Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 38
46 LAUGARDAGUR 6. MAl2006 Menning DV Velsagt „Svo djöfullega hefur verið við mig búið, að ég gæti aldrei eign- ast þann óvin, að ég vildi óska honum minnar ævi. Og ekki er ég sá níðingur að innræti, að ég vildi verða til að auka mannfjölda í þessu landi, þar sem enginn hugsandi maður með heilbrigða skynsemi og fullu viti á nokkurn tilverurétt - þar sem hver háleit hugsun er svívirt og fótum troðin og aðeins græðgin og frumstæðustu hvatir látnar ráða." Jochum Eggertsson: Skammir. Flugur Á Eddunni í nóvember lýsti Þorgerður Katrín því yfir í beinni útsendingu að nú yrði endurgerð- ur samningur við kvikmynda- iðnaðinn. Og allir stóðu upp og klöppuðu. Nú mörgum mánuðum seinna hefur fátt gerst. Ráðherrann mun hafa ætlað sér að hitta forsvars- menn iðnaðarins með Baltasar og Friðrik Þór í broddi fylkingar en Iþaö hefur dregist og dregist. Urðu menn því að von- um kátir þegar fundur var settur á og bjuggu sig til samninga. Á sið- toustu stundu var fundur færður til og þegar fulltrúar mættu á þrep ráðuneytis sást undir hælana á ráðherra - hann keyrði hjá og vinkaði ekki einu sinni. Eftir sátu menn með undirtyllur og pappíra á borðinu sem munu ekki vera neinar stórfréttir. Menn gera því skóna að tafir á afgreiðslu samn- gtek. inga fyrir kvik- 1T_ myndaiðnaðinn standi í ein- hverju sambandi við frumvarp til laga um Rík- isútvarpið. Verra gengur samsærishöf- undum að finna því einhverja stoð: helsta hug- myndin er að RUV gangi inn í helstu samn- inga stærri verkefna á tilteknum prís fyrir mínútu af leiknu efni og annarri framleiðslu sem fær styrk ffá Kvikmyndamiðstöð. En eins og oft áður hafa menn ekkert fyrir sér í þessum pælingum. Kvikmyndagerðarmönnum gengur þokkalega að hafa í sig og á í góðærinu. En framundan eru óvissir tímar: kvikmyndaiðnað- urinn hér á landi hefur reitt sig á þokkalega styrki sem duga ekki, lengur fyrir nema æ lægra hlut- falli af ffamleiðslukostnaði. Stöð 2, Sýn og Skjárinn hafa einbeitt sér að ódýrari framleiðslu í þátta- ' röðum, og kraftur Sjónvarpsins hefur einkum farið í innanhúss- framleiðslu. Þá er fátt eftir nema auglýsingavinna og bíómynd- ir. Það er ekki bjart fyrir ungt fólk sem streymir nú í nám á þessu sviði. [vikmyndahátíðin í Cannes verður haldin í maí og þangað er stefnt tugþúsundum gesta. hjörnum, sölufólki og framleiðendum, smástirnum og áhugafólki, auk fjölmiðla. Landarfljúga til Hátíðin hefst 17. maí og stend- lur í tíu daga. Kvikmyndamiðstöð Islands tekur þátt í norrænum bás og verður þar sérstök kynning á að- stöðu til alþjóðlegrar kvikmynda- töku hér á landi. Mun iðnaðarráð- j herra sækja hátíð- ma °g 1-SPSs standa fyrir kynningunni. Ingvar Þórðarson framleiðandi tekur þátt í sérstöku átaki til kynn- ingar á evrópskum framleiðend- um eins og skýrt var frá í DV fyrir skömmu. Hann og Júlíus Kemp eru meðframleiðendur að norskri kvikmynd, Den Brysomme Mand, sem valin er í eina af dagskrám á hátíð- inni sem gagnrýn- endur ráða. Sigurjón Sighvatsson verður með tvær kvik- myndir á há- tíðinni: heim- Odamynd um franska knatt- spyrnumanninn Zinedine Zidane, sem kallast Zidane: a 21st Century Port- rait, og myndasafn, Destricted, sem geymir rannsókn sjö listamanna á heimi pornógrafíu og/ eða kláms. Matthew Barney er einn þeirra sem leggja í púkkið en myndbrot hans var sýnt á Listahátíð í fýrra á sýningu Matthews og Gabríelu Friðriksdóttur á Akureyri. Zidane verður í valflokki stjórn- enda hátíðarinnar en utan keppni, rétt eins og fýrsta kvikmyndin sem Sigurjón fékk inni með í Cannes, Blue Iguana. Aðr- ar myndir sem hann hefur framleitt og náð hafa inn á hátíðina eru Madonna: Truth and Dare, A Stranger Among Us og Wild at Heart sem fékk Gull- pálmann 1990. Bæði verkin voru kynnt á kvikmyndahátíðinni í Sund- ance. Raunar varð hugmynd- in að Zidane til á Eiðum, en myndlistarmenn- imir Philipe Parreno og Douglas Gordon voru þátttakendur í vinnustofu þar og kom hugmyndin til í umræðum um rauntíma og leiktíma, sem og lengd kvikmyndar. Tökur ger- g j ast allar á einum leik og lýsa framferði og I færni knattspyrnu- mannsins meðan á leiknum stendur og rekja viðbrögð hans í smáu og stóru. Allskyns tökutækni var * beitt við gerð myndarinnar og var aragrúi véla af ólíkum gerð- um á vellinum þegar leikur- . inn fór fram. . g « Heinrich Heine Hrind mér ei burt, þótt eytt sé allt, sem að þér hug minn dró, þvíeftirsvo sem ársfjórðung mun einnig ég fá nóg. Og lát mig vera vin þinn samt, þótt vanti kærleikann. því þegar ást er útiifuð er eftir vináttan. Kvæðið eftir Heine er úr Nýju safni - Neue Gedichte - frá 1844. Þýðinguna gerði Freysteinn Gunnarsson og birtist hún fyrst í Ljóðum Heine i útgáfu Alexanders Jóhannessonar árið 1919 en þar er gott úrval Ijóða skáldsins frá ýmsum skeiðum íþýðingum frá nær sextíu ára bili. Heine vart senn uppreisnarskáld, þjóðfélagsgagnrýnandi og mikill snillingur ástaljóða. Hann varí ríku uppáhaldi hjá Fjölnismönnum og mörgum eftirþað. Ljóð dagsins Sigurjón Hagvanur i Cannes og hefureinu sinni unnið Guilpálmann. Ingvar framleiðandi Tekur þátt I kynningu á nýjum evrópskum framieiðendum. Fínpússuð fagmennska! I glampandi sól síðasta dags apr- j ílmánaðar glumdu við hlátrasköll í I sal nýja sviðsins í Borgarleikhúsinu. j Kristján Ingimarsson látbragðs- | snillingur breytti hljóðnema í ævin- i týralegan mótleikara sem hægt var i að dansa við, halla sér að, elska og | hata og bjarga frá dauða og berja og I hlaupa óttasleginn undan. Hann er glettilega vel leikandi á I það hljóðfæri sem hann hefur val- j ið sér, nefnilega líkama sinn og svip- | brigði andlitsins sem með smá vipr- j um náði að segja heilu sögurnar sem i allir meðtóku. Að vísu voru áhorfendur full ung- I ir. Það hefði verið heppilegast að sýna að kvöldi til fýrir fullorðna enda j voru hér langar ástarlífssenur og eins langir kaflar þar sem talað var á ensku og dönsku. Líklega hefur ungviðið Jítið náð af því innihaldi. Mikrófónn- inn sem alit snýst um, er heldur ekki beinlínis í aðalhlut- verki heldur breytisthann í öll heims- ins gerfi , e^’r Kristján Ingimarsson þvi hvern- n£ngjn landamæri halda ig trúðurinn þessum manni“ tekur á hon- Stefán Karlsson um. Von- andi kemur Kristján Ingimarsson meira og oftar inn í íslenskt leikhús þó ekki kæmi það nú á óvart að hann færi upp á önnur og stærri svið úti í hinni víðu veröld því það tungumál sem hami hefur valið sér á jú engin landfræðileg mörk. Elísabet Brekkan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.