Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 10
70 MIÐVIKUDAGUR8. MARS2006 Fréttir DV Kostir & Gallar Siv er kraftmikil og úthalds- góð. Er með ónýt hné, vondur kokkur og fljótfær. „Hún er mjög trú og trygg sínu. Hún er mjög úthaldsgóð i öllu því sem hún hef- ur tekið sér fyrir hend- ur, hvort sem það er í íþróttum, námi eða félagsmál- um. Hún hefur alltafhaft mörg járn í eldinum og mikinn áhuga á umhverfi sínu. Hún getur verið fljótfær og svo er rosalegur galli að hún er með ónýt hné og getur ekki komið með mér á skíði. Svo finnst mér heldur mikill ókostur að hún er allt ofupptekin. Við þetta má bæta að hún er alls ekki nógu góður kokkur." Ingunn Friðleifsdóttir, tannlæknir „Siv er kraftmikil og metnaðargjörn og það var gaman að vinna með henni í Píkusögum um dag- inn, þar sýndi hún á sér nýjar og óvæntar hliðar. Ég var auðvitað grjótfúl út í öll axarsköftin sem hún gerði þeg- ar hún var umhverfisráðherra en er alveg til í að gefa henni séns íþessu nýja ráðuneyti." Kolbrún Halldórdóttir, alþingismaður „Siv er dugleg og kraftmikil kona og fylgin sér. Hún er öft- ug í flokkstarfinu og góður félagi, svo heldur hún úti frá- bærri heimasíðu. Ég þekki ekki marga galla, en miðað við vaxtarlag mitt mætti hún al- veg vera bústnari." tsólfur Oylfi Pálmason, alþingismaður Siv Friðleifsdóttir er fædd 10. ágúst 1962. Hún var sjúkraþjáifari hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra 1986-1988. Sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálfari í Sjúkra- þjálfun Reykjavíkur 1988-1995. Hún var formaður Sambands ungra framsóknar- manna 1990-1992 og sat í framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins 1990-1992. Siv hefur verið alþingismaður síðan 1995 og var umhverfisráðherra og samstarfs- ráðherra Norðurlanda 1999-2004. Siv tók við heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu í gær. KemsiK fyrlr alla Barnaafmæli Bekkjaferðir Frábær skemmtun fyrir allan hópínn. Tilboðspakkar Keramik og pizza frá kr. 990 á mann. Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Allir þeir fjórir þingmenn sem fóru í siðustu boðsferð til Taívan í lok nóvember í fyrra voru réttskráðir í bókum Alþingis, það er með leyfi og því ekki á launum hjá þinginu meðan á ferðinni stóð. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingunni segir að ferðin hafi verið bæði fróðleg og upplýsandi. Bjögvin G. Sigurðsson „Þetta var vel skipulögð ferð þarsem viðhittum fjölda afstjórnmála- mönnum og embættismönnum: Leyli Irá þingi kos hálfsmánaDarl Þeir þingmenn sem fóru í síðustu boðsferð til Taívan í lok nóvember í fyrra voru allir með leyfi frá Alþingi meðan á ferðinni stóð og því ekki á launum. Þetta voru þeir Björgvin G. Sigurðsson og Jón Gunnarsson frá Samfylkingunni og Pétur Blöndal og Sigurður Kári Kristjánsson frá Sjálf- stæðisflokki. Fimmti maðurinn í för- inni var Guðni Th. Jóhannesson sagn- ffæðingur. Það er skýrt í starfsreglum Alþing- is að ef þingmaður er erlendis og get- ur ekki sótt flmm þingdaga í röð ber honum að kalla til varamann sinn. Varamaður situr svo í þinginu í lág- mark tvær vikur. Þingfararkaupið nú nemur um 450.000 kr. á mánuði þannig að fyrrgreind fjarvist kostar þingmann um 225.000 kr. í launum. Tveir með leyfi Eins og fram kom í frétt DV í gær eru aðeins tveir af þeim fjórum þing- mönnum, sem nú eru staddir í einka- ferð á Taívan, með leyfi frá Alþingi og hafa því kaflað inn varamenn sína. Tveir þingmannanna, þau Ásta R. Jó- hannesdóttir Samfylkingunni og Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki, hafa Jtinsvegar skráð sig fjarverandi og ekki kallað til varamenn sína með- an á ferðinni stendur. DV náði Scunbandi við Bjama Benediktsson á Taívan sem sagði ein- ungis „Ég hef ekkert við ykkur að tala," áður en hann sleit samtalinu. Skýrari reglur Björgvin G. Sigurðsson, er fór til Taívan í fyrra, segir aðspurður að hann sé ekki nógu vel að sér í prótókollsmálum Alþingis til að svara um hvenær rétt sé að skrá sig fjarver- andi eða með leyfi. „Alþingi ætti kannski að skerpa á þessu við þing- menn og setja skýrari og gegnsærri reglur um þessi mál,“ segir Björgvin. „Þannig mætti forðast misskUning af hálfu þingmanna í svona málum í framtíðinni." Upplýsandi ferð Björgvin segir að ferðin tU Taívan í fyrra hafi verið yfirgripsmikil, fróðleg og upplýsandi. „Þetta var vel skipu- lögð ferð þar sem við hittum fjölda af stjórnmálamönnum og embættis- mönnum," segir Björgvin. „Við not- uðum hvert tækifæri sem gafst til að ræða mannréttindamál á þessum fundum okkar en það eru ekki mörg ár síðan landið breyttist úr einræðis- ríki og í lýðræðisríki. Einnig skiptust við á skoðunum við heimamenn orkumálum og rannsóknum tengdum þeim." „Alþingi ætti kannski að sketpaá þessu við þing~ menn og setjaskýr- arí og gegn- særrí reglur um þessi mál," Allir með leyfi ÞeirBjörg vin, Jón Gunnarsson, Pétur Blöndal og Sigurður Kári Kristjánsson voru allir með ieyfi frá alþingi í sinni ferð. Björn Bjarnason ræddi varnarmál á fundi í Iðnskólanum Mikið tóbak í Vill í Evrópusambandið ef Banda ríkjamenn bregðast Ef Bandaríkjamenn ' hætta að ábyrgjast varnir Islands er Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumála- ráðherra, ekki mótfallinn því að fsland sæki um aðild að ESB. Stjórnvöld þurfi að tryggja varnir landsins. Þetta sagði hann á fámennum fundi í húsakynnum Iðnskólans í Reykjavík á miðvikudaginn í síð- ustu viku. Yfirskrift fundarins var; Björn Bjarnason svarar spurning- um um utanrrkis- og varnarmál. Björn útlistaði ekki nákvæm- lega hvað felist í tryggum vörnum. Á meðan á fundinum stóð ítrekaði Björn oft nauðsyn þess að halda sæmilegum loftvörnum á íslandi. Þegar Björn var spurður hvaða hættu hann teldi steðja að íslandi, sem réttlættu veru herþotna á landinu, var svarið einfalt; milljón- ir flugfarþega á hverju ári og hryðjuverkamenn sem ræna flug- vélum. Háværir á fundinum voru hug- myndafræðilegir andstæðingar Björns og sóttu þeir hart að honum með spurningum um al-Kaída, Guantanamo, öryggismál og Schengen-landamæraeft- irlitið. Þótti sumum fund- armönnum Björn ansi snöggur að svara spurn- ingum sem ekki vöktu áhuga hans. Björn Bjarna- son Erallsekki ósáttur við her- varnirESB. Rangárþingi Nemendur í elstu bekkjum grunnskóla í Rangárþingi nota töluvert af nef- og munntóbaki, ef marka má niðurstöður rannsókna sem unnar voru á vegum Rann- sóknar- og greiningar. Notkun nemenda á nef- og munntóbaki er langt yfirmeð- W altali sé tekið mið j afhöfuð- borgar- svæðinu og land- inu í heild. Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri, Gils Jóhannsson lögregluvarðstjóri og Árni Þorgils- son, æskulýðs- og menningarfull- trúi Rangárþings, heimsóttu nemendur í 7. til 10. bekk nú á dögunum og kynntu þeim niður- stöður könnunarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.