Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 6. MAÍ2006
Helgarblað DV
a
ás
'ów
BB
Þrjár systur sáu á bak þeirri fjórðu þegar skemmtibátur
fórst á Viðeyjarsundi í fyrrahaust. Reiðin og sorgin býr í
hjörtum þeirra og þær segjast engan frið fá í sínum sálum
fyrr en réttlætinu hafi verið náð. „Við trúum því að réttar-
kerfi þessa lands dæmi sakborninginn svo fyrirmynd megi verða
af," segir systirin Guðný Harðardóttir.
fim-i1
&
SkrSSb
Jg
„Þegar ég bjó í Ameríku var það
sem ég saknaði langmest af öllu að
hafa ekki Maddý til að hlæja með,"
segir Auður Harðardóttir með bros
á vör.
Kertaljós, englastyttur og tón-
list einkenna heimilið. Söngur Nönu
Mouskouri: „Only love, can make a
memory" mætir mér þegar ég kem
til að heimsækja systurnar Guðnýju,
Erlu Ruth og Auði Harðardætur.
Uppáhaldsfrænkan
í hópinn vantar fjóröu systurina,
Matthildi, Maddý með rauða hár-
ið, fallega brosið og glampann í aug-
unum; systurina sem Guðný minnist
sem örláts en viðkvæms barns, sem
hafði yndi af að hlusta á sögur og lesa,
gekk í svefni og v ar skelfilega hrætt
við köngulær en jarðsetti flugu í eld-
spýtustokki og vængbrotinn þröst í
lítinn reit; Maddý, sem Auður seg-
ir að hafi verið yndisleg, hláturmild,
sérlega hjálpsöm, stolt, afskaplega
orðjeppin, með góðan húmor og lét
engan vaða yfir sig. Prakkari. Uppá-
haldsfrænkan, barnagæla:
„Hún kom sérferð til að hjálpa mér
að pakka búslóðinni þegar ég flutti
aftur heim til íslands. Hún var alveg
einstök, átti engan sinn líka. Maddý
var einstaklega glæsileg og kvenleg,
fékk alltaf skó á útsölu því hún var svo
fótnett. Var oftar en einu sinni spurð
hvemig hún færi að því að halda jafn-
vægi."
Maddý var sú sem Erla Ruth vildi
líkjast:,„Rétt eftir miðjan ágúst í íyrra
vorum við í afmæli hjá syni Auðar. Þá
sagði ég við Maddý: „Þú ert svo æðis-
leg, Maddý, að það ætti að klóna þig!
Og ég pant vera sú Maddý.""
Slys
Þœr ylja sér við fallegar minning-
ar, en sársaukinn og söknuðurinn ná
yfirhöndinni. Líka reiðin. Föstudag-
inn 9. september var Friðrik að flytja
sitt fyrsta prófmál fyrir Hœstarétti
og í kjölfar þess bauð kunningi hans
og viðsiciptaaðili, Jónas Garðarsson,
þeim Maddý í siglingu með skemmti-
báti sínum Hörpu. Siglingu semfékk
hörmulegan endi:
„Fjölskylda Friðriks fékk fyrst ffétt-
irnar af slysinu," segir Erla Ruth. „Á
slysstaðnum vissi enginn neitt um
Maddý en Baldur, bróðir Friðriks,
sagði síðan séra Sigfinni sjúkrahús-
presti, sem tilkynnti þeim um slysið
ásamt lögreglu, að séra Sigurður Helgi
Guðmundsson væri tengdapabbi
Auðar systur. Það var því séra Siguð-
ur Helgi sem kom heim til mín um
6.30 á laugardagsmorgninum og til-
kynnti um slysið. Ég var vöknuð
ásamt yngstu dóttur minni og þeg-
ar ég sá hann fyrir utan vissi ég að
eitthvað hræðilegt hefði komið íyrir.
Fyrsta hugsunin var að eitthvað hefði
komið fyrir Auði systur sem var stödd
í Ameríku. Þegar hann síðan sagði
að Maddý og Friðrik hefðu drukknað
hélt ég að bíllinn þeirra hefði lenti úti
í á. Þau ferðuðust mikið um landið, í
veiðiferðir og fleira, og voru þá alltaf
á bíl. Það hvarflaði ekki að mér að þau
hefðu verið á báti úti á sjó! Og verst af
öllu var að þau voru eiginlega alveg
við ströndina..."
Auður var stödd á ráðstefnu í Chi-
cago þegar hún frétti af láti systur
sinnar:
„Maðurinn minn hringdi með
þessar hræðilegu fréttir klukkan sjö á
laugardagsmorgni og hafði þá breytt
farseðlinum, en ég átti ekki að koma
heim fyrr en á miðvikudeginum. Þeg-
ar hann sagði mér að þau hefðu ver-
ið á báti sem hefði strandað á skeri,
fannst mér það alveg fráleitt. Ég sá
. fyrir mér útafkeyrslu og margspurði:
Hvað voru þau að gera á báti í Reykja-
víkurhöfn? Mér leið hræðilega, ég
var föst á hótelherbergi í Amerfku
og komst ekki heim fyrr en á sunnu-
dagsmorgni. Mig vantaði svo mikið að
komast strax heim, en komst hvergi,
var föst úti í hinum stóra heimi. Aldrei
hefúr verið jafnlangt að ferðast til ís-
lands og þennan dag. Mig vantaði að
komast STRAX, fá að faðma og gráta
með ástvinum mínum, en varð í stað-
inn að bíta á jaxlinn."
Þegar dyrabjallan hringdi hjá Guð-
nýju snemma þennan laugardags-
morgun vissi hún að þar vceru boðber-
ar slæmra tíðinda:
„Sambýlismaður minn fór til dyra,
kom síðan inn og sagði mér að syst-
ir mín og séra Sigurður væru komin.
Þá vissi ég að eitthvað hræðilegt hefði
gerst, hélt reyndar að eitthvað hefði
hent móður okkar systra, en þegar
Erla Ruth sagði mér að þau Maddý
og Friggi hefðu farist hélt ég að mér
hefði misheyrst. Það gat ekki verið,
Maddý fór aidrei um borð í bát, hún
unni fegurð landsins á göngu og á
hestbaki. Það fá engin orð því lýst er
slíkar fregnir berast og enn er erfitt að
trúa því sem gerst hefur. Eftir að hafa
tilkynnt bömunum mínum sorgar-
fréttirnar fórum við öllsömul heim til
mömmu og Erlu Ruthar. Þaðan héld-
um við í kapelluna á Borgarspítalan-
um til að kveðja Maddý. Hún fannst
látin þá strax um nóttina, en Frið-
riks var enn leitað. Sem nánasta fjöl-
skylda fengum við að sjálfsögðu síð-
ar fréttir frá þeim læknum, sem unnu
að krufningu líksins, að hún reyndist
vera óbrotin og vart marblett að sjá á
skrokki hennar. Alkóhólmagn í blóði
hennar reyndist jafiiframt vera í al-
gjöru lágmarki, það er, hún hefði mátt
aka bíl. Dánarorsökin var drukknun."
Langaði svo að hlýja henni
Erla Ruth, hvernig GASTU fœrt
fjölskyldunni fréttirnar, fannstu fyrir
innri styrk?
„Það var í raun ekki um neitt ann-
að að ræða," svarar hún rólega. „Elsti
strákurinn minn hafði vaknað við
komu séra Sigurðar þannig að tvö
af börnunum mínum deildu í raun
þessum hræðilegu sorgarfréttum
með mér strax. Það var reyndar styrk-
ur í því að hafa einhverja sem ég elska
óendanlega til að halda í, þegar fótun-
um er kippt undan manni. Mamma
býr í sama húsi og ég, það erfiðasta
sem ég hef gert á lífsleiðinni var að
vekja hana. Ég bara horfði á hana og
horfði, þar sem hún lá sofandi í rúm-
inu síriu - og ég bara grét. Þama var
ég að fara að vekja mömmu mína til
að segja henni að dóttir hennar væri
dáin. Ég gat ekki sagt það, það eina
sem ég gat sagt var að það hefði orðið
slys. Séra Sigurður Helgi varð að segja
henni að Maddý og Friðrik væru dáin.
Það var alveg gífurlega erfitt að yfir-
gefa mömmu, börnin mín og marnj á
þessari stundu. En ég gat ekki hugsað
mér að segja frá þessu í gegnum síma.
Séra Sigurður var mér gífurleg stoð.
Hann keyrði mig fyrst heim til fýrrver-
andi eiginmanns Maddýjar, sem flutti
sonum þeirra, Daðá og Arnari Frey,
þessar hræðilegu fréttir. Síðan fórum
við líka heim til pabba, svo til Guðnýj-
ar og loks niður á spítala til að bera
kennsl á líkið."
Hvaða stund var erfiðust? Að sjá
hana á spítalanum, að vera við kistu-
lagningunaeðajarðarförina...?
„Þetta var allt hræðilega erfitt,"
svarar Auður. „Óraunverulegt, eig-
inlega eins og í hræðilegri martröð.
Maður gekk um eins og í leiðslu, gat
ekki fest hugann við neitt. Ekki Maddý!
Af hverju? Þetta er svo ósanngjamt."
Erla Ruth þaifekki heldur að hugsa
svarið:
„Fyrir utan að vekja mömmu og
segja henni frá þessu, þá fannst mér
erfiðast að bera kennsl á hana. Ég ætl-
aði aldrei að geta farið inn í herberg-
ið. Gat síðan ekki slitið mig frá henni,
langaði svo óendanlega mikið að hlýja
henni."
„Þetta var allt svo óraunverulegt,"
segir Guðný. „Við Maddý höfðum átt
langt og gott samtal á þriðjudegin-
um áður en hún lést og í því samtali
sagði hún meðal annars: „Veistu, ég er
svo ánægð með lífið og svo ótrúlega
hamingjusöm að ég trúi því varla að
mér hafi verið skömmtuð svona mikil
hamingja." Maddý var full af lífsgleði
og sannarlega ekki tilbúin að deyja
strax. Kistulagningin var erfið og sárs-
aukafullt að upplifa þjáningar fjöl-
skyldu Friðriks við athöfnina, því lík
hans hafði ekki enn fundist. Við sett-
um mynd af Friðriki í kistu Maddýj-
ar og vissum raunar ekki þá stundina
hvort hann myndi nokkurn tíma finn-
ast. Fjölskyldur beggja sameinuðust í
sorg sinni á þeirri stundu."
„Tímabilið þegar verið var að leita
að Friðriki var hræðilega erfitt," bæt-
ir Auður við. „Lífið er svo undarlegt.
Eina stundina erum við öll saman í
skemmtilegri veiðiferð, tveimur vik-
um seinna eru bæði Maddý og Frið-
rik dáin og við erum niðri við sjó að
ganga fjörur að leita að Friðriki, dán-
um. Þetta var ekki líkt neinum raun-
veruleika. Það nísti í hjartastað að sjá
þjáningu aðstandenda Friðriks og
vonbrigði þegar leit var hætt að kveldi
án þess að hann fyndist. Við vissum
þó hvar Maddý var. Það var því mikill
léttir þegar hann fannst loksins viku
síðar. Það var líka martröð líkast að
fara og skoða bátinn, það var svo stutt
síðan Maddý og Friðrik voru þar um
borð lifandi og hress, síðan bæði dáin.
Að sjá hinar miklu skemmdir sem
urðu við áreksturinn á skerið, maður
gat á vissan hátt gert sér í hugarlund
skelfinguna þær stundir sem á eftir
fylgdu, okkur vantaði svo að fá svör."
gangi: Sú saga gengur að Friðrik hafi
verið við stýrið.
„Svo var sannarlega ekki," svar-
ar Guðný án umhugsunar. „Ég á ekki
von á öðru en Jónas hafi sjálfur ver-
ið við stýrið. Hvers vegna í ósköpun-
um ætti óvanur að stýra báti og við
slík skilyrði sem voru það kvöld? Þeg-
ar tekið er tillit til þeirra niðurstaðna,
sem rannsóknarlögreglan hefur og
eru undanfari ákæru Ríkissaksókn-
ara á hendur Jónasi, virðast óyggjandi
sannanir þess efnis að hann hafi sjálf-
ur verið við stýrið. Niðurstöður rann-
sókna á áverkum farþega og skipstjóra
bátsins ná að staðsetja hvern og einn
við slysið."
Erla Ruth segir erfitt að heyra sögur
sem þessa og Auður tekur undir með
henni:
„Það er erfitt að heyra allar þess-
ar kjaftasögur. Hversu mikið rugl sem
þær eru, þá náþær samt að særa... al-
veg gífurlega. Hins vegar kemur það
þægilega á óvart hversu margir, úr
hinum og þessum áttum, sýna samúð
og væntumþykju. Það kemur líka í ljós
svo margt annað, hverjir eru í raun og
veru vinir þínir. Hverjir bregðast? Sem
betur fer fæstir, en þó sumir. Hverjir
standa með þér og styðja? Sem betur
fer margir, svo rosalega margir."
Reiðin
Bátsferðin stóð ekki fyrir dyrum
þegar Maddý talaði við móður Frið-
riks um kaffileytið föstudaginn 9.
september. Hún sagði að þau œtluðu
að taka því rólega og vera heima um
kvöldið. Því kom fréttin af slysinu öll-
um að óvörum. Boðið um sigling-
una hefur því borist seint og Maddý,
sem var mjög háð hundinum sínum,
Rebba, kom honum fyrir í gœslu hjá
nágrönnum þeirra og sagðist sœkja
hann ekki síðar en um miðnætti. Svo
skall á blákaldur veruleikinn:
Rannsókn Lögreglunnar í Reykja-
vík leiddi til þess að Ríkissaksóknari
gaf út þessa ákæru á hendur Jónasi
Garðarssyni, sem nú er fyrir dómi.
Þetta er það alvarlegt brot af hálfu
skipstjóra að hann er ákærður fyrir
manndráp af gáleysi.
„Ef svo vægt má að orði kveða,"
segir Guðný, „þvf við teljum að hann
hafi bakkað stórlöskuðum og hriplek-
um bátnum af skerinu. Við spyrjum
okkur líka: Hvers vegna sigldi hann
þá bátnum ekki upp í sandfjöruna,
sem var innan seilingar í stað þess að
reyna siglingu inn í Snarfarahöfn? At-
höfn sem í raun olli dauða systur okk-
ar því fyrir liggur að hún var óslösuð
eftir áreksturinn en Friðrik mun hins
vegar hafa látist af áverkum sínum
við ákeyrsluna. Þá hefði verið nær að
grípa til þess björgunarbúnaðar, sem í
bátnum var, og upplýsa Neyðarlínuna
um staðsetningu bátsins. Það sýnir al-
varleika brotsins að æðsta ákæruvald,
sem er Ríkissaksóknari, ber Jónas sök-
um og málið fær meðhöndlun sem
opinbert sakamál," bendir Guðný á.
Náinn samstarfsmaður Jónasar
sagði í blaðaviðtali 8. október síðast-
liðinn að hann teldi ólíklegt að Jónas
hefði verið undirstýri...
Guðný verður fyrir svörum: „Hvers
yegna er sá maður, sem ekkert um
málið veit, að tjá sig yfir höfuð op-
inberlega? Nema vera kynni að sak-
borningur hafi rifjað upp atvikið með
honum og borið sig undan sök."
fft
| Wm
ísM
'
Kjaftasögurnar
Þarna er nú verið að gefa í skyn að
annaðhvort kona Jónasar, sonur hans
11 ára, eða Maddý eða Friðrik hafi
verið viðstýrið...
„Það er ekki einungis að Jónas
hafi valdið dauða þeirra beggja, held-
ur reynir hann að bjarga eigin skinni
með því að sigla frá skerinu og klína
síðar sökinni á látið fólk," er svar Guð-
Ábyrgðarleysi skipstjóra
í Morgunblaðinu 14. desember
2005 erfréttum að Lögreglan íReykja-
vík hafi lokið rannsókn og hafifengið
það staðfest að eigandi skemmtibáts-
ins Hörpu sem fórst á Viðeyjarsundi
10. september hafi verið sjálfur við
stýrið þegar báturinn steytti á Skarfa-
skeri ogsökk.
„Já, þetta eru óyggjandi sannanir
að þeirra mati," segir Guðný. „1 kjölfar
þessararyfirlýsingar birtist umfjöllun í
einhverjum dagblöðum landsins þess
efnis að Jónas hafnaði þessum ákær-
um. En ég spyr aftur: Ef hann er slík-
ur garpur til sjós og öllum hnútum þar
kunnugur, hvers vegna í ósköpunum
sigldi hann ekki upp í sandfjöruna þar
sem björg hefði getað orðið í stað þess
að reyna að komast af vettvangi? Sem
skipstjóri bar hann ábyrgð á að kynna
farþegum björgunarbúnað bátsins
fyrir sjóferðina og hvers vegna voru
ekki aðrir í björgunarvesti en eigin-
kona Jónasar og sonur? Af hverju fékk
Maddý engar upplýsingar um eða
leiðbeiningar um björgunarbúnað að
slysinu afstöðnu? Hún var gædd ríkri
sjálfsbjargarviðleitni og úrræðagóð
í lifanda lífi og hefði örugglega leit-
að úrræða sér og öðrum til björgun-
ar. Skipstjórinn einn gat lesið á stað-
setningartækin og gefið upplýsingar
til björgunarmanna, en gerði ekki.
Sem þaulkunnugur Viðeyjarsundi
getur hann ekki annað en hafa vitað
hvar hann var staddur, Skarfasker er
það þekkt skemmtibátaeigendum er
sigla um Sundin, og hefði hann því
getað upplýst björgunarmenn strax
um staðsetningúna. Skipstjórinn vissi
auðvitað líka hvar björguharvesti,
flotbúningar, neyðarblys og björgun-
arbát var að finna. Ég minni á að hún
systir okkar varúslösuð og ekki ölvuð
þessa örlaganótt. Við vitum að Maddý
hringdi eftir hjálp, hennar sími var
skráður hjá Og Vodafone og því ekki
hægt, á þeim tíma, að staðsetja sím-
talið. Sú tækni er til staðár nú og var
tekin upp í kjölfar þessara hræðilegu;
atburða. Upptaka af þessum símtöl-
um, sem við fengum ekki að heyra
fyrir réttarhöldin, eru gögn sem Rík-
issaksóknari leggur fram. Mín spurn-
ing er: Hvers vegna upplýsir ekki
reyndur. skipstjórnarmaður, þó ölv-
aður sé, hvar finna má björgunarvesti
og neyðarblys? Það er kaldhæðnislegt
að það er honum í hag að aðalvitnin í
þessum harmleik eru látin."
En Jónas sagði í viðtali að þeir
hefðu verið nánir vinir og af þeim sök-
um gæti hann ekki tjáð sig um hver
hefði verið við stýrið.
„Þeir voru ekld nánir vinir. Þar var
kunningsskapur að sjálfsögðu og við-
skiptatengsl. Friðrik var lögmaður p*
• 1
• I
'
nýjar.
Svo ég segi ykkur hvaða saga er í
Vélstjórafélagsins og var þennan ör-
lagaríka dag að verja mál sjómanns,"
er svar Guðnýjar.
„Það kom ekki svo mikið sem
minningarkort frá þessum „nánu