Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Side 29
DV Fréttír MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 29 Úr bloggheimum Fokk sjitt fokk „Ég er haldin leið- um ávana. Ég stunda hraðakstur. Ég veitekkertaf hverju. Svona er þetta bara. Gæti hugsanlega að ein- hverju leyti helgast af óstundvísi minni. Ennúer kominn tími til að iðrast og gera yfirbót. Ég var nefnilega tekin. Vegna radarmælinga á Reykjanes- veginum. Mjög almennilegir lögregluþjón- ar. Ég var á 115. Var reyndar nýbúin að taka fram úr manni sem silaðist áfram á rétt undir 80 (sem er náttúrulega fáranlegt þeg- ar það er heiðskirt, alveg þurrt og engin hálka). Allavega þá gátu lögregluþjónarnir ekki sagt mér hvað sektin væri há. Þeir gátu hinsvegar sagt mér að það væru 4 km vik- mörk. Sem þýðir að ég verð sektuð fyrir að vera á 111 km hraða á götu þar sem há- markshraðinn er 90. Það kemurekki i Ijós að þessi eini kllómetri kostar mig 10.000 krl!!! Ég á semsagt von á glaðningi I pósti. 20.000 kr sekt." http://helgabarn.blogspot.com/ Sólveig Helgadóttir GB „Piltarnir í MR stóðu sig að vonum vel á móti heldurslöku liðið FB. Lokastaðan I raun segir allt sem segja þarf: 26-5 fyrir MR. Ég er handviss um að öll önnur lið munu eiga i tals- verðum vandræðum með að standa upp í hárinu á MR þetta árið. Drengirnir eru ekki bara efnilegir heldur beinlfnis mjög góðir http://oddur.blogspot.com/ Oddur Ástráðsson Gamlir Dagar „Já, það var gam- an i gamla daga, vegna þess að það var litið eða réttara sagt ekkert raf- magn nema auð- vitað i eldingum en það er annað mál. An raf- magns er lifið svo miklu skemmtllegra en þegarþað er til staðar, ég fila t.d. ekki raf- magnsrakvélar, það er svo leiðinlegt hljóð i þeim að það er ekki normai, eða hvað. En hvað er svo sem normal i nútimasamfé- lagi?“ http://folk.is/heimspeki/ Brynjar Birgisson Norsk olía Nor- egur komst klakk- laust i gegnum þensluna sem fylgdi henni. I dag árið 1873 fórust 15 franskar skútur við suð- austurströndina og rak um 40 lík á land. Margir Frakkar voru jarðsettir á Stafafelli í Lóni. Fæoing Adams eft- ir Michelangelo Án efa eitt frægasta mál- verk heims. Vesturbæingurinn segir Tvöfaltsiðgæði Það benti mér snjall maður á merkilega staðreynd íyrir skömmu þegar ég sat yfir bjór og var að ræða Kompásþáttinn um bamaníðing- ana. Svo vildi nefnilega til, þrátt fyrir kjánaiega viðleitni til þess að rugla andlit mannanna, að auðvelt var fyrir þá sem til þeirra þekktu að bera kennsl á þá. Sú varð raunin með að minnsta kosti einn þeirra og komu fréttir um að þar hafi verið á ferð- inni starfsmaður hjá Nýsi og að honum hafi umsvifalaust verið sagt upp störfum. Eftir allt það sem á undan er gengið og nomaveiðar þær sem áttu sér stað í kringum sjálfsvíg kennar- ans á Vestfjörðum, þar sem NFS var í fararbroddi múgæsingarinnar, er vert að spyrja hvort mikill munur hafi verið á þessum fréttaflutningi. Það sem átti sér stað á NFS finnst mér jafnvel alvarlegra, ef á annaö borð á að hylma yfir bamaníðing- um. Þar var á ferðinni maður sem hvorki hefur verið kærður né dæmdur. Kennarinn hafði verið kærður af tveimur mönnum og fleiri vom að íhuga kærur. Annað og ennþá alvarlegra er að allir sem þekkja tíl einhverra starfs- manna hjá Nýsi á þessum tíma geta ekki annað en grunað þá um græsku. Því em alsaklausir menn dregnir inn í málið án þess að geta rönd við reist. í mínum huga velja NFS og stjómendur hennar siðareglur sínar eftír hentugleik. Eins og þegar þeir fluttu fréttir af sjálfsvígi kennarans er ljóst að þar h'ta menn svo á að fféttaflutningur DV hafi hreinlega rekið manninn úr í dauðann (en ekki samviska hans). Þetta er tvöfalt siðgæði af verstu gerð. 01» fP KompA Michelangelo fæðist Þennan dag árið 1475 fæddist ítalski listamaðurinn Michelang- elo di Lodovico Buonarroti Simoni, betur þekktur sem Michelangelo. Faðir hans og móðir voru af lít- illi aðalstign og var faðir hans dómari. Michelangelo fæddist nærri borgini Arezzo en fluttist til Flórens ásamt konu sinni þar sem faðir hans átti marmaranámu og lítið býli. Flest verk sín gerði Michelangelo fyrir kaþólsku kirkjunna, meðal annars risastytt- una af Davíð í Flórens, sem hann gerði milli 1501 og 1504, og mál- verk á lofti Sixtínsku kapellunar. Margar sögur hafa lengi gengið um Michelangelo, margir telja að hann hafi verið mjög hrokafullur maður og aldrei verið ánægur með sjálfan sig. Talið er víst að Michelangelo hafi verið hrifnari af körlum en konum og má lesa það úr ljóðum hans en sést á sama tíma að þessari tilfinningar hans, andlegur og líkamlegar, voru stór þáttur í streitu hans þar sem hann hafi talið að þessar tilfinningar væru rangar. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Velkomin/n til 21. aldarinnar Þór Jóhannesson horfði á Kompás um daginn Hreiöar skrífar: íslenskar sjónvarpsstöðvar eru algjörlega að missa sig í slappleika, sérstaklega varðandi sýningartíma sína á þáttum. 90 % af þeim sem ég þekki eru búnir að sjá meiri hlut- ann af þriðju þáttaröð af The O.C. Það sama gildir um aðra þætti á öðrum stöðvum eins og Lost, Pri- son Break, One Tree Hill, The Simpsons, Las Vegas, Nip/Tuck, Rome, 24, Aðþrengdar eiginkonur, Threshold, Family Guy og Americ- an Dad. Er fólkið á sjónvarpsstöðvunum ekki að skilja að það eru allir búnir niðurhala þessu fyrir löngu? Sjálfur geri ég það ekki og fer það svaka- lega illa í mig þegar fólk er að tala um þætti sem ég á eftir að sjá ein- faldlega vegna þess að ég er ekki með ADSL. Ég er kominn með leið á því og finnst mér þetta vera vanda- mál að sjónvarps- stöðvarnar eru ÚrO.C. Hreiðarerdauðþreytturáþví alltof lengi að byrja að sýna flesta fram- haldsþætti. að fslenskar sjónvarpsstöðvar sýni framhaldsþætti þegar allir íkringum hanneru löngu búnir að sjá þá. Innfæddir óánægðir Lesendur Ómar AÖalsteinsson skrifar frá Noregi: Noregur átti í mikilli þenslu í kringum olíuna á sínum tíma, þegar þeir voru að þróa borpallana og hefja vinnsluna. Til að sporna við eftirspumarlögmálinu flutti vinnu- veitendur inn fólk í þúsundum og skipti engu máli hvort það fékk vinnu svo lengi sem það skráði sig á vinnumiðlunina. Þarna myndaðist stór hópur sem lifði á ríki eða sveit- arfélögum (kommúna er það kallað í Noregi) og tilgangur þeirra var enginn annar en að ná upp at- vinnuleysisprósentunni. Þetta ástand blasir við ís- lensku þjóðinni bráðlega, það er að hinn almenni skattborgari er að borga laun þessa fólks sem hefur þann eina tilgang að sporna við eðlilegum launavexti á eft- irspurnartímum. Er þetta ekki lögreglumál eða stórt verkefni fyrir Samkeppnisstofnun. Verkalýðsfélöginn em gersamlega máttlaus og engu líkara enn að vinnuveitendaklíkurnar eigi allar fomstumennina þar. Ég man eftir orðum núver- andi seðlabankastjóra Dabba Odds í sjónvarps- fréttum í kringum 1995 þá forsætisráðherra, þar sem hann sagði að atvinnu- leysi milh 5% og 8% væri að hinu góða og nauð- synlegt fýrir at- vinnulífið í landinu! Eigum við ekki rétt á að heyra nánar um hvað hann áttí við með þessum orðum? Norð- menn em orðnir mjög sárir út í að þurfa að halda uppi fleiri þúsund fjölskyldum með erlendan uppmna og verða varir við það í sínum skattagreiðslum. Það er ekki þar með sagt að það óski fólkinu ekki velfamaðar, en þegar markmiðið er það eitt að halda niðri launum er það mjög skiljanlegt að innfæddir verði óánægðir. Þetta eru atriði sem þarf að skoða nánar nú á álþenslutímum á íslandi. Fegurðarsamkeppnir hluti þjóðfélagsins Ósk Norðfjörð er ein af keppend- um í Hawaiian Tropic-keppninni sem gengur út á að finna Bikini- módel ársins. Hún gefur þó sjálf lít- ið fyrir þá staðalímynd sem margir hafa af fegurðarkeppnum og þeim sem þar keppa. „Eg held að fegurðardýrkunin hafi löngum verið mikil," segir Ósk. „Keppnir eins og þessi em bara til að hafa gaman að þeim þótt ég geti alveg viðurkennt að það væri gaman að fara út í aðalkeppnina. Að mínu matí er lífsgæðakapphlaupið allt of mikið og standardinn mjög hár. Af- leiðing af því er að fullkomnunar- áráttan er orðin meiri, sérstaklega hjá unga fólkinu. Það eru margir að reyna að uppfylla óraunhæfar kröf- ur sem þjóðfélagið ýtir undir.“ Ósk telur enn fremur að gömul og góð gildi séu að ryðja sér til rúms í þjóðfélaginu og það sjáist vel í flutningum ungs fólks út á land. „Mér finnst að margt ungt fólk sé að leita í auknum mæli út á land til að losa sig við áreitið í borginni. Þótt ég hafi alist upp úti á landi þekki ég líka lífið í Reykjavík, enda bjó ég þar í sex ár. Ég valdi sjálf að búa úti á landi til að ala mín börn upp, enda er það tímaþjófur að búa í borg- inni," segir Ósk sem býr með syni sína þrjá á Dalvík. Hún telur að upp- eldi barna á landsbyggðinni bjóði upp á langtum fleiri kosti en þá að búa í borg, ekki bara þann að spara tíma. Sjálf ólst Ósk upp hjá afa sínum og ömmu og segir að það hafi vissu- lega sett sitt mark á líf hennar. „Ég ólst upp við að amma væri heima þegar ég kom heim úr skóla. „Heima fyrir er ég \ 00 prósent húsmóðir og vil hvergi annars staðar vera" Ég er þannig séð mótuð af þeirri hugsjón og finnst afskaplega eðlilegt að konan sé heima við og hugsi um börnin. Sjálf eignaðist ég mitt íyrsta barn nítján ára og var með það á hreinu að það var það sem ég vildi. Heima fyrir er ég 100 prósent hús- móðir og vil hvergi annars staðar vera. Það eru skiptar skoðanir á þessu, en ég sé líka fram á að um fertugt verð ég laus við barnastúss." Ósk er fædd á Húsavík og uppalin á fsafirði og Akureyri. Hún er dóttir þeirra Guðmundu Jónu Pétursdóttur og Þrastar Johnsen. Hún stundar nú nám af kappi og er meðal þátttakenda í Hawaiian Tropic keppninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.