Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 Menning DV Ég þekki betur en ailt annað skjálftann sem fer um hjartað þegar það heyrir að afmenningur á ferli og sjálf smábörnin allt í kring tala þess eigið mál. iSigfus Daðascm, úr Hönduin og ordum.) w o Stelnn Steinarr Þóttist ekki vita hvað menning þýddi. Þegar Steinn Steinarr heyrði orðið menning notað (fyrsta sinn, þá áttaði hann sig ekki á merk- ingu þess. Svo sagði hann að minnsta kosti sjálfur. Hann sagðist hafa spurtfóstru sína sem svar- aði þvíað menning væri rímorð. Það merkti ekki neitt, en hefði verið búið til svo að skáldin ættu auð- veldara með að rfma á móti þrenn- ingunni. „Menning, þrenning og þar hefurðu það," hefur Steinn eft- ir fóstru sinni. Við þykjumst víst flest vita hvað menning þýðir. Hámenning og lágmenning og meira að segja sið- menning. Skepnurnar Á vafri m(nu um bókamarkaðinn ( Perlunni um helgina rak ég augun (bókina Blindu eftir José Sara- mago. Ég hrökk óþyrmilega við þv( að þessi bók hafði sterk áhrif á mig þegar ég las hana fyrir nokkrum árum. (bókinni segir af því að fólk verður skyndilega blint vegna ein- hvers ókennilegs sjúkdóms. Sjúk- dómurinn er smitandi og breiðist hratt út og því er reynt að ein- angra blindíngjana. Þeifn er komið fyrir á afskekktum stað þar sem enginn vill vita af þeim og enginn hugsar um þá - óttinn og hungrið Eftir helgina verður að grimmd og mjög fljót- lega verður þetta ímyndaða sam- félag viðskila við siðmenninguna. Þetta er svo vel gert hjá Saramago að maður trúir þv( umsvifalaust að við séum öll skepnur undir niðri. Þjóðfélagið lamast Ég á enga frystikistu. Mér hefur ekki fundist ég þurfa á henni að halda fyrr en því var slegið upp að fólki væri hollast að fara að hamstra mat vegna fuglaflensunn- ar. ÞJÓÐFÉLAGIÐ LAMAST! fullyrti einhver sem hefur vit á hlutunum, gott ef það var ekki Sigurður land- læknir. Ég sá fyrir mér blinda fólkið éta hvert annað og varð pínulítið brugðið. Annars hefur mér alltaf þótt huggulegri tilhugsun að fá að deyja með öðru fólki. Ég held nefnilega að einmanakenndin f dauðanum sé allra verst. Að vera einn að deyja í drifhvítu rúmi þeg- ar allir hinir lifa og leika sér.Ólíkt skemmtilegra að safnast til feðra sinna þegar það er almenn dauða- stemning í samfélaginu. Ég vona bara að við verðum ekki viðskila við siðmenninguna strax. Það er eins gott að kaupa sér veg- lega frystikistu. Byltingarkennt leikverk Nóbelsverðlaunahafa og uppreisnarkonu, Elfriede Jelinek, var frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins á föstudagskvöld. Efniviður- inn er kunnulegur: tilbúið glansland túrismans, virkjanir sem eru byggðar af er- lendum leiguþrælum og þjóð sem trúir bara tilnúnum lygavef um sjálfa sig. Eng- inn ráðherra mætti en Elísabet Brekkan fór á frumsýninguna Siðmenning í steypu 4 Eitt sinn fóru sex hlutverk á stjá í leit að höfundi sínum. Pirandello var höfundur að því verki þó svo að hlutverkin væru að leita að honum. í sýningu Þjóðleikhússins á Virkjun Elfride Jelinek sem frum- sýnt var á föstudagskvöldið skott- aðist hópur manna af stað í leit að innihaldi á því sem höfundurinn var að segja. í leikgerðinni er höf- undur gerður sýnilegur og hann beinlínis réttir hlutverkum sínum efni til þess að moða úr. Þetta efni varð að sögubrotum með mörgum skírskotunum til okkar veruleika þó svo að þetta hefði átt að gerast í Austurríki. Formleysi er form! Það er alltaf einhver höfundur og það er alltaf eitthvert form og það er alltaf einhver hugsun og það er alltaf einhver hugmynd og það er alltaf einhver vilji, þó svo að markmiðið sé að fela viljann, höf- undinn, formið, hugsunina og hugmyndirnar. Að leikgera textaflæði sem ekki er skrifað fyrir sérstakar persónur, sem eiga þó að koma textanum leikrænt á framfæri hljómar kannski svolítið furðulega í okkar fastmótuðu hlutverkaeyru. Þær textabunur sem flæddu yfir áhorfendur fengu aðstoð rennsli vatnsins í virkjuninni í vel út- formaðri virkjunarleikmynd og persónurnar sem voru heild eða massi urðu engu að síður nokkuð skýrt afmarkaðar þó allar væru þær því sama merki brenndar að koma textanum til skila í einhvers konar yfirleiknum stíl. Hér var um grafalvarlegan boð- skap að ræða, þó ekki væri beinlín- is boðskapur á ferðinni heldur undirstrikun á staðreyndum sem heyrast og sjást í fjölmiðlum. Ekk- ert er til, ekkert er staðreynd nema það sé sagt í beinni útsendingu einhvers staðar. Erum við til nema í fjölmiðl- um? Spumingin er, hvort við séum yfirleitt til, nema það sé staðfest í einhverjum fjölmiðli? Niðurstaðan er kannski að allir þurfa einhvers konar staðfestingu á vem sinni hér á jörð en staðfest- ingin verður að eiga sér stað í nú- tímavæðingunni og þess vegna falla Hans og Gráta (eins og hún hér er nefnd) Mjallhvít, Heiða og Pétur í gleymskunar bmnn eða Þjóðleikhúsið sýnir á Stóra sviði: Virkjunin eftir Elfride Jelinek. Þýðing á Das Werk: Hafliði Arngrímsson. Leikgerð: Maria Kristjánsdóttir.Leik- stjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Lýsing: Aðalsteinn Stefánsson. Sviðshreyfingar og dansar: Auður Bjarnadóttir. Tónlistar- stjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Söngtextar: Davið ÞórJóns- son. Búningar: Filippia I. Elísdóttir. Leikmynd: Sigurjón Jóhanns- son. Frumsýning 3. mars. ★ ★★★ ☆ Leiklist bara í einhverja ósmart mslafötu því þau em ekíd yflrborðsverur og verða aldrei hluti af hinum yfir- borðskennda fjölda sem einkennir múgmennsku nútímans, fyrr en þau em skmmskæld. Forkur í flæmi Þetta er mikið sjónarspil og hvað sem öðm líður verður ekki af Þórhildi Þorleifsdóttur skafið að hún er forkur í að fylla flæmið og einhvers staðar í öllu flæðinu var Fellini nálægur í félagi við þær fígúmr sem birtust við fjallið þar sem virkjunin var. Inni í þessu sama fjalli eða kannski öðm ijalli fómst fjöldi manna í þröngri skíða- lyftu bakvið plexigler og allt þetta vatn sem virkjað var reyndist óhæft til drykkjar fyrir nútímamanninn fyrr en búið var að bæta í það bragðefni. Inni í fjallinu bogmðu útlendingar sem fengnir vom til verksins gegnum alþjóðlega starfs- mannaleigu. Yfirmátastress í sólbekkja- hafaríi Einstök atriði voru þræl- skemmtileg með glettilegri nálgun eins og til að mynda sumar- leyfisparadísin sem einkenndist af yfirmátastressi af því að lifa alger- lega eftir forskriftum auglýsing- anna. Af og til bmstu allir í söng og það var í sjálfu sér ágætis hvfld, en um leið eins konar revíutrix. Þó hlutverk leikaranna hefðu hvorki upphaf né endi mæddi mik- ið á þeim og skiluðu þeir allir sem I Þórunn Lárusdótt- | ir í Virkjuninni „Mikið sjónarspil" I segir i dómnum iS ftí einn örhlutverkum sínum vel og hvort sem mönnum líkar það vel eða illa að láta alla nútímafirring- una frussast yfir sig í einni tveggja tíma gusu þá er hér um að ræða fléttuverk eða myndbrotasúpu sem skiptir máli en kemur líklega ein- hverjum áhorfendum í uppnám því móttökuverkfærum var ekki út- hlutað. Auðveldari fyrri hluti Fyrri hlutann var auðveldara að meðtaka, þar sem bæði marg- breytileikinn í atriðum og útfærsl- um einkenndist af meiri lita og - leikgleði, meðan í hinum síðari féllu aðstandendur í gryfju lang- lokunnar. Með búningum sínum skapaði Filippía I. Elísdóttir skrautlegar skopmyndir af fórnarlömbunum. Leikmyndin þjónaði einnig vel tilgangi sínum, var eins og sá steypuhlunkur sem stíflan skilur eftir sig í náttúrunni, með smart breytingarmöguleikum glitrandi vatns sem að lokum varð að textaflæði sem rann niður eftir steyptum veggnum. Líflaus þurs og móðir nátt- úra Þursinn sem líflaus sprettur fram á teikniborði verkfræðing- anna í algerri andstöðu við móður náttúru. Á heildina litið var þetta svolítið erfið sýning, en hver segir að leik- hús eigi að vera auðvelt? Vel unnið af þeim stöllum Mar- íu Kristjánsdóttur og Þórhildi Þor- leifsdóttur þó þær hefðu mátt beita skærum sínum af meiri hörku í seinni hluta verksins. Það var enginn ráðherra á þess- ari frumsýningu, og líklega heldur enginn álherra. En það ágæta fólk ætti nú að þramma í leikhúsið og spegla sig svolítið í þeim steypu- spegli sem þar er brugðið upp. Verkið er sum sé smokkftfllt af hroðalegum staðreyndum um at- hafnasemi, steypu á steypu ofan, stíflugerð, trylltan túrisma, tækjum til þess að teygja og toga ófull- komnar verur þannig að þær fylli út í mynstrið. Elísabet Brekkan Úr kirkjugarði Ólíktskemmtilegra að deyja með öðrum. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.