Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 29
Helgarblað DV LAUGARDAGUR 6. MAÍ2006 34 „Það er ekkert leyndarmál að ég er hálfómöguleg í eldhúsinu," seg- ir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri en bætir við að sem betur fer þekki hún marga prýð- iskokka sem reddi henni frá skyndifæði. „Þótt ég sé ekki liðtæk- ur kokkur er ég mjög góð í upp- vaskinu og að gahga frá eftir mat- inn svo það er mjög góð verka- skipting á mínu heimili. Maðurinn minn sér nánast alfarið um elda- mennskuna." Kann fullt af góðum húsráðum Steinunn Valdís segir að hún gæti svo sem komið sér upp áhuga á eldamennsku og matargerð en það hafi einfaldlega aldrei reynt á það. „Maðurinn minn er líka svo frábær kokkur að ég hef einhvern veginn aldrei neyðst til að gera mér upp þennan áhuga,“ segir hún brosandi. og bætir við að hún kunni samt margar frábærar upp- skriftir frá því hún starfaði á Leið- beiningastöð heimilanna hér á árum áður. „Þar vann ég við að gefa húsráð og uppskriftir í gegn- um sfma svo ég kann fullt af góð- um húsráðum og hef stundum gef- ið vinum mínum góð ráð enda er ég hafsjór af fróðleik þegar kemur að húsráðum," segir hún hlæjandi. Borðar ekki kjöt- og fiskibollur ítalskur matur er í sérstöku uppáhaldi hjá Steinunni Valdísi en það er sumt sem hún setur helst ekki inn fyrir sínar varir. „Ég er mjög hrifin af ítölskum mat í allri sinni dýrð en ég borða til dæmis hvorki kjötbollur né fiskibollur. Það er nokkuð sem ég hef aldrei komist upp á lag með að borða. Eins borða ég helst ékki saltkjöt eða plokkfisk. Ætli það megi ekki flokka þetta undir matvendni því ég greip þetta í mig sem krakki enda var ég feikilega matvönd sem bárn og vildi helst ekkert annað en soðnaýsu." Risarækjum drekkt í koníaki Þegar talið berst að veitinga- húsum borgarinnar segist Stein- unn Valdís stundum fara út að borða og að uppáhaldsveitinga- staðurinn hennar sé La Primavera. „Ég hrífst af einfaldleikanum hjá þeim og hráefnið þar er frábært auk þess sem það er alltaf hægt að treysta matargerðinni," segir hún og bætir við að hún sé einnig dug- leg að fara út að borða þegar hún dvelji í útlöndum. „Þegar ég fer til útlanda reyni ég að finna góða ind- verska staði og einnig prófa ég staði sem eru svolítið þjóðlegir," segir hún en segist aðspurð ekkert vera hrædd við að prófa eitthvað nýtt á nýjum stöðum. „Þá veit ég ekkert hvað ég er að borða," segir hún hlæjandi og bætir við að í Shanghæ hafi hún fengið risarækj- ur sem hafi komið lifandi á borðið en verið drekkt í koníaki og að þær hafi verið algjört lostæti. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri er ekkert feimin viö að viöurkenna aö hún sé ómöguleg í eldhúsinu. Sem betur fer er Steinunn Valdís vel gift og er þaö eiginmaðurinn sem stendur vaktina í eldhúsinu þótt borgarstjórinn sé lið- tækur við uppvaskið. Steinunn Valdís heldur mest upp á ítalskan mat en segir toppinn að borða lax sem hún sjálf veiðir. Eldhúsiö mitt Tómatar og gúrkur upp á gamla móðinn Steinunn Valdís segist algjör sælkeri þegar kemur að mat og hún viðurkennir fúslega að hugsa ekki mikið um hollustuna í því sambandi. „Upp á línurnar að gera vil ég frekar hreyfa mig meira en geta borðað allt sem mig langar í. Ég mætti líka örugglega vera dug- legri að borða meira af grænmeti Steinunn Valdís Óskarsdóttir Borgarstjór- inn hefur Iftinn áhuga á matargerö og er því heppinn að eiginmaðurinn er listakokkur. Laxmeð chilipipar oghvítlaukað hætti Steinunnar Valdísar: Lax sítrónusafi ólívuolía salt hvítlauksrif ferskur, grænn chilipipar eins og flestir aðrir. Við borðum mikið af fisk og höfum þá oft tómata og gúrkur með upp á gamla móðinn. Mér finnst það ágætt og það er nokkuð sem dóttir okkar borðar líka." Veiðir sjálf lax á grillið Steinunn Valdís er ánægð með að sumarið sé komið og segir fjöl- skylduna duglega að grilla úti á svölum. „Mér finnst grillað græ- meti ofsalega gott og grillaður fiskur sömuleiðis. Við erum mikið laxveiðifólk og það er náttúrlega toppurinn að grilla og borða lax sem maður veiddi sjálfur," segir hún að lokum og gefur hér lesend- um girnilega uppskrift að grilluð- um laxaflökum. indiana@dv.is „Byrjað er að laga olíusósu úr olíu, "hvítlauk, chilipipar og dálitlum sltrónusafa. Piprarnir (tveir ættu að duga á eitt flak) eru fræhreinsaðir og saxaðir smátt ásamt hvítlauknum. Þetta er sett í litla skál og ólívuolía saman við. Þetta á að verða eins og grófkornað mauk. Dálitið af salti úti og smá sítrónusafi. Sósan má gjarn- an standa nokkra stund. Þegar kem- uraðþvíað elda er flakið sett á ál- pappírinn, svolltill sltrónusafi kreistur yfír og síðan er helmingi sósunnar smurt á fískinn. Þegar búið er að elda fer seinni helmingur sósunnar LISTMUNAUPPBOÐ veröur haldiö á morgun, 7. maí, kl. 19.00 á Hotel SÖgu, Súlnasal BoBín verBa upp um 110 verk, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Veri& veíkonnln a6 skoéa verib I Golleríí FoSdj RauBarársftg 14, í dag y. 11.00-17.00r á morgun \ó. 12.00-17.00 Hægt oð nálgast uppboðwkráno á nefinu: VAvw.myncHisf.is Rauliaiðrittg 14, ilni 5510400 • www.myHdliM.lt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.