Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 20
20 LAUCARDAGUR 6. MAÍ2006 Helgarblað DV vinuin" Maddýjar og Friðriks," seg- ir Erla Ruth. „Móðir Jónasar og systir og ég held dóttir líka, komu 5 hiins vegar að borðinu til okkar eftir 0 minningarathöfn sem haldin var á vegum Snarfarafélagsins skömmu síðar og vottuðu samúð sína." „Líkt og honum leiddist í réttarsal" Hvernig leiö ykkur í réttarsaln- um, að sjá Jónas Garöarsson íjyrsta skipti, viö fyrirtöku málsins? „Ég hef ekki áður hitt þennan mann og aldrei upplifað svo magn- aða reiði fyrr," svarar Guðný. „Fann fyrir þeirri mestu reiði sem ég hef á ævinni upplifað. Á meðan þessi maður nýtur réttarstöðu sakbom- ings hefur hann alla þessa mán- uði haft fullan aðgang að fjölmiðl- um, fjarskiptum og ótakmarkaðar heimsóknir verið leyfðar meðan á sjúkrahúsvist stóð. Hann gat að- lagað sögu sína í takt við umfjöllun, tjáð sig opiriberlega og þau hjón- in jafnvel lagt á ráðin. Þetta hlýtur að vera galli í okkar réttarkerfi. Ég spyr: Af hverju var hann ekki sett- ur í einhvers konar einangmn, svo brodegur sem hann er? Framkoma Jónasar og fas allt byggist á hroka, kæmleysi og leikaraskap, í réttar- salnum studdist hann til dæmis við hækju, en ég tók eftir því að hann gleymdi sér á stundum," segir hún og þetta er í eina skiptið í viðtalinu sem hún hlær. Erla Ruth var líka viöstödd þing- festingu málsins: „Ég veit það eiginlega ekki hvemig ég á að lýsa líðan minni. Það var sambland af svo mörgu. Það sem kom mér samt mest á óvart var hvað Jónasi virtist vera sama. Einhvem veginn ekki vottur af neinu. Bara eins og honum leidd- ist! Þarna var verið að birta honum ákæm fyrir tvöfalt manndráp af gá- leysi, brot á siglingalögum, ölvun og stórfellda vanrækslu. Aðalmál- ið virtist vera hvenær lögfræðingur hans hefði tíma til að sinna þessu „h'tilræði". Virtist íyrst hafa tíma fyrir aðalmeðferð málsins rúmum átta vikum eftir birtingu ákæru. En ef ég hef skilið það rétt er venjan sú að aðalmeðferð sé yfirleitt í kring- um tveimur vikum eftir birtingu ákæru. Baldur, bróðir Friðriks, og Amar Freyr, yngri sonur Maddýjar, sátu beint fyrir aftan Jónas og verj- anda hans í réttarsalnum og horfðu upp á verjandann fletta dagbókinni sinni. Hverri auðu blaðsíðunni á fætur annarri. Ég vona sannarlega að þetta sé ekki upphafið á ein- hverjum leikþætti." Sgg Endurkjöri mótmælt Svo var hann endurkjörinn for- maöur Sjómannafélags Reykjavík- ur í nóvember... „Já, og við Baldur, bróðir Frið- riks, sendum mótmæli til Sjó- mannafélagsins og Sjómannasam- bands íslands," segir Erla Ruth. „Við bentum á í bréfi okkar þann 18. nóvember hvort uppstillingar- nefnd Sjómannafélags Reykjavíkur fyndist það forsvaranlegt að bjóða sjómönnum upp á formann sem ætti mögulega yfir höfði sér dóm fyrir tvöfalt manndráp af gáleysi. Við spurðum hvort ekki væri ráð- legt að ffesta kosningu þar til rann- sókn málsins væri lokið, þar sem það getur varla verið hagur sjó- manna í Sjómannafélagi Reykja- víkur að sitja uppi með dæmdan mann. Við fengum aldrei svar frá Sjómannafélagi Reykjavíkur. Hins vegar svaraði formaður Sjómanna- ilÍtlllíÉa félags íslands, Sævar Gunnarsson, að þeir hefðu ekki vald til að skipta sér af innri málefnum stéttarfélaga sambandsins, þar með talið kosn- ingu til trúnaðarstarfa." „Já, það sló okkur verulega þeg- ar Jónas, maðurinn sem er sakað- ur um að hafa orðið valdur að bana tveggja í sjóslysi og stefnt lífi bæði 11 ára sonar síns og eiginkonu í voða, var sjálfkjörinn sem formað- ur Sjómannafélags Reykjavikur," segir Auður. „Hvernig getur slíkt gerst í siðmenntuðu samfélagi?" „Eiga aðilar að Sjómannafélagi Reykjavíkur ekki kost á betri mál- svara? Þetta er aumkunarverður smánarblettur á orðstír félagsins," bætir Guðný við. Fjölmiðlar Hvernig hefur þetta mál haft áhrifá lífykkar, fjölmiðlaumjjöllun og slíkt? Hafa fjölmiðlar sýnt ykkur tillitssemi? „Ég gat hvorki horft á sjónvarp- ið né flett dagblöðunum fýrst á eft- ir," segir Auður. „Það var ekki fyrr en löngu seinna að ég fletti dag- blöðunum og las allt sem tengdist slysinu. Þegar vinur Jónasar kom með yfirlýsingu í DV um að hann „teldi óhugsandi að Jónas hefði verið við stýrið" fylltist ég heiftar- legri reiði. Eg varð reyndar svo reið að ég hringdi í viðkomandi og sagði hvað mér og öðrum aðstandend- um fyndist um slíkan rógburð og rógbera. Ekki fannst okkur mikið um tillitssemi þegar myndavélum var beint inn í salinn við minning- arathöfnina. Það var verulega trufl- andi. Að öðru leyti hefur umfjöllun fjölmiðla verið túlitssöm." Guöný las allt og fylgdist með öllum fréttum. Hún á allar úrklipp- ur sem tengjast málinu: „Þannig get ég farið yfir ýmis at- riði og séð hvað sagt var opinber- lega," segir hún. Einnig hefur hún safnað að sér öðrum upplýsingum er tengjast málinu beint eða óbeint. Hún segir fjölskyldur beggja hafa ákveðið í sameiningu að tjá sig ekki opinberlega fýrr en að réttarhöld- um kæmi og telur flesta fjölmiöla hafa fjallað faglega um málið til þessa. Það sama gildir um Erlu Ruth: „Ég las allt og hlustaði á allt. Varð þó að draga andann djúpt áður. Mér finnst fjölmiðlar hafa sýnt til- litssemi. Hins vegar hafa þeir Birg- ir Hólm, gjaldkeri Sjómannafélags Reykjavíkur, og formaðurinn sjálf- ur, Jónas Garðarsson, farið fullgeyst í að halda sakleysi formannsins á lofti og traðkað í leiðinni illi- lega á nöfnum Maddýjar og Frið- riks. Birgir með þá yfirlýsingu sem Auður nefiidi og síðar aðspurð- ur um mál Jónasar vegna endur- kjörs hans sem formanns svaraði Birgir að þeir reyndu að hugsa ekki um það... tækju á því máli þegar tíl kæmi. Manni verður eiginlega orða vant þegar maður les svona svör. Fyrirgefið, en við erum að tala um tvö mannslíf, brot á siglinga- lögum, skipstjórinn undir áhrifum áfengis, engin notkun á björgun- arhlutum eða leiðbeining um þá, barn um borð...! Og formaðurinn sjálfur svarar aðspurður í DV 15. desember 2005 hvort einhver ann- ar hafi verið undir stýri bátsins eft- ir að hafa neitað að hafa verið þar sjálfur: „Ég vil ekkert segja um það." Bætir svo við að viðkvæmt sé fýrir hann að tjá sig um málið enda haf- ið fólkið sem fórst verið náið vina- fólk hans. Bíddu, bíddu... hvað er hann að bera upp á þau? Hentugt EI I 1-fcFjf E! i t t H ’ ■ ■ A i |W að hvorugt þeirra getur svarað fýr- ir sig! Stíngur líka gífurlega í stúf að aðstandendur þessa „nána vina- fólks" Jónasar fengu ekki svo lít- ið sem eitt h'tíð samúðarskeytí frá honum. Obbosí... bara gleymdi því!" Ástin spyr ekki um aldur Segiö mér af Friðriki. Það var mikill aldursmunur á þeim. Hafði þaö einhver áhrifá ykkur? „Ég fékk að hitta hann fyrst enda er ég elst," segir Guðný og brosir. „Þau buðu mér út að borða. Hann var reglulega skemmtilegur og mér líkaði strax vel við þennan unga kærasta systur minnar. Hann var yndisleg manneskja, má segja að þau hafi dregið fram það besta í fari hvors annars og haft jákvæð áhrif hvort á annað. Hann var fjörkálfur, og hún líka, en kannski þó haldið aðeins í skottíð á honum! Að sjálf- sögðu kom það upp á einhverju tímabili að þau ræddu um þennan aldursmun. Friðrik var hins vegar þroskaður og Maddý ung í anda og þau pössuðu afskaplega vel saman. Ég held að þau hafi aldrei upplifað neina fordóma vegna aldursmun- ar. Á einhverju viðkvæmu augna- bliki spurði Maddý mig álits og ég svaraði því til að aldur væri afstæð- ur og enginn vissi sína ævi fýrr en öll væri, því skyldu þau bara njóta þess að vera saman. Ekki óraði okkur fyrir að endalokin yrðu svo skammt undan." Auöur tekur undir þetta: „Aldur er svo afstætt hugtak. Ég hafði aldrei neinar áhyggjur því það var svo greinilegt hve ástfang- in og hamingjusöm þau voru. Það eitt skiptí máli. Friðrik var, eins og Maddý lýstí honum, „góður í gegn". Erla Ruth segist alveg viöur- kenna aö sér hafi brugðiö ífyrstu: „Og ég var svo sem ekkert að auglýsa þetta svona í byrjun," segir hún brosandi. „En eftír að hafa séð þau saman, þá var greinilegt að ald- ursmunurinn skiptí engu máh. Það voru þau sjálf sem skiptu máli." Leitað að tilgangi Oft er sagt að hörmuleg lífs- reynsla hafi einhvern tilgang. Teljiö þið svo vera? Guðný verður fyrst til svars: „Sagt er að allt hafi sinn tilgang og ég kom að því áðan að eftír lát Maddýjar og Friðriks hefur Og Vod- afone tileinkað sér staðsetningar- tækni og einnig má geta þess að lögreglan hefur nú fengið farartæki, sem gerir þeim kleift að fylgjast með og hafa eftírlit með sjófarend- um, kannski það minnki líkumar á að eigendur skemmtíbáta setjist við stýri, drukknir!" „Mér finnst erfitt að sjá ein- hvern tilgang með því," segir Auð- ur. „Maður reynir að hugga sig við að þau hafi haft eitthvert æðra hlut- verk." „Ég veit ekki hvort þetta hafi haft einhvem tilgang," svarar Erla Ruth. „Maður reynir ahavega á fuUu að finna einhvers konar tUgang, þó ekki sé nema tíl þess að gera okk- ur hlutina bærUegri. Við, fjölskylda Maddýjar, ásamt fjöskyldu Friðriks ákváðum fljótlega að stofna minn- ingarsjóð í þeirra nafni í þeim til- gangi að stuðla að auknu öryggi tíl sjós." „Okkur finnst líka að aðkoma Neyðarlínunnar að björguninni þarfnist frekari skoðunar, ýmsu sé þar enn ósvarað, en í þessu tilfelli skiptu mínúturnar þar tíl leit hófst svo óskaplega miklu máh. Vonandi r ejB aei verður þessi atburður tíl þess að starfshættir Neyðarlínunnar verði betrumbættír," segir Guðný og syst- ur hennar taka unair það. Hún verður alltaf hjá okkur Hvers saknið þiö mest viö að hafa Maddý ekki lengur hjá ykkur? „Við Maddý vomm svo góðar vinkonur, gerðum svo margt sam- an,“ segir Auður. „Ég sakna þess að geta ekki hitt hana aftur, tal- að í síma, hlegið saman, fá brand- ara með netpóstí - hún var sérlega iðin að senda mér ljóskubrandara - ferðast með henni, farið í búðaráp, að hún komi brosandi og hlæjandi með Rebba, hundinn sinn, inn um dyrnar á heimili mínu. Ég sakna þess að geta ekki lengur leitað ráða hjá henni... ég sakna ahs." „Ég sakna mest gleðinnar sem fylgdi henni," segir Erla Ruth. „Ferskleikans sem fylgdi henni iðu- lega þegar hún kom." „Maddý var litríkur persónu- leiki og mikiU gleðigjafi," segir Guð- ný. „Ég sakna reyndar aUs í hennar fari, bæði kosta og ókosta." Hvernig upplifiö þiö sorgina, hafiö þið getaö unnið hana fráykk- ur? Guðný svarar fyrir hönd þeirra aUra: „Nei, það verður enginn ffið- ur í okkar sálum fýrr en réttlætinu hefur verið náð og við, fjölskylda Maddýjar, vUjum treysta því og trúa að dómstólar muni komast að réttri niðurstöðu. Við trúum því að réttar- kerfi þessa lands dæmi sakboming- inn svo fyrirmynd megi verða af." Finnst ykkur þiö vera búnar aö kveðja hana endanlega? „Nei, alls ekki," svarar Auður. „Hún verður aUtaf hjá okkur. Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til hennar, sakni hennar, grátí hana. Ég sakna hennar svo óendanlega mUdð..." Undir þetta tekur Erla Ruth: „Nei, það verður aldrei. Hún Uf- ir áfram í öllum þeim dásamlegu minningum sem við eigum um hana." „Já, hún lifir í hjörtum okkar allra sem hana elskum," segir Guð- Égheftekiöeftirþvííkvöld, Guð- ný, aö þú talar alltaf um Maddý í nútíö... „Já, það er líkast tíl óvart, hún var jú partur af mínu lífi aUa hennar ævi og verður hlutí af mínu h'fi aUa mína ævi. Kannski að mér finnist hún bara nálæg." Finnst ykkur systrum Maddý líka vera nálcegtykkur? „Já, minningin um hana yljar öUum stundum," segir Auður. „Ég segi börnunum mínum að þeir ástvinir okkar sem eru dán- ir heyri til okkar þegar við tölum við þá, hvort sem það er upphátt eða í huganum," svarar Erla Ruth. „Að þeir komi þegar við hugsum tU þeirra. Sjái okkur og getí klappað okkur og kysst. Mér finnst gott að trúa þessu og hugsa oft til Maddýj- ar. Stundum heUsa ég bara rétt að- eins upp á hana og fæ bros. Finnst ég meira að segja hafa fundið fyrir kossi á kinn!" Að lokum Fjölskyldur og ástvinir Madd- ýjar og Friöriks kvöddu þau á sólbjörtum haustdegi með því aö strá blómum á spegilbjartan sjó- inn. Sjóinn, sem þá virtistsvo sak- laus að sjá. Sjóinn sem tók til sín tvcer ástfangnar og hamingju- samar manneskjur í blóma lífs- ins. Fólk, sem átti svo margt eft- ir aö upplifa. Fólk sem skilur eftir sig bjartar ogfallegar minningar í hugum þeirra sem til þekkja. Tár- in semféllu viö aö rifja upp þenn- an sársaukafulla atburö voru líka tár þakklœtis fyrir þau spor sem gengin voru saman. Viö Ijúkum viðtalinu eins og það hófst, á orö- um úr minningargrein Guönýjar til litlu systur sinnar: „Á Skarfáskeri sitja tveir máv- ar, þögul vitni um harmleik þann, er sjórinn tók hana systur mína og hennar ástkæra sambýlismann." annakristine@dv.is L- ÍiiminiifO'iliiii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.