Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 Sport D*V Reyndu að fá leiki við heim- smeistarana fslenska handboltalands- liðið spilar tvo undirbúings- leiki fyrir leik- ina við Svía í undankeppni heimsmeist- aramótsins. Leikirnir fara fram 6. og 8. júní á íslandi. „Við reyndum að fá leiki við heimsmeistara Spánverja en það tókst ekki. Við erum að undirbúa liðið fyrir að mæta 6:0 vöm og Danirnir em eitt besta liðið sem við gátum fengið til þess að undirbúa liðið fyrir Svíanna," sagði Einar Þorvarðarsón,fram- kvæmdastjóri HSÍ. Svíaleikurinn hluti af hátíð- ardaqskrá 17. juni HSÍ er að skoða það að seinni leikurinn við Svía í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi verði hluti af há- tíðardagskrá Þjóðhátíðar- dags íslands en leikurinn á að fara fram 17. eða 18. júní. Fyrri leikurinn fer fram í Globen í Stokkhólmi 10. eða 11. júní. Leikurinn fer hugs- anlega fram á bilunu fimm til átta að kvöldi 17. júní en HSÍ þarf ekki að vera búið að tilkynna leikstað og tíma fyrr en í apríl. Guðjón Valur frábær Fréttirnar af ráðningu Al- freðs Gíslason- ar fóm greini- lega vel í Guð- jón Val Sigurðs- son sem átti frábæran leik þegar þýska liðið Gummers- bach komst í undanúrslit í Evrópukeppni félagsliða í handbolta. Guðjón Valur skoraði 12 mörk í leiknum en fjögur marka hans komu af vítalínunni. Róbert Gunnarsson skoraði 2 mörk. Guðjón Valur skoraði mikil- væg mörk á lokakaflanum en Gummersbach fór áfram þótt að liðið tapaði þessum leik, 30-26 fyrir Bidasoa á Spáni. Gummersbach vann fyrri leikinn 35-26 og þar með samanlagt 61-56. Draumur Alfrefis aðtaka Svíanna Svíarnir fá ekkert gefið Alfreð Glslason er tekinn við sem landsliðsþjálfari ís- lands I handbolta. Starfslokasamningur Alfreðs Gíslasonar við Magdeburg er ástæðan fyrir því að Handknattleikssambands íslands gat samið við hann eða eins og hinn nýi landsliðsþjálfarinn orðaði það á blaða- mannafundi, „HSÍ hefði aldrei haft efni á að ráða mig annars.“ Þýska liðið mun því borga stærsta hluta launa hans með- an hann þjálfar íslenska landsliðið. Alfreð Gíslason er orðinn nýr landsliðsþjálfari fslands í hand- bolta og því fagna handboltaáhugamenn í hverju horni. Framundan eru umspilsleikir við Svía þar sem sæti á HM í Þýskalandi er undir. íslenska landsliðið spilar tvo vináttulands- leiki við Dani íyrir leikina gegn Svíum en Alfreð hefur aðeins viku til undirbúnings því þýska deildin klárast ekki fyrr en í byrjun jum. Alfreð mun hinsvegar hi búðum sem haldnar verða við 17. apríl næstkomandi. „Ég bý áfram úti en næsta hálfa árið þarf ég að vera mjög oft hérna heima bæði til þess að fýlgjast með deildinni hérna heima en einnig til þess að vinna með þjálfurum yngri landsliðanna. Ég þarf að vera með annan fótinn hérna og hinn fótinn úti. Það er líka kostur við að vera úti í Þýskalandi því stór hluti landsliðs- ins býr þar,‘‘ sagði Alfreð Gíslason nýráðinn landsliðsþjálfari á blaða- mannafundi sem HSÍ hélt um helg- ina í tilefni af ráðningu hans . Ekki búinn að ná sér í aðstoð- arþjálfara Alfreð ætlar að hafa aðstoðar- þjálfara með sér en þau mál hafa ekki verið kláruð. „Það á eftir að binda nokkra lausa enda áður en kemur að því,‘‘ segir Alfreð en marg- ir góðir menn hafa verið nehtdir til sögunnar sem aðstoðarmenn hans. Geir Sveinsson var strerklega orðað- ur við landsliðsþjálfarastöðuna og þá hafa menn séð mann eins og Dag Sigurðsson kjörinn í starfið. Þá má ekki gleyma tengslum Alfreðs við Guðmund Guðmundsson sinn gamla herbergisfélaga þegar þeir voru saman í landsliðinu á sínum tíma. Lán í óláni Alfreð fór í gegnum það á fundin- um hvernig kom að starfslokum hans hjá Magdeburg þar sem hann hefur þjálfaði liðið með frábærum árangri undanfarin sjö ár en hann var látinn fara frá liðinu í vetur: „Það var í raun lán í óláni að ég losnaði frá Magdeburg því í fyrsta sinn á ævinni þá hef ég tækifæri tO þess að taka við íslenska landsliðinu. Ég viðurkenni það alveg að ég var orðinn hundleið- ur að sitja fýrir framan sjónvarpið og hlusta á þjóðsönginn. Ég lít því á það sem ánægjulega þróun mála að geta tekið við íslenska landsliðinu," sagði fyrst liðið í heilu lagi í ænnga- bestu aðstæður í Þýskalandi 10. til Alfreð sem var fljótur að svara þegar hann var spurður út í hvernig pen- ingahlið samnings við HSÍ væri. „Ég gerði starfslokasamning við Mag- deburg ef ég hefði ekki gert það þá hefði HSÍ aldrei haft efni á að ráða mig. Mageburg borgar stóran hluta launa minna á þessum tíma en mis- muninn borgár HSÍ,“ sagði Alfreð í léttum tón. Draumur hjá Alfreð „Við vitum allir sem til þekkja í handboltanum að okkur bíður mjög erfitt verkefni gegn Svíunum en ég tel að það séu jafnir möguleikar hjá báðum liðum að komast áfram. Kannski hjálpar það okkur að eiga seinni leOdnn heima. Eins og ég lít á málið þá er þetta mjög áhugavert verkefni fyrir mig að komast í gegn- um Svíana og að ná að komast inn á Heimsmeistarakeppnina í Þýska- landi. Með því að ná því þá væri draumur að rætast hjá mér," segir Alfreð sem hefur nú þjálfað í þýska boltanum síðan árið 1997. Verður með iiðið út júní 2007 Alfreð verður með landsliðið út júní 2007 sama hvemig fer í um- spilsleOcjunum gegn Svíum. Sigur- vegarinn úr þeim tryggir sér sæti á HM í Þýskalandi en tapist einvígið við Svía þá þarf íslenska liðið að taka þátt í undanriðli tO þess að komast í umspOsleOdna fyrir Evrópumótið í Noregi 2008. „Ef aUt gengi á albesta veg þá væri frábært að geta verið áfram með liðið en þá þyrfti að fara í samningviðræður við Gummers- bach ef vOji beggja aðOa væri fyrir hendi. T0 þess að það gerðist þá þyrfti allt að hafa gengið upp með landsliðið," sagði Alfreð um hvað gerist eftir að þessi samningur renn- ur út en hann tekur eins og kunnugt er við starfi þjálfara Gummersbach sumarið 2007. ooj@dv.is Árangur síðustu fimm landsliðsþjálfara íslands í handbolta: Enginn með meira en 38% sigurhlutfall gegn Svíum í tOefni af því að Alfreð Gíslason er tekinn við handboltalandsliðinu og framundan em gríðarlega mikOvægir umspilsleikir gegn Svíum í júní þá er ekki úr vegi að skoða árangur síðustu landsliðs- þjálfára aðeins nánar. Enginn af síðustu fimm landsliðsþjálfurum íslands í handbolta hefur náð meira en 38% sigurhlutfalli í lands- leikjum gegn Svíum og í raun er Viggó Sigurðsson sá eini af þeim sem hefur náð meira en 20% sigur- hlutfaUi. Viggó stjómaði íslenska landsliðinu í fjórum leOcjum og varð fyrsti landsliðsþjálfarinn í tæp 17 ár tO þess að stjórna íslandi til sigurs gegn A-liði Svía en eini sig- urleOcur Islands undir stjórn Guð- mundar Guðmundssonar var ekki gegn sterkasta liði Svía. Alfreð Gíslason er fimmti landsliðsþjálfarinn f röð sem spO- aði í góðan tíma undir stjórn Pól- verjans Bogdans Kowalczyk ann- aðhvort með félagsliði eða lands- liðið. Bogdan þjálfaði íslenska landsliðið á ámnum 1983 tO 1990 eða átta síðustu ár Alfreðs Gísla- sonar f landsliðinu. Síðan að Bogd- an hætti hafa fjórir lærisveinar hans fengið að spreyta sig með landsliðið, fyrst Þorbergur Aðal- steinsson frá 1990-95, þá Þorbjöm Jensson frá 1995 tO 2001, Guð- mundur Guðmundsson þjálfaði landsliðið frá 2001-04 og nú síðast var Viggó Sigurðsson með liðið frá 2004 tO 2006. Hér fyrir neðan má sjá árangur þessara fimm lands- liðsþjálfara með fslenska landslið- ið, bæði f öOum leUcjum, leUcjum í undan- eða úrslitakeppni stór- móta og svo í leUcjum gegn Svíum. Bogdan Kowalczyk (1983- 1990) Leikir.227 Sigrar-Jafntefli-Töp: 110-20-97 Sigurhlutfall: 52,9% (4. sæti) Sigurhlutfall I keppni: 51,5% I 34 leikjum Sigurhlutfall gegn Svlum: 20% 115 leikjum Þorbergur Aðalsteinsson (1990-1995) Leikir: 143 Sigrar-Jafntefli-Töp: 78-18-49 SigurhlutfalkS9,4%(2. sæti) Sigurhlutfall I keppni: 56,9% 136 leikjum Sigurhlutfall gegn Svlum: 6,3% 18 leikjum Þorbjöm Jensson (1995-2001) Leikir: 124 Sigrar-Jafntefli-Töp:72-8-44 Sigurhlutfall:61,3% (1. sæti) Sigurhlutfall i keppni: 62,3% 153 leikjum Sigurhlutfall gegn Svlum: 0%l7leik]um Guðmundur Guðmundsson (2001-2004) Leikir: 93 Sigrar-Jafntefli-Töp: 42-10-41 Sigurhlutfall: 50,5% (6. sæti) Sigurhlutfall I keppni: 55,0% I 30 leikjum Sigurhlutfall gegn Svíum: 20% I 5 leikjum Viggó Sigurðsson (2004-2006) Leikir:41 Sigrar-Jafn tefli-Töp: 21-6-14 Sigurhlutfall: 58,5% (3. sæti) Sigurhlutfall / keppni: 53,8% I 13leikjum Sigurhlutfall gegn Svíum: 37,5% 14 leikjum | Unnu langþráðan sigur á I Svíum Viggó Sigurðsson er I eini landsliðsþjálfarinn slð- \ustu 17 ársem hefur stjórnað islenska landsliöinu tilsigurs gegn A-liði Svla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.