Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 29
Menning DV MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 29 Kjggjggg Íl ■; unHH|■ 1 ..-;■■■ ■■I Síðustu forvöð fyrir vond íjóðskáld Nýhil vildi koma því á framfæri við lesendur menningarsíðu að loka- frestur til að skila inn ljdðum í Is- landsmeistaramót Nýhils í ömurlegri ljóðlist rennur út á miðnætti. Sem fyrr segir, þá verður tekið tillit til asnalegra myndlíkinga, klaufalegs orðalags og ósmekklegs umfjöllunar- efinis, auk annarra stflbragða ömurð- arinnar sem dómnefnd þykir rétt að hafa til viðmiðunar. Athygli skal einnig vakin á því að verðlaunaafhendingu hefur verið frestað um tvo daga. Hún verður ekki 15. mars eins og haldið hefur verið fram, heldur föstudaginn 17. mars. Eiríkur Örn Norðdahl Er Nýhilmaðurinn Eiríkur vont eða gott Ijóðskáld? Um það eru víst skiptar skoðanir. ■■■■■■ Kammermúsikklúbburinn hélt lokatónleika sína í Bú- staðakirkju á sunnudag og flutti þar verk eftir Mozart og Shostakóvitsj. Að mati Sigurðar Þórs Guðjónssonar var sumt leikið af svífandi léttleika en annað ekki. Herfileg skepraun pí : ■; ■"'■ 1 K Æ Æml Sumir telja að strengjakvartettar Shostakóvitsj séu jafnvel merkilegri en sinfóníur hans og í þeim sé tjáning hans dýpri og persórflegri. Annar kvartettinn, frá 1944, var fluttur á þessum tórfleikum. Burðarás hans er annar kaflinn sem nefndur er resítatíf og rómansa. Þar leikur fyrsta fiðla átakanlega harmrænan einleik og gefur verkinu þann sorglega blæ sem einkennir flesta kvartetta tón- skáldsins sem uppi var á óþolandi tfrnum í óþolandi þjóðskipulagi. Þjóðlagablærinn er líka sterkur í þessu ágæta verki. Verkið var sóma- samlega spilað, ekki síst af fyrstu fiðl- unni, jafnvægi raddanna var nokkuð gott og talsverð kynngi í flutningum. Svífandi léttleiki Það fer víst ekki framhjá neinum að í ár eru 250 ár liðin frá fæðingu Mozarts. Lítill friður verður því víst Lfyrir tónlist hans. Það er vissulega bót í máli að mörg verka hans, en alls ekki öll, eru sannkölluð eðalmúsik. Hvað persónu Mozarts varðar þá var hún eflaust mjög ómerkileg eins og látið er liggja í leikritinu og bíómynd- inni um Amadeus. En erfitt er að sjá hvaða máli persóna Mozarts skiptir eiginlega úr þessu. Þær goðsagnir eru löngu liðnar undir lok að þroska- og siðferðisstig mikilla listamanna sé á borð við listgáfu þeirra, hvað þá þeg- ar um er að ræða allt að því yfimátt- urlega hæfiieika eins og Mozart hafði. Flautukvartett hans K. 285 var fluttur af stflhreinum og svífandi létt- leika eins og hæfir honum. Hann er svona léttmeti sem er eins og semji sig sjálft, glaðvært, áreynslulaust og fullt af hugmyndum, sem engu erlflc- ara en Mozart hafi gripið úr loftinu sisvona lflct og kraftaverkarlinn Sai Baba á Indlandi grípur ávexti og ann- að góss út úr alls engu. Lokatónleikar Kamm- ermúsikklúbbins starfsárið 2005-2006. Verk eftir Mozart og Shostskó vtsj. Flytjendur: Hildigunntn Halldórsdóttir, Sigurlauy Eð valdsdóttir, Jónina Auðtir Hilmarsdóttir, Sigurdur Hull dórssonn og Hallfriður Ólafs- dóttir. Bústaðakirkja 5. mars. Tónlist Leikurinn ónákvæmur Þau eru mörg kraftaverkin í lífinu. Divertmentóið K. 563 er eitt af þeim allra mestu. Enginn er víst gagnrýn- andi með gagnýnendum, þegar tón- list Mozarts er annars vegar, hvað þá á Mozart-ári, nema hann vitni í tíma og ótíma í tónlistarfræðinginn Alfred Einstein, sem var frændi afstæðis- Einsteins, en hann segir svo um þetta verk í bók sinni um Mozart: „Mozart samdi fáa úrvinnsluhluta af jafn vægðarlausri alvöru og í fyrsta kafl- anum, fá adagio af annari eins vídd og breidd , fáa lokakafla af jafn inni- legum yndisleika; og jafnvel „glað- .'Ufr'i'rí *r«> Wolfgang Amadeus Mozart „Divertmentóið K. 563, er eitt af mestu kraftaverkum Mozarts. Því má ekki klúðra,“ segir Sig- urður Þórí dómnum. væru„ kaflamir - menúettamir og andantetilbrigðin - hafa safa og dýpt sem aðeins finnast í verkum sem ætl- að er að falla fagurkemm í geð. Að- eins fagurkeri getur metið að verð- leikum hinn lystilega ofna samleik sem er í þessu verki sem virðist þó vera hægverskan uppmáluð: hvert hljóðfæri er primus inter pares; hver nóta er mikilvæg, hver nóta stuðlar að andlegri og tilfinningalegri full- komnum í hljómblæ." Þetta em orð að sönnu. En því miður var flutning- urinn ekki samboðinn þessu ein- stæða meistarverki. Leikurinn var oft hræðilega ónákvæmur og jafhvægi raddanna var satt að segja fýrir neð- an allar hellur, fiðlan lék eins og hún væri misheppnuð prímadonna og hin hljóðfærin dröttuðust svona með, iðulega hálf fölsk og tjásuleg. Þetta var herfileg skapraun. Svona verki má ekki klúðra. Sigurður Þór Guðjónsson Susan Stryker Heldur fyrirlestur um I reynslu sina sem transsexual manneskja I bandarísku fræðasamfélagi. Hvernig erað skipta um kyn? Um þessar mundir efria Sam- tökin ‘78 til hádegisfyrirlestra í Háskóla íslands. Sex fyrirlestrar em á dagskrá á vormisseri og sá fjórði í röðinni er haldinn nú á föstudaginn. Þar mun Susan Stryker, ffæðimaður frá Kaliforníu, flytja fyrirlestur um reynslu þeirra sem skipt hafa um kyn. Fyrirlesturinn nefnir hún: An Introduction to Transgender Stu- dies. A personal and professional account. Dr. Susan Stryker er heims- þekkt fyrir framlag sitt til upplýstr- ar umræðu um líf og reynslu transgender-fólks og hefur sent frá sér fjölda fræðigreina. Eftir hana liggja tvö vinsæl heimildarit, Gay by the Bay og Queer Pulp, og hún er annar höfundur heimilda- myndarinnar Screaming Queens (Skrækjandi drottningar) sem sýnd er á Hinsegin bíódögum nú síðar í mars. í fyrirlestri sínum fjallar Susan um reynslu sína sem yfirlýst trans- sexual manneskja í bandarísku fræðasamfélagi, upphaf fræði- rannsókna um transgender- reynslu á síðasta áratug, samband þeirra fræða við kvennafræði og hinsegin fræði og mögulegt gildi þeirra fyrir félags- og hugvísindi framtíðarinnar. Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 101 í Odda og hefst kl. tólf á hádegi. Að honum loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram spumingar og taka þátt í stuttum umræðum. Nýr bókaflokkur hjá Eddu útgáfu. fjp Fyrir þá sem vilja ná tökum á lífi sínu „Hinn þveri hugur leynir okk- ur þeirri staðreynd að við fang- elsum okkur með því að halda í reiði og hatur." Þessi setning er ein af mörgum góðum sem finna má í bókinni Fyrirgefningin - heimsins fremsta lækning eftir Gerald G. Jampolski. Þar er því lýst á einlægan hátt hvernig fyrir- gefningin getur frelsað fólk úr fjötrum beiskju, ótta og sársauka. Guðjón Bergmann þýddi bókina, en hún kemur nú út ásamt tveim- ur öðrum í bókaflokknum Listin að lifa. Sjálfsrækt, heilsa og hug- arró Listin að lifa er nýr bókaflokkur frá Eddu útgáfu sem kemur út und- ir formerkjum Vöku-Helgafells. Sí- gild og ný rit um sjálfsrækt, heilsu, hugarró og lífsskilning hafa verið valin af kostgæfni og sett í aðgengi- legan búning. í fréttatilkynningu Listin að clska | Bækurnar þrjár Listin að lifa, heitir flokkurinn. frá útgáfunni segir: „f Listinni að lifa er að finna örvandi og heillandi hugleiðingar margra fremstu höf- unda okkar daga um viðfangsefni sem alla varða. Á tæru og aðgengi- legu máli er opnuð sýn inn í leit kynslóðanna að skilningi, rósemi og bættri líðan. Við erum hvött til að ná tökum á lífi okkar og aðstæð- um og fáum í hendur leiðarvísi að fyllri og heilsteyptari tilveru. Að lifa og vera til er vandasamt og stór- brotið verkefni og þar er enginn fæddur meistari. En með ástundun og leiðsögn öðlumst við þroska til að mæta erfiðleikum og áskorun- um af opnum huga og skilningi. Við lærum listina að lifa." Hvers vegna ég? Auk bókarinnar um fyrirgefn- inguna hafa komið út bækurnar Listin að elska eftir Erich Fromm og Hvers vegna ég? eftir Harold S. Kushner. Hvers vegna ég? er sígild met- sölubók sem veitir skynsamleg svör við þessum erfiðu spurning- um. Höfundurinn, Harold S. Kus- hner, varð sjálfur fyrir miklu áfalli sem fékk hann til að spyrja sig grundvallarspurninga um gæfu og forsjón. Með eigin reynslu að vopni vísar hann á leiðir til að takast á við sársaukafulla lífs- reynslu, finna styrk til að bera þjáningar sínar og sættast við lífið á ný. I Listinni að elska lýsir síðan Er- ich Fromm mætti ástarinnar í öll- um hennar margbreytilegu mynd- um og útskýrir hvernig fyrir henni er komið í samfélagi okkar. Bókina þýddi Jón Gunnarsson. Tumi Magnússon, myndlistarmaöur í Opnar sýningu I i8 á morgun. Sýnir Ijósmyndir og myndbands- verk Tumi Magnússon opnar sýn- ingu í i8 gallerí á morgun. Tumi hefur í verkum sínum einbeitt sér að hversdagsleikan- um með írónískum og húmorísk- um hætti. Myndefnið er oftar en ekki eitthvað sem við þekkjum úr okkar daglega lífi en verður oft óþekkjanlegt í meðförum lista- mannsins. Málverkið er sá miðill sem Tumi hefur lengst af unnið með og er kunnastur fýrir en undanfarin ár hefur hann notað ljósmyndir og myndbönd í inn- setningar. Á sýningunni nú sýnir hann ljósmyndir og myndbands- verk sem eru á mörkum málverks og ljósmynda. Síðasta haust tók Tumi til starfa sem prófessor við Konung- legu dönsku listakademíuna eftir að hann hafði starfað sem pró- fessor við Listaháskóla íslands frá stofnun hans. Þetta er í annað sinn sem listamaðurinn sýnir í i8 og sýningin verður opnuð kl.17. i8 er opið miðvikudaga til föstu- daga frá 11-17, laugardaga frá 13- 17 og eftir samkomulagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.