Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 Fréttir 0V Árni Magnússon Árni er góðhjartaður, með ein- staka rödd og giaðiyndur. Hann er talinn hafa valið óráðholla aðstoðarmenn i kring um sig i ráðherratíð sinni. „Hann var góðhjartaður stjórn- málamaður og það er besta lýs- ingarorðið sem ég gef nokkrum stjórnmála- manni. Það er kostur að hann er mjög við- kunnalegur starfsfé- lagi, tilfinningarikur og hefur einstaka rödd sem gaman var að hlusta á. Hann hafði einn alvarlegan ókost sem fólst Iþví að hann var framsóknarmaður inn I innsta merg en það lagast hugsanlega með tlmanum." Ösiur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkihgarinnar. „Kostirnir eru aðhann er dug- legur stjórnmálamaður. Hann er glaðlyndur og var góður samstarfsfé- lagi. Eða eins og mál- tækið segir, góður er hversem genginn er. Eins og er þá man ég ekki eftir neinum göllum á Árna.“ Jónina Bjartmarz, þingkona Framsóknarflokksins. „Ég held að það myndi flokkast sem kostur hjá Árna að hann vargreinilega mjög velviljaður sínum málaflokki. Ég hef alltafhaftþað á til- finningunni að hann vildi vel. Það er líka tvímælaust kostur að hann var með frískt yfirbragð. Ókostirnir eru kannski helstþeir að hann viröist hafa brenntsig á þvi að hafa ekki nógu ráðholla aðstoðarmenn. Það er eins og hann hafi raðað i kringum sig sveitjá-manna og sllkt er aldrei hollt." Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna. Árni Magnússon fyrrverandi félagsmála- ráðherra er fæddur I Reykjavlk 4.júnl 1965. Árni tók Samvinnuskólapróf árið 1983 og hefur tekið ýmis námskeið I rekstrarfræði, stjórnun og stjórnmálafræði frá HÍ og HA. Hann var frétta- og blaðamaður á árunum 1987-1994. Hann var kosningarstjóri Fram- sóknarflokksins I Suðurlandskjördæmi fyrir alþingiskosningar 1995. Slðar varð hann aðstoðarmaður Iðnaðar- og viðskiptaráð- herra.Arið 2003 varð hann félagsmálaráð- herra en hann tllkynnti á sunnudaginn að hanh ætlaði að draga sig úr allri pólitlk og láta eftir ráðherraembættiö. Árni mun söðla um og hefja störfhjá Islandsbanka. Glæsilegt úml af handsmíðuðum íslenskum skartgrípum (Œut\ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 sími 561 1300 Fréttaskýring Brotthvarf Árna Magnússonar úr pólitík er talið Framsóknar- flokknum til framdráttar fremur en bakslag. Eftir stendur hins vegar að enginn augljós kostur er til staðar sem næsti formaður flokksins. Líkur hafa aukist á að Halldór Ásgrímsson hætti fyrir eða fljótlega eftir kosningarnar 2007. Guðni Ágústs- son og Siv Friðleifsdóttir koma helst til greina í formannsstöðuna. Siv og Guðni Baráttan um formannsstöðuna í Framsókn- arflokknum er talin verða milli Sivjar Friðleifsdóttur og Guðna Agústssonar. Skyndilegt brotthvarf Árna Magnússonar úr pólitík nú um helg- ina vekur upp margar spurningar um hver taki við formanns- stöðunni í Framsóknarflokknum eftir Halldór Ásgrímsson. Árni var óumdeilanlega krón- prinsinn eftir að HalldórÁsgrímsson dubbaði hann upp í stöðuna að loknum síðustu kosningum. Þetta er í annað sinn sem Halldór missir for- mannsefni frá sér en sá fyrri var Finnur Ingólfsson sællar minningar. Arftakar yfirgáfu sviðið Það er margt sláandi líkt með brotthvarfi þeirra Finns og Árna. Báðir voru þeir taldir augljósir arf- takar formannsins, báðir hætta þeir í pólitík nánast upp úr þurru. Báðir fá þeir vinnu í banka, Finnur að vísu í Seðlabankanum áður en hann varð forstjóri VÍS en Árni verður fram- kvæmdastjóri hjá Islandsbanka. Margir telja nú auknar líkur á að Halldór dragi sig I hlé úr pólitík fyrir eða skömmu eftir næstu kosningar. Fylgið hrynur stöðugt af flokknum samkvæmt skoðanakönnunum og Halldór á í greinilegum erfiðleikum með að ná til kjósenda. Hafa ber þó í huga að raunverulegt kjörfylgi Framsóknar hefur ætíð verið meira en skoðanakannanir hafa bent til fyrir kosningar. Fylgishrunið er þó orðið svo mikið, einkum á suðvest- urhorni landsins þar sem kjósendur eru flestir, að erfitt er að sjá fyrir annað en afhroð flokksins í næstu þingkosning- „Kjaftshögg" össur Skarphéðinsson bloggar á síðu sinni um málið og segir ákvörð- un Árna vera „kjaftshögg" fyrir Hall- dór Ásgrímsson formann flokksins. Jafnframt telur Össur að ákvörðunin veiki flokkinn. Margir af innstu koppum í búri Framsóknar eru þessu ósammála og telja þvert á móti að þetta sé flokknum til ham- dráttar. Benda þeir á að Árni hefði farið í kosningabaráttuna með tvo mjög þunga bagga á bakinu. Ann- ars vegar jafnréttisstýrumálið fyrir norðan og hins vegar bröltið í kring- um kvenfélög flokksins í Kópavogi sem kom illa við kaunin á mörgum þar á bæ en þar fóru fremstir í flokki klíkan Árni, Páll bróðir hans og Björn Ingi Hrafnsson. Klíkan hrunin Ákvörðun Árna er ekki síður „kjaftshögg" fyrir Björn Inga Hrafns- son og hlýtur að setja drauma hans um frekari frama í flokknum í bið- stöðu. Þeir Árni, Páll Magnússon og Björn Ingi, mynduðu klíku eða valdahóp í flokknum sem fór mikinn um tíma. Björn Ingi er fyrir mjög umdeildur innan flokksins og marg- ir í Reykjavík eiga bágt með að þola hann. Tekið hefur verið eftir því sem dæmi að Jónína Bjartmarz hefur aldrei hleypt honum inn á þing en hann er varamað- __________________urhennar. um. æm- 'ÍpP Valgerður Sverris- dóttir Hefur ekki sýnt neinn áhuga á frekari frama innan flokksins. Hjálmar Árnason Ekki talinn koma til greina vegna veik- inda sinna nýverið. Guðni með hefðina að baki Þeir sem gleggst til þekkja telja að baráttan um formannsstöðuna muni standa á milli Guðna Ágústs- sonar og Siv Friðleifsdóttur. Guðni stendur betur að vígi þar sem hann er varaformaður flokksins og flokks- hefðin segir að sækist varaformaður ehir embætti formanns er nær sjálf- gefið að hann sé kosinn. Guðni er þar að auki fyndinn og orðheppinn maður og fulltrúi hinna „gömlu og góðu“ gilda og á sem slíkur vísan stuðning landsbyggðarfólksins. Hins vegar þykir hann ekki höfða til yngri kjósenda, en ef floklcurinn á að ná einhverjum árangri í næstu kosn- ingum er mikilvægt að hafa mann í brúnni sem gerir það. Siv metnaðarfull Siv Friðleifsdóttir er talin höfða meir til yngri kjósenda en Guðni. Þar að auki er hún evrópusinnuð og síð- ast en ekki síst er hún kona. Margir telja að það yrði sterkur leikur hjá Framsókn að tefla ham konu sem formanni. Og eins og össur Skarp- héðinsson bendir réttOega á í fyrr- greindu bloggi sínu er Siv gríðarlega metnaðarfull. „Hún hefur hæfileika til að laða fólk að sér en líka til að koma sumum upp á móti sér. Það vita allir framsóknarmenn. Hún er giska hörð við andstæðinga sína innan flokks - og hefur minni fílsins. Það veit Árni manna best. Siv setti í hann lensuna á þingflokksfundi sem haldinn var beinlínis að kröfu m.a. hennar vegna Hæstaréttardómsins í jafnréttisstýrumálinu," skrifar össur. Stöðugt andóf Halldór Ásgrímsson getur ráðið miklu um hver verður eftirmaður hans og þar er Siv í slæmum mál- um en þau tvö eiga ekki skap saman. „Sivhefur inn- an flokks verið í stöðugu andófi gegn forystu flokks- ins eftir að Halldór gerði þau örlaga- Björn Ingi Hrafnsson Fari mistök að svo að Björn Ingi nái þvl ótrú- sparka iega að koma sér inn sem borg-;• ( henni arfulltrúi i kosningunum ivor „ hlýtur hann að teljast vonar- 111 nK‘ peningur i formannsstöðuna. Siv Friðleifsdóttir er talin höfða meir til yngri kjósenda en Guðni. Þar að auki er hún Evrópusinnuð og síðast en ekki síst er hún kona. Margir telja að það yrði sterkur leikur hjá Framsókn að tefla fram konu sem for- manni. stjórninni. Út á við hefur hún þó verið holl flokknum," skrifar össur. „Siv er hins vegar sá stjórnmálamað- ur í Framsókn sem hefði verið lang- líklegust til að gera uppreisnina gegn Halldóri. Lögmálið segir að slík uppreisn sé yfirleitt gerð gegn for- manni í aðdraganda kosninga þegar ekkert gengur á miðum kjósenda. Það hefur ekkert gengið hjá Hall- dóri. Flokkurinn tapar stöðugt fylgi. Halldór beygði sig fyrh ógninni, sem honum stafar af Siv, þegar hann valdi hana sem ráðherra framyfir Jónínu (Bjartmarz). Hann var að kaupa sér tímabundinn frið af hálfu hennar." Aðrir möguleikar Aðrir sem nefndir hafa verið tO sögunnar sem formannsefni utan Guðna og Sivjar eru Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðaráðherra og Hjálmar Árnason formaður þingflokksins. Valgerður hefur hins vegar aldrei sýnt því neinn áhuga að öðlast frek- ari frama innan flokksins en orðið er. Og Hjálmar kemur vart til greina sökum veikinda hans nýverið. Af yngri kynslóðinni er helst nefndur tO sögunnar Björn Ingi Hrafnsson. Árni Magnússon var hans helsti bakhjarl í flokknum og því er hann talinn eiga nánast enga möguleika. Og þó. Fari svo að Björn Ingi nái því ótrúlega að koma sér inn sem borgarfulltrúi í kosningunum í vor hlýtur hann að teljast vonarpeningur í formanns- stöðuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.