Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 27
PV Helgarblað Reyndi fyrir sér í hinum stóra heimi Árið 1995 keppti Hrafnhildur í Ungfrú Reykjavík eftir að aðstand- endur keppninnar höfðu leitað til hennar tvívegis. Það árið ákvað hún að slá til og endaði í 2. sæti. í stóru keppninni, Ungfrú ísland, kom Hrafnhildur hins vegar, sá og sigr- aði, og nældi sér einnig í titlana ljós- myndafyrirsætan og O’Neal-stelpan. Síðarnefndi títillinn tryggði henni fýrirsætustörf fyrir íþróttamerkið í Bandaríkjunum þar sem hún tók þátt í auglýsingaherferð í nokkrar vikur. Eftír dvölina í Ameríku ákvað hún að skella sér til Grikklands og reyna fyrir sér sem fyrirsæta þar í landi sem hún og gerði í stuttan tíma. Vönduð, glaðleg og eldklár Hrafnhildur var kjörin fegurð- ardrottning íslands á Hótel fslandi þann 24. maí 1995. í 2. sætí var Sigríður Ósk Kristínsdóttír, ungfrú Norðurland, og því 3. Brynja Björk Harðardóttír, ungffú Suðurland, sem einnig var valin vinsælasta stúlkan. Þrátt fyrir að hafa ekki verið fram- kvæmdastjóri keppninnar Ungfrú ísland á þessum tíma þekkir Elín Gestsdóttír tíl Hrafnhildar og ber henni góða söguna. Elín hefur leit- að til Hrafnhildar tvívegis til að sitja í dómnefnd, í keppninni Ungfrú ís- land og Herra ísland árið 2003 þegar þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Garðar Gunnlaugsson hirtu hina eftirsóttu titla. Hrafnhildur mun einnig sitja í dómnefndinni á þessu ári, nú síðar í mánuðinum. „Það er vandasamt starf að vera dómari og ég myndi ekki leita ítrekað í sömu manneskjuna nema hún hefði klárað það starf vel,“ segir Elín Gests- dóttír, framkvæmdastjóri keppninn- ar, um HrafnhUdi og heldur áfram: „Það sem ég þekki af Hrafnhildi er að hún er ein ljúfasta manneskja sem ég þekki. Hún er jákvæð, glaðleg, vönd- uð og eldklár stelpa og ég hef ekk- ert nema gott um hana að segja. Það skiptír ekki máli hvað hún tekur sér fyrir hendur, hún klárar það vel og fer eigin leiðir að sínum markmiðum enda er hún óhrædd við að takast á við hlutína," segir Eh'n. Suðræn og seiðandi Þegar HrafnhUdur var kjörin feg- urðardrottning íslands var hún 19 ára, laus og liðug. Vinkonumar og fjölskylda mættu á keppnina henni tíl stuðnings og segja vinkonurnar mik- ið fjör hafa verið kvöldið sem hún var krýnd. „Við vorum vissar um að hún myndi sigra, með þetta dökka, suð- ræna útlit, hún var alveg glæsUeg," rifjar ein þeirra upp. Síðar sama ár nældi Hrafnhildur sér í kærasta, eng- an annan en knattspyrnustjörnuna Arnar Gunnlaugsson, annan tvíbur- anna ffá Akranesi. Samband þeirra gekk í nokkum tíma og parið endaði oft á síðum slúðurtímaritanna enda eitt glæsilegasta par landsins. Konur eru konum verstar Vinkonum hennar segja að Hrafn- hUdur hafi aUtaf verið hress og opin manneskja sem eigi auðvelt með að vera hrókur aUs fagnaðar hvar sem hún kemur. En með þetta útlit og eft- ir sigrana í fegurðarsamkeppninni leið ekki á löngu áður en Gróa á Leití lét heyra í sér. „Svona er einfaldlega ísland, það má engum ganga vel án þess að Ula sé um hann talað," seg- ir ein vinkona Hrafnhildar og bætir við að hún og fleiri vinkonur henn- ar hafi oft þurft að taka upp hansk- ann eftír ósanngjarna umræðu um HrafnhUdi. Vinkonur hennar og aðrir þeir sem tíl hennar þekkja segja títílinn ekki hafa breytt henni mikið, þótt vissulega hafi álagið á stundum verið mikið. „Fólk dæmir hana oft án þess að vita hvernig manneskju hún hefur að geyma en sem betur fer nær hún öUum á sitt band um leið og fólk talar við hana. Það var mikið um öfund og umtal árið sem hún sigraði í keppn- inni og ég held að það hafi ekki aUt- af verið auðvelt fyrir hana, eins og aðrar fegurðardrottningar þekkja ef- laust.” Önnur vinkona hennar tek- ur í sama streng og segir að kon- ur geti verið ótrúlega grimmar hver við aðra. Um tíma var álagið orðið of mUdð en Hrafnhildur tók sig saman í andlitinu og hélt sínu striki. Fallegar stelpur fá stimpil „Við vorum að vinna saman í versluninni Sautján og smullum strax saman," segir Birta Björnsdótt- ir, vinkona HrahihUdar tU margra ára. Birta segir Hrafnhildi alltaf hafa verið glæsUega og að hún sé frá- bær vinkona. „Við gátum strax trúað hvor annarri fyrir okkar leyndarmál- um og urðum strax mjög góðar vin- konur. Það er hægt að treysta henni fyrir öllu," segir Birta. Aðspurð seg- ir hún Hrafnhildi hafa verið mikla geUu á þeim tíma sem þær hafi ver- ið að kynnast enda hafði hún ný- lega unnið títílinn sem fegursta kona landsins. „Svona faUegar stelpur eru náttúrulega stimplaðar og þurfa því að sanna sig. Strax og maður kynn- ist Hrafnhildi kemur hins vegar í ljós hvað hún er yndisleg enda er hún ein af mínum bestu vinkonum." Heimsvön og sprenglærð Eftír Verzlunarskólann starfaði HrafnhUdur sem flugfreyja hjá fyrir- tækinu Atlanta, eða frá árinu 1998 til 2000. Eftír þá lífsreynslu ákvað hún að skeUa sér út í nám og fyr- ir valinu varð tveggja ára diplóma- nám í markaðs- og auglýsingaffæð- um í Kuala Lumpur í Malasíu. Þar sem námið var alþjóðlegt gat hún haldið áfram annars staðar og næst lá leiðin tU Auckland á Nýja-Sjálandi þar sem hún kláraði BA-gráðu í al- mannatengslum, eða Public relat- ions. HrafnhUdur er því bæði heims- vön og sprenglærð enda hefur nám aUtaf legið auðveldlega fyrir henni. Módelbransinn var ævintýri HrafnhUdur kemur úr góðri fjöl- skyldu sem er afar samhent og náin. Hún og mamma hennar, sem er að sögn þeirra sem til þekkja álíka myndarleg og dóttirin, eru frekar eins og vinkonur en mæðgur. Hrafn- hUdur er elst af þremur systkinum en hún á bæði yngri systur og bróður. Þeir sem tíl Hrafnhildar þekkja segja hana aUtaf hafa verið sjálf- stæða og aUtaf kunnað að bjarga sér. Hún hafi skeUt sér út í fyrirsætu- bransann ein og óstudd, sem sé eitt- hvað sem fæstir leika eftir svona ungir. Hrafnhildur leit samt alltaf á fyrirsætubransann sem ævintýri og hafði ávallt metnað tU að láta eitt- hvað meira úr sér verða. „Hún hafði gaman af þessu en bransinn var aldrei í fyrsta sætí hjá henni. Mennt- unin hefur alltaf skipt hana máli og hún ætlaði sér aUtaf að komast áfram í lífinu með því að mennta sig," segir æskuvinkona hennar. Kærasta Bubba Morthens Eins og lesendur blaðanna Hér & nú og Séð og heyrt hafa ef tíl viU rekið augun í er HrafnhUdur kærasta hins þjóðþekkta tónlistarmanns Bubba Morthens. MikiU aldursmunur er á parinu en að sögn vinkvenna Hrafn- hildar hefur hún aUtaf verið gömul og þroskuð sál sem hafi róandi og þægilega nærveru auk þess sem ást- in spyr ekki um aldur. Fólkið henn- ar hefur gefið henni frið tíl að skoða hug sinn og gefið parinu tíma tíl að kynnast friði. Ingibjörgu, æskuvin- konu Hrafnhildar, líst vel á ráðahag- inn enda treystir hún vinkonu sinni tíí að taka eigin ákvarðanir. HrafnhUdur á eina dóttur, ísabeUu Ósk, sem er rúmlega eins árs. Hún og barnsfaðir hennar voru nýlega byrjuð saman þegar HrafnhUdur varð ófrísk en samband þeirra entíst ekki. Dótt- irin þykir sláandi lík mömmu sinni nema hvað hún er ljóshærð með blá augu. Móðurhlutverkið er það verk- eftii sem Hrafnhildur hefur tekið hvað alvarlegast á lífsleiðinni og að sögn vinkvenna hennar er hún afar góð mamma. Hún og Birta Björns- dóttír urðu óffískar á svipuðum tíma og eyddu því stórum hluta af barn- eignarleyfinu saman. „Hún var rosa- lega flott þegar hún var ófrísk," segir Birta og bætír við að HrafnhUdur sé yndisleg móðir sem myndi gera aUt fyrir dóttur sína. Geislar af hamingju Eftir námið útí kom Hrafnhildur heim og starfaði um tíma hjá vinkonu sinni í versluninni Oasis. Ekki leið þó á löngu þar til henni var boðið starf hjá Námsgagnastofnun þar sem hún hefur verið síðan. Þeir sem þekkja til Hrafnhildar segja greinilegt að hún Fegurðardrottning Hrafnhildurvar 19ára Reykjavíkurmær þegar hún var kjörin fegurðardrottning Islands árið 1995. Fyrirsætan Hrafnhildur reyndi fyrir sérsem fyrirsæta úti i hinum stóra heimi með ágætum árangri. Suðræn og seiðandi VinkonurHrafnhildar segja strákana hafa slegist um hana. Hún var hins vegará föstu meðsama stráknum frá 15 til 18 ára aldurs. Nýorðin þrítug Hrafnhildur er án efa ein glæsilegasta kona landsins og hefur núnáð sér I þekktasta tónlistarmann landsins. Arnar Gunnlaugsson Stuttu eftirað Hrafnhildur varkosin fegurðardrottning Islands byrjaði húnmeð knattspyrnumannin- um Arnari Gunnlaugssyni. sé afar hamingjusöm í dag og að hún hreinlega geisli af hamingju. „HrafnhUdur hefur alltaf verið glæsileg og haft mikla útgeislun en í dag glóir hún og því augljóst að hún er mjög hamingjusöm," segir einn viðmælenda blaðsins um vinkonu sína. indiana@dv.is VILTU SKJOL A VERÖNDINA? www.markisur.cöm t iarfesti#e Dalbraut 3,105 Reykjavik • Nánari uppiýsingar í sima 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar I JI®. I f P * JW 11» í íir..:- , .. ! 1 4Ié F m Mif/i aL ’rí' -í V* i ** flff Góð með kjúklingi, svínakjöti, reyktum laxi, graflaxi, sem salatsósa og í kalt pastasalat hverskonar. VOGABÆR Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna. Góð á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ’dýfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.