Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 31
Menning JJV MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 31 Leikmynd Gretars Reynissonar Geð- veikrahælið umbreytt semer úrgufubaði umbreytt úr veislu fyrirmenna á fjarlæg- um suðurströndum. Ævar Örn Jósepsson Les úrBlóðbergi annað kvöld. Baltasar Kormákur leikstjóri Péturs Gauts sem var íOpnunarsýning Kassans á laugardag, segist leggja út af verkinu á sinn hátt, þriöja sviðsetning Þjóðleik- hússins á Pétri Gaut er afar trú sýn skáldsins; veisla fyrir augaö, skemmti- leg, full af óvæntum leiðum í vinnslu og merkingartengslum - en umfram allt er hún sigur fyrir Henrik Ibsen. Þeir Baltasar og Gretar Reynis- son halda áfram að vinna með hvíta rýmið eins og þeir gerðu í Þetta er allt að koma. Sviðsetning þeirra brýtur ekki þá hefðbundnu brekku- sýningu sem orðin er fasti í reykvísk- um leikhúsum. Að því leitinu eru opnunarsýning Kassans vonbrigði. Hér er ekki tekist á við rýmið á nýjan máta , ekki frekar en tíðkast í Nýja sal Borgarleikhúss. Kassarýmin sem stóru leikhúsin hafa komið sér upp á síðasta áratug eru alla jafna notuð undir sýningar sem gætu allt eins verið á stóru gömlu sviðunum. En það gerir bara ekki til - þegar svona vel tekst til. Valinn hópur Samverkamenn í leikhópnum eru nokkrir þeir sömu og komu að Þetta er allt að koma: Ólafi'a Hrönn, Brynhildur og Edda. Við bætast leik- arar sem unnið hafa nýlega með Vesturporti: Ingvar, Ólafur Egill, Darri og Björn Hlynur, að ógleymdri Guðrúnu Gísladóttur. Þetta er fínn og jafn og flínkur leikhópur. Hann stekkur fýrirferðah'tið á milli hlut- verka, er alla jafaa skýr í allri mótun á nýrri þýðingu Karls Ágústs Úlfs- sonar sem er fín. Þá er Helga Stef- ánsdóttir ábyrg fyrir búningum. Ætlunarverkið, að taka langan texta Ibsen nýjum tökum, gengur eftir. Styrkur í nýsmíðinni eru ferskar aðkomur að senum sem eru býsna fastmótaðar í hefð. Pétur samtímans Hver er þá Gautur dagsins í dag? Lygasjúkur strákur, flagari og fylli- bytta. Maður sem vill ekki taka neina ábyrgð og gengur tröllunum á hönd en segist ekki gera það: „Tröll vertu sjálfu þér næst", segir í þýð- ingunni sem Einar Ben. þýddi á sín- Þjóðleikhúsið sýnir í Kassan- um: Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen. Þýðing: Karl Ágúst Úlfs- son. Leikstjóri og leikgerð: Baltasar Kormákur. Leikmynd: Gretar Reynisson. Búningar: Helga Stefansdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Hljóðmynd: Sigurður Bjóla og Ester Ás- geirsdóttir. Frumsýning í Kassanum 4. mars 2006. ★ ★★★★ Leiklist um tíma „Þursi ver sjálfum þér næg- ur". Og dauðinn slítur strenginn við móðurina leggst hann í útrás og ger- ist gallharður og siðlaus kapítalisti, brjálast og deyr - einn. Stórt skorið Baltasar og hans fólk klippir sög- una til, sker úr heilmikið, meira en tölu verður á komið á nema lagst verði í textarannsóknir: Stóri skurð- urinn er frá atriðinu á Marokkó- strönd til þess að Pétur snýr heim á hvítasunnukvöld og upprisa hans er í nánd. Það er harla erfltt að lesa Pét- ur Gaut án trúarlegra vísana. Á mannamáli þýðir það að fjórða þætti og stórum hluta fimmta er hent úr - eins og oft er gert. Textavalið skilar samt ekki skrikkjóttri sýningu. Þeir Balti brúa klippin fjári vel og gera samfellu úr. Hér vega saman myndvísi, hug- kvæmni I tengingum og skipulagt val á textum og nær á endanum markmiðinu að koma heilli sögu til skila. Lokaatriðið er I mótsagna- fullum anda við skáldið - holdið er Pétur Gautur hittir þá grænklæddu Björn Hlynurog Guðrún Snæfrlður Glsladóttir Pétur heimsækir Ásu í frystihúsið Brynhildur, Guðrún, Björn, Ólafía og Edda hey - Solveigu breytt I Maríumynd. Er leikstjórinn að vísa okkur í trúna? Gullvæg atriði Hér eru mörg gullin augnablik: myndhverfingar sem skjótast upp á örskotshraða en trúar sínu eðli: höll dofrans, brúðkaupið, selja- stúlkurnar sem vilja tæla Gaut. Hnappasmiðurinn sem er færður til upphafs verksins. Uppbrotið á strandsenunni sem leiðir beint yfir í geðveikrahælið og þaðan aftur í heimahaga. Og allt þetta gerist fyrir augum okkar fyrir tilstuðlan þénanlegrar leikmyndar, af festu sem er látlaus og tilger ð arlítil. Mörgum afburða snjöllum per- sónum er skotið fram: Ingvar á hér langa og óbrigðula rás af fi'num karakterum og hefur ekki verið betri í annan tíma. Ólafi'a Hrönn toppar sig hér enn í frábærum ham sem Ása og það undarlega gerist: sú kyrra mælskusena sem dauði Ásu er í texta verksins er hér túlkuð á afar hefðbundinn máta en skilar öllu og áhorfandinn situr eftir með tárin í augunum. Stórt og smátt Ólafur Egill og Darri eru báðir fi'nir í sínum smáu pörtum og stóru: Darri sem doffinn, Óli sem sá magri - hans ræða var afar sannfærandi þýdd og glæsilega flutt. Þá eru ótaldar þær Edda, Guðrún og Brynhildur sem eru alltaf fyrsta flokks listamenn á sviði. Og Bjöm Hlynur sem Gauturinn. Stundum þegar ég lokaði augum fannst mér Baltasar Kormákur vera að tala. Björn flytur texta sinn ekki mikið á móti brag. Hann hraðar sér oft full mikið svo mælskuflóðið tap- ast, en í líkamsbeitingu er hann hundrað og tíu prósent. Hann leikur partinn látlaust af miklum kraft, hef- ur ríka nærveru og stendur sem sá möndull sem allt þeytist um. Það er hraðinn og hugsunin í textanum sem er veikust í túlkun hans. En það hefur maður séð áður í þessu hlut- verki, Best gert Þetta er flott og fallega hugsuð sýning sem kemur öllum við sem vilja finna til og skilja hina stóm rómantísku hugsun skáldsins um afburðamann og athafnamann sem er holur við endamarkið. Hún er til marks um skýra höfundarsýn leik- stjóra og samverkamanna. Fullkom- lega útfærð af öllum aðstandendum og á skilið mikla og góða aðsókn því hér er Þjóðleikhús að sýna það sem það gerir best. Pdll Baldvin Baldvinsson Eftirskrift. í fínu hefti af Veggnum, tímariti Þjóðleikhússins, sem er komið út og helgað frumsýningum helgar- innar og í leikskrá hefur gleymst að Lárus Pálsson flutti einn á sviði stóra parta afPétri Gaut á árunum eftir stríð. Meðal annars íAustur- bæjarbfó og á langri leikför um landið. ÍVeggnum erminnst á rómaða sviðsetningu Roberts Wilson á Pétri Gaut sem frumsýnd var í Osló fyrir ári. Ekki það varði menn - en sviðsetning Baltasars og kó stenst að öllu leiti samanburð við hana og væri verðugt framlag á er- lendum vettvangi fyrir íslenska leiklist. Fyrirfólkíleit að blóði Glæpasagnahöfundurinn snjalli, Ævar Örn Jósepsson, ætlar að lesa upp úr Blóðbergi, nýjustu sögu sinni.á Skáldaspírukvöldi í Iðu ann- að kvöld. Sem kunnungt er, þá er sögusvið Blóðbergs á Kárahnjúk- um, þar sem hræðilegir atburðir gerast og lögreglulið að sunnan er kvatt austur til þess að rannsaka málin. I tilkynningu segir að Blóð- berg sé samfélagsádeila með glæp- samlegu ívafi, sem lofar góðu fyrir hugsandi fólk í leit að blóði. Um- ræður verða um bókina og skáldið að upplestri loknum eins og venju- lega og gefst þar gott tækifæri til að kynnast höfundinum betur. Skáldaspírukvöldið er númer 56 ( röðinni og hefst gamanið kl. 20. Skipuleggjandi kvöldsins er sem fyrr, sjósundkappinn og útgefand- inn Benedikt S. Lafleur. Aðgangur er ókeypis og 20% afsláttur verður á bókum Lafleur útgáfunnar og höf- undar þetta kvöld. I Einar Th. Guðmundsson Syngur I óstarsöngva ásamt konu sinni. Hjón syngja mansöngva Á morgun (hádeginu ætla hjónin Einar Th. Guðmundsson, baritón, og Katharina Th. Guðmundsson, sópran, ásamt Kurt Kopecky á píanó að flytja ástardúetta og man- j söngvaífslenskuóperunni.Meðal þess sem þau flytja eru söngvar úr Don Giovanni,Cosi fan tutte og Brúðkaupi Fígarós. Einar er fastráð- inn við Volksoper (Vínarborg og búa þau hjónin þar,en nú eru þau stödd hér á landi vegna þess að : Einar syngur hlutverk Alidoro í Öskubusku sem er á fjölum Óper- unnar um þessar mundir. Tónleik- j arnir heljast kl. 12.15 og standa yfir í fjörutlu mfnútur. Hægt er að kaupa sér snarl á staðnum. | Kvenspæjarinn vinsæll j Fimmta bókin um kvenspæjarann Precious Ramotswe í Botsvana í Afr- íku kom út hjá Máli og menningu nú á dögunum. Þessi vinsæla bóka- ; sería um kvenspæjarann knáa hefur fengið frábæra dóma og er orðin ein sú alvinsælasta sem út hefur komið á (slandi. Ríflega 20 þúsund eintök af seríunni hafa selst síðan fyrsta bókin kom út árið 2004. Höfundurinn, Alexander McCall Smith, er Skoti sem búsettur var í Afrtku og þekkir því aðstæður þar vel. I tilkynningu frá Máli og menn- ingu segir að honum þyki„takast fá- dæma vel að flétta saman spenn- andi atburðarás og húmor um leið og hann dregur upp sannfærandi og hugstæða mynd af daglegu lífi I Afrfku. Lesendur bókanna eru sam- mála um að í þeim sé að finna sér- stæðan tón sem gefur þeim hugljúf- an og mannlegan blæ. Aðdáenda- hópur Kvenspæjarastofunnar er breiður og samanstendur affólki af báðum kynj- ** f um,á öllum aldri og ( mismunandi stöðum í þjóðfélaginu." Alexander McCall Smith Höfundur bókanna um kvenspæjarann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.