Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 Fréttir DV Framgangurí ferðaþjónustu Gistinóttum á hótelum í janúar fjölgaði frá íyrra ári um 4.600; í 40.600 úr 36.000 sem er 13 pró- senta aukning. Þetta kom fram í ff étt Hag- stofunnar í gærmorgun. Fjölgun gistinátta var bæði vegna íslendinga og útlendinga, þó var fjölgun gistinátta íslendinga öllu meiri, eða um 23 prósent, og útlendinga 9 prósent. Á höf- uðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um 8,5 prósent og fjöldi gistinátta fór úr 28.900 í 31.300. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema Suðurlandi, þar dróst fjöldi gistinátta saman um 17 prósent. Greining ís- landsbanka segir frá. Fjöldi ökuníð- m9a Lögreglan í Hafnarfirði hélt áfram hertu umferð- areftirliti í síð- ustu viku en það hefur bor- ið þó nokkurn árangur. Lögreglumenn höfðu af- skipti af 80 ökumönnum vegna umferðarlagabrota og þar af 62 vegna hrað- aksturs. Fjórir voru einnig grunaðir um ölvunarakstur. Miðað við fjölda ökuníð- inga telst það ótrúlegt að aðeins fimm umferðar- óhöpp hafi verið tilkynnt til lögreglunnar en þau voru öll slysalaus. Óskars- verðlaunin Ragnar Bragason kvikmyndagerðarmaður. „Mér fannst óskarsverðlaunin hlægileg. Crash er versta myndin sem hefur verið verð- launuð fyrir„Besta myndin" fyrr og síðar. Þetta er bara grín og dálítið lýsandi fyrir stöðu ameriskrar kvikmyndagerðar. Brokeback Mountain eða hvað sem er afhinu hefði mátt vinna þennan flokk. Myndin er tiltölulega illa gerö og er ekkert nema boðskapur- inn sem troðið er ofan I kok á þér. Ég trúöi þessu ekki þegar ég heyrði þetta i morgun." Hann segir / Hún segir „Mér fannst óskarsverðlaunin svolítið ófyrirsjáanleg í ár sem var mjög skemmtilegt. Verð- launin dreifðust á mjög marg- ar kvikmyndir og það fannst mér jákvætt. Það voru margar sterkar myndir, pólitlskar myndir og jaöarmyndir. Þetta var ekki svona „Titanic fékk ell- efu verðlaun"ár svo það var skemmtilegt. Það kom á óvart aö Crash hefði unnið. Eftir að Ang Lee sigraði, þá hélt ég að Brokeback Mountain myndi taka„Bestu myndina"." Maríanna Clara Lúthersdóttir leikkona. Þingmennirnir fjórir sem nú eru staddir á Taívan eru Arnbjörg Sveinsdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Bjarni Benediktsson og Kristinn H. Gunnarsson Tvö þeirra voru skráð með leyfi á íjarveruskrá Alþingis í gær en tvö voru aðeins skráð fjar- verandi fyrir þingfundinn síðdegis. Samkvæmt reglum Alþingis ber þingmönnum að sækja um leyfi ef þeir fara erlendis. í einkaferð á fullum launum Tveir þeirra þingmanna sem staddir eru í einkaferð á Taívan eru skráðir fjarverandi á Alþingi og eru því á fullum launum í ferð- inni. Tveir eru skráðir með leyfi og þiggja því ekki laun á meðan á ferðinni stendur. Þingmennimir fjórir sem nú em staddir á Taívan í einkaferð í boði stjórnvalda em þau Arnbjörg Sveinsdóttir og Bjarni Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki, Ásta R. Jóhann- esdóttir ffá Samfylkingunni og Krist- inn H. Gunnarsson frá Framsóknar- flokki. Athygli vekur að aðeins tvö þeirra, þau Arnbjörg og Kristinn, vom skráð með leyfi á fjarveruskrá Alþingis en Ásta og Bjarni em aðeins skráð fjarverandi. Samkvæmt regl- um Alþingis ber þingmönnum að skrá sig með leyfi ef þeir fara utan. Að vera skráður fjarverandi þýðir að viðkomandi er staddur á landinu og skráningin þýðir að viðkomandi heldur fullu kaupi sínu á meðan. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi er þingmaður launalaus ef hann fer utan án þess að vera á vegum þings- ins og kallar inn varamann í staðinn fyrir sig. Hörð gagnrýni Eins og fram kom í frétt DV í gær gagnrýndi Össur Skarphéðinsson þessar Taívan-ferðir harðlega á bloggsíðu sinni um helgina. Telur hann það orka tvímælis að þing- menn taki þessar ferðir, því þær tengjast þinginu ekkert. Ambjörg Sveinsdóttir er þessu ekki sammála. Er DV náði tali af henni á Taívan sagðist hún ekki geta tekið undir orð össurar og taldi ekkert óeðlilegt við för þeirra fjórmenninganna. „Við höfum fyllilega rétt á því að kynna okkur málefni Taívan eins og ann- arra landa," segir Arnbjörg. DV náði einnig tali af Kristni H. Gunnarssyni en hann vildi ekki tjá sig um málið fyrr en hann hefði séð það sem öss- ur skrifaði um málið. „Við höfum fyllilega rétt á því að kynna okkur málefni Taívan eins og annarra landa." Sjálfsagt að fara þangað Sigurður Kári Kristjánsson er einn þeirra þingmanna sem farið hefur í ferð til Taívan í boði stjórn- valda þar. „Mér fannst sjálfsagt að fara þangað fyrst þeir buðu manni og kynnast því hvernig kaupin ger- ast á eyrinni," segir Sigurður Kári. „Ef maður getur lagt sitt lóð á vogar- skálarnar í samskiptum þeirra við Kínverjana. Þeir eru náttúrlega að berjast fyrir sínu sjálfstæði og berj- ast fyrir aðild að WHO." Rugl í össuri Sigurður Kári spyr hvaða rugl þetta sé í össuri með að kalla ræðis- manna Taívan hérlendis, Heimi Hannesson lögmann, lítinn, skrýt- inn kall. Maðurinn sé einfaldlega ræð- ismaður landsins og að sinna vinnu sinni sem slíkur. „Auðvitað eru þeir að iobbía í okkur þingmönnum í leit eftir stuðningi," segir Sigurður Kári. „Við sem bæði styðjum lönd sem vilja öðlast sjálfstæði og teljum að þau hafa eitthvað til síns máls - þá er ekki óeðlilegt að við förum og hiustum á hvað þau hafa til málanna leggja. Afstaða Óssurar er út í bláinn og ummæli hans um Heimi einnig." Töluverður fjöldi farið Töluverður fjöldi þingmanna hefur þegið boð um ferð til Taívan. Þannig voru með Sigurði Kára í hans ferð þeir Pétur Blöndal, Jón Gunn- arsson, Björgvin G. Sigurðsson og sagnfræðingurinn Guðni Th. Jó- hannesson sem skrifaði forsetabæk- ur Kristjáns Eldjám. Sigurður segir að það séu því ekki bara þingmenn sem þiggi ferðir til Taívan. f einkaferð til Taívan Arnbjörg Sveinsdóttir og Kristinn H. Gunnarsson eru með leyfi frá Alþingi og þiggja þvi ekki laun meðan á ferðinni stendur Asta R. Jóhannesdóttir og Bjarni Benediktsson eru hins vegarskráð fjarverandi og þviá fullum launum Forsvarsmenn Icelandair auglýsa störf í pólskum fjölmiölum Ráða sextíu Pólverja í „Margir sóttu um og nú erum við að vinna í því að finna starfsfólk sem uppfyllir þær kröfur sem við setjum varðandi tungumálakunnáttu og ýmislegt annað," segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, í sam- tali við Fréttabréf Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Tilefnið er ráðning Icelandair á Pólverjum í hlaðdeild fyrirtækisins. Þetta staðfestir Gunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunn- ar, sem er dótturfyrirtæki Icelandair. Icelandair Bætist i hóp fyrirtækja á Islandi sem ráða Pólverja þvi Islendingar vilja ekki störfin. Jón Karl Ólafsson Ætlar að ráða Pólverja I hlaðdeildina á Keflavikurflugvelli. Icelandair hefur nú þegar auglýst í pólskum fjölmiðlum. Forsvars- menn félagsins flugu til Póllands og ræddu þar við 100 manns sem sóttu um starfið á Islandi. „Okkar niðurstaða er einfaldlega sú að það er ekki til sá fjöldi af fólki sem okkur vantar á vorin og sumrin. Það er ekki til þessi fjöldi af mönn- um sem er laus á þeim tíma," segir Gunnar S. Olsen, sem telur launin hlaðdeildina & ekki vandamálið. „Við höfum stílað mikið inn á námsfólk en nú er skólinn að lengj- ast. Námsfólkið hættir seinna og fer fyrr aftur í skólana svo sá hópur er ekki að skila sér inn á þann tíma sem okkur hentar í því magni sem var," segir Gunnar. „Við erum búnir að vera eins og biluð plata um það að ráðleggja þeim að hækka laun- in. Þó að það væri ekki bara nema til þess að elta launa- skriðið í landinu en það hafa Kristján Gunnarsson Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavlkur segir fólkið koma til lcelandair ef þeir hækka launin. þeir ekki verið fáanlegir til að gera," segir Kristján Gunnarsson, formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. „Pólverji sem kemur hingað með enga starfsreynslu og fer að vinna í hlaðdeildinni á svokölluðum dag- vöktum, það er að segja ekki með neinar sérgreiðslur, er með í kringum 151 þúsund krónur á mánuði. Það er fyrir 182 tíma vinnu," segir Kristján. Samkvæmt heimildum DV þurfa Pól- verjarnir sem hing- að koma að borga flug- farið hingað sjálfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.