Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. MAR5 2006 Lifsstíll DfV Léttsúrmjólk og bananar á morgnana Morgunstund Svala Jónsdóttir Ungfrú Suðurland 2005 „Ég fæ mér alltafKelloggs Special-K með léttsúrmjólk og banana út á áður en ég fer I skólann," svarar Svala Jóns- dóttir aðspurð um hvað hún færsér áður en hún tekst á við dag- inn. Þessi fallega stúlka stund- ar nám á félagsfræðibraut við Fjölbrautaskólann I Ármúla. „Annars fæ ég mér helsteitt- hvað hollt ímorgunmat og um helgar fer það alveg eftir því I hvernig stuði ég er.“ Gigja Þórðardóttir wm Kyrrsetufolk þarf hreyfingu Hreyfðu þig reglulega í að minnsta kosti hálf- tíma á dag. Miðlungs erfið hreyf- ing samtals 30 mín á dag gerir hjarta þínu gott. Líkamleg áreynsla þarf ekki að vera mjög erfið til að skila ár- angri. Það sem skiptir máli er að fólk tileinki sér að hreyfa sig í tengslum við athafnir daglegs lífs. Sérstaklega er mikilvægt að kyrr- setufólk breyti munstri sínu og hreyfi sig daglega. Hreyfing sem hluti af athöfnum daglegs lífs. Eins og heima við til dæmis. Þá er garðvinnan góð hreyfing. Gangur eða hjólatúr út í búð. Mjög gott er að fá sér göngutúr fyrir eða eftir máltíðir og losa sig við fjarstýr- inguna á sjónvarpinu. Stattu upp úr sófanum í stað þess að láta færa sér drykk eða snakk í sjónvarps- sófann, þá er ráðlegt að standa upp sjálf/ur og ná í hollan bita. Svo er ekki verra að slökkva á im- banum og taka til heima hjá sér. í vinnunni er ráðlegt að vera hug- myndarík/ur, sérstaklega ef fólk vinnur kyrrsetuvinnu. Fólk sem starfar fyrir framan tölvu ætti að leggja sig fram við að standa upp meðan það talar í síma. Ganga niður á næstu hæð í stað þess að senda tölvupóst eða hringja. Ganga stigana frekar en að taka lyftuna eða fara út úr lyftunni nokkrum hæðum fyrr en það þarf og ganga upp að sama skapi. Svo er gott að nota hádegishléið í góða göngu. Margir vinnustaðir hafa komið sér upp gönguklúbb- um sem efla starfsandann svo um Matur Blandaður grænmetisréttur Uppskrift fyrir tvo til þrjá: 100 gr. AMOY Beansprouts (bauna- spírur) 25 gr. þurrkaðir trjásveppir eða 230 gr. strásveppir 230 gr. kál 100 gr. spergilkál eða aspas 100 gr.gulrætur 1 lítii rauð eða græn paprika 4 msk. olía 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 2 msk. AMOY Oyster Sauce 1 /2 tsk. AMOY Sesame Oil I . Ingvar H. Guðmundsson Kveðja, Ingvar Gerið grænmetið tilbúið til steikingar (skolið og látið renna af dósagrænmeti, bleytið upp og hreinsið sveppi, þvoið og skerið a/lt grænmetið Ijafnstóra bita). Hitið oiíuna á sjóðheitri pönnu þar til rýkur úr. Steikið fyrst ferskt græn- meti 12 mínútur, bætið við dósagræn- meti og steikið 12-3 mfnútur til viðbót- ar og bætið við vatni efþarf. Setjið næst salt og sykur og veltiö vel á pönnunni. Slðast koma ostrusósan og sesamollan, hrærið vel og berið fram heitt eða kalt. Vakning hiá landanum í öllu ■ zt-sr'. íc. ’i „Ég sá bókina Endalaus orka á standi á bókasýningu úti í Frank- furt og féll fyrir henni á staðn- um," svarar Hildur Hermóðsdótt- ir, útgefandi og eigandi Sölku bókaforlags, aðspurð af hverju hún ákvað að gefa út uppskriftar- bókina góðu. „Ég sá um leið að þetta var bók sem okkur vantaði á íslandi og keypti réttinn sam- stundis. Nanna Rögnvaldardóttir þýddi svo bókina fyrir okkur." „Það hefur greinilega orðið vakning hjá landanum því safa- pressur renna út og fyrsta prent- un af bókinn er að verða uppseld. Bókin er notuð á hverjum degi heima hjá mér. Það er ekki síst unglingurinn á heimilinu sem er sólginn í ferskan safa. Við fáum okkur öll einhvern góðan drykk flesta morgna og svo er rosalega hressandi að búa til góðan djús í lok dagsins og láta þreytuna líða úr sér," segir hún og útskýrir fyrir Lífsstíl að hverri uppskrift fylgja líka upplýsingar um hvað ávext- irnir, berin og grænmetið gerir fyrir lesandann. „Ég finn greini- legan mun á starfsorkunni eftir að ég fór að nota þetta svona mik- ið,“ segir hún og brosir fallega. NJOTTU LIFSINS með HJILBRIÍjÐUM LIFSSTIL Lífsstíll fór á /: stúfana í leit að fróðleik hvernig nátt- úran getur fyllt lesend- ur af orku og vellíðan í safaformi. hittum Hildi Her- móðsdóttur sem gaf út áhugaverða bók fulla af upp- skriftum sem gera líkamanum gott. Hildur og Kristín hjá Sölku Hildur (vinstra megin á mynd) gefur Lífsstíl þrjár uppskriftir að söfum sem efla orkuna líkamlega og andlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.