Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDACUR 6. MARS 2006 Fréttir DV Dæmdurfyrir að verja sig Brynjar Þór Ólafsson sem eitt sinn keppti í Herra íslandi hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi en fresta skal fullnustu refsingar ef hann heldur skilorð í þrjú ár. Brynjar var ákærð- ur fyrir að kýla mann hnefahöggi með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut marg- vr'sleg meiðsli er hann féll í jörðina við höggið. Brynjar sagði í viðtali við DV að hann hefði fengið far með tveimur mönnum sem hugðust síðan ræna hann og lemja en Brynjar varðist svo kröftuglega að annar maðurinn slasaðist með fyrrgreindum afleiðingum. Sendið tillögur Nú styttíst í Bjarta daga í Hafnarflrði en hátíðin er haldin á bjartasta tíma árs- ins, eða frá 1. til 10. júní. Menningar- og ferðamála- nefnd bæjarins hvetur nú alfa sem vilja gæða Hafriar- fjörð listum, lífi og leik á hátíðinni að senda inn hug- myndir og tiflögur að dag- skráratriðum. Þetta er í fjórða sinn sem Bjartír dag- ar eru haldnir og hafa verið vel sóttir af íbúum Hafnar- fjarðar jafnt sem íbúum annarra sveitarfélaga. Alfreð Gíslason landsliðs- þjálfari Patrekur Jóhannesson handboltakappi. „Mér lýst ótrúlega vel ú Alfreö sem landsliösþjólfara. Hann er einn besti þjálfari I heimi og viö erum mjög heppin aö hann hafi veriö á lausu. Þaö er grlöarlega erfitt verkefni framundan gegn Svlum. Ef einhver getur leyst þaö er þaö hann og ég heffulla trú á honum." Hann segir / Hún segir „Mér lýst mjög vel á þetta. Alfreö er mikill karakter. Hann hefur gert góöa hluti meö sitt lið og þaö er mjög gott fyrir landsliöiö aö fá hann. Ég held aö hann nái llka aö fá strák- ana til hafa trú á verkefninu gegn Svlum. Hann er svona „ winner'-karakter. “ Inga FríðaTryggvadóttir handboltakona. Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur óvænt ákveðið að láta af ráðherraemb- ætti sínu og hætta í pólitík. Siv Friðleifsdóttir kemur á ný inn í ríkisstjórnina og tek- ur við embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra en Jón Kristjánsson verður fé- lagsmálaráðherra. Afsögn Árna kom samflokksmönnum hans í opna skjöldu en þeir vissu af henni með dags fyrirvara. Árni Magnússon lét óvænt af embaétti félagsmálaráðherra um helgina og mun einnig segja af sér þingmennsku. Samflokks- menn hans á þingi fengu nær engan fyrirvara á ákvörðun Árna. Hann mun taka við starfi sem framkvæmdastjóri á alþjóðasviði íslandsbanka. Afsögn Áma Magnússonar úr embætti félagsmálaráðherra kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir framsóknarmenn í gærdag. Sam- flokksmenn hans á þingi vissu ekki af ákvörðun hans fyrir helgina og því aðeins dags fyrirvari á málinu hjá þeim. Árni mun jafnframt láta af þingmennsku og er hættur í stjórn- málum. Eftir þingflokksfundinn tjáði Árni fréttamönnum að per- sónulegar ástæður lægju að baki ákvörðunar hans. Samkvæmt heim- ildum DV mun hér einkum vera um að ræða mikil veikindi eiginkonu hans, Eddu B. Hákonardóttur. Ekki náðist tal af Árna í gærkvöldi. Sátt í flokknum Þingflokksfundur framsóknar- manna þar sem gengið var frá mál- inu hófst kl. 17 í gær og stóð í um 10 mínútur. Þar lagði Halldór Ásgrímsson for-á maður flokksinsj fram tillögu um j að Siv Friðleifs- , dóttir tæki við stöðu heil- brigðis- og tryggingamála- ráðherra en Jón' Kristjánsson yrði * Eftír þingflokksfund- liwt tjáðl Ámi frétta- mönnum ad persónu- legar ástædur lægju að bakt ákvörðun hans. félagsmálaráðherra í stað Árna. Var almenn sátt í þingflokknum um þessa tilhögun. Formlega mun gengið frá þessum breytingum á rík- isstjórninni á ríkisráðsfundi sem haldinn verður nú í vikunni. Eftir þingflokksfundinn kvaddi Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra Árna með þeim orðum að eftírsjá væri að honum enda hefði Ámi staðið sig með prýði í störfum sín- ' um. Arna mun haf , boðist starf sem framkvæmda- í stjóri á alþjóða- sviði íslands banka fyrir nokkrum dögum og varð það þess valdandi að hann ákvað að grípa tækifærið til að hætta í pólitík. Siv bjartsýn Siv Friðleifsdóttir segir að henni lítist mjög vel á þetta nýja verkefni sitt. „Heilbrigðis- og tryggingamáf eru mjög mikilvægur málaflokkur sem hefur áhrif á alla einstaklinga á landinu. Ég geng að þessu verkefni af auðmýkt og bjartsýni," segir Siv. „Ég tek við góðu búi af Jóni Krist- jánssyni. Við framsóknarmenn leggjum milda áherslu á að velferð- armálin hérlendis séu í sem bestu horfi og undirstaða þess er öflugt at- vinnulíf. Heilbrigðis- og trygginga- mál eru stærsti útgjaldaiiður ríkissjóðs og ég hlakka til _ að takast á við þennan málaflokk." Jón sáttur Jón Kristjánsson segir að hann sé sáttur við niðurstöðuna á þing- flokksfundinum. „Mér líst ágætlega á þetta nýja verkefni mitt og hlakka til að takast á við það,“ segir Jón Kristjánsson. „Ég hef áður setið í fjölmörgum ráðum og nefndum á vegum félags- málaráðuneytisins og er því nokkuð kunnur þar innandyra. Nú hef ég setið um fimm ára skeið sem heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra og það var kominn tími til að breyta til. Þetta ráðuneytí er með þeim erf- iðari en ég hef átt bæði góða tíma þar og skemmtilega.“ Jón Kristjáns- son „Þaö var kominn tlmi til aö breyta til." Árni Magnússon Af- sögn Árna kom eins og þruma úr heiðsklru lofti um helgina. Siv Friðlelfsdóttir „Eggeng aðþessu verkefni afauðmýkt og bjartsýni." Þremur bleikum demöntum til kynningar á Bleika pardusinum stolið aðfaranótt laugardags „Lögreglan telur að þetta hafi gerst aðfaranótt laugardags," segir Guðmundur Breiðfjörð, markaðs- stjóri Senu. í byrjun vikunnar lét Sena setja upp þrjá bleika gervidem- anta í helstu strætóskýli borgarinnar Guðmundur Breiðfjörð Fékk gervi- demantana senda að utan. til þess að kynna myndina Bleika pardusinn. Þeim var hins vegar öll- um rænt um helgina. Myndin var frumsýnd um helgina og fjallar einmitt um ránið á demantinum góða. „Við ákváðum að breyta til og í staðinn fyrir að setja upp þessi hefð- bundnu plaköt og gera þá eitthvað svona töff. Það var virkilega mikil vinna lögð í þetta verk og synd að þetta hafi ekki einu sinni fengið að lifa í viku," segir Guðmundur en demantarhir voru til sýnis í strætóskýlunum við Kringluna, Smáralind og Lækjartorg. Þegar kveikt var á ljósastaurum borgarinnar lýstust demantanir upp og var uppsetningin spennandi og glæsileg. „Lögreglan telur að þetta hafi verið skipulagt vegna þess að allir demantarnir hurfu á svipuðum tíma og vegsummerkin -voru svipuð á Bleiki pardusinn Stolið, alveg eins og I bló- myndinni. öllum þremur stöðunum," segir Guðmundur. Sena fékk demantana senda að utan og fékk fyrirtækið AFA til þess að setja þá upp í strætóskýl- unum. „Það er ljótt að segja það, en auð- vitað er þetta í anda myndarinnar. Það skiptir samt ekki máli og maður skilur bara ekki af hverju fólk gerir svona." asgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.