Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Page 16
J 6 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006
Sport DV
Arnarraðar
mörkum
fyrirÍA
Amar Gunn-
laugsson skoraði sitt
fimmta mark í
þremur leikjum í
deildarbikamum í 4-
0 sigri Skagamanna á Víking-
um. Amar lagði auk þess upp
eitt mark fyrir Amar Má Guð-
jónsson. Dean Martin lagði
upp tvö mörk í leiknum og
skoraði eitt en fjórða markið
skoraði Andri Júlíusson sem
hafði komið inn á sem vara-
maður fyrir Þórð Guðjóns-
son. Skagamenn hafa þar
með skorað 13 mörk í fyrstu
fjómm leikjum sínum í
deildarbikamum.
Tap hjá Blika-
stulkum en
samt sigur
Valur vann Breiðablik 4-
2 í deildbikar kvenna á
sunnudaginn en á heima-
síðu Breiða-
bliks kemur
fram að Valur
hafi verið með
ólöglegan
leikmann í
sínu liði. Á
heimasíðunni
segir: „Valur
stillti upp
ólöglegum
leikmanni í liði sínu í kvöld
en Katrín Jónsdóttir er leik-
maður í Noregi og því vinn-
ur Breiðablik leikinn 3-0.
Ótrúleg framkoma og ekki
íþróttamannsleg vinnu-
brögð." Margrét Lára Við-
arsdóttir skoraði tvö mörk
fyrir Val en hin gerðu Hall-
bera Guðný Gísladóttir og
Dóra María Lámsdóttir.
Guðlaug Jónsdóttir og Greta
Mjöll Samúelsdóttir skor-
uðu mörk Breiðabliks.
Fimma hiá
t
Hólmfrí
Hólmfríður Magnúsdótt-
ir skoraði öll mörk KR í 5-2
sigri á Keflavík í deildabik-
arnum um helgina en þetta
er í fyrsta sinn
sem Hólmfríð-
ur nær að
skora fimm
mörk í einum
og sama leikn-
um. Olga Fær-
seth lagði upp
tvö af mörk-
um Hólmfríðar líkt og
Katrín Ómarsdóttir og síð-
ustu stoðsendinguna átti
Margrét Þórólfsdóttir.
Hólmfríður hefði getað
skorað tvö til viðbótar en
vamarmenn Keflavíkur
björguðu þá tvisvar frá
henni á marklínu.
Tvenna Helga
dugði bara i
jafntefli
Helgi Sigurðsson skoraði
tvö mörk fyrir Fram í 2-2
jafntefli við Val í deildabik-
arnum um helgina. Guð-
mundur Bene-
diktsson kom Val
í 1-0 þegar að
hann fylgdi á eftir
vítaspymu sem
Gunnar Sigurðs-
son, markvörður
Fram, hafði varið
frá honum. Helgi skoraði
síðan tvö mörk á 33. og 47.
mínútu en bæði mörkin
vom gullfalleg. Þrjú stig
komu þó ekki í hús hjá ný-
krýndum Reykjavíkurmeist-
umm því Pálmi Rafn
Pálmason jafnaði leikinn
fjórum mínútum síðar.
Guðmundur E. Stephensen er sennilega einn allra fremsti íþróttamaður sem ís-
lendingar hafa átt. Hann hefur notið ótrúlegra yfirburða í sinni íþrótt og undir-
strikaði hann þá um helgina er hann varð, enn á ný, þrefaldur íslandsmeistari í
borðtennis. Þar með eru titlarnir orðnir 100, sögðu fjölmiðlar um helgina, sem er
þó Qarri sannleikanum.
| Guðmundur E. Stephensen
Hefur l/klega unniö 76 Islands-
meistaratitla á slnum ferliíöll-
um flokkum.
1989 1
1990 2
1991 2
1992 2
1993 3
1994 5
1995 8
1996 8
1997 7
1998 8
1999 6
2000 4
2001 4
2002 4
2003 3
2004 3
2005 3
2006 3
Samtals 76 titlar
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
eirikurst@dv.is
ÍÞRÓTTALJÓS
Það er ekki ætlan mín að varpa
skugga á þann frábæra árangur sem
Guðmundur hefur náð í gegnum tíð-
ina enda talar hann sínu máli algjör-
lega einn og óstuddur. Guðmundur
vann fyrsta íslandsmeistaratitilinn í
meistaraflokki karla á 12. aldursári og
hefur síðan þá ekki sleppt hendinni
af bikamum. Um helgina varð hann
íslandsmeistari í greininni þrettánda
árið í röð.
Þrefaldur sigur Nlunda áriö Iröö vann
Guömundur sigur I einliöa- og tvlliöaleik
karla sem og tvenndarkeppni.
Auk þeirra hefur Guðmundur,
ásamt öðrum, unnið fjöldamarga ís-
landsmeistaratitla í bæði meistara-
og unglingaflokki. í viðtali sem birtist
við hann þann 19. febrúar síðastlið-
inn í Fréttablaðinu er hann sagður
hafa unnið 97 íslandsmeistaratitla og
hefði því þrennan sem hann vann
um helgina ýtt tölunni upp í hundr-
aðið. „100. titillinn handan við hom-
ið“ er fyrirsögnin á greininni.
Fyrir það fyrsta virðist sem svo að
klaufaleg mistök í upptalningu
blaðsins á íslandsmeistaratitium
Guðmundar geri þessa fyrirsögn
ómerka. Þeir em sagðir vera 97 tals-
ins en þegar betur er að gáð og þeir
taldir upp á nýtt em þeir ekki nema
87. Þar að auki er Guðmundur sagð-
ur vinna fjórtán titla sem aðrir
íþróttamenn unnu í raun og vem. Að
þessu komst ég þegar ég leitaði
heimilda í ársskýrslum Borðtennis-
sambands fslands og umfjöllun DV
um íþróttir unglinga árin 1993 og
1994.
Guðmundur sagði í viðtali við
Fréttablaðið í gær að titlamir væm
hættir að hafa þýðingu. „Þetta er eig-
inlega bara tala fyrir mér,“ sagði
hann. Talan er þó klárlega röng en sú
rétta er 76 eftir því sem ég kemst
næst. í þeirri tölu em þó titlar sem
Guðmundur er sagður vinna með
liðum Víkings í 1. deild karla og
hópakeppnum unglinga en erfitt var
að sannreyna það í þeim heimildum
sem ég leitaði í. Hann fær því að
njóta vafans þar. Þar að auki gleymd-
ust tveir titlar í upptalningu Frétta-
blaðsins en alls em honum eignaðir
þrír titlar í meistaraflokki sem aðrir
unnu en hin mistökin em í unglinga-
flokkum.
Hvort titlamir em 76 eða 100 tals-
ins er í sjálfu sér aukaatriði. En þegar
að hver fjölmiðiilinn á fætur öðrum
tekur við þessu sem hverjum öðrum
heilögum sannleik er rétt að staldra
við og hugsa sinn gang. Sérstaklega
þegar verið er að eigna honum titla
sem aðrir íþróttamenn hafa lagt hart
og mikið að sér til að vinna.
Ég efast ekki um að Guðmundur
vinni einn daginn sinn 100. íslands-
meistaratitil. Ef hann heldur sínu
striki og vinnur þrjá titla á ári verður
það ekld fyrr en árið 2014. Þá verður
Guðmundur á sínu 32. aldursári og
tiví 20 ár síðan hann vann sinn fyrsta
slandsmeistaratitil. Væri það viðeig-
andi á þeim merkilega áfanga.
Titlarmr sem Guðmundur vann ekki:
Grein Sigurvegari/ar
|1989 Tvlliðaleikur sveina Stefán Gunnarsson/Ægir Jóhannsson
1989 Tvenndarkeppni unglinga Margrét Hermannsdóttir/Stefán Gunnarsson
i1989 Hópakeppni unglinga Stjarnan A
1990 Einliðaleikur pilta Sigurður Jónsson
.990 Tvlliðaleikur sveina Hörður Birgisson/Davíð Búason
1990 Tvenndarkeppni unglinga Lilja Benónýsdóttir/Halldór Björnsson
01991 Tvíliðaleikur sveina Ólafur Eggertsson/Ólafur Stephensen
1991 Tvenndarkeppni unglinga Aðalbjörg Björgvinsdóttir/lngibjörg Árnadóttir
'1992 Tvenndarkeppni unglinga Guðmunda Kristjánsdóttir/Sigurður Jónsson
1993 Tvenndarkeppni unglinga Guðmunda Kristjánsdóttir/Sigurður Jónsson
[1994 Tviliðaleikur karla Bjarni Bjarnason/Kristján Jónasson
1994 Tvenndarkeppni Aðalbjörg Björgvinsdóttir/Kjartan Briem
[1994 Liðakeppni - 1. deild KR
1997 Tvenndarkeppni Sigurður Jónsson/Lilja Rós Jóhannesdóttir
|Samtals 14 titlar
Titlarnir sem gleymdust:
Ar Grein Asamt
| 1999 Tvenndarleikur Evu Jósteinsdóttur
k 1999 Tvíliðaleikur Markúsi Árnasyni i
L.
íslandsmótið í borðtennis fór fram um helgina:
Endurtekin saga Guðmundar og Guðrúnar
Guðmundur E. Stephensen, Vík-
ingi, fagnaði sigri í þeim þremur
greinum sem hann tók þátt í á ís-
landsmótinu í borðtennis sem fram
fór um helgina. Guðmundur vann
Kjartan Briem, KR, í úrslitíaleik ein-
liðaleiks karla, 4-1 og þeir mættust
svo aftur í tvenndarleik þar sem
Guðmundur hafði aftur sigur ásamt
Magneu Ólafs úr Víkingi gegn Kjart-
ani og Guðrúnu G. Björnsdóttur úr
KR, 3-0, Að síðustu vann hann tví-
liðaleik karla ásamt Matthíasi bróð-
ur sínum en þeir mættu KR-ingun-
um Kjartani Briem og fngólfi Sveini
Ingólfssyni. Ingólfur og Guðmund-
ur hafa margsinnis áður unnið
keppni í tvíliðaleik karla er Ingólfur
var í Víkingi, þar sem hann hóf sinn
feril.
Guðrún Björnsdóttir vann tvö-
faldan sigur annað árið í röð en hún
hafði betur gegn Ragnhildi Sigurð-
ardóttur úr Víkingi, 4-2, í úrslita-
leiknum. Hún sigraði svo í tvíliða-
leiknum ásamt Kristínu Hjálmars-
dóttur en þær unnu þær Magneu og
Ragnhildi, rétt eins og í fyrra.
„Ég er miklu betur komin að
sigrinum núna í ár finnst mér,“
sagði Guðrún við DV Sport í gær. „f
fyrra vann ég bara þetta eina mót en
nú finnst mér að ég eigi sigurinn
verðskuldaðan og eru því strangar
æfingar að skila sér."
Þann 1. mars síðastliðinn kom út
nýjasti styrkleikalisti Borðtennis-
sambands Islands en þar sitja þau
Guðmundur og Lilja Rós Jóhannes-
dóttir, einnig úr Víkingi, í efsta sæti í
flokki karla og kvenna. Guðmundur
hefur nokkuð forskot á Vflcinginn
Adam Harðarson en fast á hæla
hans koma þeir Markús og Kjartan.
eirikurst@dv.is