Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 15
DV Fréttir MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 15 Ayman al-Zawahri, hægri hönd Osama bin Laden, hvetur alla múslima til að sniðganga danskar vörur vegna skopteik- ninga Jótlandspóstsins af Múhameð spámanni. Þetta kom fram í nýju myndbandi sem sjónvarpsstöðin A1 Jazeera sýndi um helgina. AIKaída blandar sér í skopmyndamáliö Ayman al-Zawahri, hægri hönd Osama bin Laden og næstráðandi í hryðjuverkasamtökunum al-Kaída, hefur hvatt alla múslima til að snið- ganga danskar vörur og allt sem danskt er vegna skopteikninga Jót- landspóstsins. Þetta kom fram í nýrri myndbandsupptöku með hon- um sem sjónvarpsstöðin A1 Jazeera sýndi um helgina. í upptökunni hvetur hann múslima til að snið- ganga vörur frá öllum löndum þar sem skopterkingarnar hafa verið sýndar. „Það er skylda okkar að taka þátt í að sniðganga vörur og koma þannig við efnahag Danmerkur, Noregs, Frakklands, Þýskalands og allra þeirra landa sem taka þátt í þessari krossför gegn múhameðs- trúnni," segir al-Zawahri meðal annars í myndbandinu. Líkt við trúarbragðastríð Al-Zawahri segir skopteikningar Jótlandspóstsins bandarískt leidda krossferð og líkir henni við trúar- bragðastríð. „Þetta er dæmi um hatrið frá lcrossförinni sem Banda- ríkjamenn leiða og hefur í för með sér síendurteknar móðganir í garð spámannsins. Megi friður vera með honum," segir al-Zawahri. „Þeir gera þetta með vilja og án þess að biðjast afsökunar." Tekin af heimasíðu í frétt Ekstra Bladet um málið kemur fram að upptökuna sé að finna á heimasíðu sem múslimskir öfgamenn nota oft til að koma boð- skap sínum á framfæri. Samkvæmt frásögn A1 Jazeera var myndbands- upptökunni komið í þeirra hendur af „persónu" en að öðru leyti vill stöðin ekki tjá sig um tilurð hennar. Auk al-Zawahri er að finna aðra rödd á myndbandinu þar sem hvatt er til nýrra árása á Vesturlönd í stíl við þær sem urðu í New York, Madrid og London. Réttarhöldin yfir John Gotti jr. halda áfram Frænkan eins og klippt út úr Soprano-þætti Réttarhöldin yfir John Gotti jr., syni hins alræmda mafíuforingja Johns Gotti, halda áfram í New York en hann er sakaður um ýmiss konar skipulagða glæpastarfsemi. Fjöl- miðlar í borginni hafa í auknum mæli fjallað um það sem þeir kalla „ofurgellurnar" í Gotti-fjölskyldunni sem kallaðar hafa verið til vitnis í réttarhöldunum. Sú nýjasta er Vict- oria Gotti Albano, 18 ára háskóla- mær og barnabarn Johns Gotti, en New York Daily News segir hana eins og klippta út úr Soprano-þætti. Hún er næstum tvífari Meadows, dóttur Tonys Soprano í þáttunum. Áður hefur blaðið lfkt systur Johns Gotti jr., sem einnig heitir Victoria, við Playboy-fyrirsætu. Að sögn blaðsins hefur háskóla- mærin bæði fegurð og gáfur til að bera. „Hún ætlar sér að verða lög- maður," segir Victoria amma henn- Victoria Gotti Systir sakborningsins og hef- ur verið likt við Playboy-fyrirsætu. ar en það er einnig draumur Mead- ows í Soprano-þáttunum. Victoria Albano skammst sín síð- ur en svo fyrir að vera barnabarn Johns Gotti. Hún mætti til réttar- haldanna með „prinsessu“-hálsmen John Gotti „Ég telJohn Gotti vera stórkost- legasta mann sem nokkru sinni hefur lifað. “ úr demöntum sem mun vera gjöf frá afanum. Og-er hún ræddi við frétta- menn eftir vitnisburð sinn sagði hún einfaldlega: „Ég tel John Gotti vera stórkosflegasta iipann sem nokkru sinni hefur lifað." Og lélegasta myndin er... Dirty Love Fern Razzie-verðlaun Kvöldið fyrir óskarsverð- launin er haldin Razzie-há- tíðin í Hollywood þar sem lélegustu myndir og leikar- ar ársins fá verðlaun. Það er óhætt að segja að Playboy- pían fyrrverandi Jenny McCarthy hafi komið, séð og sigrað í ár. Mynd hennar Dirty Love hlaut fjórar af tíu Razzie-stytt- um, þar á meðal sem versta mynd ársins. Jenny skrif- aði handritið og lék aðalhlutverkið en fyrr- Jenny McCarthy Kom, sá og sigraði á Razzie-verð- launahátiðinni. verandi eiginmaður hennar, John Ashner, Jeikstýrði. Hún lék ljósmyndara, sem reyndi að hefna sín fyrir framhjáhald kærastans. Myndin komst aldrei í almennilega dreifingu eftir að gagnrýnendur hökk- uðu hana í sig. Af öðrum verðlaunahöfum má nefna Rob Schneider fyrir Deuce Bigalow - Europian Gigolo og Paris Hilton fyrir aukahlutverk í House of Wax. Tom Cruise og Katie Holmes hlutu sérstök verðlaun sem „Þreyttasta skotmark slúður- blaðanna". PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA í 25 ÁR • GELNEGLUR * LITUN OG PLOKKUN • HANDSN YRTING • BRÚNKUMEÐFERÐIR • FÓTSN YRTING • HÚÐSLÍPUN • VAXMEÐFERÐIR • SÝRUMEÐFERÐIR • ANDLITSBÖÐ SNYRTIST OFAN SDLon rit_æ LAUGAVEGI 66 • SÍMAPANTANIR: 552 2460 Hárvörur fyrir rautt Vertu eftirminni LANOVÉLAR Smiðiuvogur 66 - 200 Sökiaðili Akureyrl Slml 461 2288 STRAUMRÁS Furuvellir 3 - 600 Akureyri ..kúlulegur ..keflalegur ..veltilegur ..rúllulegur ..flangslegur ..búkkalegur I i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.