Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 Sport DV Mætast í úrslitaleiká fimmtudaginn Njarðvík og Keflavík klár- uðu bæði sína leiki í 21. um- ferð Iceland Express-deildar karla af miklu öryggi og mæt- ast því í úrslitaleik um deild- armeistaratitilinn í Keflavík á fimmtudaginn. Bæði lið eru með 34 stig fyrir leikinn en Keflvíkingar náðu nágrönn- um sínum að stigum eftir að Njarðvík tapaði tveimur síð- ustu útileikjum sínum, fyrst með 2 stigum í Stykkishólmi og svomeð ffamlengingu í Grindavfk. Keflavík hefur unnið alla deildarleiki sína eftir áramót fyrir utan þann sem það tapaði á kæru fyrir Hamar/Selfoss. Hötturfallinn úrdeildinni Nýliðar Hattar frá Egilsstöðum félfu úr Iceland Express-deild karla á sunnu- dagskvöldið þeg- ar Hattar-liðið tapaði með 32 stigum fyrir KR, 6&-98.ÍDHL- Höllinni. Höttur hefur aðeins unnið 3 af 21 leik sínum í deildinni og á að- eins einn leik eftir, heimaleik gegn Haukum. Höttur vann eimitt fyrn leik liðanna með 9 stigum á Ásvöllum en Hattar- menn geta með sigri tekið Haukana með sér niður í 1. deild. Hannesí framboð Hannes Sigur- björn Jónsson, varaformaður KKÍ, hefur ákveð- ið að gefa kost á sér til formanns KKI á komandi ársþingi sam- bandsins sem haldið verður í Grafarvogi 6.-7. maí en Hannes sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær. Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs í vor á ársþingi. Ólafur hefur stýrt sambandinu af öryggi og festu síðustu 10 árin en Hannes hefur verið varafor- maður hans undanfarin sex ár. Tindastóll afturí úrvalsdeild Tindastóll frá Sauðárkróki end- urheimtí sætí sitt í úrvalsdeild karla í körfubolta með 89-80 sigri á Val í Kennaraháskól- anum á sunnu- daginn. Þrátt fýrir að tvær umferðir séu eftir í deildinni er ljóst að ekkert félag getur komist yfir Tindastól en efsta liðið í deildinni kemst beint upp. Þau lið sem lenda í sæt- um 2 til 5 munu leika til úr- slita um hitt lausa sætið í deildinni. Nokkuð ljóst er að það verða Valur, Þór, Þ. FSu og Breiðablik. Stjarnan á þó enn tölfræðilega möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Snæfell vann fjórða leik tímabilsins á sigurkörfu þegar liðið vann Hauka 71-72 á Ásvöllum á sunnudagskvöldið í Iceland Express-deildinni en Haukar höfðu sjö stiga forskot þegar aðeins rúm hálf mínúta var eftir. Haukar hafa tapað átta leikj- um í vetur með Qórum stigum eða minna. MACNMUW Hetja Hófmara Magni Hafsteinsson skoraði fimm af 18 stigum sfnum á sið- ustu 15 sekúndunum i eins stigs sigrinum á Haukum. Magni Hafsteinsson hefur heldur betur verið Snæfellingum dýr- mætur í vetur. Það er ekki nóg með að hann sé með 15,6 stig og 5,1 frákast að meðaltali í leik heldur hefur hann tvisvar sinnum á aðeins þremur vikum tryggt Snæfelli sigur með körfu á loka- sekúndunum. Magni gerði meira en að troða sigurkörfuna í hraðaupphlauði því átta sekúndum áður hafði hann minnkað muninn í eitt stig með ótrúlegri þriggja stiga körfu úr mjög að- þrengdu færi. Snæfellingar hafa nú unnið sjö leiki í vetur með fjórum stigum eða færri, þar af fjóra þeirra á sigurkörfu. Jón Ólafur Jónsson var fýrstur til þess en þriggja stiga karfa hans um tvo metra fyrir utan þriggja stiga lín- una tryggði eins stigs sigur gegn Skallagrími 1. desember síðastíið- inn. Nate Brown tryggði liðinu eins stigs sigur á Grindavík 9. febrúar fimm sekúndum fyrir leikslok og Magni Hafsteinsson skoraði sigur- körfuna gegn Fjölni 12. febrúar þar sem boltinn datt ofan í körfuna um leið og lokaflautið gall. Það má telja líklegt að Snæfellsliðið hafi fengið góðan undirbúning fyrir úrslita- keppnina í leikjum sínum eftir ára- mótin því sjö af síðsutu níu leikjum liðsins hafa endað með fjögurra stiga mun eða minna. Snæfellingar hafa unnið fjóra þeirra. Sterkur á taugum Undirstjórn BárðarEyþórssonarhefurSnæfellleikið 11 af2l leiksínum sem hefur endað með fjórum stigum eða minna. DV-mynd Valli. Allt getur gerst í körfubolta Það getur allt gerst í körfubolta, það sýndi sig að minnsta kosti tvisvar sinnum í Ieik Hauka og Snæ- fells í Iceland Express-deildinni á sunnudagskvöldið. Haukarnir skor- uðu þannig bara 9 stig í fyrsta leik- hluta (gegn 26) en voru samt yfir í hálfleik, 40-37. Þeir voru líka sjö stigum yfir þegar innan við ein mínúta var eftir en töpuðu samt. Annar leikhlutinn endaði með 31-11 sigri Hauka og Snæfellingar skoruðu átta stig á síðustu mínútu leiksins. Áttunda nauma tapið Þrátt fyrir hetjudáðir Magna og Snæfells í lokin er frekar hægt að segja að Haukarnir hafi tapað leikn- um en að Snæfell hafi unnið hann á þessum æsispennandi lokamínút- um. Haukarnir réðu ekki við bolta- pressu Snæfellsliðsins síðustu hálfu mínútu leiksins sem kostaði þá þrjá tapað bolta og körfur beint í and- litiið. Sjö stiga munur gufaði því upp á augabragði og í áttunda sinn í vetur þurfu Haukarnir að sætta sig við tap með fjórum stigum eða minna. Þessi stig eru liðinu dýr nú þegar Haukar sitja í fallsæti fyrir lokaumferðina og þurfa bæði að treysta á að Snæfellingar vinni Þór Akureyri í Hólminum sem og að þeim sjálfum takist að vinna Hött á Egilsstöðum. Höttur er þegar fall- inn en það ræðst á fimmtudaginn kemur hvort Þór eða Haukar fylgi honum niður í 1. deildina. ooj&dv.is Naum töp Haukanna í vetur: 27. okt. Njarðvík (úti) 30. okt. Skallagrímur (heima) 13. nóv. Keflavík (úti) 24. nóv. Þór Akureyri (heima) 4. des. (R (heima) 15. des. Snæfell (úti) 2. mars. (R (úti) 5. mars. Snæfell (heima) 74- 78 (-4) 87-90 (-3) 77-81 (-4) 73-75 (-2) 75- 77 (-2) 93-97 (-4) 80-83 (-3) 71-72 (-1) Flest töp með 4 stigum eða minna: Haukar 8 Grindavík 5 (öll á útivelli) Snæfell 4 Þór Akueyri 4* Njarðvik 3 Fjölnir 3 KR 3 Skallagrímur 2 (R 1 Keflavík, Hamar/Selfoss og Höttur 0 * Eitt tap í viðbót i framlengingu sem endaði með 11 stiga tapi. Flestir sigrar með 4 stigum eða minna: Snæfell 7 (64% sigurhlutfall, 11 leikir) Keflavík 5(100%, 5) (R 4 (80%, 5) KR 4 (57%, 7) Grindavík 4 (44%, 9) Hamar/Selfoss 2(100%, 2) Njarðvík 2 (40%, 5) Skallagrímur 2 (50%, 4) Fjölnir 1 (25%, 4) Þór Akureyri 1 (20%, 4) Haukar 0* (0%, 8) Höttur 0(0) * Einn sigur i framlengu sem endaði með 11 stiga sigri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.