Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 Fréttir 0V Sandkorn Eiríkur Jónsson • Morgunblaðið stingur upp á því í Staksteinum sín- um að Finnur Ing- ólfsson snúi aftur og taki við Fram- sóknarflokknum. Telja má að Finni sé þetta ekki á móti skapi því þeir - sem yfirgefa stjórnmálin ósáttir eiga sér allir draum um endurkomu. Og Finnur hlýtur að hafa vitað af þessum hugmynd- um Moggans þar sem trúnaðarsamband hefur verið á milli hans og Styrmis Gunnars- sonar ritstjóra um árabil... • Annar kostur, sem hljóma kann fáránlega í fyrstu, er að Alfreð Þor- steinsson stígi fram og yfirtaki Framsóknarflokk- inn. Alfreð hefur fyrir löngu sýnt og sannað að hann er flinkasti pólitíkus flokks- ins og hefur stjórnað Reykja- víkurborg með annari hendi eins og ekkert væri. Of gamall? Hvað var Ronald Reagan gamall þegar hann yfirtók Bandaríkin? Og þau eru stærri í sniðum en Fram- sóknarflokkurinn... • Á meðan reyna Vinstri grænir í Reykjavík að tryggja veika stöðu sína. Nú síðast með því að bjóða bókmennta- stjörnunni Andra Snæ Magnasyni yfir í sínar raðir. Andri Snær hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sam- fylkínguna í borginni og til dæmis verið varamaður Dags B.Eggerts- sonar í menningarmálanefnd. Andri Snær mun þó hafa afþakkað boð Vinstri grænna í fýrradag eftir verulega umhugsun... Ýmsar sögur hafa lengi veriö á kreiki um Loch Ness-skrímslið. Margir telja aö þarna sé á ferðinni vera sem sjáist ekki annars staðar. En að mati Dr. Neil Clark er ekki svo. Clark hefur rannsakað málið í tvö ár og telur sig hafa leyst ráðgátuna um Loch Ness-skrímslið. Eftir áralangar getgátur um hvað leynist í raun og veru í Loch Ness-stöðuvatninu í Skotlandi hefur Dr. Neil Clark fornleifa- fræðingur komið fram á sjónarsviðið og sagst hafa leyst ráðgát- una: sirkusfílar að baða sig. Dr. Neil Clark hefur rannsakað skrímslið í Loch Ness, sem hefur oft verið nefnt Nessie, síðastliðin tvö ár. Clark er yfirmaður fornleifa- fræðideildar Glasgow-háskóla. Sagt er að goðsögnin um Nessie hafi gengið manna á milli allt frá því á 7. öld. Síðastliðna öld hefur þó fjölgað tilkynningum um að skrímslið hafí sést svamlandi í vatninu. Óskýrar svarthvítar myndir, hristar myndbandsupp- tökur og óstaðfestar frásagnir er það sem eftir stendur. En Dr. Neil Clark segir vera til skýringu á þessu öllu saman: „Þetta virtist vera skrímsli með langan háls og tvær bungur." „Flestar frásagnir og myndir af skrímslinu birtust eftir árið 1933,“ segir Dr. Clark og heldur áfram: „Það var eftir að lokið var við að leggja veg þarna í grenndinni. Flestar mynd- irnar er hægt að útskýra með því að segja að þarna séu fljótandi trjá- drumbar eða bylgjur á vatninu." Enn til dularfullar myndir Áður en Dr. Neil Clark setti fram kenningu sína voru þó nokkrar myndir sem ekki var hægt að út- skýra. En hann fann svarið við því: „Niðurstöður rannsókna minna benda til þess að þarna hafí verið sirkusfílar á ferðinni. Sirkusdýrum var stundum leyft að baða sig í vatninu þegar sirkusar voru settir upp í grennd við Loch Ness. Þegar fílarnir fóru í vatnið sást oftast bara í ranann og svo kannski stóðu bungur á bakinu upp úr vatninu. • Og þá yfir á Hótel Nordica. Þar varð uppi fót- ur og fit aðfara- nótt sunnudags- ins þegar bachelorgellan Helga Sörensdótt- ir birtist allt í einu í gestamóttökunni og kvartaði yfir fjórum mönnum sem ruddust inn á herbergi hennar. Þar hafði Helga ætlað að eyða nótt með einum bachelor en ekki fimm eins og hún orðaði það svo vel... • Útrás íslenskra fyrirtækja tekur á sig ýmsar myndir. Nú er vefurinn femin.is kominn til London og ætl- ar að reyna fyrir sér þar. Aðal- sprautan og stofn- andi femin.is, íris Gunnarsdóttir, er flutt með fjölskyldu sína til London og gengur bara bærilega að sögn. Vefurinn heldur einmitt upp á sex ára afmæli sitt um þess- ar mundir... Karlmenn eru ekki sáttir með kosningu í bandarískum háskóla. Lesbía valin konungur ársins Kvennaskóli til 2003 Þrátt fyrirþað fóru menn aö sækja skólann árið 1971. Á hverju ári eru há- tíðir haldn- ar í banda- rískum há- skólum sem nefnd- ar eru Heimkoman, í kjölfarið á því að lið skólans í amerískum fótbolta kemur heim úr keppnisferðalagi. Á slíkum hátíð- um er venja að velja konung og drottningu kvöldsins. Mikla athygli vakti þegar sam- kynhneigður kvenmaður var val- inn konungur hátíðarinnar í Hood háskólanum í Maryland. Konan, Jennifer Jones, sem er 21 árs, sló út þrjá karlmenn í kosningu um titilinn. „Mér fínnst það frábært að nemendur leyfi manni að vera maður sjálfur," segir Jones. Valið var þó umdeilt. „Þetta snýst um kyn og hún er kona,“ IIOOD C) OLLL LE segir Singleton Newman einn þeirra þriggja sem töpuðu í kosn- ingunni. Annar þeirra sem urðu undir kosningunni, Santo Provenzano, segir úrslitin hafa gert lítið úr þáttakendum. „Þetta letur þá sem vilja taka þátt í svona kosningum í framtíð- inni,“ segir Provenza- no um uppákomuna í Hood-háskólanum. Eftir að Jones sigraði þremenningana hafa skólayfirvöld verið að fara yfir reglur í sambandi við kosningarnar. Þetta er ein- ungis í annað skiptið sem slík há- tíð í skólanum er haldin, en hann var kvennaskóli allt til ársins 2003. Þrátt fyrir það voru karlmenn farnir að. stunda skólann að ein- hverju ráði árið 1971. Kóngur Jennifer Jones var kóngur Heimkomu- hátlöarinnar sem hald- in var I Hood-skólan- um I Maryland. 75 ára kona rænir banka Marilyn Divine gekk inn í National City-bankann í bæn- um Baldwin í Bandaríkjunum klædd gráum íþróttagalla, með derhúfu, klút vaf- inn yfir andlit- ið og vopnuð skammbyssu. Hún neyddi gjaldkera bankans til þess að tæma pen- ingakassana. Álls rændi hún tæplega 400 þúsund krónum. Banka starfsmaður elti Divine út úr bankanum og keyrði á eftir henni þar til lögregla handtók hana. „Ég var að gera þetta fyrir fólkið sem á ekkert og eng- inn hugsar um,“ sagði Divine í kjölfar handtökunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.