. Eftir að hún m ~ á* . hefur verið maukuð er hún bragðbætt með hvítvlni en það þarfekki, sítrónusafa og salti og pipar. Rifnum engifemum og kókosmjólkinni erslðan bættsaman við. Gott er að láta þetta malla við vægan hita I fimm mlnútur eftir að hafa verið bragðbætt. Ferskur rifínn kóriander er settur yfír rétt áður ensúpaner borin fram og varla þarfað nefna það að nýbakað heimalagað speltbrauð erþað eina sem þarfmeð réttinum," segir hún að lokum og kveður okkur með góðri kveðju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.