Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Qupperneq 19
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 19
Logi með 77
stigítveimur
leikjum
Logi Gunnars-
son, landsliðsmað-
ur og leikmaður
Bayreuth í Þýska-
landi, gerði 34 stig
fyrir Bayreuth á
laugardaginn er
liðið valtaði yfír Coocoon
Baskets Weiden, 106-71, í
suðurriðli þýsku 2. deildar. Þá
hefur Logi gert alis 77 stig í
tveimur leikjum, en fyrr í vik-
unni setti hann niður 43 stig
gegn TSVTröster, þar af 40
stig í seinni hálfleik. Logi er
níundi stigahæsti leikmaður
deildarinnar með 19,3 stig að
meðaltali í leik, en Bayreuth
er enn í 5. sæti deildarinnar.
Sigurganga
Phoenixtelur
núlOleiki
Phoenix Suns í
NBA-deildinni í
körfubolta hefur
unnið tíuleikiíröð
eftir 115-107 sigurá
Dallas á útivelli.
Boris Diaw var með
þrefalda tvennu í
liði Suns, 24 stig, 10
ffáköst og 10 stoðsendingar,
Steve Nash bætti við 25 stig-
um og 11 stoðsendingum og
Shawn Marion var með 22
stig og 10 fráköst. Dallas hafði
fyrir leikinn unnið 16 heima-
leiki í röð. Dirk Nowitzki
skoraði 25 stig fyrir Dallas en
hitti aðeins úr 1 af 5 skotum
sínum í fjórða leikhlutanum
sem Phoenix vann 34-18.
Heimir
verðlaunaður
afKSÍ
Eyjamaðurinn Heimir
Hallgrímsson fékk sérstök
verðlaun fyrir bestan námsár-
angur þegar KSÍ útskrifaði í
fyrsta sinn þjálfara með
UEFA A-þjáífaragráðu en hún
er hæsta þjálfaragráða sem er
í boði á íslandi og næst hæsta
þjálfaragráða sem UEFA við-
urkennir. Þjálfarar
með UEFAA-gráðu
hafa leyfi til að þjálfa
alla flokka og í öUum
deildum á íslandi.
Hæsta þjálfaragráða
UEFA er svo UEFA
Pro-þjálfaragráða,
en KSÍ stefhir á að bjóða upp
á UEFA Pro-þjálfaragráðu í
samvinnu við enska knatt-
spymusambandið innan
fárra ára.
Það þarf eitthvað mikið til að skyggja á leik Barcelona og Chelsea í 16-liða úrslit-
um meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Fyrri leikur liðanna var óhemju spennu-
hlaðinn og var þó aðeins forleikur fyrir viðureign kvöldsins. Mikið hefur verið
rætt og ritað um rauða spjaldið sem Del Horno fékk en ekkert slíkt skiptir neinu
máli í kvöld þegar dómarinn flautar leikinn á.
Jose Mourinho Virðist skelkaður á
blaðamannafundi I Barcelona fgær.
Þóttist þó svalur á flugvellinum.
Leikmenn og aðstandendur liðs Chelsea fengu heldur óblíðar
móttökur við komuna til Barcelona en hðin mætast á Nou Camp
í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar.
Börsungar standa heldur betur að vígi eftir að hafa unnið fyrri
leikinn, 2-1. í honum var Asier Del Homo rekinn af velli snemma
leiks og vilja Englandsmeistararnir sjálfsagt hefna ófaranna.
Jose Mourinho, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, ásakaði Lionel Messi
um leikaraskap en Del Horno fékk
rauða spjaldið fyrir meint brot á hin-
um unga Messi. Hann svaraði um
hæl og sagði alla leikmenn
Barcelona hata Chelsea af lífi og sál.
Og það er greinilegt að Mourinho er
ekki vinsælasti maðurinn í
Barcelona í dag.
„Þetta voru mjög ögrandi að-
stæður," sagði myndatökumaður
sem starfar hjá sjónvarpsstöð Chel-
sea í samtali við vefsíðu félagsins.
„Og það voru margir sem höfðu
hvöss orð gagnvart Mourinho. En
hann hunsaði þetta og þá tóku hinir
að beita dónalegum handahreyfing-
um og hrækja,“ sagði Startup og
bætti við að svo virtist sem aðrir í
föruneyti liðsins hafi lítið kippt sér
upp við þessa uppákomu. Hann
sagði einnig að fúrðulega fáir lög-
regluþjónar hafi verið á svæðinu og
að þeir hafi ekki haft neinn sérstak-
an áhuga á að koma í veg fyrir þessa
hegðan.
Leikarar eru í kvikmyndum
Mourinho var áður aðstoðar-
maður Bobby Robson hjá Barcelona
en það er greinilegt að hann á ekkert
inni hjá stuðningsmönnum liðsins.
Og hinn átján ára gamli Messi sagð-
ist helst vilja þagga í Mourinho með
því að slá lið Chelsea úr leik. „Ég vil
að ég nái að framkalla bestu
frammistöðu ferils míns í þessum
leik til að þagga niður í munni Mo-
urinho og leikmönnum hans," sagði
Messi. „Þeir halda því fram að ég sé
leikari. Það er ekki rétt hjá þeim. Ég
er atvinnumaður í knattspyrnu og
hef þegið mörg spörk á tímabilinu.
Leikarar starfa í kvikmyndum en
ekki í íþróttum," sagði Messi og var
greinilega ekki að flækja hlutina
neitt sérstaklega.
Fótboltapersóna
„Del Horno hafði líka ýmislegt
um mig að segja. Það var ekkert
skrýtið svo sem þar sem hann komst
aldrei nálægt mér þar tii hann braut
á mér," sagðí Messi.
Öllu rólegri var Portúgalinn
Deco, félagi Messi og fyrrum læri-
sveinn Mourinho hjá Porto. „Mour-
inho hefur skapað „fótboltaper-
sónu" sem brýst út þegar hann vill
hita upp fyrir leik eða ögra andstæð-
ingnum," sagði Deco. „Sú persóna
er ekkert lík hans rétta manni. En
hann hefur sínar aðferðir til að und-
irbúa sig fyrir leiki sem þessa."
Eldheitir stuðningsmenn
í fyrra höfðu Börsungar einnig
2-1 forskot eftir fýrri leik liðanna
þegar þau mættust f 16-liða úrslitum
meistaradeildarinnar. Þá átti hins
vegar Chelsea eftir síðari leikinn á
sínum heimavelli þar sem þeir
unnu, 4-2. Börsungar geta byggt á
þeirri reynslu í kvöld auk þess að
stóla á eldheita stuðningsmenn sem
munu án nokkurs efa láta öllum ill-
um látum á afar þétt skipuðum
áhorfendabekkjum Nou Camp.
eirikurst@dv.is
LEIKIR KVÖLDSINS
Úrslit fyrri leiks í sviga
Barcelona-Chelsea (2-1)
Juventus-Werder Bremen (2-3)
Villarreal-Rangers (2-2)
v/s/r
NFS ER A VISIR.IS
Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
Visir.is er stœrsta fréttalind tandsins. Þar miðta Fréttabtaðið og Nýja fréttastofan fréttum altan
sótarhrínginn og nú er NFS í be'mni á VefTV frá morgni til kvölds. Þú fœrð fréttimar beint í œð
í vinnunni eða heima og upptökur af fréttum dagsins tryggja að þú missir ekki af neinu.
[. ffl m ,, j