Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 Neytendur DV Með hækkandi eldsneytisverði, hækkandi vöxtum og lægra gengi íslensku krónunnar er næsta víst að kostnaður við rekstur einkabílsins eykst. Nýjar tölur frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sýna fram á hvað það kostar að eiga og reka bíl í dag. samkeppni, þvi þar sé barist um bit- ana. Runólfur segir fjölda fólks ekki gera sér grein fyrir hver raunkostnað- ur þess að reka bíl sé. Því sé mikils vert að vekja athygli á því og þeim leiðum sem færar séu til að minnka kostnaðinn. Runóffur Ólafsson Formaóur FIB segir margt hiegt aö gera tií aö minnka kostnaö bifreiöa. OBVtfc Þrátt fyrir hækkandi verð á mörgum rekstrarþáttum bfls eru engin lát á bflakaupum fslendinga. Að mati bflasala notaðra bfla sjá þeir lítil áhrif af auknum bflainnflutningi, fólk sé einfaldlega að bæta við sig bflum. Að eiga bfl er þó ekki það sama og reka hann. Með hjálp FÍB varpar DVljósi á raunkostnað þess að reka bflinn. Félag íslenskra bifreiðaeigenda tekur árlega saman kostnað við rekst- ur einkabflsins, reiknaðan út frá mis- munandi forsendum. Breytur í þess- um útreikningum em nokkrar, þar á meðal í bensíni. í dag er sjálfsaf- greiðsluverð á 95 oktana bensíni.vfð- ast í kringum 110 krónur á hvem lítra, en FIB miðar út ffá 115,6 krón- um á lítrann. Það er því hyggilegt að leggja það á sig að tanka sjálfur og spara þannig nokkur þúsund á ári. Miðað við útreikninga FÍB hefur rekstrarkostnaður bíla hækkað um ríflega tvö og hálft prósent að meðal- tali ffá síðasta ári. Orsakanir hækkunar „Það er fyrst og fremst eldsneytið sem veldur hækkuninni ára á mÚli,“ segir Runólfur Ólafsson, formaður FÍB. „Dekk og varahlutir hafa lftillega lækkað undanfarið, á meðan þjón- ustan hefur hækkað aðeins í sam- ræmi við þróun launavísitölu." Kosmaður við tryggingar segir Runólfur hafa lækkað á milli ára og rekur hann það beint til aukinnar Það er hægt að spara Augljósa spumingin í þessu er því hvar hægt sé að spara. Hér til hliðar em nokkrir liðir sem gætu vísað þér veg í þeirri áætíun að spara pening- inn við rekstur bflsins. Auk þess er hægt að benda á heilsubótina sem fólgin er í að sleppa bflnum, stimd- um að minnsta kostí og taka hjólið fram. Einnig má leiða lflcur að því að hægt sé að hafa ágætís tímakaup með því að sleppa bflnum og kaupa kort í strætó. haraldur@dv.is HELSTU flHRIFSÞÆTTIR BENSÍNEYÐSLU STÆRÐ OG ÞYNGD: Meðal bíla i svipuðum stærðarflokki getur verið mikíll munur á eyðslu. Athugaðu það vel þegar þú berð tegundir saman. Aflmikil bflvél vinnur ekki sem best í venjulegum borgarakstri og eyð- Ir oft meira fyrir vikiö. Þú getur áreiðanlega fundið bíl með lága þyngd og hagkvæma vél ásamt því aö uppfylla kröfur þínar um pláss, þægindi og öryggi LOFTKÆLING OG SÆTISHITARAR: Aukahlutir i bíl hafa venjuiega litla þýðingu á eldneytiseyðslu, en loftkæling er undantekn- ing. Samkvæmt sænskum mælingum getur eyðsla aukist um 15 prósent sé korfið notað á heitum sumardögum. Þetta er kannski eitt- hvað sem við á Islandi þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af, en sætlshitarar geta lika aukiö eyðslu um tvö til fimm prósent. SJALFSKIPTING: Venjulega eyðir sjálfskiptur bill um fimm til tiu prósent meira en samsvarandi, beinskiptur bill. BREIÐ DEKK: Breiðari hjóibarðar en þeir sem koma frá verk- smiðjunni auka eyðslu um nokkur prósent. LOFTÞRYSTINGUR DEKKJA: Réttur þrýstingur í dekkjum sparar ekkí að- eins slit á þeim, heldur lika bensin, þar sem meira viðnám myndast af of lágum þrýst- •ngi í dekkium. SKIPULEGÐU FÖRINA: Bara með þvi að athuga hver er stysta og hag kvæmasta leiðin staða á milli getur sparað þér þónokkuð i bensini. Bara með þvi að nota sim ann getur þu sparað þér sporin - og bensinið. HALTU HONUM HREINUM Með því að þrífa og bóna bílinn reglulega (og þá meinum við oftar en árlega) verður lakk bilsins betur varið fyrir óhreinindum og ryðmyndun. Leti við að þrifa kemur niður á verðmæti bilsins i end ursölu. Verðflokkur (kr) 1.400.000 1.400.000 1.800.000 1.800.000 2.600.000 2.600.000 Þyngd(kg) 900 900 1050 1050 1300 1300 | Eyðsla (1/100 ton)______________________________ 8_________________8___________9 9___________11 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.