Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 15
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 15 Mikill áhugi !gegnum tíðina hefur mikill áhugi verið á Loch Ness-skrímslinu. Falsað Fjöldi mynda hefur birst á netinu, þær eru þá flestar falsaðar. Heimsathygli Loch Ness-búð ILondon. Margir héldu því að þetta væri ein- hvers konar skrímsli.“ Dr. Clark segir þetta einnig út- skýra sögur sem heyrðust. „Þetta virtist vera skrímsli með langan háls og tvær bungur, einhverskon- ar. Fólk taldi sig því sjá eitthvað sem það hafði aldrei séð áður.“ Verðlaun Árið 1933, þegar fyrstu mynd- irnar fóru að berast af skrímslinu og sögusagnir komust í hámæli, bauð maður að nafni Bertram Mills miklar fjárhæðir fyrir þann sem næði að klófesta skrimslið. Mills vildi fá skrímslið í Olympia- sirkusinn í London, sem var í hans eigu. Þetta vakti heimsathygli. Dr. Clark segir þetta boð Mills hafa verið skiljanlegt. „Þetta kemur allt heim og saman. Bertram Mills Virtur Dr. Neil Clark er deildarstjóri I fornleifafræði Iháskólanum I Glasgow. var tilbúinn að bjóða fúlgur fjár fyrir skrímslið, því hann vissi sjálf- ur að hann var þá þegar með það í sinni vörslu - fflana sína.“ Þessi kenning Dr. Neil Clarks virðist þó ekki hafa haft áhrif á að- dáendur skrímslisins. Fjórar til- kynningar bárust á síðasta ári um að skrímslið hefði sést. Einnig halda myndir áfram að streyma á vefinn, þótt margir efist um að þær séu Ófalsaðar. kjartan@dv.is Leyniskyttan John Allen Muhammad segist þola kulda afar illa Fjöldamorðingi biður um síðar nærbuxur „Ég þoli kulda mjög illa," sagði John Allen Muhammad fyrir rétti í Maryland á mánudag. Muhammad er sakaður um að hafa myrt átján manns ásamt fóstursyni sínum Lee Boyd Malvo í október 2002. Stjúpfeðgamir hafa þegar verið dæmdir fyrir nokkur morðanna. Mál- ið vakti mikla athygli fyrir þær sakir að tvímenningamir notuðust við lang- dræga riffla og skutu á saklausa borg- ara í daglegu amstri. Muhammad er ósáttur við hita- stigið í réttarasalnum og krefst þess að fá betri fatnað. Hann hefur einnig kvartað yfir því að fá ekki aðgang að skjölum sem hann telur mikilvæg til þess að undirbúa sig fyrir réttarhöld í Maryland sem hefjast 1. maí. Frá því að Muhammad kom fyrst fyrir rétt vegna morðanna hefur hann sjálfur reynt að verja sig. Hann rak meðal annars lögfræðinga sína fyrir fyrstu réttarhöld sín, hélt sína eigin opnunarræðu og spurði nokkur vitni í vitnaleiðslum. Þó virðist sem honum Kuldaskræfa Fjöldamorðinginn John Allen Muhammad þolir illa kulda. hafi reynst þetta erfitt því hann end- urréð lögfræðinga sina fljótlega aftur. Muhammad var fluttur úr fangelsi í Virginíu, þar sem fyrri réttarhöld hans fóru ffam, til Maryland. Þar er hann kærður fyrir þau morð sem hann framdi í fylkinu. Að sögn fanga- varða kom hann með sjö stóra kassa, fulla af gögnum í sambandi við mál sitt. Hann reynir eftir fremsta megni Stráklingur John LeeMalvo varaðeins 17 ára þegar morðin áttu sér stað. að undirbúa sig sjálfur fyrir réttar- höldin og hefur gert samkomulag við fangaverðina um að fá aðgang að skjölunum sínum. I Virginíu var Muhammad dæmd- ur til dauða og Lee Boyd Malvo var dæmdur í h'fsú'ðarfangelsi. Ekki var hægt að dæma hann til dauða vegna þess að hann var aðeins sautján ára þegar morðin voru framin. Lögreglan í Englandi leitar aö bólugröfnum manni um tvítugt. Ellefu ára stúlku nauðgað í stórmarkaði Maður um tvítugt réðst á 11 ára gamla stúlku inni á salerni í Sains- bury-stórmarkaðnum í bænum Leamington í síðustu viku. Maðurinn beið eftir stúlkunni fyrir utan salernið og réðst á hana þegar hún opnaði dyrnar. Hann ýttí henni aftur inn á salernið og inn í einn básanna og læsti á eftir sér. Þar inni nauðgaði hann stelpunni. Árásin stóð yfir í um 10 mínútur. Þá kom önnur kona inn á salernið og fór inn i einn básanna. Við það hræddist árás- armaðurinn og lét sig hverfa. Adrian Pearson, yf- irmaður rannsóknar- lögreglunnar í bæn- um, segir manninn hafa hótað stelpunni. „Hann hótaði stelpunni, bannaði henni að segja mömmu sinni og lögreglu frá. Hann skipaði henni einnig að yfirgefa salemið um leið og konan á bás nálægt þeim hafði læst," segir Pearson. Móðir stúlkunnar er miður sín. „Það þarf að ná þessum manni, hann er veikur í höfðinu. Dóttir mín mun aldrei nokkum tíma gleyma þessu. Þetta mun hafa áhrif á hana fyrir lífstíð," segir móðirin. Nafni Nauðgarinn Lögreglan I Bretlandi hefur dreift þessari mynd afnauðgaranum. Sainsbury Nauðgunin átti sér stað inni f stórmarkaði sem er hluti af Sainsbury- keðjunni ÍEnglandi. hennar er haldið leyndu til þess að vernda stúlk- una. Hún segir dóttur sína ávallt hafa verið sjálf- stæða stelpu, en nú þori hún varla að fara í skólann. „Hún á í miklum erfiðleikum með að treysta ókunnugum. Hún getur ekki verið ein neins staðar núna." Mannsins er enn leitað. Hann er sagður vera um 170 sentímetra hár, brúneygður, skolhærður og bólu- grafinn. Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að breytingum að deiliskipulagáætlunum í Reykjavík. Reitur 1.171.3. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.171.3 vegna lóðanna að Laugavegi 4 og 6 ásamt Skólavörðu- stíg 1 a og 3. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðirnar að Laugavegi 4 og 6 og Skólavörðustíg 1a verði sameinaðar í eina lóð, byggja megi á sameinuðum lóðum nýbyggingar með gólfflatar- mál 1760m2 og fjölga hæðum í fjórar ásamt kjallara. Hæð bygginga yrði þó innan hæðamarka gildandi deiliskipu- lags. Nýtingarhlutfall yrði 3,98 fyrir sameinaðar lóðir. Einnig yrði afmörkuð sér lóð fyrir Skólavörðustíg 3. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Skólabær 6, Rofaborg/Selásborg. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbæ/Selás vegna Skólabæjar 6 sem er sameiginleg lóð fyrir leik- skólana Rofaborg og Selásborg. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að húsið Selásborg verði fjarlægt og ný viðbygging myndi rísa sunnan Rofaborgar, viðbygging verður allt að 390m2. Sérstæð bílastæðalóð stækkar og fjölgar bílastæðum og verða samtals tuttugu og fjögur. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 - 16:15, frá 8. mars til og með 19. apríl 2006. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipuiag@rvk.is, til skipulags- og byggingar- sviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 19. apríl 2006. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 8. mars 2006 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.