Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 6. MAÍ2006 Helgarblaö DW Idolstjarnan Snorri hefur hreiðrað um sig í stúdíói og vinnur þar hörðum höndum að sinni fyrstu sólóplötu. Þeir sem leika undir eru miklir snillingar og Snorri hyggst fylgja plötunni eftir með lifandi undirleik. Ekki á við hann að syngja við karaókí-undirleik. Þrjú frumsamin lög verða á plötunni en textagerðin er veika hliðin á Snorra. Það er því Stefán Hilmarsson sem leggur hönd á bagga og setur saman orð við lögin. Snorri hefur hreiðrað um sig í stúdíói í eigu Þor- valdar Bjama við Auðbrekku í Kópavogi. Hann kann hvergi betur við sig en i stúdíóum. Og lauk nýlega upp- tökum á nýju plötunni með Jet Black Joe. Er að taka upp sína fyrsm sólóplötu en upptökustjóm ásamt honum sjálfúm er í höndum Vignis Snæs sem þekkt- astur er fýrir að vera helsta sprautan í írafári. „Það verða líklega þrjú lög á plötunni frumsamin. Restin lfldega kover-lög," segir Snorri. Hann segir að enn sé ekki búið að fastnegla neitt og hugsanlega verði leítað í smiðju annarra lagasmiða til að sérsemja lög. „Spurning hvort Viggi eigi eitthvað." Stefnt er að því að Ijúka tökum í iok mánaðarins og að hún komi út um miðjan júní. Lagalistinn úr ýmsum áttum Mörgum leikur líklega forvitni á að vita hvaða lög það em sem Snorri ætlar að taka. Og lagalistinn kem- ur liklega nokkuð á óvart. Til dæmis verður ekkert tek- ið með hljómsveitinni Guns N’ Roses - en þeir sem fylgdust með Idolkeppninni tóku eftir því að sú hljóm- sveit er í miklu uppáhaldi hjá Snorra. „Það er allt of fyr- irsjáanlegt. Verður að vera eitthvað sem fólk skilur ekkert í,“ segir Snorri. Eina lagið sem verður á plötunni og Snorri söng í Idolinu, að undanskyldu sjálfu Idol- laginu, er lagið Fuzzy sem Grant Lee Buffaloo gerði vinsælt. önnur lög sem Snorri nefnir vekja nokkra fúrðu. „I wanna know what love is“ með Foreigner er kcmnski eitthvað sem menn gætu séð Snorra taka. „Gömul eitís-stelpusprengja. Það verður að vera eitt svoleiðis. Svo er pæling að taka Chiquitita með Abba." Ha? „Já. Taka það í annarri útsetningu. Við emm að skoða nokkur lög sem söngkonur hafa gert ffæg. „If it makes you happy" með Sheryl Crow. er eitt þeirra. í stað þess að taka eitthvað fyrirsjáanlegt." Textagerðin veika hliðin Þótt Snorri eigi ýmis lög á lager eftir sjálfan sig er aðeins búið að ákveða að þijú þeirra verði á plöttmni. Snorri segist ekkert endilega semja lög sem henti honum persónulega og nefrúr í því sambandi iag eftir hann sem Heiða tók á sinni plötu. Og Snorri segir jafn- framt sína veiku hlið vera textagerðina. Hann semji gjarnan lög á ensku. Og því hafi verið kallaður til sjálf- ur Stefán Hilmarsson til að smfða texta við lög Snorra. „Enn er þetta opið. Gætu dottið inn fleiri frumsam- in lög. Þetta á að vera svona bcdlöðurokkfílíngur en samt „akústískt". Ekkert „heavy". Þetta verður spiluð plata. Ekki óverpródúsemð. Bandfflingtninn á að heyrast í gegn." Neitar að nota „play-back" Og þá víkur einmitt sögunni að þeim sem spila með Snorra á plötunni. Þar ber fyrst að nefria Vigni Snæ á gítar. Þórir Úlfarsson verður á hljómborð og pí- anó og Benni, trommari ísafoldar, er með slagverkið. Og á bassa verður Eiður Amarson. „Já, hjá Senu. Hann varð að fá að vera með. Ekki hægt að skilja hann eftir," segir Snorri. Þegar plötunni verður svo fylgt eftir ætlar Snorri sér að setja saman hljómsveit. „Ég neita aö koma fram með „play-backi" Það á ekki við mig. Ekki endflega að það sé svona glatað. Það hentar kannski öðmm en ekki mér." jakob@dv.is Snorri Lagavalið á eftir að koma á óvart en Snorri ætl- ar meðal annars að syngja lag með Abba og Sheryl Crow á nýju plötunni sinni. siáttuuéiamarhaðurinn Ný verslun á Vagnhöfða 8 . i Ajrt\W Bestu verðln í bænum 4 Hö án drifs með safnara Verð nú kr. 24.900.- Verð áður kr. 34.900.- 4,75 Hö án drifs með safnara Verð nú kr. 29.900,- Verðáðurkr. 34.900.- Flymo loftpúðavól 25% afsláttur Verð frá 14.990.- ÁTILB0ÐI 18 Hö Briggs & Stratton Besta verðið i bænum kr. 249.000. Fylgir grassafnari 15% afsláttur af annarri vöru í verslun (nema sláttutraktorum) fyrir atvinnumenn 12” án blaðs, verð 74.900.- 14” án blaðs, verð 76.900.- Electrolux Rafmagns velsög Verð 7.900.- Bensin vélsög Vorð kr. 14.900 NYTT Briggs & Stratton orf 4 gengis (þarf ekki að blanda oliu við bensin - minni hávaði) Verðnú 26.900.- Verð áður 37.900,- Sláttuuélamarhaðurínn Viðgerda- og varahlutaþjónusta fyrir sláttuvélar og reiðhjól s: 517 2010 Opíð 10 -14 laugardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.