Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 Fréttir DV Canada svíkur út milljón Snædís Grace Canada er ákærð fyrir falsa nafn systur sinnar og föður á skuldabréf sem faðir hennar gaf út. Snædísi er gefið að sök að hafa svikið út samanlagt milljón annars vegar í júlí 1999 og hinsvegar í maí 2000 með því að hafa fram- vísað fölsuðuðu skuldabréf- unum til Landsbanka ís- lands. Snædís neitaði sök þegar mál hennar var dóm- tekið í Héraðsdómi Reykja- ness á þriðjudag og því fer aðalmeðferð málsins fram síðar í mars. Hljópstfrá löggunnni Ungur maður sem keyrði á 100 kílómetra hraða á klukkustund í gegnum Sauðárkrók þar sem leyfilegur hraði er að- eins 50, stakk lögregluna af á hlaupum en náðist síðar. Samkvæmt lögregl- unni á Sauðárkróki stöðv- aði ungi maðurinn biffeið sína fyrir framan fjölbýlis- hús, hljóp út úr bflnum og inn í bygginguna en út aftur bakdyramegin. Þar hvarf hann út í nóttina. Lögreglan náði farþega sem var í framsæti bflsins og komst að því hver ók. ökumaðurinn var síðan sviptur ökuréttindum tímabundið í kjölfar þessa atburðar. öryggi í miðbœnum? Valdimar Indriðason dyravöröur „Ég myndi ekki segja aö það væri öryggi I miöbænum. Þaö er annar hver maður vopnaður og ég veit um menn sem eru farnir að ganga um meö skotvopn á sér. Þetta er rugl. Ég held að það geti enginn svarað þvi hvernig við getum spornað við þessu en viö verðum að fara að gera eitt- hvað. Herða eftirlit til dæmis og taka upp bein samskipti milli dyravarða og lögreglu." Hann segir / Hún segir „Ég tek mest eftir hvað Lauga- vegurinn er ógeðslegur eftir föstudagana og laugardagana. Vinkona mín sá blóð og ælu á þremur stöðum i fyrradag. Ör- ygginu er ábótavant en maður vill samt að fólk geti skemmt sér án þess að vera handtekið. Ég bý niður I bæ og tel mig vera nokkuð örugga þegar ég rölti þar um helgar en ég myndi aldrei leyfa 15 ára dótturminni fara einni niðurlbæ." Helena Stefánsdóttir eigandi Kaffi Hljómalindar. Yngvi Ólafsson. yfirlæknir á Landspítalanum, er ósáttur við úrskurð Persónuvernd- ar um að hann hafi heimildarleysi farið í sjúkragögn. Yngvi segir lögmann öryrkj- ans Guðmundar Inga Kristinssonar hafa veitt sér umboð til þess að skoða gögnin. Persónuvernd er á öðru máli og Niels Chr. Nielsen aðstoðarlækningarforstjóri segir Yngva hafa fullyrt við sig að hann hafi ekki farið í sjúkraskránna. Strangar reglur gilda hjá Landspítalanum um hverjir hafa að- gang að sjúkragögnum og hverjir ekki. Samkvæmt úrskurði Per- sónuverndar hafði Yngvi Ólafsson ekkert leyfi til þess að skoða sjúkragögn Guðmundar Inga Ólafssonar. Niels Nielsen, aðstoð- arlækningarforstjóri Landspítalans, segir að Yngvi hafi þvertekið fyrir að hafa notað sjúkragögnin við gerð álitsins. Það gerði Yngvi samt sem áður. „Ég uni ekki þessum úrskurði," segir Yngvi Ólafsson, yfirlæknir bækl- unardeildar Landspítalans, um þann úrskurð Persónuvemdar að Yngvi hafi gerst sekur um brot á lögum um persónuvemd. Eins og áður hefur komið fram vann Yngvi að áliti fyrir Vátryggingar- félag fslands, sem á þeim tíma stóð í málaferlum við öryrkjann Guðmund Inga Kristinsson. Yngvi nýtti sér sjúkragögn Guðmundar við gerð álitsins en með því er hann sagður hafa brotið lög um persónuvemd á Guðmundi. Yngvi fullyrti þó við að- stoðarlækningaforstjóra Landspítal- ans að hann hafi ekki nýtt sér sjúkra- gögnin. Ósammála Persónuvernd „Ef úrskurðurinn stendur þá á hann klárlega eftir að skaða mig," segir Yngvi. „Ég hef enga trú á því að úrskurð- urinn standi og hef ekki hugmynd um það hvemig þeir komast að þess- ari niðurstöðu. Hún hefði átt að vera önnur miðað við þau skjöl sem Per- sónuvemd hefur undir höndum," segir Yngvi og er þá að vísa í undirrit- að skjal frá lögfræðingi Guðmundar sem, að Yngva sögn, á að veita hon- um leyfi til þess að skoða sjúkragögn- in. „Það lá fullt umboð til þess að skoða gögnin en það var undirritað af lögmanni Guðmundar," segir Yngvi. Persónuvernd tók einmitt afstöðu til þessa meinta umboðs lögmanns Guðmundar og segir það ekki hafa veitt Yngva heimild til að skoða um- rædda sjúkraskrá. Fullyrti annað Yngvi fullyrti þó annað við yfir- mann sinn Niels Chr. Nielsen, að- stoðarlækningaforstjóra Landspítal- ans. í bréfi sem Yngvi sendi Niels seg- ist hann ekki hafa notað sjúkragögn- in og í rauninni unnið álitið algerlega utan sjúkrahússins. Persónuvemd krafðist hins vegar aðgangs að tölvugögnum sem sýndu að Yngvi opnaði sjúkraskrá Guð- mundar á Landspítalanum. Þegar það kom í ljós viðurkenndi Yngvi að hafa skoðað gögnin sem hann hafði áður sagt aðstoðarlækningaforstjór- anum að hann hefði ekki notað. „Hann fullyrðir við mig að hann hafi ekki farið í sjúkraskránna til að skrifa skýrsluna. Svo hefur hann farið í sjúkraskýrsluna og ég get ekki svar- að því hvort að hann hafi haft fullan rétt til þess að gera það,“ segir Niels sem kveðst enn ekki hafa séð afdrátt- arlausan úrskurð Persónuvemdar um brot undirmanns hans. Efstur á lista Efstur á lista yfir þá sem höfðu skoðað sjúkragögn Guðmundar var Yngvi. Kom í ljós að hann hafði skoð- að gögnin í lok maí 2005. Samt fullyrti hann við Niels í ágúst það ár að hann hefði ekki notað skránna. Niels segir að sér hafi því þótt furðulegt að sjá nafh Yngva þama efst á blaði. „Ég gerði honum grein fyrir því að ég væn DV Fréttir af málinu birtust i DV 77. febrúar og afturígær. -•s—--ssaSr, „Það hefur ekki hvarflað að mérað hætta vegna þess oð þetta ersvo augljós- lega vitlaust," að senda Persónuvemd gögn um hveijir hefðu haft aðgang að þessum skýrslum og nafti hans var í þeim gögnum þannig að hann vissi fullvel um það. Þetta kom dálítið spánskt fyr- ir sjónir en ég bað hann ekld um nein- ar sérstakar skýringar á því. Ég hef enga aðra ástæðu en að treysta hon- um þar til Persónuvemd ákveður að hafa samband," segir Niels. Segir ekki af sér Uppsögn ekki á dagskrá. „Það hefur ekki hvarflað að mér að hætta vegna þess að þetta er svo aug- ljóslega vidaust. Það liggur ekki fyrir hvort ég reyni að hnekkja á úrskurðin- um en sú ákvörðun verður tekin á næstu dögum," segirYngvi. atli@dv.is Guðmundur Ingj Kristinsson Villað Yngvisegirafséren það | ætlar hann ekki að gera og segir úrskurð Per- sónuverndar rangan. Yngvi Ólafsson Laug að Niels I Nielsen, aðstoðarlækningarfor- j stjóra Landspítalans, þegar jhann sagðist ekki hafa nýtt sér | sjúkragögn Guðmundar. Útrás íslenskrar tónlistar til Kína Hækkandi verð á laxi íslendingar á listahátíð í Sjanghæ íslendingar verða meðal þeirra sem fram koma á listahátíð sem haldin verður í Sjanghæ í Kína í október. Óttar Felix Hauksson, út- gefandi og umboðsmaður, hefur þegar skráð ítalska undrabarnið Robertino á listahátíð- honum nokkrir íslenskir listamenn: „Það er ekki klárt inna og með munu fylgja Óttar Felix Hljómarhafa lokiðleikíbili. hverjir það verða en ég á von á að þeir verði frekar úr jassgeiranum," segir Óttar Felix, sem jafnframt er umboðsmaður og útgefandi Hljóma. „Nei, Hljómar fara ekki á listahá- tíðina í Sjanghæ. Þeir hafa lokið leik í bili," segir Óttar Felix. Fuglaflensan bitnar á Alfesca Verð á norskum laxi hefur ekki í langan tíma verið eins hátt og nú. Kemur þetta sér illa fyrir Alfesca sem áður hét SÍF. Kflóverðið hefur hækk- að verulega að undanfömu sökum mikillar eftirspurnar og stendur nú í kringum 30 nkr. á kflóið eða um 300 kr. Á fréttavef norska dagblaðsins Aftenposten er aukin eftirspurn sögð stafa af hræðslu almennings við fuglaflensu, margir kjósi að borða lax í stað fuglakjöts. Drjúgur hluti tekna Alfesca kem- ur frá sölu á reyktum laxi, einkum norskum, og þess vegna hefur hækkun á laxaverði iðulega neikvæð áhrif á framlegð félagsins. Haldi laxaverð áfram að hækka á næstu misserum, sem er ekki ólíklegt á meðan fuglaflensan nýtur athygli fjölmiðla, getur það haft umtalsverð áhrif á afkomu Alfesca á yfirstand- andi rekstrartímabili. Greining Landsbankans segir frá þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.