Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 39
DV Síöast en ekki síst MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 39 Spurning dagsins Ertu sátt/ur við gjaldtöku á bílastæðum sjúkrahúsa? Betra á Akureyri „Nei, afhverju þarfmaðuryfirhöfuð að borga í stöðumæla. Klukkukerfið á Akureyri virkar bet- ur." Friðþjófur Orri Jóhannsson nemi „Það er gottefmaður fær bílastæði við sjúkrahúsin en ég er á móti þessu." Áslaug Ás- geirsdóttir David ráðgjafi „Nei ég er ekki sáttur viðþað." Sigurjón Kristinsson rennismiður „Ég veit það ekki. Þarf ekki bara að koma smá reynsla á þetta?" Kolbrá Braga- dóttir mynd- listarkona „Nei ég er ekki sáttur við það. Mér finnst að þessi stæði ættu að vera gjaldfrjáls." Ríkharður Magnússon eldri borgari Forsvarsmenn Landspítalans við Fossvog og Hringbraut hafa tekið upp á því að láta fólk greiða fyrir bílastæði sem eru nálægt inngöngum sjúkrahúsanna. Össur greinir fuglaflensu á Fréttablaðinu „Taiwanar reka und- arlega diplómasíu. Hér á landi hafa þeir skrítinn kall, Heimi Hannesson, sem er stöðugt að hafa samband við þingmenn og bjóða þeim til Taiwan, að sjálfsögðu ókeypis, og stundum með mökum þeirra líka. Mér finnst það orka tvímælis af þingmönnum að taka þessar ferðir, sem tengjast þing inu ekkert.“ Taiwanar kaupa sér stuðning „Vitaskuld er tilgang- ur Taiwana sá að kaupa sér með þessu stuðning íslenskra stjórnmálamanna, með það fyrir augum að þegar viðkomandi boðsgestir eru komnir til áhrifa, þá muni þeir sjá um að ísland viðurkenni full- veldi Taiwan. Þessa stundina eru þrir eða fjórir þingmenn í Taiwan, og í fyrra fóru fimm. Það er jafnan reynt að láta þessar ferðir fara lágt og ég minnist þess ekki að blöðin greini frá þeim. Stundum eru tvær þingmannaferðir til Taíw- an á ári. Mér hefur margsinnis verið boð- ið i slíkar ferðir. Ég hef alltaf af prinsippástæðum hafnað þeim. Ég er líka hættur að tala við Taiwanana þegar þeir koma, aðallega af því frekjan og yfirgangurinn í Heimi þessum er slíkur að það hentar lítt manni einsog mér.“ Lengsta blakk-át sögunnar „Mér kom því á óvart að lesa það í Fréttahlaðinu í dag að Jóhann Hauksson getur mín þar sem eins boðsfélaga, ásamt Tómasi Inga Olrich, núverandi sendi- iims herra í Frakklandi, frétt fyrir aldamót- in. Ég hlýt að hafa ver- ið í lengsta blakk- áti sögunnar meðan á ferðinni stóð. Ég man bara ekkert eftir henni. Staðreyndin er auðvitað sú, að þetta er tóm vitleysa hjá Jó- hanni og engin fótur fyrir þessu. Ég hef aldei komið til Taiwan og geri það varla úr þessu.Nú hefur hins vegar Jóhanni ábyggilega tekist að gera mig að per- sona non grata hjá Kinverj- unum, sem eru æfir út í alla sem fara til Taiwan. Ég vona hann leið- rétti þessa endem- is vitleysu svo ég þurfi ekki að skrifa pistil um að fuglaflensan á Blað- inu hafi smitast yfir í Frétta- blaðið." Jóhann lætur ljúga í sig „Eru þetta nýju vinnubrögðin á Fréttablaðinu eftir að fyrrverandi formað- ur Sjálfstæðisflokks- ins tók þar við rit- stjórn? Ekki hélt ég að gamall ritstjóri Þjóðviljans þyrfti að taka hann í tíma um það, hvern- ig eigi að tryggja að sann- leikurinn sé einkenni frétta í blaði hans. Það gerði < blaðamaður- inn ekki en hefur' þess í stað látið ljúga ’ sig fullan um þetta ( af einhverjum sem vildi kanski gera mér skrá- veifu.“ Össur Skarphéðinsson þingmaður skrifar á http://ossur.hexia.net/ Dr. Gunni reynir að hafa skoðun á ríkjandi álversstefnu. Allt er nú í massífri uppsveiflu. Línan er: Meira, meira. Fáum fleiri álver tÚ að fólk nenni að vera á landsbyggðinni. Búum til meira ál tii að búa til fleiri gosdoliur, bíla og flugvélar. Ég á að hafa eitilharða skoðun á þessu, samt kemur ekkert. VU ég álver og mengun og gott stuð í Smáralind eða hreina móa og mela og fólk sem kvartar yfir atvinnuleysi á landsbyggðinni? Ef ég styð áigeðveiki er ég þá ekki eins og óður kaupalki sem vUl blússandi góðæri þar tU ég drepst úr ofneyslu? Ekki nenni ég að vinna í álveri, svo mikið er víst. Stefnir einhver beinlínis að því í lífinu? Mamma, ég ætla að vinna í álveri þegar ég verð m stór og drekka mig svo alltaf útúr um helgar og lemja konuna mína af því i að þetta er svo leiðinleg vinna og þunglyndisleg. En er ég ekki ægUega vondur við alþýðu landsins ef ég segi svona, og það erlenda verkafólk sem mun vinna í álverksmiðjunum? Er þetta ekki snobb og rugl? Er vinna í álveri eitthvað verri en vinna í greiningardeUd eða á bókasafni? Ef ég vU bara einhvem þjóðgarð, er að spá í einhverjum fossum og yMaituna, ' .eg ætla ací * álveri rieg Verð stór all?Jf a ln*J^ svo n~itur um nelgar °g Jemja konuna ^una af bví að betta ^svoíeiðinllg a vinnaog þung- V lyndisleg“ gæsum, x hreint land - fagurt land og aUt það, er ég þá ekki falskur? Ég meina, það er ekki eins og ég leggi ekki mín lóð á vogarskálar góðærisins. Er ekki ál undir rassinum á mér þegar ég keyri um göturnar og flýg tU útíanda og er ekki ál í dósunum sem ég drekk úr? Þyrfti ég ekki að snúa baki við fyrra lífi, læra jóga og verða hálfgerður FjaUa-Eyvindur til að vera sannur í mótstöðu minni? Svona sveiflast ég og get ekki fest mig við eina skoðun. Ég skil alveg bæði sjónarmiðin; róttæka og menningarlega sjónarmiðið um náttúruparadís og samhljóm, og líka hitt; jarðbundna vinna-vinna-græða- meira til að halda uppi góðærinu-sjónarmiðið. Satt að segja líður mér dálítið Ula með að hafa ekki eina og hreina skoðun í þessu risamáli sem varðar að sögn framtíð landsins, ef ekki alheimsins. Að vera alltaf þessi skoðunarlitíi vinguU. Þá tíl hugarléttis rifja ég upp spakmæli eftir breska heimspekinginn Bertrand RusseU sem ég las einu sinni á síðunni hans EgUs Helgasonar: „Vandræðin í heiminum eru að heimskingjarnir eru vissir í sinni sök en hinir gáfuðu em fttílir af efasemdum." Dr. Gunni Viðtökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er 550 5090 SEFUR ALDREI 10.000.- kronur góða frett

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.