Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 Fréttir DV Með tæp 60 grömm Pétur Reynir Jó- hannesson er ákærður fyrir að haft á heim- ili sínu 56 grömm af amfetamíni, 53 amfetamíntöflur, lítilræði af kannabis, kókaíni og LSD. Mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn fimmtudag. Efnin fundust við húsleit heima hjá Pétri í október og desember á síðasta ári. Pét- ur játar að hafa haft efnin í sinni vörslu. Krafist er refs- ingar yflr Pétri og að lög- regla geri fflcniefnin upp- tæk. Brotist inn í Fiskbæ Laust eftir hádegi á laugardag barst Lögregl- unni í Keflavík tilkynning um innbrot í fiskbúðina Fiskbæ við Hringbraut í Keflavík. Þar hafði gluggi verið spenntur upp á bak- hlið hússins. Peningakass- inn í búðinni hafði verið brotinn upp og eyðilagður. Stolið var 4.000 krónum í seðlum. Lögreglan hafði afskipti af tveimur ungum drengjum á torfæruhjólum í Sandvík á Reykjanesi sem hún grunar um verknað- inn. Frá þessu var greint á vefVíkurfrétta. Ljóð unga fólksins Þöll, samstarfshópur um barnamenningu á bóka- söfnum stendur nú í fimmta sinn fyrir ljóða- keppni fyrir böm á aldrin- um 9-16 ára. Þátttakend- unum er skipt í tvo aldurs- hópa, 9-12 ára og 13-16 ára. Hver þátttakandi má senda inn þrjú ljóð. Þrjú bestu ljóðin í báðum flokk- um verða síðan verðlaun- uð. Verðlaunin verða í tengslum við alþjóðadag bókarinnar 23. aprfl næst- komandi. Vinningsljóðin verða svo gefin út á bók ásamt úrvali af öðmm ljóð- um. Skilafrestur er til 17. mars. Sólarhring eftir aö ungur karlmaöur var stunginn með eggvopni inni á skemmtistaö við Tryggvagötu var lögregla aftur kvödd til vegna stungu- árásar. Aftur við Tryggvagötu, skammt frá sama skemmtistað. Árásin var hrottaleg en árásarmaðurinn stakk fórnarlambið fimm sinnum og reyndi síðan að komast undan lögreglu á bíl. Stakk mann limm sinnum í bakið í hópslansmálnm ‘:'r 'Æ Klukkan var að ganga sex á sunnudagsmorgni þegar lögregl- an fékk hringingu frá nokkrum vegfarendum á mótum Tryggvagötu og Hafnarstrætis vegna hópslagsmála sem brot- ist höfðu út á skemmtistað. Tveir hópar slógust og enduðu átökin við Kaffi Reykjavík. Þar var karlmaður um tvítugt stunginn fimm sinnum í bakið. Slagsmálin em talin hafa byrjað á skemmtístað við Tryggvagötu. Að þeim komu tveir hópar. Lögreglan var kvödd á vettvang um klukkan hálf sex aðfaranótt sunnudags en þá hafði maðurinn þegar verið stunginn. Mikill æsingur Þegar lögreglan kom á staðinn voru átökin yfirstaðin. Mikill æs- ingur var í fólki á svæðinu og þeim sem áttu hlut að máli, enda margir hverjir þreyttir eftir mikla skemmtun. Vegfarendur hringdu á lögreglu og nokkrir þeirra stöðv- uðu lögreglubfl sem var á leið í Hafnarstrætið. Samkvæmt heim- ildum DV vissi fórnarlambið ekki að það hafði verið stungið fyrr en lögreglumenn bentu á það. Tveir stórir blóðblettir á baki mannsins sáust á hvítum bol hans. í kjölfarið var kallað á sjúkra- bfla og komu tveir aðvífandi með blá blikkandi ljós ásamt fleiri lög- reglubflum. Maðurinn var færður með hraði á Landspítala - há- skólasjúkrahús þar sem hann dvelur nú. Áverkar hans eru ekki Stunginn í portinu? Ekki liggur Ijóst fyrir hvar maðurinn varstunginn en stór hluti slagsmálanna fór fram I portinu á bak við Grillhúsið á Tryggvagötu. f I Fyrir dómara Meintur I hnífstungumaður var I færður fyrir héraðsdóm- j ara klukkan sex í gær. 1 Hann hylurandlitsitt I meðjakka lögreglu- I mannsins á myndinni. Vertinn á Gauknum Annar ungurmað- ur var stunginn á efri hæð skemmtistaðar- ins Gauks á Stöng, aðfaranótt laugardags. Fórnarlambið hlaut alvarlega áverka, meðal annars féll saman lunga. Sigurður Hólm á Gauknum harmar atvikið. Árásar- maðurinn er I gæsluvarðhaldi. eins alvarlegir og talið var í fyrstu. Keyrði í burtu Eftír að árásarmaðurinn hafði stungið fómarlambið fimm sinnum í bakið hljóp hann ásamt félögum sínum í burtu. Tveir þeirra voru teknir skammt frá vettvangi. Sá sem grunaður er um hnífstungumar hljóp að bíl sínum og keyrði á brott. Lögreglumenn náðu honum skömmu síðar. Hann var ekki ölvað- ur undir stýri en að sögn lögreglu liggur ekki ljóst fyrir hvort hann hafði neytt fíknieftia. Himi meinti árásarmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 10. mars. Hinum tveimur var sleppt úr haldi í gær að loknum yfirheyrslum. Á-fullu skriði Bjamþór Aðalsteinsson fer með „Það liggur bara vel á mér/'segir Gunnar Kvaran, fyrrverandi framkvæmdastjóri SÁÁ. „Ég erað taka dótið úr bílnum uppi i sumarbústað I Svínadal f Hvalfirði. Ég ætla að njóta þess að vera hér og lesa blöðin. Ég er hér með fjölskylduna, konuna og barna- börnin. Það liggur bara á að fara aö grilla. “ IÁ vettvangi Tveir 1 sjúkrabílarog fjöldi | lögreglubíla kom á I Tryggvagötuna eftir I árásina. Maðurinn var Ifluttur með hraði á | slysadeild LSH. Sá sem grunaöur er um hnífstungurnar hljóp að bíl sínum og keyrði á brott. Lögreglumenn náðu honum skömmu síðar. rannsókn málsins hjá Lögreglunni í Reykjavflc. Hann segir að rannsókn málsins sé á fúllu skriði. í vikunni munu lögreglumenn fara yfir upptök- ur úr myndbandsupptökuvélum sem staðsettar em við Kolaportíð og at- huga hvort einhver hlutí atburðarás- arinnar hafi náðst á myndband. Ef kemur til ákæm í málinu er lík- legt að hrufstungumaðurinn verði ákærður fyrir sérlega hættulega lflc- amsárás eða jafnvel tilraun til mann- dráps. Refsiramminn fyrir sérlega hættíflega lflcamsárás er sextán ára fangelsi og fyrir tilraun til manndráps ævilangt fangelsi. Dómar upp á sfðkastíð hljóða upp á allt að tveggja ára fangelsi fyrir fyrmelhda brotið og allt upp í firnm ár fyrir hið síðar- nefnda. gudmundur@dv.is „Menn fara vopnaðir í bæinn" Skýrsla um ofbeldisverk í miðbæ Reykjavíkur var unnin fyrir Lögregl- una í Reykjavík siðastliðið haust. I henni kemur fram að ofbeldi er hvað mest í og við Hafnarstræti og á Tryggvagötu þar sem mennirnir tveir voru stungnir um helgina. „Það má rekja þetta til þess að staðir á þessu svæði eru opnir lengur en aðrir. Á þessa staði sem eru opnir lengst er meira af útköllum," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá Lög- reglunni í Reykjavík. Hann bendir þó á að það séu gestirnir, ekki staðirnir, sem séu til trafala. Svona lagað gerist undir morgun, þegar fólk er orðið ringlað eftir langvarandi neyslu áfengis eða fíkniefna. „Það er gefið að hættan á ofbeldisverkum er meiri á þröngum svæðum og í húsasundum en á opnum svæðum." Hann segir vopnaburð Reykvíkinga hafa aukist síðustu ár. „Við sjáum sífellt grófari ofbeldisverk. Og það er að færast i aukana að menn fari vopn- aðir i miðbæinn," segir Geir Jón og bendir á að þeir sem hlut hafa átt að málum hafi borið það fyrir sig að þeir þyrftu að verja sig ef til átaka kæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.