Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Qupperneq 27
Lesendur Garðyrkjumaðurinn segir 0V Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 2005 27 Febrúarbyltingin hefst Á þessum degi árið 1917 hófst Febrúarbyltingin svokallaða í Rúss- landi. Nafn hennar kann að hljóma sem rangnefni, en samkvæmt júlí- anska tímatalinu, sem Rússar fóru eftir á þeim tíma, gerðist þetta í febr- úarmánuði. Byltingin hófst vegna gffurlegs matarskorts í St. Péturs- borg og dreifiðist fljótt um borgir og bæi. Viku síðar endaði aldagamalli stjórn keisara í landinu með falli Nikulásar II. Þannig tóku Rússar stórt skref í átt að kommúnistísku samfélagi. Þegar hér var komið sögu voru flestir Rússar orðnir langþreytt- ir á stjórn keisarans og búnir að missa allt traust á honum, einkum vegna mikillar spiliingar. Efnahagur ríkisins spilaði einnig stóra rullu, enda hafði það farið flatt á stríðs- rekstri í heimsstyrjöldinni. 8. mars fóru því margir út á göt- urnar að krefjast brauðs. Um 90.000 manns mótmæltu harðlega og brut- ust víða út átök við lögreglu sem kvödd var til að bæla mótmælin nið- ur. Hlýðni lögreglunnar við yfirvöld fór þverrandi með hverjum degin- um og endaði með því að hún, ásamt hernum, tók málstað mót- í skemmtilegasta starfi í heimi „Þetta er skemmtifegasta starf í heimi," segir Bjami Þór Eyvindsson, læknir á slysa- og bráðamóttöku Lands- spítalans. Hann er formaður Félags ungra lækna - unglækna svokallaðra. Spumingunni um hvenær menn hætta að vera ungir læknar svarar Bjami á þá leið að það sé teygjanlegt hugtak, en miðast yfirleitt við lok sérfiræðináms þeirra. „Það kom enginn annar starfsvett- vangur til greina hjá mér, enda búinn að leggja línumar að því að verða læknir frá tíu ára aldri," segir Bjami. Hann segir al- gengt að bömin feú í „atvinnufótspor“ foreldranna hvað þetta varðar, en svo var ekki í hans tilfelli. Bjami segir að reyndar hafi ekki kveðið svo sterkt að læknisdraumnum hjá sér að allar barnabækur hans hafi verið um manns- líkamann og þvertekur fyrir að hafa ver- ið að kryfja dýr á unga aldri. „Það er svo margt við þetta starf sem heillar. Samskipún við fólkið og mögu- leikinn á að hjálpa því í neyð er auðvitað í fýrsta sæti. Þótt það sé skemmtilegt er það líka erfitt og krefjandi, enda tekur það oft á andlegu hliðinni hjá manni, sérstaklega þegar maður er að vinna á neyðarbílnum og koma að slæmum slysum. Þá er mikilvægt að eiga vísan góðan stuðning fjölskyldu og vina og geta talað um hlutina, en ekki byrgja þá inni. Við læknar pössum líka vel upp á hvem annan og tölum út um þau atvik sem upp koma í starfinu. Það er líka ómetanlegt." Bjami segir læknastéttina í heild sinni vera komna langan veg frá því að vera hefðarstétt fom'ðar. „í gamla daga var ákveðin hefð fyrir því að menntaðar stéttir hrokuðu sér upp á grundvelli menntunar. Það er löngu horíið sem betur fer og læknar „Hver er munurinn á Guði og lækni? Guð heldur ekki að hann sé læknir." hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að gera sig frekar að hluta af þjóðfélaginu heldur en eitthvert alræðisvald þar yfir. Áherslan á samspil líkama og hugar hef- ur lfka verið mikið undanfarin ár. Þannig hefur sáffræðilega hliðin stækk- að og meira að segja húmor farinn að segja úl sín innan stéttarinnar." Bjami sannar það með stuttum brandara: „Hver er munurinn á Guði og lækni? Guð heldur ekki að hann sé læknir." ami er uppalinn í Nlosfellsbae til sextán ára aldurs en hefur buið i Kópavogi siðan i. Hann er sonur þeirra Margrétar Friðriksdóttur og Eyvindar MbMwnr. Hann skrifaðist frá Menntaskólanum í Kópavogi 1994 og sem lækn ir fra Hf arið 2003. —---------------------- Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Úr bloggheimum Þegar ég ákvað að skrifa þessa pisúa, hét ég því að tala ekki um neitt annað enn eitthvað sem ég gæti gert lítið grín að og fundið einhverja lausn á. Og fyrst og fremst ekki verða mjög persónu- legur. Nú ætla ég þó að gera und- antekningu á því. Nú kvarta ég. Ég er Hafnfirðingur og hef ver- ið talsmaður og „lobbyisú" fyrir því að allir búi í Hafnarfirði. Það er ekki bara fegurð bæjarins, hið frábæra fólk sem þar býr, víking- arnir, álfarnir, hraunið, þar var líka eitt annað. Þar var til „lókaf" bar - einstakur í sínum flokki. Á „lókalnum" (A. Hansen), sem ég hef alltaf hrósað fyrir að vera ódýrasti bar á landinu (hef meira að segja talað fyrir því í 101) var verðbólgan í núllinu í 15 ár. í 15 ár kostuðu bjórarnir - tveir fyrir einn - 500kr. íslenskar. Enn svo bregðast krosstré sem önnur, nýtt fólk tekur við „lókalnum" og ákveður að setja dúk á borðin, nýja kertastjaka og 100 krónur í viðbót á bjórinn. 100 krónur hljómar kannski lítið. Það er samt 20% hækkun. Já 20% hækkun. Sæmileg mótmæli yrðu áreiðanlega á 20% hækkun skatta, bensín-, matar- og fata- verðs. Ég sé auglýsingu sem hljómar sem svo: „Höfum bætt við 20% á gúllasið - Nóatún." Nú koma sko allir á Hansen... Annars er allt að byrja hjá okk- ur garðyrkjumönnum og ætti líka að vera hjá garðeigendum. Nú er málið að finna sér einhvern sem hefur vit á görðum til að skoða alla möguleika með ykkur. Ég á fáa lausa tíma efúr, en ef þið eruð í vanda hringið bara í mig í mitt númer. Því, eins og við garðyrkju- menn segjum: „sá sem hefur ekk- ert númer er ekkert númer." Ingimar Ingimarsson er... ...Hafnfirðingur AlliráHansen Nikulás II Rússakeisarl Byltingin sem varð hon- unm að faiii hófst þennan dag fyrir 89 árum síðan. mælenda. Þann 15. mars afsalaði Nikulás II af sér krúnunni til bróður í dag Á þessum degi árið 1983 var staðfest með lögum að Ó, Guð vors lands væri þjóðsöngur íslendinga og eign þjóðarinnar. síns, Mikaels. Hann neitaði hins vegar að taka við stjórninni og mark- aði það endalok keisarastjórnar í Rússlandi. Bráðabirgðastjórn landsins verndaði líf keisarans og fjölskyldu hans fjarri borg- inni, allt þar til þann 17. júlí 1918 þegar bolsévikkar tóku fjölskylduna af lífi án dóms og laga. Séð betri hluti „Morfis á föstudaginn. Sterkt lið mr iagði meistarana að velli. mr stóð sig með eindæmum vel og ég verð að segja að fyrri ræða Jón Eðvalds bar afog er ein sú allra besta sem ég hefheyrt í langan tima I Morfís. Mínir menn virtust hins vegar ekki ná nægilega góðum takti, þrátt fyrir að vera allir frábærir ræðumenn. Hefoft séð þá gera miklu, miklu betri hluti.“ Anna Kristín Pálsdóttir - blog.central.is/akp Efast um geðheilsuna „Þau undur og stórmerki gerðust nú í morgun að veröld Jóhannesar snerist á haus.Það var slíkur . 180 gráðu viðsnúningur að ég barasta veit ekki hvernig ég á að haga mér lengur. Þekki ekki þennan nýja Jóhannes. Þannig er mál með vexti að ég heyrði lagið hennar syivíu i úbartinu. Og það fór barasta ekkert i taugarnar á mér. Bara núll. Ekki einusinni þegar hún fór að tala. Þvert á móti fór ég að hugsa um júróvisjón og hlakka til. Ég óttast um geðheilsu mina." Jóhannes Þ. Skúlason - besserwiss.com/blogg/ Bara ripp off skoo! „Svo á sunnudaginn fór ég i ökumat og alltafer verið að hafa afmanni peninga eða 4000 krónur til að fá nýtt öku- skírteini? Svo plus annar 4000 kall fyrir skírteinið sjálft.. Bara ripp off skoo! Hell no! ég þarfað fara aftur i þetta eftir tvö ár vegna þess að ég er með punkt. Ekki vinsælt sko!" Pálína María Gunnlaugsdóttir - blog.central.is/palina11 © Vatn er sameign mannkyns Krístín Helga skrífar. Samfylkingin lýsir sig andvíga því að einkaeignarréttur á vatni verði festur í lög eins og gert er í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til nýrra vatnalaga. Vatn er ein mik- ilvægasta auðlind jarðar og því er það skoðun þingflokks Samfylk- ingarinnar að vatn eigi að skil- greina sem sameiginlega auðlind mannkyns. Frumvarpið er einnig í mótsögn við Evrópulöggjöf um Lesendur vatn. Samfylkingin telur að rétt sé að endurskoða lög sem varða vatn, vernd þess og nýtingu með það að markmiði að staðfesta þjóðarforsjá vatnsauðlindarinn- ar, sem felur í sér ábyrgð samfé- lagsins á vatnsgæðum og sjálf- bærri nýtingu vatns, segir í frétta- tilkynningu frá Samfylkingunni. Langlundargeð Jónínu mjöQ m Fyrirsætan næstum drukknuð „...ákvað að rifja upp gamlar minningar og skella mér i rennibrautina, sem var mjög skemmtilegt. Vorum búin að fara nokkrar ferðir þá ákváðu strákarnir að hætta þessari vit- leysu en ég þráði eina ferð í [...] labbaði svona áfram á pallinn þar sem rennibrautin fer svo niður og þarna stöngin til þess að ýta sér áfram er og fyrsta skrefið sem ég tek og lappirnar fljúga undan mér og ég skell beint á rassinn og renn niður ég missi allan mátt afhlátri og renn á bak- inu niöur i hiáturskasti, fatta svo ekki að ég er kominn á endann á rennibrautinni og dett ofan i sundiaugina með hausinn ofan i og var næstum drukknuð þvi ég var hlæjandi í leiðinni." Ragnheiður Theodórsdóttir - blog.central.is/pocahontas Kona íHafnaifköi hríngdi. Það er með ólíkindum að Hall- dór Ásgrímsson skuli leyfa sér aftur og aftur að ganga fram hjá Jónínu Bjartmarz við val á ráðherrum í ríkisstjórn. En furðu legra er að Jónína skuli láta sér þetta vel líka og ekki segja orð um óánægju sína. Flokksholl er hún og langlundargeð hennar langt að láta þetta yfir sig ganga og vera þæg og góð í stað þess að berja í borðið segja hingað og ekki og lengra. Ekki trúi ég að hún hafi látið Halldór sannfæra sig um að hún fengi ráðherrastól eftir kosningar því litlar líkur eru á að Fram- sóknarflokkurinn verði með í þeirri stjórn sem þá verður mynduð ef marka má fylgi flokks- ins nú. Það þarf mikið að breytast ef af því verður. Það var því síðasti séns fyrir Jónínu að fá stól núna og það * hefði verið í hæsta máta sanngjarnt að Jón Kristjáns- son hefði tekið sér frí úr \ ríkisstjórn og honum \ ^ leyft að hvfla sig og Jónfna fengið þetta eina tækifæri sem nú gafst til að verða ráðherra fram að næstu kosningum. Ég hef alltaf haft álit á Jónínu en missti það við þessar fréttir. Þau mistök urðu í DV á mánu- dag að rangt var farið með hlut- verk fyrirtækisins ESS. Þar var sagt að fyrirtækið annaðist uppihald og mat fyrir starfsmenn Kára- Haldið til hacra hnjúka en svo er ekki. ESS sér um uppihald og mat fyrir starfsfólk ál- versins á Reyðarfirði. Beðist er vel- virðingar á þessari missögn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.