Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 Síðast en ekki síst DV Hampfræ til „Nei, maður verður ekki skakkur af því að borða svona hampfræ," segir Þuríður Ottesen, fram- kvæmdastjóri Gengur vel sem flytur inn heilsubitana Hemp Seed Bar. Sjónvarpsstjarnan Dr. Gillian mælir með Hemp Seed Bar. Bitarnir eru til sölu víða í heilsubúðum landsins, þeirra á meðal Melabúð- inni. Sumir töldu að með neyslu hampfræjanna myndu afköst og ró- mprn lyndi ritstjórnarinnar fylgj- r r Þ W ast að eins og reynslan hef- ur sýnt sig vera meðal listaspíra og artista-wannabes. En annað kom á daginn þegar blaðamaður Ha? reyndi heilsubitana á sjálfum sér: uf.Virs ** «1 ÍaGAN'f Hemp Seed Bar Heilsubitarnirsem Dr. Gillian mælir með. heilsubótar Annarlegra ' ít áhrifa gætti ekki. „Heilsu- bætandi áhrif fitusýranna sem hampur inniheldur hef- ur alltaf verið að koma betur og bet- ur í ljós," útskýrir Þuríður og heldur áfram: „Ef maður borðar tvær matskeið- ar á dag af fræjunum fær maður þann ráðlagða dagskammt sem fólk þarf. í þessum heilsubitum eru fræ- in afhýdd, enda myndu þau áreið- anlega brjóta tennur ef svo væri ekki. Það þýðir þess vegna lítið að reyna að gróðursetja þetta og fá hassplöntur upp. Ef maður reykir hampinn setjast fitusýrurnar innan á miðtaugakerfið og hafa mjög skaðleg áhrif. En með því að kjamsa á þessu fær maður hins vegar heilsu fyrir lífstíð." Þannig er dómurinn fallinn; hampur er allra meina bót - nema þegar maður reykir hann. Hvað veist þú um nainið Pétur 1. Hvaða fiskur er nefndur öðru nafni pétursfiskur? 2. Hvað heitir skeggþráður á höku þorsksins? 3. Hvað er pétursspor? 4. Hvað er pétursskip? 5. Af hverju er að flnna mörg orð úr sjávarríkinu sem byrja á nafninu Pétur? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? „Magni hefur alla tíð verið mjögyfirveg- aður og ró- legur og það haggaði honum ekki neitt," segir Maggý Hrönn Her- manns- dóttir, móð- irMagna Hafsteinssonar, körfubolta- manns I Snæfelli I Stykkishólmi. „Hann byrjaði I körfubolta sjö ára og var frá upphafi ákveðinn I að karfa skyldi það vera og ekkert annað þótt hann hafi einnig verið i frjálsum um tlma. Hann hefurgengið I gegnum þykkt og þunnt með mér og þrátt fyr- irþað hefur hann alltafhaldið ró sinni. Ég man ekki eftir að við höfum nokkru sinni rifist og ég þurfti aldrei að hafa neitt fyrir honum. Magni var eins og hugur minn og hefur alltaf verið þessi hógværi, prúði og yndis- legi piltur sem var þakklátur öllu sem gert var fyrir hann. Hann er einstakur drengur sem ekki er annað hægt en vera stolt af.“ Maggý Hrönn Hermannsdóttir er móðir Magna Hafsteinssonar, körfuboltamanns með Snæfelli, sem fæddur er i janúar 1981. Magni sem hófferilinn með KR er nú lykilmaður i liði Snæfells og þykir einn sterkasti leikmaður úr- valsdeildar karla í körfubolta. Drykkja eyksl lémplarar vakni „Ég er ekki hissa á því. Alltaf ef slakað er á hömlum þá er þetta. Ég fékk strax bölvun á þessu þegar ég var smástrákur, sá fátæka verka- menn vera að eyða í þetta í stað þess að hugsa um heimili sín. Þá hét ég að koma aldrei nálægt þessu og berjast gegn þessu eins og hægt væri," segir stórtemplar- inn Árni Helgason í Stykkishólmi. Samkvæmt tölum frá Hagstof- unni þamba nú íslendingar brennivínið sem aldrei fyrr. í fyrra seldust tæplega 22 milljónir lítra samanborið við 20,4 milíjónir árið 2004. Aukingin nemur sjö prósent- um. Sala léttvíns eykst en einnig sala á sterku áfengi sem er nýtt. Hver íslendingur, sé miðað við 15 ára og eldri, hefur því drukkið rúma sjö lítra. Árni man tímana tvenna. Verð- ur enda 92 ára 14. mars. Hann reynir sitt til að hafa áhrif á fólk og hélt úti barnastúku og eldri stúku í 40 ár. Aðspurður segir Árni erfitt að sporna við fæti. Þegar þetta var bannað hafi smygl aukist til mik- illa muna og mönnum þótti fremd í að koma áfenginu í fólk. „En þegar ég var að alast upp var góðtemplarareglan ákaflega sterk. Þá þótti til dæmis skömm að Árni Helgason í Stykk- ishólmi Templarinn man timana tvenna. Þegar hann var að alast upp þótti til dæmis skömm að því ef kvenmaður drakk. því ef kvenmaður drakk," segir Árni. En hann segir að dregið hafi úr styrkjum til templara eftir því sem fækkaði í hreyfingunni. Árni telur ekki úr vegi að með því að skjóta styrkari stoðum undir templararegluna, sem nú telur að- eins um hundrað manns, mætti koma til varnar gegn áfengisböl- inu. „En það þarf mikið til. Þegar ég gafst upp fann ég engan til að taka við af mér nema tækist að útvega greiðslu fyrir. Menn vinna ekki sjálfboða- og hugsjónastarf leng- ur. Síðan hefur leiðin legið niður á við og jafnvel komið ofan í krakk- ana. Einn góður bindindismaður sagði um daginn: Verðum við ekki að láta þetta ganga sér til húðar þannig að menn drukkni í þessu. Það er spurning- in? Við erum systkinabörn í báðar ættir við Helgi Seljan. Við höfum verið að reyna að koma vit- inu fyrir fólkið. Svo er verið að tala um fátækt. Ég tel að fátæktin sé mikið af völdu áfengis. Menn láta það sitja fyrir. jakob@dv.is Komstundum í Klúbbinn Klúbburinn ÞeirJón Kaldal, Ólafur Laufdal, Guð- jón Jónsson og Sigurbjörn Eirlksson árið 1983. Gamla myndin að þessu sinni er tekin í desember 1983 á skemmti- staðnum Klúbbnum en þar var ver- ið að enduropna staðinn eftir gagn- gerar breytingar og uppsetningu nýrra innréttinga. Ólaf Laufdal rámar í þessa veislu en hann segir að hann hafi stund- um komið í Klúbbinn á þessum árum þótt hann hafi átt tvo skemmtistaði sjálfur, þ.e. Hollywood og Broadway. Með hon- um á myndinni eru þeir Jón Kaldal, Guðjón Jónsson og Sigurbjörn Ei- ríksson, eigandi Klúbbsins. „Sigurbjörn var sér- stakur öðlingsmaður, um það voru allir sam- mála sem kynntust | honum," segir Ólafur I Laufdal. „Ég hafði þekkt hann lengi er þarna var komið sögu enda vann ég fyrir hann í Glaumbæ, þeim eðalstað, þegar sá staður var og hét." Ólafur segir að Klúbburinn hafi verið vinsæll og vel sóttur staður á þessum tíma og ætíð gaman að koma þar inn fyrir dyr. FLOTT hjá Hrafni Gunnlaugssyni að forða meðborgurum frá þvi að greiða í bilaða stöðumæla með því að breiða poka yfir þá. Svörviöspumingum: 1. Ýsa. 2. Pétursangi eða pétursbeita. 3. Skarð í höku, V- svarti bletturinn aftan við eyrugga ýsunnar og hola ut- anvert á hestfæti ofan við hné. 4. Tómt egghylki skötu- tegundar. 5. Pétur postuli var fiskimaður. Krossgátan Lárétt: 1 þrjósku,4 deig, 7 ála,8 geð, 10 gremju, 12 er, 13 andaðist, 14 ánægja, 15 kraftar, 16 slöngu, 18 bikkju, 21 af- drep, 22 kvittur, 23 hneisa. Lóðrétt: 1 nöldur,2 hæðir,3 skapstyggi,4 elding, 5 skjól, 6 læsing, 9 lítilfjörlegur, 11 heila- brot, 16 kúst, 17 elska, 19tré,20 slóttug. Lausn á krossgátu •uæ>|07 'm|?6l'isezi 'dps 91 '|jnj6 11 'uu9|>| 6 's?| 9 'Jba s 'S9f|niunjd V '|>|>joisddn £ 'esý r'sncj t 'uýius ez 'iied zz '|9Í>|s 13 'ij|?í 8 L '>l?us 91 'UQ S l 'unun y i 'is^j £ i 'iuas z l 'söjn o L 'de>|S 8 'eJjds l 'IQAd k 'n?Jd L :»?J?1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.