Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 6. MAl2006 Neytendur DV Hjólað frá Mjóddinni íslenski íjallahjólaklúbburinn hefur þaö f -.. jfv\ WBf markmið að stuðla að auknum hjólreiðum ' sem samgöngumáta. Formaður félagsins, Sólver H. Sólversson, segir að íslenski íjalla- hjólaklúbburinn vilji virkja alla til að hjóla meira og öll þriðjudagskvöld klukkan átta býður klúbburinn fólki að mæta á strætóstoppistöðina í Mjóddinni til að kynnast hjól- reiðarstígum Reykjavíkur undir leiðsögn klúbbsmeðlima. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega til að taka þátt og eru þessar skoð- unarferðir öllum opnar og kosta ekki krónu. Allir með! Bensínverð í vikulok: Gamla góða reiðhjólið í tísku Samkvæmt því sem flestar reiöhjólaverslanirn- ar voru sammála um, þá er mesta söluaukningin á gamla góða reiðhjólinu. Er það þá helst fullorðið fólk á miðjum aldri sem velur sér reiðhjól þar sem hægt er að sitja uppréttur og horfa í kringuin sig. Þessi reið- lijól eru oft með breiðari og mýkri hnakki, stillaniegu stýri og dempara í linakkn- um. Virðast þægindin vera frekar í fyrirrúmi en hrað- inn enda eru þessi reiðhjól oftast með færri gírum en önnur. Y' j Reiðhjólaleiga Það eru ekki margar reið- hjólaleigur í Reykjavík og ástæðan kannski sú að eft- irspurnin er ekki svo mikil. Engu að síður er hægt að fá reiðhjól á leigu hjá Borgar- hjóli sf á Hverfisgötu. Kostar leigan á reiðhjóli 2 þúsund krónur íyrir sólarhring- inn. Starfsmaður Borgar- hjóls segir aö aöallega sé um útlendinga að ræða sem taka sér reiðhjól á leigu og fara í styttri eða lengri ferðir. Margirkannast sjálfsagt við það að rekast á útlendinga á ferð um landið á reiðhjóli og oft eru þeir ekki öfundsverð- ir þegar veðrið er ekki gott og rignir úr öllutn áttum. Frumlegar mót- mælaaðgerðir Spánverjar eru ófeimn- ir við að tjá sig um stn heit- ustu mál og Madrid-búar eru engin undantekn- ing á því. í fyrra fóru reiðhjóla- áhugamenn í mótmæla- reiðhjólatúr í samgönguráðuneytið til að inótmæla því að ekki sé gert ráð fyrir hjólreiðamönn- um á götum borgarinnar. Vildu þeir fá fleiri reiðhjóla- stiga því slysatíðni í Madrid er mjög há vegna hjólreiða- manna sem eru keyrðir nið- ur af tillitslausum ökumönn- um. Eins og sjá má völdu hjólreiðamenn i Madrid frumlega aðferð til að vekja athygli á málstaó sínum. Iir^ V___) Hjólreiðar eru að færast í aukana ef marka má umsagnir reiðhjólaverslana um að sala á reiðhjólum hafi stóraukist frá því á sama tíma í fyrra. Flestar verslanirnar eru sam- mála um það að hækkun bensínverðs hafi töluvert að segja. Hjóla og spara bensínið Núna er að renna upp sá tími að hægt sé að ferðast um á hjóli með góðu mótí. Þeir sem eiga hjól ná í sín úr geymslunum og yf- irfara þau. Hinir fara og kaupa sér reiðhjól fyrir sumarið. MiJdl sala er i reiðhjólum um þessar mundir og fór DV af stað til að kynna sér verðmuninn á reiðhjólum eftir verslunum. Verð á reiðhjólum er mjög svip- að þegar tekið er mið af ódýrustu reiðhjólum hverrar verslunar fýrir sig. Verðið er mismunandi eftir því hvort hjólin eru með dempurum eða ekki. Annað sem hækkar verð hjólanna er hvort þau séu úr áli eða ekki en álhjólin eru dýrari enda létt- ari og meðfærilegri. f sumum versl- unum fylgja reiðhjólunum bretti, bögglaberi, bjalla eða keðjuhlíf en í öðrum ekki. Ódýrustu hjólin er að finna í Nettó þar sem fjallahjól fyrir fullorðna kostar 16.990 krónur. Næst kom Hvellur í Súðavogi með ódýr- asta reiðhjólið sitt á 17.800 krónur. Dýrustu hjólin er að finna í Erninum og kostar það dýrasta um 600 þús- und krónur. Höfum ekki undan „Það er búin að vera ótrúlega góð sala í vor og við höfum ekki und- an,“ segir Jón Pétur Jónsson, eigandi verslunarinnar Arnarins. Jón segir að salan hafl byrjað seinna og sé það veðrinu um að kenna en núna sé það mikið að gera að sum hjólin eru að verða uppseld. „Ég heyri á fólki að þær fjölskyldur sem eiga tvo bíla ætli sér að leggja öðrum bílnum og hjóla í staðinn og svo eru það heilu vinnu- staðirnir sem taka sig á og allir hjóla í vinnuna," segir Jón. Handbremsur gagnslausar „Það sýnir ekki vænmmþykju þegar foreldrar eru að kaupa hjól fyrir börnin sín sem eru keypt í stór- TB-fjallahjólið frá BYKO kostar 17.900 krónur Þriðja ódýrasta fjallahjólið. Barnahjól: Nettó: 16" 7.990-20” 14.990 BYKO: 16" 9.990-20" 10.900 Hagkaup: 16" Funky 9.999 - 20" Mudracer 14.999 Hjólabær Selfossi: 16" 10.970 - 20" 12.990 Húsasmiðjan: 16" Bubbi Byggir 11.390 - 20" Author 14.900 Sportver Akureyri: Schwinn 16" 11.970 - Schwinn 20" 13.970 Hvellur: lcefox 16" 11.992 - lcefox 20" 14.245 Hjólasprettur: Schwinn 16" 13.400 - Schwinn 20" 15.700 Markið: 16" Giant Animator 13.600 - 20" Giant Giant MTX150 20.500 Hjólið ehf.: Trek 16" 13.900 - Trek 20" 15.900 ÖrninmTrek 16" 13.922 -Trek 20" 15.926 G.Á.Pétursson: Mongoose 16" 14.900 - Mongoose 20" 17.900 mörkuðum fyrir lítínn pening en svo er handfangið á handbremsunni hannað fyrir fullorðnar karlmanns- hendur," segir Bjöm Ingólfsson, eigandi Reiðhjólaverslunarinnar Hjólsins á Smiðjuvegi. „Börnin geta ekki bremsað með þessum hand- bremsum og fólk kveikir ekki á perunni fyrr en farið er upp á spítaia með barnið," segir Björn. Hann segir að margir kaupi hjól sem passi ekki handa þeim og séu annaðhvort með of stóru eða of litlu stelli." Þeir sem vanda sig við að kaupa hjól og ftnna það sem passar eru þeir sem halda áífam að hjóla, hinir hætta að hjóla og vilja ekkert af hjólreiðum vita," segir Björn og hvet- Starfsmenn Umhverfisstofu Reykjavíkur Umhverfisstofa létsprauta hjótin sin fneongrænum iit tii að vekja ur alla tíl að gefa sér tíma og kaupa vandað hjól. Ódýrustu hjól viðkomandi verslana: Nettó: Fjallahjól Roadmaster 16.990,15 gíra Hvellur: Fjallahjól lcefox 17.800,18 gíra BYKO: Fjallahjól TB17.900,21 glra með tveimur dempurum Hagkaup: Fjallahjól Dirtrider 19.999 21 gíra Markið: Fjallahjól Giant Rock 25.200 18 gíra álhjól með dempara að framan Húsasmiðjan: Fjallahjól Author 25.900 21 gfra álhjól með dempara að framan Sportver Akureyri: Fjallahjól Schwinn, 21 gíra, álhjól, demparar að framan Örninn: Fjallahjól Trek 820 27.500 21 gíra stálhjól með dempara að framan Hjólið ehf: Fjallahjól Trek 820 27.900 21 gfra cro-mol með dempara að framan Hjólasprettur: Fjallahjól Schwinn 28.900,21 gíra, álhjól, demparar að framan G.Á.Pétursson: Fjallahjól Mongoose 28.900,21 gfra, álhjól, demparar að framan Hjólabær Selfossi: Fjallahjól Frontier FS-ál 21 gíra álhjól 29.970 demparar að framan Vill breyta lögum í þágu hjólreiða Frumvarpið flutt ár eftir ár „Þetta frumvarp er flutt ár eftír ár en fær ekki þær undirtektir sem það á skilið," segir Sigurjón Þórðar- son alþingismaður fyrir Frjálslynda. Hann, ásamt Kolbrúnu Halldórs- dóttur, Dagnýju Jónsdóttur, Sigur- rós Þorgrímsdóttur og Rannveigu Guðmundsdóttur, fluttu frumvarp tfl laga á Alþingi í febrúar síðastliðnum. í því felast lagabreytingar sem með- al annars gera ráð fyrir hjólreiðar- stígum í vegalögum og, eins og segir í frumvarpinu; að hjólreiðar verði að alvöru valkosti fyrir landsmenn. „Það er kostnaðarsamt að gera ekki ráð fyrir hjólreiðarstígum í vegalögum því það kostar meira að breyta eftír á," segir Sigurjón. Hann segir að margir stjórnmálamenn vanmeti þetta frumvarp og að sér finnist skrítið að mörg sveitarfélög geri ráð fyrir reiðstígum fyrir hesta- menn en ekki hjólreiðarstígum fyrir reiðhjólamenn. Sigurjón segir að hann hjóli stundum í vinnuna á Alþingi og er á leiðinni að taka hjólið fram til að byrja að hjóla aftur." Þetta er slugsa- gangur í mér að hjóla ekki meira en ég þarf að koma mér í gírinn," segir Sigurjón. Oddný Sturludóttir hjólar um allan bæ Ókeypis líkamsrækt „Þetta er besta líkamsrækt í heimi og ókeypis líka," segir Oddný Sturlu- dóttír, frambjóðandi Samfylkingar- innar í komandi borgarstjómarkosn- ingum. „Þegar ég stíg upp á hjólið eftír langan og stressandi vinnudag gufar stressið upp um leið og ég byrja að hjóla. Ég reyni að hjóla eins mik- ið og ég get og fer kannski ekki á milli hverfa í Reykjavík en snattast hér í hundrað og einum," segir Oddný. Hún segir að stígurinn sem liggur £rá Æg- isíðu og meðffam sjónum upp í Ell- iðaárdalinn sé mjög skemmtilegur og hún hjólar oft um hann. Oddný segir að sem betur fer sé hjólreiðamenningin að bama í borg- inni og í nýjum hverfúm eins og Vams- mýrinni, Slippasvæðinu og Hlemm, sem em skipulögð ffá grunni, sé gert ráð fyrir hjólreiðastígum. „Ástæðan fyrir því að frumvarpið um breytingu á lögum í þágu hjólreiða hefur ekld náð í gegn ár eftir ár á Alþingi er sú að rík- isstjómin hefur meiri áhuga á álverum en hjólreiðum. Það þarf að skipta um ríkisstjóm," segir Oddný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.