Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006
Fréttir DV
Snarpur
jarðskjálfti
Snarpur jarðskjálfti, 4,6
á Richter að stærð, fannst
víða á höfuðborgarsvæðinu
um hálfþrjú í gær. Upptök
skjálftans voru suðaustan
við Kleifarvatn. Skjálftinn
fannst einnig á Akranesi og
í Borgarfirði. Gunnar B.
Guðmundsson hjá Veður-
stofu fslands segir að
spenna á flekaskilum Evr-
ópu og Amerfku sé orsök
skjálftans. Um hálffimm-
leytið í gærdag höfðu 30
eftirskjálftar mælst, allir á
bilinu 1,5-2,5 að stærð. Að-
spurður hvort skjálftinn sé
fyrirboði um eitthvað meira
segir Gunnar mestar líkur á
því að þetta fjari út.
VÍStryggir
ríkisbíla
VÍS og Rfldskaup gerðu í
gær samning um að VÍS
annaðist lögbundnar trygg-
ingar ökutækja í eigu ríkis-
ins frá og með 1. mars 2006.
Bflatryggingar íslenska rík-
isins voru boðnar út á Evr-
ópska efnahagssvæðinu fyrr
í vetur og átti VÍS lægsta til-
boðið. Samningurinn tekur
til um 1.250 rfldsbfla og er
stærsti einstaki trygginga-
samningur fyrir ökutæki á
íslenskum tryggingamark-
aði. Bflarnir eru í rekstri hjá
á annað hundrað stofnun-
um, fyrirtækjum og emb-
ættum rfldsins.
Tók út á
reikning Olís
Sigurjón Ingi Gíslason
hefur verið ákærður fyrir
margvísleg fjársvik og
umferðarlagabrot í Héraðs-
dómi Suðurlands á mánu-
dag. Honum er gefið að sök
að hafa svikð fé út úr versl-
uninni Olís hf. með því að
skrifa vörur á reikning
ístaks.' Einnig er honum
gefið að sök að hafa ekið
vörubifreið sem bar of
mikinn þunga á pallinum.
Krafist er að hann verði
sviptur ökuréttindum og
greiði sekt upp á 64 þúsund
krónur.
Fjölskylda Árna Magnússonar félagsmálaráöherra er ánægð með ákvörðun hans
um að hætta í pólitík. Ekki síst faðir hans, Magnús Bjarnfreðsson, sem var heimil-
isvinur flestra íslendinga á upphafsárum íslenska sjónvarpsins.
Árni Magnússon með
foreldrum sínum
Magnús Bjarnfreðsson
er mjög ánægðurmeð
þá ákvörðun sonarslns
að hætta I pólitík.
imnum að fara i politik
„Eg vissi afþessu
áðuren klukkan sló
en ekki þannig að
Ámi hafi sérstaklega
leitað ráða hjá mér.
Enéger ánægður.
Það get ég sagt."
Almenn ánægja ríkir í fjölskyldu Arna Magnússonar félagsmála-
ráðherra með þá ákvörðun hans að hætta afskiptum af stjórn-
málum. Ekki síst hjá föður hans, sjónvarpsmanninum lands-
þekkta Magnúsi Bjarnfreðssyni:
„Mér líst ljómandi vel á að strákur-
inn sé að hætta. Ég hef aldrei ráðlagt
sonum mínum að fara í pólitík," segir
Magnús sem var kátur á heimili sínu í
Kópavogi í gær. „Ég vissi af þessu áður
en klukkan sló en ekki þannig að Ámi
hafi sérstaklega leitað ráða hjá mér.
En ég er ánægður. Það get ég sagt,"
segir Magnús sem sjálfur var heimilis-
vinur allra íslendinga á upphafsárum
íslenska sjónvarpsins. Þá las Magnús
kvöldfréttimar oftar en aðrir og féll
djúp rödd hans í sérlega góðan jarð-
veg hjá landsmönnum. Þá djúpu rödd
erfði Ámi sonur hans og átti að lfldnd-
um ekki minnstan þátt í velgengni
hans í stjómmálum.
Hinn sonurinn
Þrátt fyrir ráðleggingar Magnúsar
Bjarnfreðssonar til sona sinna breytir
það því ekki að enn á Magnús einn
son í pólitík. Það er Páll Magnússon,
sem nú starfar sem aðstoðarmaður
Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráð-
Páll Magnússon Enn Ipólitlk þrátt fyrir
ráðleggingar föður sins um annað. Hér með
Guðjóni Ólafi Jónssyni lögmanni sem tekur
sæti Árna Magnússonar á Alþingi.
herra, og ætlar sér ekki minni hluti í
stjómmálum en Ámi bróðir hans hef-
ur þegar áorkað. Enda Páll yngri.
Ekki uppreisn
„Nei, ég held ekki að stjómmála-
þátttaka sona minna hafi verið ein-
hver uppreisn gegn mér. Árni hefur
lýst því einhvers staðar hversu áhuga-
lítill hann var um pólitflc framan af. En
svo breyttist þetta," segir Magnús sem
telur eins og aðrir að veikindi tengda-
dótmr hans og eiginkonu Árna hafi
Gamlar sjónvarpsstjörnur Trausti Jónsson veðurfræðingur, Bogi Agústsson, Markús Örn
Antonsson og Magnús Bjarnfreðsson Isjónvarpssal. Myndin er tekin á 25 ára afmæli Ríkissjón-
varpsins þegar þessar gömlu kempur komu saman á ný til að lesa fréttir.
ráðið mestuum ákvörðun sonar hans
að hætta í pólitík: „Þó ekki öllu. Það
em samverkandi þættir sem valda
þessu," segir hann.
Lyf fyrir lífstíð
Edda B. Hákonardóttir, eiginkona
Áma Magnússonar, hefur átt við sjúk-
dóm í meltingarfærum að stríða sem
verður ekki læknaður. Hins vegar má
halda sjúkdómnum niðri með lyfja-
gjöf sem aldrei má linna.
Ámi Magnússon og Edda eigin-
kona hans höfðu í hyggju að flytja úr
Hveragerði, þar sem þau hafa verið
búsett um árabil, og flytja í Grafarvog
en af því varð ekki vegna veikinda
Eddu. Ekki er þó ólfldegt að þau láti nú
slag standa þegar Ámi tekur við nýju
starfi í íslandsbanka.
Áhugaleysi um krónprins
Magnús Bjamfreðsson vill ekki spá
í hver verði nýr krónprins Framsókn-
arflokksins nú þegarÁmi er á braut:
„Eiginlega hef ég takmarkaðan
áhuga á því," segir Magnús Bjam-
freðsson, sáttur við síðustu vendingar
í innanhúsmálum Framsóknarflokks-
ins.
Segðu það frekar með blómum
Nú um nokkurt skeið hefur Svart-
höfði átt í ástarsambandi við kon-
una sem býr í sama húsi og hann.
Það væri lygi að segja að Svarthöfði
sé rómantískasti maður í heimi en
stundum færir hann þó konunni
sinni afskorin blóm úr Hveragerði.
Þetta finnst Svarthöfða vera alveg
nóg af slíku hjali.
Sumir láta sér ekki nægja að segja
það með blómum heldur þurfa að
útmála hug sinn með alls konar
öðruvísi táknum. Menn bresta til
dæmis í söng í veislum á stórafmæl-
um; falla jafnvel á bæði hnén með í
einhverjum allsherjar gígantískum
i
Svarthöfði
Titanic-óperusöng. Þannig er Svart-
höfði ekki.
Enn öðrum dugar ekki að ropa út
úr sér ástarjátningum á tyllidögum
heldur þurfa að ítreka tÚfinningar
sínar nánast í sífellu. Þetta sést í
Hagkaupum og Nóatúni svo dæmi
sé nefnt. Þar rekur Svarthöfði gjarn-
an inn höfuðið til að kaupa eitthvað
í gogginn. Nú hin síðari ár er það al-
gengt að fólk gengur þar um með
farsíma við eyrað um alla ganga
fjasandi og masandi út í eitt við ein-
Hvernig hefur þú það?
„Þetta er ansi erfitt," segir Sonja Haraldsdóttir sem verið hefur I hungurverkfalli í þrjá
mánuði og tíu daga til að mótmæla bágum kjörum öryrkja og ellilífeyrisþega.„Ég er
núna búin að missa rúm 25 kíló. Var reyndar 40 kíióum yfir kjörþyngd þegar ég byrjaði.
Heilsan er svona og svona. Fæ mér stundum ávaxtasafa og grænmetissafa. Annars er ég
bara að bíða eftirsvörum við bréfum sem ég hefsent út af hungurverkfallinu mínu."
hvern sem bíður heima og stjórnar
innkaupunum. Og endar samtalið á
einhverju eins og: Ég elska þig!
Það getur verið svolítið skrítið að
vera einn á klósettpappírganginum
með einhverjum sem er í tilhugalífi
við gemsann sinn. Versta dæmið er
kannski konan sem Svarthöfði sá
um daginn í Bónus og var að kaupa
banana með annarri hendinni og
tala við einhvern sér afar nákominn
í símann með hinni. Sú saga á ekki
erindi við almenning.
Vítin til að varast eru sem sagt
mörg í þessum ástar- og kynlífs-
bransa. Heppilegast er auðvitað að
vera alls ekkert að tala neitt um svo-
leiðis við einn eða neinn. En auðvit-
að er þó í lagi að hvísla einhverju
notalegu að fólki svona undir íjögur
augu. Það má jafnvel gera í síma sé
fólk ekki statt í stórmarkaði eða á
miðri Ibsen-sýningu á Litla-sviðinu.
Sumir ganga kannski svo langt að
senda ástargælur með sms en þá er
strax komið út á hála braut. Það er
eins og að tala í gamla sveitasímann.
Þið munið hann Beckham greyið.
Og hvað sem þið gerið:
Ekki senda tölvupóst!
Svarthöfði