Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 6. MAÍ2006
Helgarblað DV
Jónas Garðarsson
Stórslasaðist I slysinu en
segistekki vera ábyrgur.
Andrúmsloftið var á köflum rafmagnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar Jónas Garðarsson og eigin-
kona hans Sigurjóna Harpa Helgadóttir báru vitni í Viðeyjarsundsmálinu í gær. Jónas er ákærður fyrir
manndráp af gáleysi en hann neitaði sök við þingfestingu málsins.
BEÐIÐ EFTIR
BJÖRGUN
Harpan keyrir á Skarfasker á
13 sjómilno hraða
Bjorgunarsveitin Ársæll fær
rautt utkaíi fra Aleyóarlínunni
Jónas Garðarsson neitaði í gær að hann bæri nokkra ábyrgð á því
að skemmtibátur hans, Harpa RE, steytti á skeri á 13 sjómílna
hraða með þeim afleiðingum að tvennt fórst aðfaranótt 10. sept-
ember í fyrra. „Næst man ég eftir því að ég var á sundi. Báturinn
var á hvolfi og konan mín og sonur á kilinum."
Sökinm vaipaði Jónas á Matthildi
Victoriu Harðardóttur sem lést í sjó-
slysinu. Jónas segir að unnusti hennar,
Friðrik Hermannsson, sem einnig lést
þegar Harpan fórst, hafi sóst eftir því að
Matthildur fengi að sigla Hörpunni og
hann hafi fallist á það. Skyggni var afar
slæmt umrædda nótt, rigning, hvasst
og niðamyrkur. Matthildur hafði enga
reynslu til sjós en mælingar sýna að
Jónas var sjáífur oíurölvi.
Fjölskyldurnar fylgdist með
Salur númer 101 í Héraðsdómi
Reykjavíkur var fullur út úr dyrum í
gær. Þá fór fram aðalmeðferð í máli
Ríkissaksóknara gegn Jónasi Garðars-
syni en honum er gefið að sök að hafa
með stórfelldri vanrækslu orðið vald-
ur að dauða Friðriks Ásgeirs Her-
mannssonar og Matthildar Harðar-
dóttur. Öðrum megin í salnum sátu
fjölskylda, aðstandendur og vinir
hinna lámu. Hinum megin í salnum
eiginkona og dóttir Jónasar auk fjöl-
miðlafólks sem fylgdist grannt með
gangi mála.
Tvöglösaf gini
Jónas Garðarsson mætti í héraðs-
dóm ásamt verjanda sínum Kristjáni
Stefánssyni skömmu áður en þing-
hald hófst klukkan níu í gærmorgun.
Hann studdist við hækjur sem hann
hefur notað síðan hann var útskrifaður
af spítala en Jónas tvílærbromaði þeg-
ar skemmtibátur hans keyrði á 13 sjó-
mílna hraða á Skarfasker.
Gegntjónasi í réttarsalnum sat Sig-
ríður Friðjónsdóttir saksóknari ásamt
réttargæslumönnum aðstandenda
Friðriks og Matthildar. Eftir að dómari
hafði kynnt Jónasi skyldur hans og rétt-
indi hóf Sigríður að spyrja út í atburði
hinnar örlagaríku nætur.
Jónas viðurkenndi fúslega að hafa
neytt áfengis umrædda nótt. Magnið
varþóáreiki.
„Um tvö glös af gini og eitthvað af
rauðvíni," svaraði Jónas aðspurður.
Síðar í réttarhöldunum kom fram að
hannhefði verið með ábilinu 1,1 til 1,8
prómifl af áfengi í blóðinu um það leyti
sem slysið varð. Jónas er um 190 sentí-
metrar á hæð og rúm hundrað kíló að
þyngd.
„Það var Maddý"
Aðspurður hver hefði verið við
stjómvölinn þegar Harpan keyrði á
Skarfasker svaraði Jónas:
„Það var Maddý, Mattltildur."
Saksóknari spurði um leið hvem-
ig á því hefði staðið. Þá svaraði Jónas:
„Friðrik sóttist eftir því. Hann vildi
endilega að Matthildur fengi að stýra."
Því næst útskýrði Jónas fyrir sak-
sóknara og dómurum að hann hefði
leiðbeint Matthildi hvemig ætti að
stýra Hörpunni sem leið lægi heim í
Snarfarahöfnina í Sundahöfii.
„Næst man ég eftir því að ég var á
sundi. Báturinn var á hvolfi og konan
mín og sonur á kilinum" sagði Jónas
aðspurður hvað hefði gerst eftir að
hann fól Matthildi stjómina á bátnum.
Hjónin bera við minnisleysi
Á ýmsum stigum aðalmeðferðar-
innar í gær var Jónas spurður út í at-
riði sem skipta sköpum til þess að geta
fengið botn í hvað gerðist síðustu and-
artökin áður en Matthildur og Friðrik
létust en Jónas bar ávailt við minnis-
leysi.
Þegar vitnisburði Jónasar var lok-
ið steig kona hans, Sigurjóna Harpa
Helgadóttir, í vitnastólinn. I lögreglu-
skýrslum sem
af henni vom
teknar annars
vegar þann 11.
september og
hinsvegarþann
13. september
er eftir Sigur-
jónu haft að
maður hennar,
Jónas Garðars-
son, hafi ver-
ið við stýri á
Hörpunni um-
rætt kvöld. Að
hann hafi verið
skipstjóri ferð-
arinnar frá upp-
hafi til enda.
Frá hessum
ffamburði vék Siguijóna í gær. Hún
ber nú, líkt og eiginmaður hennar, við
minnisleysi aðspurð hver hafi verið við
stýri þegar Harpan keyrði á Skarfasker.
Á meðan hjónin bám vitni áttu að-
standendur Matthildar og Friðriks oft
á ti'ðum erfitt með að leyna tilfinning-
um sínum. Augijóst var að þeim þótti
erfitt að heyra fullyrðingar Jónasar um
að Matthildur hefði verið við stjóm á
bátnum og breytingamar á framburði
Sigurjónu Hörpu. Andrúmsloftið var
því á köflum rafinagnað, enda ekki við
öðm að búast þegar jafn hörmulegar
atburður er rifjaður upp í smáatriðum.
„Jónas var út úr heiminum"
Lýsingar Siguijónu Hörpu á því
sem gerðist em slitróttar en varpa þó
einhverju ljósi á það sem gerðist síð-
ustu mínútumar í lífi Matthildar og
Friðriks. Hún sagðist muna eftir því að
hafa rankað við sér eftír áreksturinn og
séð Friðrik liggjandi.
„Ég sá strax að hann var dáinn,"
sagði Sigurjóna.
Því næst sagðist hún hafa athugað
með son sinn og séð að hann var heill
áhúfi.
„Jónas var út úr heiminum," sagði
Sigurjóna hins vegar um ástand eig-
inmanns síns en Matthildi sagðist hún
hvergi hafa séð.
„Eg heyrði í henni. En sá hana
aldrei," sagði Sigurjóna sem hringdiþví
næst í Neyðarlínuna.
„Það var erfitt því ég heyrði ekkert
í þeim," sagði hún. „Vélarhljóðið var
svo hátt. Það var eins og það væri verið
að gefa bátnum inn. Síðan átti ég líka
Aðstandendur Matthildar
Systurnar fylgdust allar með
aðalmeðferðinni í gær.
f réttarsalnum Jónas býr
sig undir aðalmeðferðina
erfitt með ásamtverjandasínum
að anda, Kristjáni Stefánssyni.
gat varla -------------------------
talað."
Spurð nánar um vélarhljóðið -
hvort Jónas hefði verið að reyna að
koma bátnum af skerinu, svaraði Sig-
uijóna: „Hann var eitthvað að fálma og
vesenast, ég man ekki."
Hún var þá minnt á það að í einu
Neyðarlínusímtalinu heföi starfsmað-
ur Neyðarlínunnar beðið um að fá að
tala við þann sem væri að stýra skipinu
og þá heföi Sigurjóna rétt Jónasi sím-
ann.
„Hann ætlaði bara að reyna að
bjarga því sem hægt var að bjarga,"
svaraði Sigurjóna þá.
02.10:04
Eftir þetta man Sigurjóna fátt.
Klukkan 02.10:04 hringdi hún í Neyð-
arlínuna. Það var sjötta símtal skip-
verjanna á Hörpunni í 112. í símtalinu
sagði Sigurjóna: „Það eru tvö dáin - við
erum þrjú uppá."
„Eitthvað fyllerísrugl"
Þrátt fyrir öll Neyðarlínusímtöl-
in frá Hörpunni voru
bj örgunaraðgerðir
í landi óskipulagð-
ar og ruglingslegar.
Það virðist aðallega
hafa ráðist af því að
símtölin voru túlk-
uð sem „eitthvað
fyllerísrugl'; eins
og það var orðað af
tveimur lögreglu-
mönnum í réttar-
salnum í gær.
Meðlimir björg-
unarsveitinnar Ár-
sæls fengu rautt út-
kall klukkan 02.02,
örfáum mínútum
eftir að fyrsta sím-
talið kom ffá
Hömunni. Á sama
Sjö metra harðbotna
björgunarskip leggur úr Reykja-
víkurhöfn
Daufljós sjást rétt fyrir utan
Viðey en hverfa svo
Björgunarvesti úr Hörpunni
finnst á floti ísjónum
Gúmbátur frá lögreglunni
finnur flak Hörpunnar, Jónas,
konu hans og son
Harpan sekkur eftir að drátt-
artaug í björgunarbátinn slitnar
tíma voru lögreglumenn aftur á móti
beðnir, af Fjarskiptamiðstöð ríkislög-
reglustjóra, að hafa augun opin með
báti sem gæti hugsanlega verið villtur
vegna „einhvers fyllerísrugls" í skip-
verjum.
Þar til fj órir lögreglumenn, sem fyrir
rælni höföu sjósett gúmbát og skimast
um á Viðeyjarsundi eftir þessar undar-
legu ábendingar, fundu flak Hörpunn-
ar klukkutíma eftir að fyrsta neyðar-
kallið, haföi lögreglan ekki hugmynd
um alvarleika málsins.
Það var klukkan 03.11 sem lögreglu-
mennimir fjórir fundu flak Hörpunnar
marandi á hvolfi. Sigurjóna Harpa sat
á kilinum með son sinn í fanginu en
Jónas hékk í hliðinni, hálfur í kafi.
Hugsuðum bara um fólkið
Sjö metra harðboma gúmbátur frá
Ársæli kom á vettvang skömmu síð-
ar. Lögreglubáturinn tók Jónas og fjöl-
skyldu hans í sinn bát en björgunar-
sveitarmennimir urðu eftir. Þeir settu
taug í Hörpuna í von um að þeir gætu
snúið henni á réttan kjöl.
„Við vorum ekkert að hugsa um
bátinn sem slíkan, bara um fólkið sem
okkur var sagt að væri inni í honum,"
sagði skipstjóri björgunarbátsins. Eft-
ir tvær tilraunir til að snúa Hörpunni á
réttan kj öl gáfust þeir upp og ákváðu að
reyna að sigla með hana í grynnra vatn
til að þess að stranda henni. Klukkan
03.28 slitnaði liins vegar dráttartaugin
og Harpan hvarf í djúpið.
Skipstjóri björgunarbátsins varpaði
akkeri sínu niður með Hörpunni til að
kafarar ættu auðvelt með að finna flak-
ið - og fólkið sem í því var. Þegar þeir
komu á staðinn fannst Matthildur fljót-
lega, látin. FriðikÁsgeir Hermannsson
fannstvikusíðar.
Réttarhöldunum yfir Jónasi Garð-
arssyni verður fr amhaldið á mánudag-
inn.
andri@dv.is